Morgunblaðið - 03.11.1961, Síða 15
F8stu<5agur 3. nðv. 1981
MORGVNBLAÐIÐ
15
TíUTKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR „
kvikmyndir * skrifar um kvikmyndir * kvikmyndir
HASKOLABÍO
Allt í lagi Jakob
ENDA þótt Bretum hætti stund-
um til að taka sjálfa sig nokkuð
hátíðlega, þá eiga þeir einnig til
heilbrigða sjálfsgagnrýni og
henda Oft gaman að ýmsu í fari
sínu. Svo er í þessari mynd, sem
fjallar um verkalýðssamtökin og
óyfirleitni manna í kaupsýslumál
um. Er hér tekið á þessu efni með
skopi Og þeirri kímni, sem Bret-
um einum er eiginleg. Hér við
bætist að um leikarana má segja
það, að þar er valinn maður í
hverju rúmi. Söguþráðurinn er
í stuttu máli sá, að ungur maður,
Stanley Windrush gerist að að
ráði Bertrams frænda síns, verka
maður í verksmiðju hans. Bert-
ram og Cox félagi hans hafa á
prjónunum lítt heiðarlegt við-
skiptabrall og ætla að nota Stan-
ley sem peð í því tafli. Þegar
Stanley kemur til vinnu í verk-
smiðjunni er honum tekið fálega
af verkamönnunum þar og leið-
toga þeirra Kite, en hann er sér-
Athugasemd
vegna viðtals við
Gunnar Bjarnason
á Hólum
1 VIÐTALI þessu segir skóla-
stjórinn: „nú er Vigfús Helgason
að ná 70 ára aldri og hættir
því (kennslu) á næsta ári“.
Þessi ummæli hans eru röng,
því að Vigíús er 67 ára og mun
að óbreyitri heilsu kenna við
Hólaskóla ræstu 3 'skólaár, svo
framariega, sem honum eftir 41
árs kennsiustarf við Hólaskóia,
án nokkurs orlofs, verði ekki í
viðurkenningarskyni veitt orlof á
fuilum launum síðustu kennsluár
hans.
Því miður getur vinur minn,
Vigfús Heigason, sá vinsælí kenn
ari, ekki veitt sér þann munað,
að hætta kennslu á komandi ari,
nema með iaunuðu orlofi, fjár-
hags og annara aðstæðna vegna.
I þessu sambandi ber að geta
þess, að 1940 varð Vigfús fyrir
tilfinnanlegu fjártjóni ,enn
óbættu, þegar hann að tilhlutan
Framsóknarmanna var sviptur
jörð sinni Varmahlíð í Skaga-
firði með óréttlætanlegu eignar-
námi, fyrir skóla, sem enn í dag
er óbyggður og sennilega verður
aldrei byggðui svo og að fullar
bætur voru ekki greiddar Eftir
það íjártjóri hefir Vigfús átt við
erfiðan fjárhag enda hefir hann
Jrostað 5 börn i skóla og á 2 börn
innan fermingar. Sagt er að kenn
arar safni ekki digrum sjóðum
af launum sinum einum.
fteykjavík, 20. okt. 1961.
Þorv. Ari Arason
fræðingur í áróðri verkalýðsfé-
laganna. Þetta leiðir til verkfalls
í verksmiðjunni, eins og Bertram
hafði ætlast til, en gagnstætt hags
munum þeirra Bertrams og Cox
hefja verkamennirnir í verk-
smiðju Cox samúðarverkfall. En
þrð voru fleiri sem gerðu verk-
fa.j.: Kona Kite’s og dóttir hans,
sem er hrifin af Stanley, fara að
heiman Og frú Kite segir manni
s:"ium með vel völdum orðum, að
hún sé í 100% verkfalli gegn hon-
um. Verkföllin vekja mikla at-
hygli og blaðamenn eru á þönum
milli aðilja. Blöðin segja að verk-
fallið hafi brotizt út vegna þess
að Stanley hafi lagt of hart að
sér við vinnuna. Við þetta verður
Stanley þjóðhetja í bili, en at-
burður sem gerist í sjónvarpinu
þar sem Stanley og forkólfar
beggja aðila koma fram, steypir
þjóðhetjunni Stanley af stalli . . .
Jan Carmichael leikur Stanley,
Kite leikur Peter Sellers, Dennis
Price fer með hlutverk Bertrams.
Cox leikur Riehard Attenborough
en Ferry-Thomas leikur Hitch-
coch aðstoðarmann Bertrams, en
Dolly frænku Stanleys leikur
Margaret Rutherford. Fleiri ágæt
ir leikarar fara þarna með hlut-
verk, en of langt mál yrði að telja
þá alla.
