Morgunblaðið - 03.11.1961, Side 11

Morgunblaðið - 03.11.1961, Side 11
Föstudagttr 3. nðv. 1961 MORGU IV BLAÐIÐ 11 Tómas Björnsson, kaupmaður TÓMAS Björnsson, kaupmaður á Akureyri, andaðist hér í bæn- um þann 27. okt. sl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag. Tómas Björnsson var fæddur að Ljósavatni í Suður-Þingeyj- arsýslu 8. janúar árið 1895, son- ur hjónanna Kristínar Benedikts dóttur og Björns Jóhannssonar, er þar bjuggu. Fluttust þau síð- ar til Akureyrar. Tómas stund- aði nám í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, en hvarf eítir það að verzlunarstörfum. Fyrstu árin vann hann hjá Jakobi Karls- syni við afgreiðslu Eimskipafé- lags íslands á Akureyri og hjá Nathan & Olsen í Reykjavík. Árið 1923 stófnaði hann sjálfur byggingarvöruverzlun á Akur- eyri, sem hann hefur rekið síðan. Fyrir skömmu tók tengda sonur hans við forstöðu verzl- unarinnar. Auk verzlunar með alls konar byggingarvörur ann- aðist Tómas Björnsson einnig miðstöðvarlagnir í hús. Sá hann t.d. á sínum tíma um allar lagn- ir í Kristneshæli, Landsbanka- húsið á Akureyri og margar aðr ar stórbyggingar. Tómas Björns- son var frartikvæmdasamur í at- vinnurekstri sínum, sem m.a. sést á því, að hann byggði stór- hýsi við Kaupvangstorg og síðar annað út við Glerá á Akureyri, og er verzlun hans þar nú til húsa. Sem kaupsýslumaður naut Tómas jafnan mikils trausts og álits, enda gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stétt sína, átti sæti í Verzlunarráði ís- lands og var í mörg ár formað- ur Verzlunarmannafélags Akur- eyrar. í viðskiptum var hann sérstaklega áreiðanlegur og má segja, að hann hafi ekki mátt vamm sitt vita í einu né neinu. Hann lét málefni verzlunarstétt- arinnar mjög til sín taka, og hélt fast á hlut verzlunarinnar í dreifbýlinu, meðan ráð og nefndir réðu örlögum fyrir- tækja. En athafnasemi hans náði út fyrir heimabyggðina. Hann mun hafa verið einn af stofnendum „Rafha“ í Hafnar- firði, og eftir að Verzlanasam- bandið tók til starfa gerðist hann einn af helztu forystu- mönnum þess. Auk verzlunarrekstursins gegndi Tómas Björnsson ýmsum opinberum störfum. Hann átti sæti í bæjarstjóm Akureyrar á árunum 1930—1934 og starfaði í mörg ár í niðurjöfnunarnefnd og í ýmsum öðrum nefndum á vegum Akureyrarkaupstaðar. — Hann var einn af ötulustu stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, var t.d. í útgáfu- stjórn „íslendings“ í fjöldamörg ár. —, Tómas Björnsson var kvænt- ur Margrétu Þórðardóttur Thor- arensen, hinni mætustu konu. Börn þeirra eru: Kristín, gift Árna Árnasyni frá Vopnafirði, sem nú er framkvæmdastjóri Byggingarvöruverzlunar T. B., og Ólafur, rafmagnsverkfræð- ingur í Reykjavík. Tómas Björnsson var með giörvulegustu mönnum á velli, einarður í framkomu og fast- lyndur. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um og lét ógjarnan sinn hlut, þegar því var að skipta. Hann var maður hjálpsamur og vin- sæll. Á Akureyri lét hann mjög til tín taka á athafnasviðinu og kom þar mörgu nytsömu til leiðar. Þar mun hans því lengi verða minnzt. Ég votta eiginkonu hans, börnum og öllu venzlafólki inni- legustu samúð mína. Jónas G. Rafnar. TÓMAS Björnsson kaupmaður er látinn, en með honum er falí- inn í valinn einn merkasti kaup- maður samtíðar okkar. Tómas var fæddur 8. janúar 1895 að Ljósavatni í Þingeyjar- sýslu. Hann var kvæntur merkri égætiskonu, Margréti Þórðardótt ur, og áttu þau tvö mannvæn- leg börn, Kristínu, sem gift er Árna Ámasyni, framkvæmda- stjóra á Akureyri, og Ólaf, verk fræðing, sem kvæntur er Stef- §míu Pétursdóttur. Tómas hefur rekið verzlun sjálfstætt um 30 ára skeið, og er Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar á Akureyri