Morgunblaðið - 14.10.1961, Síða 23
Laugardagur 14. okt. 1961
MORCUNBIAÐIÐ
23
Gerður Gunnarsdóitir
Fædd 21. júní 1917.
Dáin 25. ágrúst 1961.
HÚN Gegga írænka er dáin!
En svo var hún í daglegu tali
Ikölluð aí okkur frændsystkin-
um hennar.
Mig setti hljóðan er ég heyrði
þessa harmafregn.
I>ó nokkuð sé liðið síðan
Gerður frænka mín dó, langar
mig til þess að minnast hennar
með fáum orðum, flytja henni
mínar hinztu kveðjur, og þakka
henni fyrir öll hennar gæði, er
hún ætíð sýndi mér.
Hún hafði sérstaklega mikið
yndi af börnum, og hændust
þau fljótlega að henni.
Alltaf stóð heimili hennar og
Sverris, eiginmanns hennar, op-
ið öllum, en kærkomnustu gest-
irnir voru bömin, sem hún
veitti takmarkalausa hlýju.
Sár harmru: er kveðinn að
eiginmanni hennar, íoreldrum,
systkinum og ástvinum öllum,
er hún aðeins 44 ára kvaddi
þennan heim.
En við vitum að hún heldur
til blómlegra heimkynna, þar
sem þjáning er ekki til. Það er
huggun harmi gegn.
Blessuð sé minning hennar.
Gunnar.
Gunnlaugtir Pálsson, arkitekt:
Norræn ráðstefna
um byggingamál
Kennarafélagið Hússtjórn
AÐALFUNDUR Kennarafélags-
ins Hússtjórn var haldinn í Hús-
xnæðraskóla Reykjavíkur dag-
ana 24.—28. ágúst sl.
Fundurinn hófst með helgi-
stund, prestur var sr. Kristinn
Stefánsson. Síðan setti formaður
félagsins, Halldóra Eggertsdóttir
fundinn. Fundarstjórar voru þær
Lena Hallgrimsdóttir og Þorbjörg
Bjarnadót'jr. Ritarar Sigríður
Ólafsdóttir Og Stella Edvalds.
Eins Og að undanförnu var fund-
ur þessi hvorttveggja í senn fé-
lags- og fræðslufundur.
Aðalmál voru: Útgáfa fræðslu
rits á vegum félagsins. Kjaramál.
Stofnsetning fagbókasafns fyrir
félagskonur. Vinnubókagerð. Mik
il óánægja ríkti á fundinum um
iaunakjör húsmæðrakennara, sem
starfa við húsmæðraskólana.
Töldu fundarkonur það nauðsyn-
legt réttlætismál að þær fengju
sömu laun og kennarar við gagn-
fræðaskóla. Óviðunandi er það
iaunamisrétti, sem rikjandi er,
enda mjög erfitt að fá kennara að
húsmæðraskólunum. Skal þess
getið að undanfarin ár hafa kenn-
arar verið ráðnir erlendis frá og
nú í haust tveir norskir. Er því
auðsætt að skjótra úrbóta er
þörf.
Úr stjórn áttu að ganga: Hall-
dóra Eggertsdóttir, Bryndís Stein
íþórsdóttir og Guðrún Jónasdótt-
ir. Tvær þær fyrrnefndu voru
endurkosnar.
Stjórnina skipa nú: Halldóra
Eggertsdóttir, formaður, Bryndís
Steinþórsdóttir, ritari, Jakobína
Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Helga
Sigurðardóttir, Katrín Helgadótt-
ir, Dagbjört Jónsdóttir Og Jakob-
ína Pálmadóttir.
1 varastjórn eru: Guðrún Jón-
ssdóttir og Elsa Guðjónsson.
Þessi erindi voru flutt á fundin-
um: Vaneldi og ofeldi, próf. Júlí-
us Sigurjónsson. Uppeldismál,
Sigurjón J. Jónsson, sálfræðingur.
Kvikmyndir sem kennslutæki,
Gestur Þorgrímsson, kennari.
