Morgunblaðið - 28.10.1961, Síða 13
Laugardagur 28. okt. 1961
MORGVNBLAÐIÐ
13
rfðastofnar ísienzku
þjúðarinnar í
vegna kjarnorkuspreng tnga
Frd hinum almenna borgarafundi
EINS og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu gengust Stúdenta
félag Reykjavíkur og Stúdenta-
ráð Háskóla Islands fyrir almenn-
um borgarafundi í Gamla Bíó sl.
fimmtudag vegna kjarnorku-
sprenginga Rússa. Matthías Jo-
hannesen formaður Stúdentafé-
lagsins og Hörður Sigurgestsson,
formaður Stúdentaráðs fluttu
stuit ávörp, en ræður fluttu
Sveinn S. Einarsson verkfræð-
ingur, Arinbjörn Koibeinsson
formaður Læknafélags Reykjavík
ur, Jón Skaftason hæstaréttarlög-
maður og Benedikt Grönidal rit-
stjóri, og verður þeirra getið hér
á eftir. Alyktun fundarins hefur
áður verið birt hér í blaðinu.
UNGLINGAR OG BORN
I MESTRI HÆTTU
Fyrstur tók til máls Sveinn
Einarsson verkfræðingur. 1 upp-
hafi máls síns gat hann þess, að
ákvörðun Rússa um að hefja
kjarnorkusprengingar á ný, hefði
vakið ugg, ef ekki skelfingu um
allan heim. Og ekki væri annað
séð, en tilkynning Krúsjeffs um
að sprengja 50 MT kjarnorku-
sprengju hafi verið eingöngu í
ögrunarskyni. En talið væri, að
hún muni framleiða ámóta magn
af geislavirkum efnum og nemur
þriðjungi allra kjarnorku-
sprenginga til samans, sem farið
hafa fram til þessa. Þá sneri hann
sér að þeirri spurningu, hvort
allur óttinn við hin geislavirku
efni sé ekki móðursjúkur áróður
í því skyni einu að skaða álit
Kovétríkjanna. Þegar kjarnorku-
sprengja er sprengd, sagði hann,
myndast geislavirk efni og fer
mogn þeirra eftir styrk sprengj-
i'nnar. Sé sprengingin gerð ofan
jarðar, þyrlast mikið magn upp
að vatni, sandi og öðrum lausum
jarðefnum upp og mengast af
igeislavirkum efnum, sem mynd-
ast við sprenginguna. Þessi efni
geti stigið mjög hátt, tugi km
upp í geiminn og þeim mun
hærra, sem sprengingin er öfl-
ugri. — Innan tíðar taki þessi efni
svo að falla til jarðar og mynda
t>á hið svo nefnda úrfall. Stærstu
kornin falla fyrst, en hin fínni
berast langar leiðir með vindum
og gcta svifið mánuðum og jafn-
vel árum saman í gufuhvolfinu,
áður en þau ná til jarðar.
Alvarlegasta hættan sé að sjálf
sögðu á svæði, sem náð getur
nokkur hundruð km frá sprengju
staðnum, og fari lega þess eftir
vindstöðu og styrkleika, þar sem
sprengingin fer fram. Við óheppi
legar aðstæður gætu t. d. Finn-
land, nyrðri hluti Svíþjóðar og
Noregs lent inn á þessu svæði,
þegar sprengt er við Novaja
Kemlja. — Vegna aðstæðna í gufu
hvolfinu berast fíngerðari efni,
er hærra fóru,
umhverfis jörð-
una. Eigi spreng
ingin sér stað
nærri miðbaug,
er talið, að þau
dreifist yfir bæði
hvel jarðar. —
Fari sprengingin
hins vegar fram
á pólunum, geng
ur úrfallið hrað-
ar, og á sér stað á svipuðum
breiddargráðum og sprengingin
var gerð á. Þar við bættist, að úr-
fallið úr háloftunum virðist eink-
um leita niður í hin neðri loft-
lög nær pólunum, og má þess geta
að úrkoma, regn eða snjór flýt-
ir fyrir úrföllunum þaðan. —
Þessar staðreyndir eru mjög at-
hyglisveiðar fyrir okkur Islend-
inr.a, Og ekki sízt ískyggilegar fyr
ir þá sök, að Sovétríkin virðast
leggja megmáherzlu á, að fram-
ikvæma sprengingar við Norður-
Ishafið, trúlega fyrir þá sök, að
þau landssvæði eru fjarlæg þétt-
býiii héruðum þeirra eigin lands.
