Morgunblaðið - 01.11.1961, Síða 14

Morgunblaðið - 01.11.1961, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 1. nóv. 1961 Hjartanlega þakka ég öllum, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vinsemd og vinarhug á 90 ára afmæli mínu 29. október sl. Sigurður Gunnlaugsson, Ránargötu 30 A Ollum vinum mínum, skyldum og vandalausum, sendi ég mitt innilegasta þakklæti, fyrir einstakt vin- arþel, vinsemd og virðingu, sem mér hefir verið sýnd í sambandi við 80 ára afmælisdaginn þ. 23. okt. 1961. — Lifið heil og blessuð. Steini Guðmundsson, Valdastöðum Vön velritunarstulka óskast hálfan eða allan daginn.. Enskukunnátta nauðsynleg. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN H.F. Aðalstræíi 6, V. hæð. Símar 19003 og 19004 Kona óskast við uppþvott, einnig stúlka við afgreiðslu- störf SÆLA-CAFÉ Brautarholti 22 n Hjartkær litla dóttir okkar H A L L A sem andaðist í Landsspitalanum 24. f.m. verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginr. 2. þ.m. kl. 2 e.h. Heiða Guðmundsdóttir, Hafsteinn Sveinsson Útför móður okkar ÞÓRÓLINU ÞÓRÐARDÓTTUR Austurgötu 29 b, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudag- inn 2. nóv. kl. 2 e.h. Svanhvít Sigurðardóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Ásta Sigurðardóttir, og aðrir aðstandendur. Hugheilar kveðjur og þakkir, sendum við vinum okkar öllum, er auðsýndu okkur mikla hjálp og samúð við fráfall og jarðarför föður, fósturföður, tengdaföður og fósturbróður okkar GUÐJÓNS E. HALLDÓRSSONAR frá Arnardal Halldór Guð^ónsson, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Sigríður Jensdóttir, Magnús Karl Antonson, Garðar Bjarnason, Laufey Stefánsdóttir, Hólmfríður Einarsdóttir, Bjarni Guðnason, Grettir Jósefsson, Lína Sigtryggsdóttir. Þökkum hjartanlega samúð og hluttekningu við and- lát og útför SÍMONAR JÓNSSONAR Vík í Mýrdal Ennfremur innilegar þakkir til allra er heiðruðu minn- ingu hans með minningargjöfum. Stella Ögmundsdóttir, Guðni Ó. Gestsson, Guðrún R. Guðmundsdóttir, Haraldur Jónsson Karítas Haraldsdóttir. Hjartanlega þökkum við alla hjálp, vinsemd og samúð, sem okkur hefur verið sýnd vegna hins sviplega fráfalls ástkærra eiginmanna okkar, feðra, tengdaföður sonar og bróður, KRISTJÁNS RAGNARS OLSEN o g SÍMONAR OLSEN sem fórust með m.b. Karmoy 25. sept. — Biðjum guð að blessa ykkur öll. Snjólaug Guðmundsdóttir og sonur, Magnúsína Olsen, Marthen Olsen, Inga Ruth Olsen, Jón Hermannsson, Ole N. Olsen, Finna Elly Þorsteinsdóttir. — Noregsbréf Ásta Jósefsdóttir Minningarorð ORÐIN ná skammt, þau eru að- eins bergmál frá hjartanu; leiftur frá fylgsnum sálarinnar. Eg hafði talið mér trú um að ég væri ekki fær um að minnazt vinkonu minnar Astu Jósefsdótt- ur, með nokkrum orðum. Stund- um verður manni „tregt tungu að hræra' . I vitundinni er kökkur sem situr fastur, og greiðist treg- lega í sundur. Saknaðarþungi, sem gerir manni erfitt um vik, að temja hugann, og binda orð í setningar. Flækja, sem þarf langan tíma til að greiða. Við brottför Astu nefi ég orðið fátækari, en mig hafði órað fyrir á meðan við höfð um tækifæri til að blanda geði saman. Eg brá mér burtu úr bæn- um í sumar, og ætlaði að kveðja hana áður enn ég færi. Hún hafði venð sjúk um tíma, en var þó farm að frískast svo að hún gat leyft sér að fara í smáferðalög með ástvinum sínum. Það hittist þannig á að hún var ekki