Morgunblaðið - 14.10.1961, Qupperneq 24
Sr. Bjarni
Þorsteinsson
Sjá bls. 13.
233. tbl. — Laugardagur 14. október 1961
Sjávarútvegur
Sjá bls. 11.
Fyrirburður á
bókauppboði ?
SIGURÐUR Benediktsson hélt
bókauppboc í Sjálfstæðishúsinu
í gær, og kenndi þar ýmissa
grasa. Rafmagnslaust og almyrkt
varð í salnum, þegar talsvert
var liðið á uppboðið, og var ekki
laust við, að ýmsum þætti að
þar hefði fyrirburður nokkur
orðið.
Nr. 80 á bókaskránnl var
„Hvorn eiðinn á ég að rjúfa?“
eftir Binar H. Kvaran, útgefið á
Eskifirði 1880. Dræmt var boðið
í bókina í fyrstu, og fóru Ijósin
þá að flökta eða „blikka“. Hafði
uppboðshaldari orð á því, að treg
lega væri í bókina boðið, en ekki
hækkuðu tilboðin að ráði við
það. Flöktu ljósin þá enn, en
slokknuðu að lokum alveg: Gerð-
ist þá kurr í salnum, og höfðu
margir orð á því, að þetta væri
ekki einleikið. Vildu sumir ekki
una undir sama þaki lengur og
gengu út. Voru í þeim flokki
ýmsir þekktir borgarar, sem
ekki hafa verið vændir um hjá-
trú. — Svo brá nú við, að þeir,
sem eftir sátu, tóku að bjóða
rösklega í kverið, sem var að
lyktum slegið á 1300 krónur.
Sögðu sumir, að þeim hefði ekki
þótt annað hlýða eftir „fyrir-
burðinn“ sem þeir kölluðu svo.
Af verði einstakra bóka má
nefna (í krónum): Spánskar
nætur (gamanleikur frá 1923):
Miimingarathöfn
um Gústav A.
Jónasson
MINNINGARATHÖFN fór fram
i Dómkirkjunni í gær um
Gústav A. Jónasson, ráðuneytis-
stjóra, sem lézt í Kaupmanna-
höfn 13. júlí sl. Fjölmenni var
við athöfnina, sem hófst kl. 2
e. h. Séra Jón Auðuns, dóm-
prófastur, flutti minningarræð-
100 (kostaði túkall ’23); TJm
jafnvægi búdrýginda, Khöfn
1801: 375; Minningarrit eftir Sig-
urð Guðmundsson málara, Rvík
1875: 275; Aðvörunar- og Sann-
leiksraust eftir I>órð Diðriksson,
Khöfn 1879: 900; Kvæðakver
H. K.L. Rv. 1930: 750; Rauður
loginn brann eftir Stein Steinarr:
425; Gráskinna: 350; Vísnakver
Páls Vídalíns: 300; Tveir ein-
þáttungar eftir íwstein Jóseps-
son: 425; frumútg. af Manni og
konu: 450; ísl. dýr eftir Bj. Saém.
I. —III.: 1300; Huld, frumútg.:
375; Síðkveld eftir M. Ásgeirsson:
500; Gátur, þulur og skemmtan-
ir I.—IV.: 1250; Ævisaga Christi-
ans Jakobsen, Winnipeg 1892
(vitað um 7 eintök): 800; Angan-
týr: 150; Grýla Jóns Mýrdals:
675; Om Digtningen pá Island:
700; Scripta Historia Islandor-
um: 800; Islands Kortlægning:
2800.
Rafmagnsbilun
RAFMAGNSLAUST varð I mest
um hluta Miðbæjarins og tals-
verðum hluta Vesturbæjarins í
gærkvöldi. Kl. 18.24 varð skamm
hlaup í háspænnurofa í spenni-
stöð í Vallarstræti. Varð þá raf-
magnslaust að mestu í Miðbæn-
um, en þó ekki í hluta Grjóta-
þorpsins, og ekki náði bilunin
austur fyrir Læk. Einnig varð
rafmagnslaust í eldri hluta Vest-
urbæjarins, sunnan Vesturgötu.
Rafmagnsleysið kom sér víða
mjög illa, t. d. stöðvuðust allar
vélar Morgunblaðsins, rafmagns-
sagir stöðvuðust í miðjum kjöt-
lærum hjá SÍS, og hláka kom í
kæligeymslum í Miðbænum. I>á
kom rafmagnsleysið sér illa á
Hótel Borg og í Sjálfstæðishús-
inu, en Naustið slapp, þar sem
það stendur norðan Vesturgötu.
Kl. 20.20 komst rafmagnið aft-
ur á í mestum hluta fyrrgreindra
Eldur í íbúðarhúsi
Reyðarfirði
Þessi mynd var tekin yfir Akureyrarpolli á fimmtudagsmorg-
un, þegar einn síldveiðibátanna hafði fengð kast.
Ljósm. Birgir Kjaran.
