Morgunblaðið - 01.11.1961, Síða 5

Morgunblaðið - 01.11.1961, Síða 5
Miðvikudagur 1. nóv. 1963 MORGVNBLAÐIÐ 5 JÓHANNES (JR KÖTLUM: DAGSKIPA STALÍNS (Lag: Réttarsamba) Um gullintypptar Kremlarhallir kvöldsins svali fer, og mansöng einn frá Grúsíu í mildum ómi ber. Og stjörnuaugu blika skært frá blárri himinsæng, — þar englabörnin leika sér og yppta hvítum væng. En inn um gluggann sérðu rólegt andlit vökumanns: þar situr Jósef Djúgasvili, sonur skóarans. Þar situr hann, er ungur valdi einn hinn þyngsta kost og lagði út í þennan heim með lítinn geitarost. En harla mikið æfintýri hefur síðan skeð, og furðulegra en nokkurt skáld gat fram í tímann séð: í ostsins stað nú hverfist djarft f hendi þessa manns hinn ægifagri hnöttur vor og örlögsíma hans. Og liðin tíð f rökkri kveldsins leitar á hans vit: hann heyrir stunur berfætlings, hann heyrir svipuþyt, og andlit múgsins sér hann, sem í einu grét og hló af barnsins djúpa hatri, þegar böðulshöndin sló. — Hver helrún þeirrar aldar í hans hjartastað er rist, þegar Zarinn dæmdi réttlætið í Síberíuvist. Og logi fer um æðar hans frá augnablikum þeim, er gall við tímans neyðaróp um nýjan, betri heim, og rændur, svikinn tötralýður rauða fánann hóf, og grunninn undan helgisúlum hásætisins gróf, unz hrundi það — og mannsins nýi heimur stóð þar frjáls. í þeirri hríð var gott að eiga þol og hörku stáls. Og síðan hófst hin mikla framtíð, saga öreigans, sem skóp nú sjálfur örlög sín úr auðæfum síns lands. f aldarfjórðung Volga kvað sitt unga hetjuljóð um ríki hinnar glöðu æsku, Gorkís sigurþjóð . . • En nú er hljóðið annað, — það er náhljóð dimmt um sinn. Nú stara augu miljónanna á Stalín, markskálk sinn. Og inn um gluggann fölir geislar flögra og svífa í dans, og vefjast eins og heiðursmerki að vörmu brjósti hans. Og það er eina orðan þar — og enn mun svo um hríð: hans treyja er óbreytt eins og fjöldans alls, er heyr sitt stríð. Því þetta er fólksins hermaður, sem heldur þarna vörð um hugsjón hinna fátæku, um himin þeirra og jörð. En þessi hljóði skósmiðssonur, þjáðrar jarðar tákn, sem vegur hér í lófa sínum voðans reginbákn, hann skelfist ekki eitt andartak, — hann skilur sína öld: liann veit hún sigrar annað kvöld ef ekki starx í kvöld. Hann veit, að það sem koma skal það kemur, góðir menn, þótt öllum heimsins morðingjum sé att gegn því í senn. En sár er reynslan, þung og sár, og þyngri en nokkur veit. Hans andi kannar rauðliðanna ungu hetjusveit: hann faðma vildi hvern og einn í fegurð þeirra og von, — hann þekkir ekkert veglegra en vitran, hraustan son. Samt verða þeir að fara, hversu vítt sem af þeim skín. Og kannski kemur enginn þeirra aftur — heim til sín. Og landið, þetta undraland, hið endurfædda land, sem byggt var upp á hreinni klöpp, en hvergi treyst á sand, sem reis úr fyrnsku kúgarans með fjöll sín, vötn og skóg, sem söng um únað sléttunnar við samyrkjunnar plóg, sem lyfti sér í hvítum borgum, — lífsins morgungjöf, það liggur þarna blóðug aska, — barna sinna gröf. Svona grimm er sagan þessum syni skóarans. — En enginn skal þó æðru sjá í yfirbragði hans: hann kiprar aðélns hvarmana í kaldri ró þess stáls, sem leynir undir sléttum fleti lífsins mikils báls. — Hér öskrar ekki loddari um ofurmannlegt kyn, — hér brosir aðeins maður, sem er mannsins bezti vin. Og þessi maður horfir yfir hrikaleikans svið í þöglum krafti skapandans, sem þráir starf og frið. Hann veit, að hinir gerzku stírðsmenn gera heimi skil, hver herdeild (nema þá sú fimmta, — hún er ekki til). Hann veit, að Hitlers gervilið, svo grimmilega snautt, það hörfar „samkvæmt