Nýju gerviefnin, Elsa Guðjóns-
son magister. Námskeið í tilrauna
matreiðslu, sem haldið var í júlí
sl. í Uppsölum. Norrænn búsýslu-
háskóli, Steinunn Ingimundar-
dóttir, skólastjóri. Kennsla í vefn
aði og fréttir frá utanför, Guðrún
Vigfúsdóttir. Kennsla í heimilis-
hagfræði, Sigríður Haraldsdóttir,
húsmæðrakennari. Ferðaþáttur
frá Ameríku, Gerður Jóhannsdótt
ir, húsmæðrakennarL
Farnar voru kynnisferðir í Raf-
tækjaverksmiðju Hafnarfjarðar
og málningarverksmiðjuna
Hörpu.
Næsti aðalfundur verður hald-
inn í Húsmæðraskóla ísafjarðar
í júnímánuði 1962. í sambandi
við fundinn var ákveðið að halda
viku námskeið í fjölskyldu- eða
híbýlafræðikennslu.
SEINNIHLUTA septembermán-
aðar var haldin 3ja daga ráð-
stefna í Kaupmannahöfn um
byggingarmál, svokallaðir Nor-
rænir byggingardagar (N.B.D.),
en slíkir fundir eru haldnir til
skiptis í einhverju Norðurland-
anna á 3—5 ára fresti. Ráðstefn-
una sóttu um 1890 manns frá öll-
um Norðurlöndunum, þar af
voru 44 íslendingar. Formaður
Islandsdeildar N.B.D. Hörður
Bjarnason, húsameistari ríkisins
ávarpaði ráðstpfnuna af íslands
hálfu. Verkefni ráðstefnunnar
að þessu sinni var iðnvæðingin í
byggingarframkvæmdum (Bygg-
eriets industrialisering), og var
verkefni þessu skipt í 7 umræðu-
flokka eftir hinum ýmsu þáttum
byggingariðnaðarins. Ástæðan
fyrir þessu vali á verkefni eru
hinar síauknu kröfur til íbúðar-
húsnæðis, og hverskonar bygg-
ingarframkvæmda til að full-
nægja þörfum nútímans.
Ræða Þýzkalands-
málin
LONDON, 13. okt. (AP-NTB-
AFP). — Háttsettir embættis-
menn ríkisstjórna Vesturveld-
anna munu koma saman til fund-
ar í London í næstu viku og ræða
Þýzkalands- og Berlínarmálið.
Er gert ráð fyrir, að fundur
þeirra standi í tíu til fjórtán
daga.
Síðustu vikur hafa staðið yfir
stöðugar viðræður milli sendi-
herra Bretlands, Frakklands og
Vestur-Þýzkalands í Washington
og bandaríska utanrikisráðuneyt-
isins til undirbúnings fundinum í
London.
73 umsóknir um ríkis-
borgararétt tyrir Alþingi
ráðherra á þingfundinum í gær,
var frumvarpinu vísað til 2. um-
ræðu og allsherjarnefndar með
samhljóða atkvæðum.
Slys í Reykjahlíð
UMFERÐASLYS varð í Reykja-
Ihlíðinni laust fyrir klukkan hálf-
étta í gærkvöldi. Ung stúlka,
Hreindís Guðmundsdóttir hjúkr-
tinarnemi, var á leið austur yfir
götuna f úrhellisrigningu og
elæmu skyggni, þegar hún varð
fyrir Volkswagenbifreið á suður
leið. Kveðst bifreiðastjórinn ekki
tiafa orðið Hreindísar var, fyrr
en hún skall a bíinum. Hún var
næstum komin yfir götuna og
lenti á vinstri framhlið bílsins,
Jagðist upp á hann, barst með
Ihonum nokkurn spöl og féll nið-
ur af honum vinstra megin.
Stúlkan meiddist nokkuð. hand-
leggsbrotnaði m. a.
A FUNDI Neðri deildar í gær
fylgdi dómsmálaráðherra, Jó-
hann Hafstein úr hlaði frum-
varpi um veitingu ríkisborgara-
réttar til 13 mannia, en frumvarp
ið var lagt fram á fyrsta degi
eftir þingsetningu. Sagði ráðherr
ann, að frá frúmvarpinu væri
gengið með þeim hætti sem alls-
herjarnefndir beggja þingdeilda
hefðu orðið ásáttar um árið
1955 og síðan tíðkast.
