Morgunblaðið - 03.11.1961, Síða 8
8
!UORCVI\BL4ÐtH
Föstudagur 3. nóv. 1961
Lögtaksúrskurður
Eftir kröfu oddvitans í Kjósarhreppi úrskurðast hér
með lögtök fyrir ógreiddum útsvörum til sveitar-
sjóðs Kjósarhrepps. sem féllu í gjalddaga 15. júlí
og 15. október 1961. '
Lögtökin verða framkvæmd fyrir útsvörum þess-
um auk dráttarvaxta og kostnaðar að átta dögum
liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, verða eigi gerð
skil fyrir þann tima
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
27. okt. 1961.
Björn Sveinbjörnsson settur.
Samkvæmt lögtaksúrskurði þessum og af knýjandi
nauðsyn, verða lögtök gerð hjá þeim, sem ekki hafa
greitt eða samið um greiðslu fyrir 15. nóv. nk. án
frekari aðvarana.
Grjóteyri, 30/10. 1961
Magnús Blöndal
oddviti Kjósarhrepps.
Leikfélag Reykjavíkur
Háskólabíó.
Barnaskemmtun
til ágóða fyrir húshyggingasjóð L.R. verður haldin
sunnudaginn 5. nóv. kl. 3.
Skemmtiatriði:
m. a. út myndabók Jónasar Hallgrímssonar.
Karíus og Baktus.
Hljómsveit Svavars Gests.
Hliómsveit leikara.
Aðgöngum. í Háskóiabíói og Iðnó frá kl. 2 á morgun.
EASY-ON
LÍNSTERKJAN
sparar yður tíma og fyrirhöfn,
er einföld í notkun.
Nauðsynlegt sérhverju heimili.
Reynið „Easy On“ og kostirnir
koma í ljós.
Umboðsmenn:
Agnar Norðf jörð & Co. h.f.
Komið skuli upp þurrkví
er rúmi a.m.k. 18 þús. smálesta skip
UTHLUTAÐ hefur verið á Al-
þingi frumvarpi þess efnis, að
greiða skuli af hverju nýju skipi,
sem flutt sé til landsins eða smíð-
að innanlands og er yfir 5 brúttó-
smálestir, 2% af kostnaðarverði
í hafnarbótasjóð. Helming þess
f jár skal varið til hafnar- og lend-
ingarbóta, og helmingi þess til að
koma upp og starfrækja þurrkví
í Reykjavík, er rúmi a. m. k. 18
þúsund smálesta skip. Flutnings-
maður er Gísli Jónsson.
I greinargerð frumvárpsins seg
ir m. a., að þótt árleg framlög
ríkissjóðs til hafnarframkvæmda
séu orðin yfir 17 milljónir króna,
nægi það engan vegin til að full-
nægja pörfinni. Hafnarmálastjóri
telur að á næstu fimm árum
þurfi a. m. k. 85 milljónir króna
árlega til að koma þessum málum
í viðunandi horf. Ríkissjóður einn
sé þess ekki megnugur að leggja
allt það fé fram, og því sé eðli-
iegasta, að hafnarsjóður verði
efldur á þennan hátt. En yrði
frumvarpið að lögum óbreytt,
mætti ætla, að árlegar tekjur
sjóðsins af nýjum skipum og bát-
um yrðu 8—10 milljónir króna.
Það, að lagt sé til, að helmingi
teknanna sé varið til að koma
upp þurrkví í Reykjavík, stafar
af því, að þetta sameiginlega
nauðsynjamál útvegs og iðnaðar
hefur verið á döfinni síðan 1943,
án þess að nokkuð hafi orðið úr
framkvæmdum, og með því að
stór hluti þess fjár, sem ætlazt er
til að greitt verði til sjóðsins,
kæmi fi'á reyvískum útgerðaraðil
um, en hafnarsjóður Reykjavíkur
nýtur hins vegar ekki lögum sam-
kvæmt annarrar aðstoðar til hafn
i arframkvæmda en til byggingar-
þurrkvíar, þyki rétt og sjálfsagt,
að helmingur þess fjár, sem hér
um ræðir, gangi beint til þess að
koma þeim nauðsynjamálum I
framkvæmd.