með glæsilegustu verzlunum utan Reykjavíkur í dag. Snemma á lífsferli sínum helgaði hann starfsferil sinn verzlunarmólum. Hann var sérstaklega framsýnn kaupmaður er gerði sér grein fyrir því þýðingarmikla hlut- verki, er verzlunin á að inna af hendi og var vitandi þess jafn- an, að strangar kröfur þarf að gera til sjálfs sín til þess að sú þjónusta sé vel af hendi leyst í þágu neytandans. Hann var mikill baráttumað- ur fyrir frjálsri verzlun og skrifaði greinar í blöð og tíma- rit á móti höftum og innflutn- ingsbönnum. Á árunum eftir 1950 færðust innkaup landsins á byggingarvörum að mestu leyti til Austur-Evrópulanda og var leyfum úthlutað þar af Inn- flutningsskrifstofunni eftir á- kveðnum kvótum. Tómas gerði sér fljótlega grein fyrir því, að verzlanir og verzlunarfélög ut- an Reykjavíkur, er ekki voru í tengslum við SÍS, þurftu að hafa sameiginlegan málssvara, er skipulegði þennan innflutn- ing og ynni almennt að hags- munamálum þeirra. Var svo komið, að sífellt fækkaði þeim kaupmönnum, er verzluðu með þessar vörur. Skrifaði hann bréf um þetta. er hann sendi öllum kaupmönnum víðsvegar um landið. Árið 1954 var Verzlanasam- bandið hf. stofnað, og var hann stjómarformaður þess til dauða- dags og vann þar mikið starf af víðsýni og dugnaði. Á þeim árum, sem hann hefur verið stjórnarformaður, hefur sala á byggingarefni hjá kaupmönnum margfaldazt að magni til frá því, sem var fyrstu árin. Tómas tók virkan þátt í.stofn- un Hafskip hf. og Verzlana- trygginga hf. Einnig var hann einn af stofnendum Rafha og átti sæti í stjórn þess síðari ár- in. Hann hefur _átt sæti í stjóm Verzlunarráðs íslands í fjölda mörg ár og verið í framkvæmda stjórn síðustu árin. Hefur hann verið ötull baráttumaður í þeim samtökum og lagt sig fram að framgangi þeirra hagsmuna- mála. Hann unni bæjarfélagi sínu og tók virkan þátt í störfum þess, átti sæti í bæjarstjórn Ak- ureyrar um nokkurt skeið og var í niðurjöfnunarnefnd í fjölda mörg ár. Hann var áhugasamur í þjóð- málum og skrifaði greinar, er ætíð vöktu athygli um þau mál. Var hann eindreginn stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins alla tíð. Þeir sem kynntust Tómasi geyma mynd dugmikils, dreng- lynds framfaramanns er seint mun fyrnast. í dag verður hann kvaddúr og votta ég eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barna börnum mína innilegustu samúð. Um leið og ég kveð þennan vin minn vil ég þakka honum allar þær ánægjulegu stundir er við áttum saman í okkar samstarfi og skilja eftir sig margar ljúfar endurminningar. Sigurður Helgason. ÉG SIT í „Hliðsjálf" minning- anna og orna mér við eldana sem brenna þar, lýsandi og verm- andi. Eg er á æskustöðvunum. Fyrir sjón mína svífa óteljandi myndir, hver annarri fegurri. Eg sé menn og konur líða fram- 'hjá, með bros á vör, en þó al- vöru í gamal'kunnu og geðþekku andlitunum. Allt eru þetta vin- ir og velunnarar, samferðamenn um lengri eða skemmri tíma, en horfnir á braut héðan, að baki tjaldsins sem skilur. Það hvílir friður og ró yfir öllu. Sólin bað- ar láð og lög geislum sínum, og hin undurfögru fjöll og dalir endurspeglast í spegilsléttum firðinum. Það er yndislegt að sitja hér, hlusta og horfa á liðna atburði. Sjá bamæskuna, ungl- ings- og þroskaárin, þegar allt var svo yndislegt og heillandi. Alt brosti við manni og allt virt- ist mögulegt. Jafnvel loftkastal- arnir urðu aldrei of háir, þó þeir hryndu jafnharðan, eins og spila borgir. Ekki þurfti annað en byggja upp aftur og aftux. Það var alltaf jafnskemmtilegt. Loft kastalarnir voru lika byggðir í skjóli samferðafólksins, sem hvatti okkur til dáða, enda voru þeir allir, meira og minna, hugs- aðir í sambandi við óskir og vonir