Þá sagði ræðumaður, að áætl-
að hafi verið, að 15—25 millj
smálesta af geislavirku ryki hafi
borizt upp í háloftin frá spreng-
ingunni miklu sl. mánudag og
muni það aðallega falla til jarðar
á norðurhvelinu á tímabilinu frá
febrúar til maí næsta vor. Við
Islendingar hörfum því fram á,
að nýgræðingurinn verði meng-
aður af hættulegum geislavirk-
um efnum, sem berast í bústofn-
inn, er honum verður beitt. Við
Verðum því að horfast í augu við
það, að heilbrigðisyfirvöldin
verða að hafa sérstaka gát á
mjólk, grænmeti og öðrum mat-
vælum, er við neytum á næsta
sumri. — Við vitum eirlnig, að
ungbörn Og unglingar eru í mestri
hættu, því þau safna meiru af
hinum skaðvænu efnum í bein
sín og vefi en fullorðnir. Og við
vitum líka, sagði ræðumaður, að
erfðastofnar þjóðarinnar eru í
hættu, því Islendingar komast
ekki fremur en aðrir hjá því, að
hér fæðist andvana eða vansköp-
uð börn, sem heilbrigð hefðu
verið, ef hinar glæpsamlegu
kjarnorkutilraunir hefðu nú ekki
verið teknar upp á ný.
NAUÐSYN A VÖRNUM
GEGN GEISLUN
Næstur tók til máls Arinbjöm
Kolbeinsson læknir. Sagði hann
að erfitt væri að meta þá hættu,
sem Islendingum stafaði af
sprengingum Rússa við Novaja
Semlja. En við vissum þó, að þar
hefðu verið sprengdar fleiri og
stærri sprengjur á styttri tíma, en
noiklkru sinni fyrr, sem ykju
geislaáhrif hér á landi verulega.
I sambandi við það hefði verið
minnst á þrjár aðalleiðir, sem
hættan af geislun gæti foorizt:
Geislaryk getur borizt um hálöft-
in og tekur það ferðalag 6 mán.
Þá hefði verið minnzt á, að geisl-
un geti borizt með sjónum og
lífverum í hafinu. Ennfnemur
gætu geislavirk efni borizt með
innfiuttum mat. Vegna landfr^jði
legrar legu Novaja Semlja og
veðurfars væri ísland í meiri
hættu vegna sprenginganna þar,
en annars stað-
ar, þ a r s e m
sprengingar hafa
farið fram. En
geislarykið muni
dreifast yfir lang
an tíma og hér
sftí sé því ekki um
yfirvofandi
heilsufarshættu
að ræða fyrir
þjóðarheildina. —
Hins vegar gætu fundist ein-
staklingar, sem yrðu fyrir tjóni.
