Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 20. okt. 1961 MORGVTSBJ AÐ1Ð 23 Frá Alþingi: Lög um kennslu heyrn- arlausra endurSkoðuð Lagt til að heiti Málleysingjaskólans verbi breytt og hann netnáur Heyrnarleysingjaskóli 1 Danska sæsímaskipið Edouard Suenson kom til Reykjavíkur fyrir skömmu frá Grænlandi. Það var á leið til Danmerkur, eftir að hafa lagt nýja strerrgi til Grænlands, vegna sæsímakerfisins milli Evrópu og Amerfku. Það átti að koma við í Vestmannaeyjum, J>ar sem einhver verkefni lágu þar fyrir í sambandi við sæsímastrenginn. 75 ára er í dag: Svava Þórleifsdóttir STJÓRNARFRUMVARP um heyrnarleysingjaskóla kom til fyrstu umræðu á fundi Neðri deildar Alþingis í gær, en frumvarpið, sem felur í sér endurskoðun á lögum, sem gilt hafa um þetta efni síðan 1922, var undirbúið af sérstakri nefnd og lagt fram í þingbyrjun. í nefndinni áttu sæti þeir Brandur Jónsson, skólastjóri, As- geir Pétursson, þáverandi deildar stjóri og Stefán Ólafsson læknir. Heiti Málleysingjaskólans breytt Menntamálráðherra, dr. Gylfi Þ. Gislason, fylgdi frumvarpinu úr hlaði og rakti efni þess. Hann sagði, að með því væri gert ráð fyrir, að skóli sá, er hér hefði síðan 1922 starfað undir heitinu Málleysingjaskóli, fengi nýtt nafn: Heyrnarleysingjaskóli. Ástæðan væri sú, að það hefði oft valdið óþægilegum misskilningi, að hér væru heyrnarleysingjar almennt kallaðir málleysingjar í dag- legu tali, en það leiddi aftur til þess, að fólk gerði sér ekki alltaf 1 jóst, að þeir væru heyrn arlausir. Málleysið væri aðeins afleiðing heyrnarleysisins. Kernnsla hefst við 4 ára aldur Þá gat ráðherrann ákvæða um námsskyldu heyrnarlausra barna. Læknum væri gert að tilkynna skrifstofu landlæknis jafnskjótt og þeir kæmust að raun um, að - Stuðningur Framh. af bls. 2 mundi það skerða talsvert það framlag. Leitað frambúðarlausnar. MJ kvaðst ekki efast um þann góða hug, sem lægi að baki frum varpinu, en þó teldi hann ástæðu til að íhuga þessi atriði og nokkr ar fleiri, sem einnig komu fram í ræðu hans. ‘'V Vafalaust kæmi það til kasta bæði stjómar og þings, áður en Iangt um líður, að leggja frambúðar grundvöll að launamálum landbúnaðar- ins yfirleitt því að vissulega væri það mjög stórt og mikil vægt viðfangsefni, sem ekki gæti dregizt lengi úr þessu að taka til alvarlegrar meðferð- ar. Gamalt vandamál. Að lokum vísaðl ræðumaður é bug þeim ummælum ÓJ, að nú verandi stjórnarstefna hefði vald ið bændum þeim búsifjum, að mál þessi væru brýnni nú en áð ur. Slíkar fullyrðingar væru auð vitað meira og minna út í hött, en skiljanlegiar, þar sem stjórnar- andstæðingur ætti hlut að máli. Vandamálið væri gamalt og það hefði þvi miður ekki enn tekizt að leysa, hverjir sem í stjórn Ihefðu setið. Frekara tækifæri gæfist til að ræða þessi mál, þeg ar bráðabirgðalögin um breyt- iingu á lausaskuldum bænda í föst lán kæmu til umræðu. Ölafur Jóhannesson gerði síð- (tti að umtalsefni nokkur atriði í ræðu MJ og kvað eðlilegt, að fram kæmu ábendingar í málinu. m— Að lokum var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og fjárhags nefndar. barn innan 7 ára aldur hafi svo litla heyrn, að lítil líkindi séu til að það iæri málið eða hætta sé á, að það missi málið vegna heyrn arleysis. Þá er foreldrum þeirra barna, sem fædd eru með óeðli- Iega heyrn eða hafa vegna sjúk- dóma, slysa eða annarra orsaka misst heyrn, skylt að senda þau til náms í Heyrnarleysingjaskól- anum, þegar þau eru 4 ára gömul. Er það því á þeim aldri, sem gert er uáð fyrir, að uppfræðsla þess- arar barna hefjist — og jafnframt gengið út frá að hún standi lengst til 16 ára aldurs. Veita má und- anþágu frá námi í skólanum, ef líkur eru færðar fyrir því, að barn hljóti jafn góða kennslu og uppeldi á annan hátt. Ennfremur mæla lögin svo fyrir, að taki barn svo miklum framförum, að það verði hæft til að njóta kennslu í almennum skólum, skuli skólastjóri hlutast til um að það