um fagurt líf og fagra fram tíð. Óskir um að geta orðið til gagns og blessunar öldum og óbornum og fá að lifa í friði með samferðafólkinu, í trú á Guð, og allt fagurt og gott, eins og mamma kenndi okkur. Við vor- um í vernd eldra fólksins og undum glöð okkar hlutskipti, áhyggjulaus og örugg. Við veitt- um ekki einusinni athygli, nema mjög talkmarkað, þeirri alvar- legu baráttu, sem eldra fólkið | háði, m. a. til þess að okkur gæti liði sem bezt. En tíminn leið. Alvara lífsins náði einnig til okkar. sem yngri vorum. Eldri samferðamennirn- ir fóru að hverfa í. braut. Skjól- ið, sem þeir höfðu veitt okkur, smá minkaði, og við urðum sjálf að byggja upp okkar skjólgarða. Og við höfum að sjálfsögðu reynt það, hvernig sem það kann j að hafa tekist. Nú er svo komið, að flest allt | samferðafólkið, sem náð hafði fullum þroska á æskuárum mín- um og margt af jafnöldrunum, er þegar horfið á braut, og lifir nú, hjá okkur, aðeins í minn- ingunum. Enn hefir einn af mínum ágætu gömlu félögum og vin- um, frá æskustöðvunum, Tómas Björnsson, kaupmaður á Akur- eyri, kvatt þennan heim. Minn- ingarnar um samveru okkar Tómasar, eru einhverjar þær kærustu sem ég á. Kemur þar margt til, serr ekki verður rakið í stuttri kveðju. En það má segja að við ynnum daglega sam an að hugðarefnum okkar og áhugamálum, þar til leiðir skildu fyrir rúmum 30 árum. En svo vorum við samrýmdir, að aldrei slitnuðu tryggðaböndin og vináttan sat í öruggu sæti. Hversvegna Tómas varð mér svo kær, sem raun ber vitni, var fyrst og fremst vegna þess, að hann var ágætu~ félagi, traustur °g fylginn sér, ákveðinn í skoð- unum, en sanngjarn og dreng- lyndur. Skapstór var hann, en aldrei kom það at sök okkar í milli og má, meðaí annars, af þvi, marka sanngirni hans og mannkosti. Það var enginn með- almennskubragur á því, sem Tómas gerði. Annaðhvort var það gert eða ekki gert. Hann sigldi sínum knerri heilum í höfn. Hann ávann sér traust og virð- ingu samferðamannanna. Hann gætti sóma síns og varð öðrum til gagns og blessunar. Nú þegar þessi ágæti félagi minn og vinur er fallinn, er ég þakklátur fyrir minningamar, sem ég á um hann, og sem einn- ið rifja upp fyrir mer minning- ar svo margra hinna, sem voru mér svo góð og sem mér þótti svo undur vænf um. Guð blessi þau öll. Tómas vin minn kveð ég og óska honum góðrar ferðar heim til föðurhúsanna. Astvinum hans öllum, óska ég allrar blessunar. 1. nóvember 1961. Kristján Karlsson. Silkisokkar Nokkur dúsin af silkisokkum, ljósum, selj- ast næstu daga á kr. 30,— parið. Dömutízkan Laugavegi 35 Verzlunar- og iðnfyrirtœki athugið Hafið þér kynnt yður verð á hinum nýja FORD ANGLIA 250—350 kg. sendibíl. — Verð frá kr. 98.000,00, sem bæði er sniðinn fyrir yður sem sendi- bíll og með litlum tilkostnaði má breyta í fólksbíl. Kaupmenn í Reykjavík, hringið og við munum koma með bílinn og sýna yður. Sendum myndir og verð- lista um allt land. FORD-umboðið KR. KRISTJÁNSSON H.F. Suðurlandsbraut 2 — Sími 3-53-00 Fyrirliggjandi plastpokar í öllum stærðum Áprentun 1—3 litir með stuttum fyrirvara PIASTPRENT S.F. Skipholti 35 — Sími 14160 T ilkynning Vér viljum hérmeð vekja athygli heiðraðra við- skiptavina vorra á því að vörur sem liggja í vöru- geymsluhúsum vorum eru ekki tryggðar af oss gegn bruna, frostum eða öðrum skemmdum og liggja því þar á ábyrgð vörueigenda. H.f. Eimskipafélag íslands IU.b. Guðbjörg G.K. 6 er til sölu. Upplýsingar gefur Jón Halldórsson, Álfa- skeiði 36 Hafnarfirði, og sé tilboðum skilað til hans fyrir 10. nóv. n.k. Ljósastofa Hvítabandsins er á Fornhaga 8. Opin alla* virka daga. Ljósböð fyrir börn og fullorðna. — Upplýsingar í síma 16699.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.