En ef til vill mætti þó koma í
veg fyrir það, ef vel yrði fylgzt
með geislaáhrifum og nákvœmar
og víðtækar mælingar fram-
kvæmdar. Einnig verði að gæta
varúðar í meðferð geislaefna. í
því sambandi benti hann á, að
aldrei væri brýnni þörf en nú,
að sett yrðu lög hér á landi um
meðferð geislaefna og geislavarn-
ir. Bent hefði verið á, að hafið
og lífverur þess gætu orðið geisla
virkar og þar stuðst m.a. við þá
reynslu sem fékkst við kjarnorku
sprengihgar í Kyrrahafi 1954. Vit
að sé um eina neðansjávarspreng
ingu við Novaja Semlja í haust,
Kjarnorkufræðingar telji eftir
reynslu Kyrrahafssprengingar-
innar nær óhugsandi að um veru
lega hættu sé að ræða fyrir ís-
lenzk fiskimið. En ef svo sé, get-
ur hún verið svo geigvænleg, að
við landauðn nemi á Islandi. Þá
séu sterkar líkur fyrir því, að
hin auknu geislaáhrif, sem við
eigum á hættu vegna hinna ný-
afstöðnu kjarnorkusprenginga,
muni valda erfðagöllum hjá ó-
bornum einstaklingum, en þá
hættu sé þó ekki hægt að mæla
af neinni nákvæmni, eftir þeim
upplýsingum, sem fyrir liggja.
Þá sagði Arinbjörn, að geisla-
áhrif af kjarnorkusprengingum
fram til þessa væri aðeins lítill
hluti, 1—2% af þeirri geislun,
sem við fáurn frá náttúrunni
sjálfri. A Islandi vœri jarðvegs-
og geimgeislun tiltölulega lítil og
bætti það afstöðu okkar gegn við
bótargeislun af mannavöldum. Þá
taldi hann brýna nauðsyn að
auka kjarnfræðirannsóiknir hér á
landi, og að skipulögð fræðsla
um þessi mál væri mikils verð.
Geislaefni væru eftir eiginleikum
sínum mishættuleg og einstakl-
inga misnæimir fyrir áhrifum
þeirra, færi það einkum eftir
aldri og því geislamagni, sem
viðkomandi hefði áður fengið.
Geislaáhrif gætu leit til bana á
skömmum tíma eftir stóra
skammta. Þau gætu einmig leitt
til illkynjaðra sjúkdóma eftir
langvarandi verkan minni
skammta. En hið minnsta magn
þeirra getur haft geigvænleg á-
hrif á erfðaeiginleikana.
Tilraunir með kjarnorkuvopn
og þar með aukningu af geisla-
efnum í lofti, sjó og jörðu, sagði
hann, er misbeiting á vísinda-
legri þekkingu, ógnun við alda
og óborna, athæfi, sem engin
þjóð ætti að leyfa sér, en allir að
fordæma. Þetta er þeim mun alv-
arlegra, þegar þess er gætt, að
tækni og vísindi er það mesta
vald, sem mannkynið ræður yf-
ir, hvort heldur er til framfara
eða eyðileggihgar. Það skal ósagt
látið, hvort sú eyðilegging getur
grandað íbúum jarðar, en hitt er
víst, að rétt hagnýting vísinda og
tækní er hin eina leið til bættra
lífskjara fyrir þjóðirnar og ein-
staklinga þeirra.
KJARNORKUSPRENGING-
ARNAR ÖGRUN
Þá tók til máls Jón Skaftason,
hæstaréttarlögmaður. Varpaaði
hann í upphafi ræðu sinnar
fram þeirri spurningu, hvort sá
ótti, sem hefði búið með hinum
fremstu kjamorkuvísinda-
mönnum, þeim Oppenheim og
Einstein o. fl., ætti eftir að ræt
ast, sá, að afrek þeirra á sviði
kjarnvísinda yrði síðar notuð af
ofstækisfullum valdhöfum til að
tortíma öllu lífi í stað þess að
fegra og bæta. Þessari spurn-
ingu sagðist hann varpa fram
vegna þeirra
voveiflegu tíð-
inda, sem börizt
hefðu um tíðar
kjarn- og vetnis
sprengingar
Rússa. — Þær
hefðu og þó sér-
staklega spreng-
ing helsprengj-
unnar þann 23.