áætlun“, unz hatur þess er dautt. Og yfir gullna Kremlturna andi Púskíns fer, sem geislahörpu ástarinnar geymdi í hjarta sér. Og Stalín lítur út um gluggann, stendur upp með hægð og furðar sig á víddum geimsins, fegurð þeirra og gnægð. Og hnötturinn er góður, eins og geitarostur smár, sem móðir ein gaf litlum syni eitt löngu horfið ár. Og eins og bylgja um þennan hnött hins þráða bræðralags berst voldug skipun óskabarnsins — orð hins nýja dags: Fram, félagar! Til sigurs fram! Vor sókn er von þess manns, sem bíður enn í myrkri og hlekkjum! Björgum lífi hans! Fram, öreigar, þótt rigni blóði og rjúki aska í spor, unz jörðin öll, úr ánauð leyst, er orðin friðstóll vor! Það er sitt hvað Hólastóll og hunda- þúfan. Það er sitt hvað Ólafur pá og Ólafur uppá. Það er sitt hvað Jón og séra Jón. Ef þræll er haldinn herra, hvað má finnast verra? (Hallgr. Pétursson), Gef ei hundi meðan halinn dillar. Fyrr et ég af hundi en hundur af mér. Það eru fleiri hundar svartir en hnud urinn prestsins. 1111 er að kenna gömlum hundi að húka. Ekki er hár hundsrétturinn. Hvað skal hundur til hofs eða köttur til kirkju. Sjaldan reiðist hundur beinshöggi. (íslenzkir málshættir). + Gengið + 1 Sterlingspund Kaup 120,76 Sala 121,06 1 Bandaríkjadollar ~ 42,95 43,06 1 Kanadadollar — 41,66 41,77 100 Danskar kiónur .... 622.68 624.28 100 Norskar krónur .... 603,00 604,54 100 Sænskar krónur 831.70 833.85 100 Finnsk mörk 13,39 13,42 100 Franskir frank 872,72 874,96 100 Belgískir frankar 86,28 86,50 100 Svissneskir frank. 994,50 997,05 100 Gyllini 1.191.40 1.194.46 100 Tékkneskar kr. ~~ 596.40 598.00 100 Austurr. sch 166,46 166,88 100 Vestur-þýzk mörk 1.073,96 1.076,72 100 Pesetar 71,60 71,80 1000 Lirur ~~~~ - 69,20 69,38 Loftleiðir h.f.: Leifur Eiriksson er væntanlegur kl. 05:30 frá NY. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 07:00. — Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 21:00 frá Hamborg, Khöfn og Osló. Fer tU NY kl. 22:30. Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 08:30 í dag. Væntanlegur aftur til Rvíkur kl. 16:10 á morgun. Innanlands flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Á morgun til Akur- eyrar (2 ferðir) E.gilsstaða, Kópa- skers, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Eims(cipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er væntanleg í dag til Vent- spils. Askja er í Rvík. Hafskip h.f.: Laxá fór 31. frá Genúa til Ibiza. Skipadeild SÍS: Hvassafell er á leið frá Harstad til Gdansk. Arnafell losar á Austfjarðahöfnum. Jökulfell er í Rendsburg. Dísarfell er í Gautaborg. Litlafell er á leið frá Akureyri til Rvíkur. Helgafell lestar á Austfjarða- höfnum. Hamrafell er í Rvík. Kare er á Húsavík. tíLÖÐ OG TÍMARIT Sjómannablaðið Vikingur október- heftið er komið út. Efni blaðsins m.a.: Minningargrein eftir Jón Eiríksson, skipstjóra um Ásgeir Sigurðsson skip stjóra og kveðjuorð: Guðm. Jensson. Frásögn af Helgaslysinu. Vélstjóranám og atvinnuréttindi eftir Gunnar Bjarna son skólastjóra. Verðlaunasaga, ýmis fróðleikur úr erlendum blöðum o.fl. IHoIdannutasteik ó hverjum degi! A FÖSTUDAGINN gerSi einn af blaðamönnum Mbl. sér dagamun, gekk inn í veitinga- húsið Klúbbinn við Borgar- tún til þess að snaeða hádeg- isverð og hugðist nú fá sér eitthvað reglulega gott að borða. Af rælni spurði hann, hvenær veitingahúsið ætlaði að fara að bjóða gestum sín- um upp á reglulega góða nauta steik — af holdanautum. — Þjónninn hneigði sig kurteis- lega og spurði: Ja, má kannski bjóða yður holdanautasteik núna? — Jú, vissulega — en er slíkt á boðstólum hér? spurði