Efri deild samþykkir
framlengingu laga
I efri deild í gær var tekið til
þriðju umræðu stjórnarfrumvarp
um bráðabirgðabreytingu og
framlengingu nokkurra laga. *. ir
hér um að ræða að innheimta til-
tekin gjöld í ríkissjóð á árinu
1962 með sömu viðaukum og ver
ið hefur undanfarin ár. Enn frem
ur gerir frumvarpið ráð fyrir, að
ákvæðið um 8% viðbótarsölu-
skatt á innfluttum vörum skiuli
gilda til ársloka 1962. Enginn
kvaddi sér hljóðs, og var frum
varpið samþyfckt og sent neðri
deild til frekari afgreiðslu.
Bætur almannatrygginga
alls staðar þær sömu
í EFRI deild í gær var tekið til
l. umræðu frumvarp um breyt-
ingu á lögum um almannatrygg-
ingar, flutningsmenn Alfreð
Gíslason læknir og Björn Jóns-
son.
Eitt verðlagssvæðL
Alfreð Gíslason (K), fyrri flutn
ingsmaður frumvarpsins, sagði
m. a. að í frumvarpinu væri gert
ráð fyrir, að afnema þann mun,
Byggingarsióður ríkisins lóni ollt
nð 200 þúsund kr. ú hverjn íbúð
tJTHLUTAÐ hefur verið á A1
þingi frumvarpi þess efnis, að
lánsupphæð byggingarsjóðs ríkis
ins nemi allt að % hlutum verð-
mætis íbúðar samkvæmt mati
trúnaðarmanna veðdeildar Lands
bankans, þó ekki meira en 200
þúsund krónum á hverja íbúð.
Flutningsmenn tillögnnnar eru
nokkrir þingmenn Framsóknar-
flokksins.
Kostnaður stóraukist.
í greinargerð segir, að sú
stefna eigi almennu fylgi að
fagna hérlendis- að sem flestir
eignist eigin íbúðir. Hið opinbera
hafi sýnt nokkra viðleitni til að
stuðla að þeirri þróun, m.a. með
setningu laga um húsnæðismála-
stofnun, byggingarsjóð ríkisins o.
fl. En samkvæmt þeim lögum sé
gert ráð fyrir, að lána allt að 100
þúsund krónur á hverja íbúð, er
fullnægi ákvæðum laganna. Síð-
an þau lög voru sett. hafi bygg-
ingarkostnaður stóraukist, og
megi því ekki við svo búið
standa.
Þá benda flutningsmenn á
nokkrar leiðir til fjáröflunar í
þessu skyni, m.a. með árlegu til-
lagi ríkissjóðs í byggingarsjóð-
inn, hluti árlegrar sparifjáraukn
ingar gangi hann og einnig veru
legur hluti af mótvirðissjóði
vegna 6 milljón dollara óaftur-
kræfs framlags frá Bandaríkjun-
um vegna tekjumissis, er leiddi
af gengisfellingunni 1960.
sem hingað til hefur verið gerður
á örorku hvað
bætur snerti, eft
ir því hvort slys
eða sjúkdómur
hefði valdið
henni. Hafi slya
valdið örorkunni
skal ellilífeyrir
greiddur, svo
framarlega serrj
________hún er 50% eða
meiri, sé hún hins vegar af völd
um sjúkdóms, eigi öryrkjar ekki
lagalegan rétt á lífeyri, nema ör
orka sé 75% eða meiri. Að vísu
sé Tryggingarstofnuninni heimilt
að verja vissri fjárhæð til styrkt
ar þeim sjúklingum, sem misst
hafa 50%—75% starfsorku sinn
ar, en heimild sé ekki sama og
skylda.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir,
að bætur almannatrygginga verði
frá næstu áramótum greiddar
með fullu álagi samkvæmt gild-
andi vísitölu framfærslukostnað-
ar. Enn fremur skuli landið vera
eitt vefðlagssvæði hvað allar bæt
ur almannatrygginga snerti, eins
og þegar sé orðið með fjölskyldu
bætur. Skipting í tvö verðlags-
svæði með mismunandi háum
bótum eigi engan rétt á sér, eins
Og margoft hafi verið bent á í
Alþingi, m.a. af þingmönnum
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins.
Ekki tóku fleiri til máls, ög var
samþykkt að vísa frumvarpinu
til 2. umr. og heilbrigðis- og fé-
langsmálanefndar.