°SílJveiði í Akur-
eyrarpolli
AKUREYRI, 13. okt. — Síldveið-
in á Akureyrarpolli hefur gengið
vel síðustu sólarhringa, og hafa
skipin fengið góðan afla. í gær
landaði Vörður 700 málum, Garð-
ar 745, Súlan 500, Hannes Haf-
stein 450 og Björgvin 230.
1 dag hafa skipin fengið allgóð-
an afla. — St.E.Sig.
svæða, nema í blá-Miðbænum.
Þar kviknaði ekki aftur á perun-
um fyrr en kl. 21.47.
a
REYÐARFIRÐI, 13. okt. — Um
sex-leytið í kvöld varð eldur
laus í ibúðarhúsinu Hvoll á Reyð
arfirði, eign Kristjáns Ólafssonar
klæðskera. Húsið er timburhús,
ein hæð og ris.
Eldsins mun fyrst hafa orðið
vart á rishæðinni. Slökkvilið stað
arins kom fljótt á vettvang, og
þegar að var komið, var mikill
reykur kominn um allt húsið og
Varð milli
ýtu og
kranabíls
UM kl. hálfeex í gærkvöldi.
varð alvarlegt slys á Miklu-
brautinoii, þegar maður varð á
milli kranabíls og ýtu. Slysið
vildi til með þeim hætti, að
verið var að aka kranabifreið-
inni aftur á bak, svo að hún
gæti sveigt fram hjá stein-
hrúgu. Ýtan stóð þar rétt fyrir
aftan, og veitti bílstjórinn því
ekki athygli, að ýtustjórinn
stóð við hlið hennar. Varð
hann á milli ökutækjanna og
meiddist mikáð. Var hann flutt
ur í Slysavarðstofuna og það
an í Landspítalann, þar sem
hann liggur rænulítill.
erfitt að átta sig á því, hvar eld-
urinn var.
Enginn var í húsinu, þegar elds
ins varð vart, en þar búa hjón
með tvö börn. Innanstokksmun-
um og öðru lauslegu tókst að ná
út lítt skemmdu. Eftir því sem
næst hálftíma hafði slökkvilið-
inu tekizt að ráða niðurlögum
eldsins, þrátt fyrir erfiðar aðstæð
ur, svo sem allhvassa sunnanátt.
Miklar skemmdir urðu á húsinu,
eirtkum af vatni og reyk. Elds-
upptök eru ókunn, en þó er álitið,
að 'kviknað hafi í út frá rafmagni.
— Slökkviliðsstjóri hér er Sig-
urjón Scheving. — A.Þ.
Viðræðufundir
lækna o« sjúkra-
samlags
VIÐRÆÐUFUNDIR eru í fulí-
um gangi milli Læknafélags
Reykjavikur annars vegar og
Sjúkrasamlags Reykjavíkur hins
vegar, þrátt fyrir tilkomu bráða
birgðalaganna. Er nú eingöngu
rætt um skipulagsmál.
Síld seld til Sovét-
rík janna og V-
Þýzkalands
Þann 7. þ. m. var undirritað-
ur í Reykjavík samningur um
fyrirframsölu á 20 þúsund tunn-
um af saltaðri Suðurlandssíld til
Sovétríkjanna, en þetta magn
verður að afgreiða fyrir 25. des-
ember n. k.
A fimmtudag var svo undirrit-
aður viðbótarsamningur um sölu
á 20 þús. tunnum til sama lands
og verður að afgreiða þá síld
sem hér segir:
Í desember 5000 tunnur, í ______
líSTí 7500 tUlmur 0g 1 íebrÚar í mörkin og óku á brott með hann.
7500 tunnur. I_______
Þá hefir fyrir nokkru verið
gengið frá samningum um fyrir-
framsölu á 20.000 tunnum af
flattri ediksaltaðri Suðurlands-
síld til Vestur-Þýzkalands.
Samningaumleitanir um sölu
á saltaðri Suðurlandssild til ann-
arra landa standa enn yfir.
Háfur út-
flutnings-
vara
OFT hefur það gerzt að und-
anförnu, að fiskur, sem jafn-
an hefur verið talinn óæti hér
á landi, hefur skyndilega orð
ið verðmætur útflutnings-
varningur. Þannig var það
víst með karfann. Skötuselur
er annað dæmi — og nú síðast
háfur. Línubátar við Faxaflóa
fá oft töluvert af háfi á vorin
og haustin, en honum hefur
verið hent fyrir borð jafnóð-
um, því sjómönnum hefur
fundizt fiskurinn ófrýnilegur
og ekki hefur hann þótt girni-
legur til átu. — En háfur þyk
ir ágætis matur í Bretlandi og
nú ætlsir Sölumiðstöð Hrað-
frystihúsanna að selja hann
þar. Fiskurinn er rifinn úr
roðinu, síðan er honum dyfið
í C-vítamínblöndu til þess að
koma í veg fyrir að hann
þráni og loks hraðfrystur í 14
Ibs. pökkum. Akurnesingar
hafa verið drýgstir við að
draga háfinn á land að und-
anförnu. Fimm línubátar
leggja upp í frystihús Harald-
ar Böðvarssonar og í fyrra-
dag bárust t. d. 13 tonn af
'háfi. í Hafnarfirði, Ólafsvík,
Stykkishólmi og á Hellissandi
mun háfurinn einnig vera
frystur þessa dagana.