heima þegar ég kom. Það var lokað hús. Þegar ég sneri frá dyrunum, greip mig annarleg kennd. Mér varð hrollkalt, og einhver ein- mannaleiki kom yfir mig, sem snöggazt. Það var eins og það syrti að. Eg sa hana heldur aldrei fram- ar. Hún var vön að koma á móti mér með bros á vör og blik í augum. „Eg vissi að þú myndir koma í dag“ sagði hún þá oft. „Þú varst svo mikið í huga mínum". Vertu hjartanlega velkomin". Hún var sannur vinur vina sinna. Og hver skyldi hafa heyrt hana tala styggðaryrði um nokkurn mann? Enginn: Ef henni fannst eitthvað að, sagði hún það hreint og opinskátt. Fals var ekki til í hennar hjarta. Það var gott og göfugt. Þannig eru sannir vinir. Hún vildi líka allra vandræði leysa. Gáfur hennar, glögg- skyggni ‘næmur listasmekkur, fórnfýsi og einlæg trú, gerði hana að eftirsóknarverðum félaga. Hún var orðheppin, hnyttin í svörum, iítiúát og ljúf í viðmóti við alla. Hún bar aðalsmerki hinnar sönnu göfugu konu. Það var mér gleði- efni, að vita það, að fagra söng- röddin hennar er ekki þögnuð. Hún mun hafa sungið inn á nokkr ar plötur fyrir Ríkisútvarpið á meðan röddin var hrein og tær Og vonandi verða þær endur- nýjaðar, þegar þörf gerist. Það er þýðingarlaust að minnazt á söknuð ástvina hennar, sem hafa reynzluna, vita hve sviðinn er sár. Og eru þeir ekki teljandi sem sleppa við hann, í þessum tára- dal? Við sem þekktum Astu bezt, vitum hver var hennar heitasta ósk, það að sem flestir gengju á Guðs vegum, og þá ekki sízt þeir sem hún unni mest. Eg kveð sig ekki Asta mín. Það tekur því ekki. Það verður ekki svo langt þar til við hittumst. Aðeins stundarbið. Þá mætumst við fyrir handan rúm og tíma. Þar sem grætt er hvert sár, þar sem perraö er tár. 1 nóttlausri voraldarveröld. Hjartans þakkir fyrir alit. F. Kristjánsdóttir. En snjólaust í N-Isaf j ar ðar sýslu ÞÚFUM, 26. okt. — Skólarnir í Reykjanesi eru byrjaðir. Eru í barnaskólanum 20—30 börn úr 4 hreppum í Djúpinu. Eimiig starfar þar Gagnfræðadeild allan veturinn. Verða 14—16 nemendur þar síðar í vetur eða um áramót- in, en þá byrjar héraðsskólinn, sem verður að venju fjölsóttur. Nýlega var farin síðasta fjár- leit í afrétt ísafjarðar og Mjóa- fjarðar og fannst margt fé ó- heimt. Hittist nú á betra veður en í leitinni í haust. Snjólaust er um allt ennþá, heiðar enn færar bifreiðum og áætlunarferðir hald ast ennþá. — PP. Framhald af bls. 11 og hét 10.000 króna verðlaunum þeim sem hlutskarpastur yrði. Um 40 manns gaf sig fram í keppnina, en þriggja manna nefnd dæmdi: Frú Dóra Sigurðs- son, prófessor í Khöfn, Joel Berglund hirðsöngvari í Stokk- hólmi og Oivind Fjeldstad hljóm sveitarstjóri í Osló. Fimm kepp- endur komust í úrslit og kepptu á opnberum hljómleikum í há- tíðasal háskóians á mánudags- kvöldið. Svo fór að yngsti þátt- takandinn. Turid Stokke, 19 ára mær frá Kristianssand. varð hlut skörpust. Frú Dóra hafði orð fyrir dómnefndinni og kvað starf hennar ekki hafa verið vanda- laust, því að margir þátttakend- ur hefðu verið vel að verðlaun- unum komnir. „Sú ákvörðun, .sem við höfum tekið." sagði frú Dóra, „byggist ekki eingöngu á því, sem við höfum heyrt í kvöld heldur á því líka sem við höfum heyrt á æfingum og okkur hefur fundist benda á framtíðarmögu- leikana, bæði hvað röddina og „musikalitet" snertir. „Frammi- staða Turid Stokke bendir ótví- rætt til þess, að hún geti orðið mikil