Morgunblaðið - 20.10.1961, Page 13

Morgunblaðið - 20.10.1961, Page 13
Föstudagur 20. okt. 1961 MORGUNBLAÐIh 13 , Séð yfir fundarsaliim í Gamla bíó er landsfundurinn var settur í g'ærkvöldi. — Ljósm Ól. K. M. Saman skulum við vinna Eiverja þraut Ræða Bjarna Benediktssonar forsæt- isráðherra á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins Þjóðin studdi kjördæma- breytinguna Frá því að síðasti landsfund- ur var haldinn, um miðjan marz 1959, hefur margt gerzt í íslenzkum stjórnmálum. í>á biðu þrjú meginmál úrlausnar, kjör- dæmamálið, efnahagsmálin og landhelgismálið. Náðst hafði samkomulag milli Sjálfstæðismanna og Al- þýðuflokksins um lausn kjör- dæmamálsins, en eftir var að tryggja því framgang með samn ingum við Alþýðúbandalagið, og tókst það að lokum, ekki sízt fyrir forustu Ólafs Thors og víðsýni Jóns Kjartanssonar, þingmanns Vestur-Skaftfellinga. Framsóknarmenn höfðu treyst því í lengstu lög, að þeir gætu með atbeina a. m. k. eins Al- þýðubandalagsmanns í Efri deild fleygað málið og síðan etöðvað það út af ágreiningi um þingmannafjölda Suðurlandskjör dæmis. í samræmi við ákvæði stjóm- erskrárinnar var þing síðan rof- dð og snerust kosr.ingarnar 28. júní 1959 fyrst og fremst um kjördæmabreytinguna. — Ætíð hafði verið gert ráð fyrir því, »ð slík grundvallarbreyting á kjördæmaskipun hlyti töluverða mótspyrnu manna í öllum flokk um, enda vann Framsóknarflókk urinn, er einn tjáði sig breyt- ingunni andsnúinn, á við kosn- ingarnar og hlaut 27,2% atkv. og 19 þingmenn kjörna. Stuðn- ingsflokkar breytingarinnar fengu hins vegar 72,8% atkv. og 33 þingmenn af 52. Um vilja þjóðarinnar var því ekki að vill ast. Þingmannafjöldi Framsókn- ar varð mun minni en forustu- menn hennar höfðu gert ráð fyrir og entist ekki til að stöðva málið, þótt stuðningur þeirra úr Alþýðubandalaginu, er ótryggir voru, kæmi til. Ráðagerðir um slík svik fóru þess vegna út um þúfur. Stjórnarskrárbreytingin var samþykkt til fulls á Alþingi í ágúst 1959, og staðfest af for- seta íslands 14. ágúst það ár. Haustkosningarnar 1959 Úrslit kosninganna í október 1959, samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá, urðu Sjálfstæðis- mönnum nokkur vonbrigði. — Ágreiningur út af verðlagningu landbúnaðarafurða átti þar hlut að. Yfirlýsing okkar Sjálfstæðis- manna um, að við mundum standa við loforð, er við höfð- um gefið bændum á vetrarþing- inu hæsta á undan, skapaði okkur erfiðleika víða við sjáv- arsíðuna. Framsóknarflokkurinn reyndi á hinn bóginn að vekja tortryggni í sveitum gegn okk- ur, vegna þess að við höfðum ekki svipt ríkisstjóm Alþýðu- flokksins stuðningi, er hún setti b. ' ðabirgðalög um þessi efni í september 1959. Þessu til við- bótar kom, að í sumum kjör- dæmum var nokkur ágreiningur um skipun framboðslista, sem varð meiri en ella vegna hinn- ar nýju skipunar og fjölgunar þingmanna. Úrslitum réði, að meginþorri þeirra kjósenda, sem horfið hafði frá Alþýðuflokkn- um, eftir að Hræðslubandalags- ævintýrið hófst á árinu 1956, greiddi sínum gamla flokki nú atkvæði á ný. Þessa gætti þegar við júní-kosningarnar 1959 og staðfestist enn berlegar við október-kosnmgarnar. Hlutfallið milli Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks varð við þær mjög svipað og það hafði verið á ár- unum fyrir 1956. Afstaða þeirra þúsunda kjós- enda, sem svo breyttu til, er harla athyglisverð. Hún sýnir andúð á misnotkun kjördæma- skipunarinnar og vinstri stefnu, en einnig vantrú á því, að nokk ur flokkur eigi að verða svo sterkur, að hann einn geti ráðið öllu. Niðurstaðan varð sú, að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur fengu svo að segja sama hlutfall samanlagt við júní- kosningar og október-kosningar 1959, þ. e. a. s. hér mn bil 55% kjósenda og hafa