hljóti skólavist með venju legum hætti. Algjör ríkisskóli Menntamálaráðherra skal setja eða skipa skólastjóra Og fasta kennara við skólann, sem teljast opinberir starfsmenn og taka laun samkvæmt launalögum. Verður skólinn algjör ríkisskóli, kostnaður við hann að öllu leyti greiddur af ríkisfé. Talmál í stað fimgra og táknmáls í ræðu sinni drap ráðherra einmg á það, sem nánar er rakið í greinargerð frumvarpsins, að kennsla neyrnarleysingja hérlend is hefði hafizt í Þingmúla í Skrið dal árið 3 865. En þegar Málleys- ingjaskólinn, hefði verið stofn- aður árið 1922, hefði verið breytt um kennsluaðferð og tekið að kenna heyrnarleysingjum talmál í stað fir.gra- og táknmáls. Aðeins skóli heyrnarlausra Það er eitt af nýmælum frum- varpsins, að í Heyrnarleysingja- skólanum skuli framvegis aðeins fara fram kennsla heyrnarlausra. Fram að þessu hefur einnig verið þar kennsla fyrir blind, málhölt Og vitsljó börn. Gat ráðherra þess, að hér væri í rauninni um að ræða ósamrýmanlega kennslu. Heyrnarlaus böm hefðu yfirleitt sama hæfileika til að læra mál; heyrnarleysið ylli þvi aðeins, að þau gætu ekki lært það með sama hætli og aðrir. f lögunum frá 1922 eru engin ákvæði um sérmenntun kennara við skólann. þó að þeir muni í reyndinni yfirleitt hafa aflað sér hennar. Nú er það hins vegar gert að skilyrði, að þeir, sem við skól- ann staría, hafi lokið kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands og emn;g prófi í kennslu heyrnar- leysingja frá stofnun, sem fræðslumálstjórn viðurkennir. Er gert ráð fyrir, að sérnámið fari fram erJendis. Frumvarpi vísað til nefndar Ekki tóku aðrir til máls um frumvarpið en menntamálaráð- heira, og var því að ræðu hans iokinni vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar v ■*ð sara- hijóða atkvæðum. í DAG er Svafa Þórleifsdóttir, fyrrv. skólastjóri á Akranesi, sjötíu og fimm ára. Þær eru ekki margar íslenzku konurnar, sem hafa verið skóla- stjórar, en skólastjóri unglinga- skóla og iðnskóla Akraness var Svafa í fjöldamörg ár. Hvorki verður þessi afmælis- grein löng né ítarleg, enda væri það Svöfu sízt að skapi. Ef telja ætti upp ,öll þau störf sem Svafa Þórleifsdóttir hefir unnið í og fyrir ótalmörg félög og nefndir yrði það langt mál. Fyrstu kynni mín af Svöfu voru á Akranesi, en þar var hún heimislivinur hjá frændfólki mínu að Kirkjuhvoli. Síst grunaðí mig telpuna þá, að við ættum eftir að starfa sam an í Kvenréttindafélagi íslands og öðrum félögum. Alltaf kom einhver hressandi blær og ör- Skipsmenn af Hauki á leiðinni heim Meginhluti áhafnarinnar af tog aranum Hauki, sem eldur kom upp í fyrir skömmu, er hann var á leið frá Bremerhaven, er nú á leið heim með skipum. Einn af áhöfninni er þegar kominn til Norðfjarðar með Stefán Ben. Tog arinn Karlsefni fór frá Bremer haven upp úr s.l. helgi með 10 manns af áhöfninni. Seley er á leið heim með 3 af áhöfninni og Hafþór með 5. Einir 12 menn af áhöfninni eru enn í Bremerhaven og koma einhverjir þeirra heim með næstu skipum, en einhverjir verða eftir með skipstjóranum. Kralsefni er væntanlegur heim á laugardagskvöld, og sennilega koma hinir einnig heim um helg ina. Fyrsta málverka- sýning íslendings í Vínarborg 21. SEPT. sl. hélt Helga Weiss- happel, listmálari, sýningu á verkum sínum í Vínarborg. Mun hún vera fyrsti Islendingurinn, sem heldur sýningu þar. A sýningunni voru 50 myndir, eingöngu vatnslitamydir. Sýr\ing in stóð í 8 daga og seldust 10 myndir þennan tíma. Fékk lista konan góða dóma fyrir myndir sínar í blöðum í Vínarborg. Þetta er fyrsta sýning Helgu Weisshappel erlendis, en hún sýndi hér heima í sumar í Mokkakaffi, og einnig voru myndir eftir hana í sýningar- glugga Mbl. fyrir nokkru. yggi við heimsókn hennar Svöfu í þá daga og enn finnst mér það sama í dag. Auk heillaóska Svöfu Þorleifs dóttur til handa í dag ber ég fram þá einlægu ósk að hin ýmsu félög sem hún hefir starf- að fyrir megi njóta staxfskrafta hennar sem allra lengst. Lára Sigurbjörnsdóttir Nefndaformenn og skrifarar á þingi A FUNDUM Alþingis undanfama daga hefur allmörgum málum verið vísað til athugunar í hin um ýmsu nefndum þingsins. Þar með hefjast störf þeirra. 