sl. vakið slíka
öldu mótmæla um gjör.-
vallan heim, að einsdæmi
væri. Fulltrúar allra ríkja,
nema kommúnistaríkjanna, á
þingi Sam. þjóðanna hefðu sam-
þykkt mótmæli gegn sprenging-
unni, sama máli gegndi um
þjóðar- og trúarleiðtoga, vísinda
menn og fleiri. Segja mætti að
allir góðir menn bæru ugg í
brjósti vegna hennar. Þá sagði
hann að tími sá. er Rússar hefðu
valið til að rjúfa samkomulagið
um að gjöra ekki tilraunir með
kjarnorkuvopn, væri enginn til-
viljun. Þeir hefðu talið sér hagn
að að því inn á við, til þess að
breiða yfir ýmis stórmistök og
þagga niður gagnrýni, á að hefja
tilraunirnar rétt fyrir 22. flokks
þingið. Þá væri og tilganur
þeirra, að skapa ótta og uppgjöf
meðal annarra ríkja, ekki að-
eins lýðræðisríkjanna, heldur og
kommúnistaríkjanna, sem ekki
hefðu nógu skilyrðislaust lotið
Kreml-st j órninni.
Þá sagði hann, að kommúnist-
ar hefðu löngum þótzt boða
þjóðum heimsins frið. jafnrétti
og bræðralag. Og þeir séu raun-
ar enn margir, sem trúa því, að
það þjóðskipulag uppfylli draum
inn um þúsund ára friðarríkið.
Reynslan hafi þó sýnt allt ann-
að. Hvergi hafi kommúnistískt
þjóðskipulag komizt á nema
með blóðugu ofbeldi og því alls!
staðar viðhaldið með ógnunum.'
Uppljóstranir á 22. flokksþinginu,
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og forseti bæjarstjómar, frú
Auður Auðuns, skoða Lyngás, hið vistlega dagheimili Styrkt
arfélags vangefinna.
Lyngás, dagheimili
fyrir vangefin börn
A LAUGARDAGINN skoðuðu
borgarstjóri og bæjarráð þann
hluta dagheimilis Styrktarfélags
Vangefinna, Lyngáss, Safamýri
5, sem tekið hefur verið í notk-
un. —
Frú Sigríður Thorlacius, for-
maður skólanefndar Lyngáss,
bauð gesti velkomna. Skýrði
hún frá því, að sá hluti heim-
ilisins, sem tekinn var í notkun
í vor væru 2 leikstofur, hver
fyrir 10 börn, 1 hvíldarstofa,
skrifstofa, kennarastofa, fata-
geymslur og snyrtiherbergi. En
er heimilið yrði fullgert, bætt-
ust við þrjár leik- og kennslu-
stofur, ein hvíldarstofa, borð-
stofa og eldhús. Mun heimilið
þá geta tekið við 50 börnum og
geta þau þá dvalið í heimilinu
allan daginn, en nú dvelja þau
þar frá kl. 1—6 e. h.
Einnig gat frú Sigríður
Thorlacius þess, að þær fram-
kvæmdir, sem nú hefðu verið
gerðar í Lyngási hefðu kostað
2,4 millj. króna. Hefði bæjar-
sjóður veitt 300 þús., 500 þús.
runnið til byggingarinnar úr
Styrktarsjóði vangefinna og
Styrktarfélag vangefinna lagt
fram á aðra milljón. Kvenna-
sjóður styrktarfélagsins kostaði
alla innanstokksmuni.
Að lokum gat formaður skóla-
nefndar þess, að markmið þessa
dagheimilis væri að létta undir
með heimilum bamanna og að
sjá til þess að þau fengju þá
umönnun, sem gæti veitt þeim
eins mikinn þroska og kostúr
er á.
-★—
Forstöðukona Lyngáss er Jón-
ína Eyvindsdóttir og auk henn-
ar vinna tvær fóstrur við heim-
ilið, þær Þórdís Guðmundsdótt-
ir og Þorgerður Sveinsdóttir,
sem einnig mun kenna föndur.