Þeir, sem ríkisborgarréttinn
skulu öðlast, samkvæmt frum-
varpi þessu eru: Jóhanna Becher
húsmóðir í Rvík, fædd í Þýzka-
landi, Andreas Bjerkhoel, bif-
reiðastjóri í Rvík, f. í Noregi,
Ursel Fúllgraf, húsmóðir að Refs
mýri í Fellum, N-Múl., f. í Þýzka
landi, Ruth S. Hermanns, fiðlu-
leikari í Rvík, f. í Þýzkalandi,
Geoffrey T. Hunter, prentari í
Rvík, f. í Bretlandi, Jamila (Ól-
afsson) Juzova, húsmóðir í Rvík,
f. í Tékkóslóvakíu, Hedwig F. E.
(Guðjónsson) Meyer, húsmóðir
í Rvík, f. í Þýzkalandi, Niels P.
F. Nielsen, landbúnaðarverka-
maður á Alfsnesi, Kjalarn.hr., f.
í Danmörku, Sonja E. (Haralds-
son) Ruttermann, húsmóðir í
Seltj arnarneshr., f. í Þýzkalandi,
Wilfried H. G. Steinmiiller, nem-
andi, Stóra-Hofi á Rangárvöll-
um, f. í Þýzkalandi, Össur Ström
matreiðslumaður í Rvík, f. í
Færeyjum, Ove H. Thomsen,
landbúnaðarverkamaður í Rvík,
f. i Danmörku og loks Ohristel
(Kristinsson) Ziebert, húsmóðir
í Rvík, f. í Þýzkalandi. — Þrír
umsækjenda fullnægja ekki skil
yrðum laga fyrir veitingu rikis-
-borgararéttar fyrr en á tímabil-
inu 30. maí—24. sept. 1962, og
er ekki gert ráð fyrir að þeir
öðlist réttinn fýrr. Þá er í frum-
varpinu ákvæði um, að enginn
umsækjenda skuli fá íslenzkan
ríkisborganarétt, fyrr en þeir
h-afi fengið íslenzk nöfn, sam-
kvæmt gildandi lögum um
mannanöfn.
Að lokinni ræðu dómsmála-
í sambandi við ráðstefnuna
var gefið út ítarlegt rit um þetta
efni, og segir ritstjórinn, Marius
Kjeldsen, arkitekt, þar m. a., að
á þessum þrem dögum sem ráð-
stefnan standi yfir muni mann-
kynið aukast um nálega 400.000
manns eða tæplega tun 1 milljón
á viku, 50 milljónir á ári. í dag
telst mannkynið vera 3 milljarð-
ar íbúa og bendir allt til þess að
það muni tvöfaldast á næstu 40
árum. Hinir 3 milljarðar íbúar
jarðarinnar h-afa nú 500 milljónir
íbúða til skiptanna, sumir hafa
of mikið, fleiri hafa of lítið og
margir hafa ekkert íbúðarhús-
næði. Af þessum 500 milljónum
íbúða teljast 200 milljónir ekki
íbúðarhæfar þó þær séu taldar
til íbúða. Árlega erú nú byggðar
um 8 milljónir íbúða, en til þess
að fullnægja núverandi íbúðar-
þörf heimsins í náinni framtíð,
Þyrfti að byggja 25 millj. íbúðir
á ári.
Nú eru Norðurlöndin að sjálf-
sögðu ekki verst sett í þessum
efnum en það er sameiginlegt
þeim öllum að eftirspurninni og
þörfunum fyrir húsnæði er
hvergi nærri fullnægt í neinu
þeirra. Margir vilja afsaka þetta
sem stríðsfyrirbrigði, en nú 16
árum frá stríðslokum, stenzt sú
afsökun varla. Orsakanna mun
miklu frekar að leita í þeirri
staðreynd að lífskjör fólksins
hafa batnað svo, að almenning-
ur gerir mun meiri kröfur til
íbúðarhúsnæðis í dag en átti sér
stað fyrir stríð. Þessum auknu
kröfum fólksins hefur ekki verið
fullnægt á sama máta og ýmsum
öðrum, svo sem bilum, kæliskáp-
um og hverskonar heimilistækj-
um, sjónvarpi, utanlandsferðum
ásamt auknum kröfum í mat og
og fatnaði. Þessum auknu þörf-
um fólksins hefur verið fullnægt
með aukinni iðnvæðingu og fram
leiðni, en iðnvæðingin í bygg-
ingariðnaðinum hefur orðið aft-
ur úr. Það má nærri geta að
þetta mikla verkefni verður
ekki leyst á 3ja daga ráðstefnu,
enda var tilgangur ráðstefnunn-
ar að safna saman í ritum, með
fyrirlestrum, og viðræðum með-
al fagmanna, þeim árangri sem
náðst hefur í dag á Norðurlönd-
um.