V-þýzki fréttamaður-
inn lézt af skotsárum
Honnover Og Bonn, 13. okt.
(NTB-Reuter)
VESTUR-ÞÝZKI fréttamað-
urinn, Kurt Lichtenstein,
sem austur-þýzkir lögreglu-
menn rændu í gærkvöldi,
lézt í nótt í sjúkraliúsi í
Austur-Þýzkalandi.
Lögreglumennirnir höfðu skot-
ið á fréttamannirin, þar sem hann
stóð vestan markanna og ræddi
við bónda nokkurn sem stóð
austan við þau.
Fólk er stóð nærri, sá lögreglu-
mennina koma og hrópaði aðvör-
unarorð til Lichtensteins — hann
ætlaði að snúa við og halda brott,
en dá dundi á honum vélbyssu-
skothríð Austur-Þjóðverjanna.
Lichtenstein féll við en lögreglu-
mennirnir drógu hann austur yfir
Kviknar í hlöbu á
Svaíbarðsströnd
AKUREYRI, 13. okt. — 1 fyrra-
kvöld á ellefta tímanum var
Slökkviliði Akureyrar tilkynnt,
að eldur væri laus í hlöðu í Leifs
húsum á Svalbarðsströnd. —
Slökkvibíll var sendur frá Akur-
eyri og réðu slökkviliðsmenn nið-
urlögum eldsins, en bóndinn á
bænum, Stefán Júlíusson, hafði
haldið honum í skefjum með
slökkvitækjum, sem hann átti í
kveikt eldinn við torfvegg á hlöð-
unni.
Slökkviliðið þurfti að rjúfa ail-
mikinn hluta veggjarins. Nokk-
ur eldur komst í heyið, en Stefáni
tókst einnig að halda honum í
skefjum, þar til slökkviliðið kom
á vettvang. Talið er að bóndinn
hafi bjargað miklum verðmætum
með snarræði sínu. Sýnir þetta
dæmi, hve mikilsvert er fyrir
bændur að eiga slökkvitæki í
ðiunn v iiccnj um, ov_ui uuiin x — ----- -o — —----
heimahúsum. Óvitar munu hafa heimahúsum. — St. E. Sig.
Húsiö sent
~ heim
HVER verður svo heppinn að fá
128 fermetra einbýlishús, fimm
herbergi og eldhús, sent heim til
sín? Þetta er mjög nýtízkulegt
hús, sem allir vildu sjálfsagt
Menningar býður þetta hús og
eignast. Happdrætti Frjálsrar
það verður reist hvar í byggð,
sem. vinningshafi óskar. Hvort
sem hann býr í Hafnarfirði eða
Raufarhöfn, Akureyri eða»Vest-
mannaeyjum. Hann fær húsið
heim.
Varðarkaffi
í Valhöll
í dag kl. 3-5 síðd.
Það var talsmaður sósíaldemo-
krata í Bonn, sem skýrði frá því
í morgun, að fregnir hefðu bor-
izt af láti Lichtensteins. Hann
hefði í nótt verið fluttur í sjúkra
hús og látizt þar undir morgun-
sárið.
Lichtenstein starfaði við dag-
blaðið Westphalische Rundschau
í Dortmund, málgagn sosialdemo
krata. ÁFP-fréttastofan segir, að
hann hafi verið kommúnisti í eina
tið, en verið rekinn úr flokknum
vegna misstiga af línunni.
Lichtenstein var fimmtugur að
aldri, kvæntur Og tveggja barna
faðir. Áður en fregnin um lát
hans barst höfðu vestur-þýzki
blaðamannasamtökin krafizt þess
að honum yrði þegar í stað sleppí
yfir til Vestur-Þýzkalands.
Umferðaslys á
Sundlaugavegi
Á ELLEFTA tímanum í gær-
kvöldi varð þrettán ára drengur
fyrir bifreið á móts við Sund-
laugaveg 13. Drengurinn var
fluttur í Slysa/varðstofuna, og
eru meiðsli hans ókunn, þegar
þetta er ritað.
Kviknar í verzlun
á Akureyri
AKUREYRI, 13. okt. — Síðdegis
í dag var Slökkvilið Akureyrcir
kvatt að Byggingarvöruverzlun
Tómasar Björnssonar á Akureyri.
Verið var að logsjóða bita, og
mun neisti hafa hrokkið í tré-
kistu, sem gler var geymt í. —«
Nokkrar skemmdir urðu á gleri.
Einnig skemmdist sement, sera
geymt var í sama húsi, af vatni.
Slökkviliðinu tókst fljótlega að
ráða niðurlögum eldsins.
— St.E.Sig.