Einnig hefur heimilið á að skipa
lækni, sálfræðingi, kennara, tal-
kennara og sjúkraþjálfara. —
Heimsækja þessir aðilar heim-
ilið á vissum tímum og fylgjast
með börnunum. Áður en börn
eru tekin á heimilið rannsaka
læknir og sálfræðingur líkam-
lega og andlega heilsu þeirra og
gefa ráðleggingar varðandi um-
önnun þeirra.
—★—
A heimilinu dvelja nú 20
börn, 6 þeirra eru frá Skála-
túni, en viðgerð stendur yfir á
því heimili.
I lok heimsóknar bæjarráðs,
þakkaði borgarstjóri, Geir Hall-
grímsson, boðið. Einnig þakkaði
hann forstöðumönnum Styrktar-
félags vangefinna fyrir braut-
ryðjendastarf þeirra og óskaði
þeim til hamingju með áfang-
ann, sem náðst hefði.
í Moskva sýni það glöggt. þar
sem tugir af fyrrverandi for-
ystumönnum Rússlands eru
stimplaðir glæpamenn og morð-
ingjar. Clement Attlee fyrrv.
forsætisráðherra Breta sagði eitt
sinn, að mesti munur lýðræðis
og einræðis væri sá, að í lýðræð-
isríki væri hægt að skipta um rík
isstjórn og ráðherra án þess að
skjóta þá, sem fyrir voru.
Þá sagði ræðurmaður, að ts-
lendingar væru fáir og lítilsráð-
andi um gang heimsmálanna og
að tillögur okkar mörkuðu því
ekki djúp spor í sandinn. En
við gætum einsætt okkur að
byggja hér upp þjóðfélag, sem
gæti orðið öðium til fyrirmynd-
ar í samskiptum þegnanna og
eins í samskiptum þjóða á milli.
íslenzkt velferðarríki sé það, sem
við eigum að stefna að, veíferð- i
arriki sem tryggi þegnum sínum'
frelsi frá ótta og skorti. 1
HINN FRJÁLSI HEIMUR
MÓTMÆLIR
Næstur talaði Benedikt Grön-
dal, ritstjóri. Hann varpaði fram
þeirri spurningu, hver tilgangur
Krúsjeffs hefði verið með ógn-
arsprengju sinni. Er ekki aug-
ljóst, sagði ræðumaður, að
sprengjan var til þess ætluð að
sýna mátt og veldi Rússa. —
Henni var ætlað að skjóta öllu
mannkyni skelk í bringu. Þá
sagði hann, að það sýndi barna-
skap leiðtoganna í Kreml, að
þeir skuli grípa
til slíkra ráða,
slíkar hótanir
v æ r u einmitt
einkenni a 11 r a
harðstjóra o g
um leið veik-
leiki þeirra. —
Það bæri stund-
um árangur i
stuttan tíma —
en hefndi sín
alltaf, af því að það stríddi á
móti dýpstu tilfinningum
frjálsra manna að láta kúga sig
og þéir vakna til andspyrnu.
Einmitt það sé að gerast um
allan heim, um allt Island, um
alla Reykjavík — í Gamla bíói.
Enda þótt harðstjórarnir geti
kastað þessum ógnarsprengjum
á okkur í nótt — þá stöndum
við samt upp sem einn maður
og mótmælum.
Þá sagði hann brýna nauðsyn
að banna kjarnorkuvopnatilraun
ir og framleiðslu slíkra vopna,
sem fylgja yrði eftir ' með
ströngu alþjóðaeftirliti. En slíkt
samkomulag hefði aldrei tekizt.
Sovétríkin hefðu aldrei mátt
heyra minnzt á eftirlit innan
sinna landamæra, sem einhvers
væri vert. Og nú síðast, er
Kennedy beitti sér fyrir nýjum,
alvarlegum tilraunum til að
koma á kjarnorkuafvopnun,
þvældust Rússar fyrir, töfðu og
drógu á langinn, svo að enginn
árangur varð af fundinum. Síð-
Framhald á bls. 23.