Sjálfstæðis- menn 24 þingmenn og Alþýðu- flokkur 9. Myndun nýrrar ríkisstjórnar Undangengnir atburðir og kosningaúrslitin í október 1959 leiddu til þess, að Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokkur mynd- uðu saman ríkisstjórn undir forustu ölafs Thors áður en Al- þingi kom saman í nóvember það ár. Eins og ég segi, leiddu und- angengnir atburðir til þess, að myndun safhstjórnar Sjálfstæðis manna og Alþýðuflokks var eðlileg. Ríkisstjórn Alþýðuflokks ins tók við í desember 1958, er vinstri stjórnin gafst upp. Hún var varin vantrausti af Sjálf- stæðisflokknum og kom engum málum fram á Alþingi nema með stuðningi hans. Bráða- bírgðalausnin, er lögfest var fyrri hluta árs 1959, til að stöðva verðbólguölduna, sem á síðustu dögum V-stjórnarinnar ægði Hermanni Jónassyni svo mjög, að hann hljóp fyrir borð af stjórnarskútunni, var í sam- ræmi við þau skilyrði, er Sjálf- stæðisflokkurinn hafði sett fyrir eigin stjórnarmyndun. Kosninga stefnuskrár beggja flokka, Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrir haustkosningamar 1959 voru í verulegum atriðum svo líkar, að andstæðingarnir sögðu í kosningabaráttunni, að lítill skilsmunur yrði þar á gerður, enda væri samstjórn þessara flokka fyrirsjáanleg. Þegar við Sjálfstæðismenn komum í ríkisstjórn 1959, og kynntum okkur öll þau gögn, sem saman höfðu verið dregin um efnahagsástandið, sannfærð- umst við um, að ekki var að ó- fyrirsynju, að horfurnar höfðu skotið Hermanni Jónassyni skelk í bringu. Við vorum hins vegar ekki á því eins og hann að gefast upp og hlaupast frá vandanum. Þeir menn, sem bjóða sig fram til forystu og hljóta traust fólksins, mega ekki láta hendur fallast né missa kjarkinn þótt á móti blási og viðfangsefnin sýnist erfið. Svo var komið, að sízt er orðum aukið, að efnahagslegt og síðar stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóð- arinnar var í veði, nema karl- mannlega væri brugðiz* við. Slæm aðkoma Á árinu 1959 hafði raunar tekizt að halda í horfinu og forða frá því versta, en sjálft vandamálið, meinsemdir efna- hagslífsins: alger gjaldeyrisskort ur, sívaxandi söfnun skulda er- lendis til skamms tíma, en brostnir möguleikar til að fá með eðlilegum hætti hagstæð lán erlendis til langs tíma, er gerðu færa áframhaldandi upp- byggingu og framþróun innan lands, stöðug hætta á vaxandi verðbólgu, skortur á jafnvægi í verðlagi og síaukin höft og hömlur, allt var þetta enn fyrir hendi. Eftir á halda Framsóknar- menn og kommúnistar því raun- ar fram, að vandinn hafi svo sem enginn verið í árslok 1958. En ef vandinn var enginn, af hverju gáfust þeir þá upp? — Skiljanlegt er, þótt ekki sé það mikilmannlegt, að jafnvel reynd ir stjórnendur gefist upp fyrir vanda, sem þeir telja óviðráðan- legan. En með öllu er óskiljan- legt, að þeir hlaupi af hólmi og leggi árar í bát, ef vandinn er enginn. Þeir, sem svo fara að eru sannarlega ekki trausts verðir. Afsögn og yfirlýsing Her- manns Jónassonar hinn 4. des. 1958, sannar að þá var mikill vandi fyrir höndum,- a. m. k. í hans eigin ímyndun. Og vandinn var ekki einungis þar, heldur var og er vandinn við lausn efnahagsmálanna sannarlega mik ill, svo mikill, að það er afsökun fyrir því, að menn höfðu lengi skotið sér undan honum eða ekki komið sér sam- an um lausn hans. Þegar núver- andi ríkisstjórn tók við í nóv- ember 1959, varð . vandanum ekki lengur ekið á undan sér eða ýtt til hliðar. Þrátt fyrir mikla framleiðslu og tekjur af útflutningi, bæði 1958 og 1959, var svo komið um áramótin 1959—1960, að skortur var á er- lendum gjaldeyri, jafnvel til brýnustu lífsnauðsynja. Ríkis- stjórnin hvorki gat né vildi láta við svo búið standa. Viðreisn hafin Viðreisnarlöggjöfin 1960 var Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.