óperusöngkona. En í sárabætur lagði „Aften- posten" fram aðrar 10.000 kr. sem skipt var milli hinna fjög- urra. Vessa Hansen frá Dram- men fékk 4.000 kr. en hin þrjú 2.000 kr. hvert. Og nú á framtíðin eftir að sýna hvort Turid Stokke verður ný Kirsten Flagstad? MANILA, 30. okt. — Tuan Mao-Lan, sendiherra Formósu-st j órnarinnar á Filippseyjum, lét svo um mælt I ræðu hér í dag, að kommúnistaríkjunum hefði tekizt að fá Ytri-Mongólíu tekna í Sameinuðu þjóðirnar „með lævísleg um þvingunum og beinni kúgun“. — Fullyrti sendiherrann, að þetta mundi verða sovétstjórninni uppörvun til þess að herða nú enn sóknina til þess að „lauma kommúnistastjórninni í Pek- ing“ inn í alþjóöasamtökin. En hin frjálsu ríki verði vissulega að skoða hug sinn vel áður en þau hleypi „Peking-ræningjunum" inn I SÞ — „mönnum sem er það efst í huga, aö eyðileggja samtökin". VETTVANGUR Frh. af bls. 13. enn sannfærst nógsamlega um, að hjá húsbændum Kremlar fyrir- finnst ekki agnar-ögn af virðingu fyrir mannslífinu, fyrir mann- helgi né mannlegum þjáningum, hvort heldur líkamlegum eða andlegum. Fyrir því geta þessir herrar, án þess að blikna né blána, lagt á hvern sem vera skal óbærilegar pínslir, jafnt líkam- iegar sem andlegar, og það al- gerlega að ósekju, eða fyrir logn- ar sakargiftir einar. Til hvers er að biðja slíka menn um grið — og það grið fyrir óborna? Hvað munar Krúsjeff um nokkr- ar tugmilijónir af vanskapning- um, sem fæðast kynnu á næstu árum, hyað þá aðeins nokkrar milljómr? Og svo vilja menn láta semja — semja ! ! ! við slíka menn! Mennina, sem nota hléið á vítis- vélagerðinni, hléið, sem þeir hafa sjálfir átt sinn hlut í að fá komið á með friðarhjalinu — mennina, sem nota þetta hlé til þess að gera margfallt öflugri vítisvélar en nokkru sinni fyrr — til þess að sálda helregni um veröld víða. Er ekki þetta að gera grín að sjálfum sér? Vér eigum ekki að ávaxpa Krúsjeff, vér eigum að hætta að heiðra skálkinn, til þess að hann skaði oss ekki, og vér eigum að kenna hinum frjálsa heimi það; því að þótt skálkur- inn sé heiðraður, skaðar hann samt. Og vér eigum að kenna mönnum að hætta að fyrirgefa óþokkanum glæpinn gegn náunga vorum, aðeins af hann snertir ekki oss sjálf. En þótt gagnslaust sé með öllu að ávarpa féiaga Krúsjeff og þá kumpána, sem eiga við hann sálufélag, þá er ekki þar með sagt, að orð þessa fundar geti ekú orðið heyrð — og á þau hlustað. En vér eigum ekki að tala við Krúsjeff, heldur við okk- ar eigin mann — og senda þeim áskorun! Þessi fundur á að senda Alþingi ávarp og íslenzkum stjórnarvöldum, og hann á að fela þessum aðiljum að koma máli sínu fram við Atlantshafs- bandalagið og þó helzt og fremst við Sameinuðu þjóðirnar. A þeim vettvangi má vera að á mann yrði hlýtt og samþykktir vorar ekki fótum troðnar — bókstaf- iega. Og meðal annarra orða: Er ekki hægt að sýna Sovét-veldinu í tvo heimana með öðru móti en með vetnissprengju? Er ekki hægt að slíta við þessa menn við- skiptasambandi og stjórnmála- sambandi án friðslita? Og er það ekki einmitt þetta, sem hinn frjálsi heimur á að gera? Eða halda menn, að Sovét- heimurinn geti stundu lengur staðið einn út af fyrir sig? Höf- um við ekki nýlega heyrt beina leið frá Kreml, að matvælafram- ieiðsla í sjálfu Rússlandi sé ófull- nægjandi, hún hefur orðið að þoka fyrir þungaiðnaðinum svo- kallaða, þ. e. fyrir eldflaugum og