í umræddu riti er stutt grein-
argerð frá hverju landi og skrif-
ar þar fyrir Islands hönd Skúli
í _ _ , „ , H. Norðdal, arkitekt. Allir eru
Á MORGUN kl. 2 e. . mun þejr sammáia Um að iðnvæðingu
Eirikur Smith opna malverka- s£ mjög skammt komið á Norður
sýningu í Listamannaskálanum. löndum í byggingariðnaðinum.
Ritið inniheldur nokkur dæmi
Málverkasýníng
Eiríks Smith
Á sýningunni verða 58 málverk,
36 olíu-, 22 vatnshta- og 3
þrykkmyndir (raderingar). Ei-
ríkur hefur oft haldið sýningar
áður, síðast í Sýningarsalnum
við Hverfisgötu, 1958. Þess má
geta, að Dorothy Miller, einn af
forstjórum Museum of Modern
Art í New York, festi kaup á
einni mynda Eiríks sl. sumar.
Sýningin stendur yfir í um
hálfan mánuð og verður opin
frá kl. 2 til 10 e. h. daglega.
Skutu margþrepa
eldflaug
Moskva, 13. Okt.
(NTB-Reuter)
TASS-fréttastofan skýrði frá því
í dag, að Rússar hefðu skotið á
loft margþrepa eldflaug frá
Kyrrahafi. Eldflaugin fóir um
12.000 km vegalengd og kom nið-
ur á tilætluðum stað, að því er
segir í tilkynningu fréttastofunn
ar. Tilraun þessi er hin fimmta
í röðinni síðan Rússar hófu að
nýju eldflaugatilraunir yfir
Kyrrahafi í sl. mánuði! Áttu þær
að standa til 15. okt., en nú til-
kynnir Tass, að þeim verði hald-
ið áfram til mánaðamóta.
um verksmiðjuframleiddar bygg
ingareiningar og byggingarfram-
kvæmdir sem að mestu leyti eru
unnax í verksmiðjum en bygg-
ingareiningarnar settar saman á
byggingarstað. Frá íslandi er
sýnd benzínstöðin Nesti, teiknuð
af Manfred Vilhjálmssyni, arki-
tekt.
Nú liggur nær að spurja. Hvað
vinnum við með aukinni iðn-
væðingu? Fáum við ódýrari- og
betri hús? í sjálfu sér er þetta
takmarkið en það er langt
land. Á sama tíma og iðnvæð-
ingin í öðrum greinum hefur
fært okkur aukið vörumagn,
unnið af færri höndum, hefur
byggingariðnaðurinn staðið
stað, og jafnvel hér á landi hef-
ur þróunin orðið sú að
íbúðarkostnaðurinn tekur stöð-
ugt stærri hluta af launatekjum
fólks.
Sú þróun sem átt hefur sér
stað undanfarin ár erlendis, með
aukinni iðnvæðingu og verk-
smiðjuunnum byggingareining-
um er stórt skref í þá átt að
keppa við aðrar tækniþróaðar
iðngreinar, og hefur góður ár-
angur náðst í framleiðslu verk-
smiðjuhúsa, á sama máta og vísir
er kominn að hér á landi. Hvað
íbúðarhúsnæði snertir hefur ár-
angurinn enn þá ekki orðið að
sama skapi, að öðru leyti en þvl
að með aukinni tækni hefur tek-
izt að framleiða íbúðarhúsnæði
með færri vinnustundum á ein-
ingu, t. d. rúmmeter, og með
hlutfallslega færri fagmönnum.