Tillaga til þingsályktun-
ar um heyverkunarmál
UTBYTT hefur verið á Alþingi
þinigsályktunartillögu nokkurra
þingmanna Framsóknarflokksins
um, að ríkisstjórnin skipi nefnd,
er gjöri tillögur um almennar
ráðstafanir, er miði að því að
gerá heyverkun bænda sem ör-
uggasta og ódýrasta.
Aukin súgþurrkun
og votheysgerð
Sérstaklega skuli nefndin at-
huga, hvermg auka megi súg-
SELFOSS - ARNESSYSLA
Varðberg félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu efnir
til almenns fundar í Selfossbíói, sunnudaginn 5. nóvember 1961
ki 20,30.
«, *
Fundarefni: kslíincl oc| vestræn samvíiina
Frummælendur: Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur
Pétur Pétursson, forstjóri
Tómas Árnason, lögfræðingur.
Að loknum ræðum frummælenda verða frjálsar umræður.
Ennfremur verður sýnd kvikmynd.
Stjórn Varðbergs.
þurrkun og votheysgerð, t. d.
með því að auka ríkisframlag og
veita lán í þessu skyni. Ennfrem-
ur láti nefndin uppi, að fengnum
sérfræðilegum upplýsingum, álit
sitt á möguleikum til að koma
í veg fyrir tjón á sauðfé vegna
votheysgjafar. .
Lán eða framlög nauðsynleg
I greinargerð segir m. a. að
áður fyrr hefði mátt gera ráð
fyrir búsveltu og bjargarskorti
fyrir bændur, hafi verið grasleys-
isár eða óþurrkatíð um sláttinn.
Nú megi hins vegar með aukinni
tækni, tilbúnum áburði og súg-
þurrkun og votheysgerð koma í
veg fyrir það. Bændur kostl
kapps um að nota tilbúna áburð-
inn þannig, að það gefi fulla upp-
skeru. En hins vegar séu margir,
sem ekki hafi getað tryggt sér
góða og árvissa heyverkun. Véla-
kaup, súgþurrkunarblásarar og
mótorar til að knýja þá og færi-
bönd eða blásarar til að koma
grasi í votheysgeymslur séu svo
kostnaðarsöm, að allur þorri
bænda geti ekki ráðizt í slíkar
íramkvæmdir, þegar hvergi er
lán að fá eða stuðning með fjár-
magni til slíkra hluta.
Þá segir, að til þess að bændur
auki votheysgerð þurfi meiri vél-
tækni og bættar aðferðir við vot-
heysverkun, annaðhvort með
efnaíblöndun í votheyið eða á
annan hátt, sem reynsla eða til-
raunir kunni að uppgötva, svo
að ekki þurfi að óttast óhollustu
af þess völdum fyrir búféð.
Tillaga til þíngsályktunar
um lýsisherzluverksmiðju
UTHLUTAÐ hefur verið á Al-
þingi tillögu til þingsályktunar
um, að ríkisstjórnin láti fara
fram rannsókn á, hvort tímabært
sé að reisa verksmiðju til herzlu
síldarlýsis. Flutningsmenn tillög-
unnar eru nokkrir þingmenn
Framsóknarflokksins.
Lýsisherzla er erfiðleikum bundin
I greinargerð segir m. a., að
í lögum frá 1942 um að reisa nýj-
ar síldarverksmiðjur segir, að rík
ið láti reisa verksmiðju til herzlu
síldarlýsis, þegar rannsóknir sýni,
að það sé tímabært. Þegar þau
lög hafi verið sett, hafi ekki ver-
ið talið tímabært að reisa verk-
smiðjuna vegna styrjaldarinnar
og sérstaks ástands í markaðs-
málum. Síðan hafi komið síldar-
leysistímabil og varað í hálfan
annan áratug, en með aukinni
síldveiði s.l. sumar gefist tilefni
til að taka lýsisherzlumálin fyrir
að nýju. Þess sé þó að gæta, að
lýsisherzla sé talsverðum erfið-
leikum bundin frá tæknilegu
sjónarmiði. Erfitt sé að fá ná-
kvæmar upplýsingar frá öðrum
löndum um þær aðferðir, sem
bezt henti. Kunni því að reynast
nauðsynlegt að gera sérstakar til
raunir hér á landi, áður en ráð-
izt sé í lýsisherzlu í stórum stíh
N