vetnissprengjum. Rússneska þjóð in stendur því á barmi hungurs- neyðar, ef nokkuð ber út af. Og sveltandi þjóð vinnur ekki stríð, ekki einu sinni með eldflaugum né vetnisvopnum. Krúsjeff hamast nú sem mest hann má við að sprengja hel- sprengjur í andrúmsloftinu. Þetta á að vera styrkleikamerki! Þó eru margir sem einmitt álíta þetta veikleikamerki. Og þetta er ör- uggt. Krúsjeff er að reyna að hræða menn til fylgis við sig, fylgis eða undanlátssemi. Hann er að reyna að hræða mennina, sem hann sjálfur hræðist. Hvern- ig haldið þér, góðir fundarmenn, að færi fyrir Kremlar-herrunum, ef til styrjaldar kæmi? Mundu þeir fá fulltingi Eystrasaltsland- anna, í Ungverjalandi, í Póllandi, í Austur-Þýzkalandi? Eiga þeir sjálfa rússnesku þjóðina vísa í tryggð við sig, eða þann fjölda þjóða, sem þar býr? Ekki vildi ég eiga sáluhjálp mína undir slíku! Þetta getum vér gert — þessi fundur — talað við vora menn. En svo getum vér líka gert annað. Og það eigum vér að gera, það er skylda vor. (Og greinileg viðleitni til þessa kom fram í síðustu ræðu á fundinum og var út af fyrir sig prýðilegt innlegg). Við eigum að tala við íslenzku kommúnistana — þessa glám- skyggnu menn — sem hafa tælt sjálfa sig áratugum saman á þeirri hugmynd, að glæpamenn væru friðelskandi, og að það sé sæluheimur, þar sem þrældómur ríkir, og þaðan sem menn flýja, Spvrjið íslenzka kommúnista, góðir fundarmenn, hvort gadda- vírsgirðingar séu í raun og veru settar upp milli hernámssvæð- aiina í Berlin, og hvers vegna? Er það tii þess að íbúar Vestur- Berlínar yfirfylli ekki sælu- landið fyrir austan gaddavírs- flæ,gurnar? Eða getur hugsast, að þetta sé gert til þess að hindra menn í að flýja úr sjálfu sælu- ríkinu til hinnar kapitalistísku eymdar, eins og „illgjarnar tung- ur“ í garð kommúnismans vilja vera láta? Og að menn sæki þennan flótta svo fast, að þeir vilji heldur vera skotnir til bana á flóttanum, eða limlestir og dregnir vægðarlaust til baka til lífláts gegnum pyndingar, held- ur en láta þess ófreistað að sleppa! Þetta eigum við að gera, við eigum að spyrja þá og spyrja, spyrja þá í þaula. Við eigum að stugga við „friðardúfunni'* ís- lenzku, og það svo duglega, að við styggjum hana alveg upp úr hreiðrinu, svo að eggin hennar fúlni. Við eigum sem sagt að hefja „pólitíska innri mission" I þessu landi, í því skyni: að vinna pólitískt hjálpræðisstarf og sið* ferðilegt meðal þeirra manna, sem telja sér þrotlaust trú um, að ótíndir giæpamenn séu líklegast- ir til þess að verða frelsarar mannkynsins, — og fylla því — ekki aðeins við kjörborðið —. heldur í hug og hjarta flokk f j öldamorðing janna, — jafnvel menn, sem ekki vilja vamm sitt vita. Til þessara manna — ekki til Krúsjeffs — eigum við að snúa orðum okkar: til þessara starblindu manna, sem sakir blindu sinnar eru Orðnir alger- iega áttaviltir, og „ekki þekkja hægri hönd frá vinstri“. — Við eigum að lækna þá af blindu þeina með fortölum og gildum rökum, en eí það ekki dugir, þá með hörðu. Tökum frændur vora á Norðurlöndum í þessu efni okk- ur til fyrirmyndar, sem hafa því nær þurrkað kommúnismann út, Eftir allt sem á undan er geng- ið, og eftir allt það sem nú er að gerast í heiminum, á engum ís- lenzkum kommúnista að vera vært á landi hér, — hvergi fritt.“ p. t. Reykjavík, 27. okt. 1961 Lárus Arniórsson Miklabæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.