blaðamaðurinn. — Þjónninn kvað já við. Reyndar yrði blaðamaðurinn sá fyrsti, sem neytti slíks réttar í veitinga- húsinu — en héðan í frá geti hver sem er gengið þar inn og pantað sér gómsæta nauta-| steik — af holdanautum í Gunnarsholti. — ★ — Rétturinn bragðaðist mjög vel, og á eftir brá blaðamaður inn sér fram í eldhús og spurði „sjeffann", (þ.e. kokkinn), hvað kæmi til, að slíkur lysti- réttur væri nú skyndilega á boðstólum. — Jú, hanu kvað æ fleiri hafa beðið um nauta- steik að undanförnu, — en við höfum aðeins haft miðlungs- gott nautakjöt til þess að bera á borð (eða öllu heldur aðeins mjólkurkúakjöt — ef maður á að vera alveg hreinskilinn). En nú höfum við framvegis á boðstólum reglulega holda- nautasteik — ekki verri en þá, sem matmennirnir Panir bjóða upp á, þótt það sé ekki „óblandað“ holdakjöt. Það er sem sagt af Galloway-blend- ingunum — y2—(4 eða eitt- hvað svoleiðis — en ágætt. Og úr þessu hráefni — ef ég má nefna það svo hversdags- Iegu nafni — getum við boðið upp á 4—5 mismunandi steik ur. — En borgar þetta sig nú ... er nægileg eftirspurn eftir slík um réttum? — Já-já, nógur markaður — ótæmandi eftirspurn, sagði „sjeffinn* hinn ánægðasti. Ráðskona Óskum eft'r konu til að taka að sér lítið heimili. Öll þægindi. Uppl. á Ráðn- ingarstofu Reykjavíkur- bæjar. Keflavík Stúlka óskast til afgreiðslu starfa. Einhver enskukunn átta nauðsynieg. Húsgagnaverzlunin Garðarshólmi. Kópavogur Ung hjón óska eftir íbúð’ húshjálp og barnagæzla kæmu til greina. Tilb. send ist afgr. Mbl., merkt: — „Reglusemi — J12“. Góð lítil stofa til leigu fyrir stúlku við nám eða hreinlega vinnu. Uppl. í síma 13564. Sendiferðabíll til sölu, Renó ’47, í góðu standi. Selzt ódýrt. Uppl. Breiðhólsveg 10. Múrari óskast til að múrhúða í nágrenni Reykjavíkur. Tilboð send- ist Mbl. merkt: ,-Múrari 7097“. Keflavík — Nágrenni Get afgreitt rauðar kartöfl ur í pokum og dilkakjöt, 2. verðflokk í skrokkum. Þessa viku — Sendj heim. Jakob Smáratúni 28. Sími 1826. Hafnfirðingar Sauma allan dömu- oig barnafatnað. Uppl. í síma 50958, Móbarði 20B. Skreiðaskemmur afgreiddar beint frá verk- smiðju. Allar uppl. hjá umboðsmanni. Karl K. Karlsson Austurstræti 9. Verzlunarpláss og iðnaðarpláss til leigu og sölu. Tilboð, merkt: .,Verzl- unarpláss — 7277“ fyrir 6. þ. m. Ung kona í giftingarhugleiðingum — vill kynnast manni á aldr- inum 35 til 40 ára. Má hafa 2 til 3 börn. Tilboð merkt: .•Skemmtilegur — 7198“. íbúð 2—3 herb. j eldhús, ósk- ast strax. UppL í sima 36225. Unglings telpa óskast til að gæta barna. Uppl. í sima 24089. Bendix-þvottavél nýuppgerð, til sölu. Verð kr. 6 þús. Uppl. í síma 19920. Frímerki ísl. frímerkjasafn til sölu. Tilboð ásamt símanúmeri leggist inn á afgr. blaðsins, merkt: ..Frímerki — 7098“. Springdínur Ein eða tvær rúmdínur til sölu (önnur ný). Stærð 80x190 cm. Uppl. Víðimel 19, 4. h. til hægrj (ekki í síma). Fullorðin kona óskar eftir ráðskonustöðu, helzt hjá einhleypum . manni. Uppl. í síma 22568. Tveir múrarar geta bætt við sig múrverki, má vera úti á landi. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugar- dag. merkt: „Ábyggilegir 7099“. Mýtízku 4 hezb. ibúð- arhæð 120 ferm. með sér inngangi og sér hita við Rauða- læk til sölu. IMýja fasteignasalan Bankastræti 7 — Sími 24300. og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546 Kaupotenn athugið Lager til sölu (ritföng, leikföng, skólavörur), selst ódýrt, ef samið er strax. — Upplýsingar á Holts- götu 22, Reykjavik. Unglinga vantar til að bera blaðið út víðsvegar um bæinn. Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.