Þetta er stórt skref í rétta átt,
þegar tillit er tekið til hinnar
miklu eklu á íbúðarhúsnæði og
mikillar eftirspumar á vinnu-
krafti. Á ráðstefnunni kom það
greinilega fram, bæði í fyrir-
lestrum og samtölum í hinum
ýmsu greinarflokkum, að iðn-
væðingin ein er ekki fullnægj-
andi í byggingariðnaðinum til
þess að fá aukið húsrými með
minni tilkostnaði, heldur kannske
miklu fremur skipulagning fram
kvæmdanna, nákvæmur og góð-
ur undirbúningur, aðgangur að
hentugum lánum með góðum
vaxtakjörum og ekki sízt góð
samvinna hinna mörgu aðila eem
standa að byggingarframkvæmd-
unum.
Það má óhætt telja að þáttur
okkar íslendinga í þessum bygg-
ingardögum hefur ekkert verið
síðri en hinna Norðurlandanna,
miðað við stærð okkar og getu,
enda segir Marius Kjeldsen, arki-
tekt í lok greinar sinnar.
„Iðnvæðingin í byggingariðn-
aðinum" er í dag miklu fremur
takmark en staðreynd. Við erum
ennþá bundnir hinum gömlu
þekktu byggingarefnum og bygg
ingarmátum. Ennþá hefur efna-
fræðin ekki leyst okkur frá
hefðbundnum byggingarvenjum.
En að stöðugt eru nýir rnögu-
leikar til að leita inn á nýjar
brautir sýnir dæmið frá íslandi
þar sem greiðasala og benzín-
afgreiðslustöð er byggð á yfix-
byggingarverkstæði. Þó að bygg-
ingan þessar séu ekki stórar að
flatarmáli né rúmmáli sýnir
þetta dæmi kannske einna bezt
í þessari bók hvers vænta má í
framtíðinmi í þróun byggingar-
mála með aukinni iðnvæðingu".
Kaffisala KFUM
LAUGARNESDEILDIR KFUM
og KFUK efna til kaffisölu, í
húsi félaganna að Kirkjuteigi
33, á morgun, sunnudag.
Á næsta ári eru liðin 20 ár
frá því að stofnað var Laugar-
nesdeild KFUM og eru ótalin
þau böm er þar hafa notið
góðra stunda í þessum félögum.
Efalaust munu margir vilja
styrkja starfsemi félaganna, með
því að kaupa sér þar kaffisopa
á morgun.
Níu flúðu yfir
mörkin
BERLÍN, 13. okt. (NTB-AP-Reuit-
er). Níu Austur-Þjóðverjar
flúðu í dag yfir mörkin til Vest-
ur-Berlínar. Austur-þýzkir lög-
reglumenn skutu að þeim hátt
á þriðja hundruð byssukúlum —
en að sögn sjónarvotta, miðuðu
þeir alls ekki á flóttamennina.
Flóttamennirnir fóru yfir mörk
in inn á bandaríska hernámssvæð
ið í vöruflutningabifreið. — Slitu
sundur gaddavírsflækju á marka
línunni. Atburður þessi hefur
leitt almenna athygli að vanda-
málinu um það, hver skuli gæta
markalínunnar. Hin látlausa skot
hríð austur-þýzku lögreglunnar
hefði getað valdið skaða á mönn-
um vestan markanna, þótt þeir
hafi ekki miðað beint á flótta-
mennina. Vesturveldin eru ábyrg
fyrir öryggi borgara Vestur-Berl-
ínar og telja yfirvöld borgarinn-
ar réttara að hermenn vestur-
veldanna gæti línunnar. Hins veg
ar er einnig talið, að afleiðing-
arnar gætu orðið til muna alvar-
legri ef gæzlumaður Vesturveld-
anna yrði fyrir skoti en þótt slíkt
hendi -lögreglumann frá Vestur-
Berlín, — með tilliti til milli-
ríkjaumræðna um Berlínardeil-
una.
Slátrun lokið
AKRANESI, 13. okt. — Haust"
slátrun sauðfjár lauk á miðviku-
dag í Sláturfélagi Suðurlands við
Laxá í Leifársveit. Búið er að
slátra 4400 fjár. Skrokkþungi
dilka mun vera í meðallagi. í
gær og í dag hefur staðið yfir
slátrun á stórgripum, 40 talsins.