1 gær var hér í blaðinu getið um kjör formanns og fundaskrifara í nokkrum þeirra. Kosningar halda áfram, eftir þvi sem nefndimar koma saman til starfa og hafa nú þessar bætzt í hópinn: Neðri deild: Formaður fjárhagsnefndar, Birgir Kjaran, skrifari Sigurður Ingimundarson; formaður sam- göngumálanefndar Sigurður Ágústsson, skrifari Benedikt Gröndal; formaður allsherjamefd ar Einar Ingimundarson, skrifari Sigurður Ingimundarson og for- maður sjávarútvegsmálanefndar Birgir Finnsson, þ.e. um sinn varamaður hans Hjörtur Hjálm arsson, skrifari Matthías A. Mathiesen. Efri deild: Formaður iðnaðarnefndar Eggert G. Þor- steinsson, skrifari Kjartan J. Jó- hannsson og formaður mennta- málanefndar Auður Auðuns og skrifari Ölafur Bjömsson. Reykjavíkur- afmælið í Ham- borgarútvarpinu A afmælisdag Reykjavíkur hinn 18. ágúst s.l. var fluttur af segulbandi í útvarpið { Hamborg þáttur um Reykjavíkurbæ í til- efni 175 ára afmælinu. Var hann saminn og fluttur fyrir þýzka út varpið (Nord Deutsche Rundfunk Aussen Referat) af frú Irmu Weile Jónsson sem las hann á segulband hér í Reykjavík. Var þetta 6. fyrirlestur frú Irmu um Reykjavík fyrr og nú, í útvarp í Vestur-Þýzkalandi, en hinsveg- ar var þetta 28. sinn sem frúin talaði í þýzka útvarpið um ís- land og íslenzk efni. Eftir ósk- um þýzka útvarpsins er frú Irma nú að undirbúa fleiri erindi til flutnings á næstunni, þar á með- al sérstakt eriudi um Háskóla Is- lands og hátíðakvöldin á 50 ára afmæli hans. Ennfremur 1 klst. erindi um Bjarna Þorsiteinsson tónskáld og íslenzk Þjóðlög. Verða í þæ*tin'u*i leikin íslenzk þjóðlög Þokan lamaði flugsamgöngur REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR var lokaður í gær, vegna þoku, sömuleiðis Keflavíkurflugvöllur. Fliugvélum, sem voru á leið hing að, varð að snúa við, t.d. flugvél frá Loftleiðum, sem átti að koma hér við á leið frá Noregi vestur um haf. Skyggni var ekki nema 2—300 m. hér syðra en til sam anburðar má geta þess, að á Ak ureyri var heiðskírt í gær, logn og glaðasólskin. Hitinn v-ar þar 12 stig. — Alt>ingí Framh. af Dis. 6 væri það sprottið af því, hve seint tillögur læknanna komu fram. Þá kvaddi sér hljóðs Þórarinn Þórarinsson, sem talaði í alllöngu máli um það, að orsakir þess vandamáls, sem til umræðu væri, ætti rætur sínar að rekja til allrar efnahags málastefnu rík- isstj órnarinnar og afstöðu henn- ar til vinnu- deilna yfirleitt. Einnig k v a ð hann ástæðu til að endurskoða allt sjúkratrygg- ingakerfið og jafnvel fela milliþinganefnd að kynna sér fyrirkomulag þess á Norðurlöndum, t. d. Svíþjóð. Hannibal Valdimarsson tók aft- ur til máls og kvaðst vera alveg sannfærður um, að hinir láglaun- uðu í landinu vildu að læknar fengju bætt kjör. Þumalfingra- tök ríkisstjórnarinnar á launa- málum væru alveg einstök. Ef það væri rétt, að tíminn hefði ekki þótt nógur til að ganga frá samningum við læknana, þá væri það vítavert. Fleiri vikur hefðu verið látnar líða en svo hefði rétt verið „gripið í rassinn á tíman- um“ með útgáfu bráðabirgðalag- anna. Þessi hæstvirta ríkisstjórn væri „búin að missa launamálin í buxurnar". Ástandið hjá sjtórn inni minnti helzt á söguna af þvi, þegar Múnchausen barón hefði sokkið í leðjuna og reynt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Siðasti ræðumaður á fundin- um var Lúðvík Jósefsson, sem dró í efa, að félagsmálaráðherra hefði kynnt sér nægilega sjónar mið beggja aðila, áður en ákvörð- unin um útgáfu bráðabirgðalag- anna var tekin. - Þegar Lúðvík lauk máli sínu var liðinn hinn venjulegi fundar tími þingsins, sem er til kl. 4 dag hvern, og var umræð”r>n: því i frestað og fundi slitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.