Mynd þessi er með beztu gam-
anmyndum enskum, sem hér hafa
verið sýndar, bráðfyndin og af-
bragðsvel gerð og leikin.
N t J A B Y O
Kynlífslæknirinn
ÞETTA er þýzk fræðslumynd um
hin margvíslegu vandamál og
hættur sem leitt geta af kyn-
mökum fólks, bæði unglinga og
þeirra sem eldri eru. Er efnið tek
ið föstum og raunsönnum tökum,
sannleigurinn sagður og sýndur
umbúðalaust og feimnilaust, en
þó þannig að engin þarf að
hneykslast á því sem fyrir augun
ber. I myndinni er áhorfandinn
látinn fylgjast með ungum elsk-
endum. sem eins og segir í efnis-
skránni „er nauðsyn upplýsinga
um hættur kynlífsins, hvernig
m.egi forðast þær og leysa úr
flækjum þeim, sem oft valda ó-
hamingju og upplattsn í samlífi
kynjanna. Læknir, sem maðurinn
og konan leita til í vandræðum
sínum, lætur þau kynnast af
kvikmynd nokkrum atriðum eftir
farandi viðfangsefna: 1) Kynsjúk
dómum, 2) Æxluninni, 3) barns-
fæðingunni.“
Fræðsia sú og aðvörun, sem
mynd þessi veitir, á vissulega er-
indi til allra, ekki síst ungling-
anna, eins og þessum málum er
háttað nú á tímum. Hinsvegar
skal það tekið fram að til þess
að myndm nái tilgangi sínum
verða áhorfandur að hafa þann
þroska til að bera að þeir geti
horft á myndina með réttum skiln
ingi á tilgangi hennar og boðskap.
Einkabifreið
Bifreiðin R-84, sem er Dodge, árgerð 1956, 6 cyl.
er til sölu og synis við Smiðjustíg 6, milli kl. 5—6
í dag.
Kristján Siggeirsson.
Sölubúð
óskast til 3eigu í Miðbænum eða öðrum góðum
stað. Þarf ekki að vera stórt. Sími 19342.
[ A L L T bendir til þess að
„Miss World“-keppnin í
London, sem haldin verð-
ur síðar í þessum mánuði,
, verði söguleg. Þegar hafa
tvö óhöpp komið fyrir, en
venjulega eiga hneykslin
sér stað í lok hverrar
keppni. Þá komast upp
allskyns svik, keppendur
hafa saumað aukahold úr
svampi inn í sundbolina,
sumar slást og hárreita
hvor aðra o. s. frv.
Send heim
Ungfrú Jamaica — Chris
Leon — kom til Southampton
fyrir skemmstu með skipi,
sem var fullt af innflytjend-
um frá Vestur-Indíum. Hún
var nærri köfnuð í negra-
þvögunni, sem ruddist í land.
En ungfrú Jamaica fékk, þeg
ar allt kom til alls, ekki að
stíga fæti á brezka grund.
Velsæmisvörður hennar, mið-
aldra frú, lýsti því yfir að
hún hefði verið ódæl, og það
hefði verið hræðilegt starf að
gæta hinnar 18 ára gömlu
stúlku.
— Ég er misskilin, sagði
fegurðardísin, ég hef ekki
\*rið ódæl.... Það eina
sem gerðist er, að ég varð
ástfangin á leiðinni frá
Jamaica til Bretlands. Er
það óþekkt?
’ Margir finna til með aum-
ingja stúlkunni, sem fær
■ ■
Chris Jhon frá Jamaica.
\
Onnur ddæl -
hin bdkhneigð
hvorki að vera í návist
mannsins, sem hún er ást-
fangin af Jamaicabúanum dr.
Jim Ling, né keppa um
stóra vinninginn í fegurðar-
samkeppninni. Hún er á
heimleið — og þar á hún ó-
uppgerða reikninga við for-
eldra sína og stjóm fegurð-
arsamkeppninnar þar í
landi, sem hefur eytt stórri
fúlgu í fegurðardrottningu
Rænt
Óhapp brezku fegurðar-
drottningarinnar, Libby Walk
er, er af öðrum toga spunn-
ið. Hún er alvarleg og mjög
bókhneigð stúlka og stundaí
nám við háskólann í Nottiíig-
ham. En piltarnii’ geta ekki
látið hana í friði.
Fyrir skömmv átti hún að
opna sýningu, sem haldin var
í Nottingham. En hún ópnaði
aldrei sýninguna. Skólafélag-
ar hennar (þ.e.a.s. piltarnir)
rændu henni og lokuðu hana
inni. Og fegurðardrottningin
óttast að henni verði rænt
aftur.
Libby Walker getur alls
ekki skilið, að það komi
nokkrum vlð — allra sízt
skólafélögum hennar — þó
hún fleygi frá sér bókunum
í nokkra daga, og keppi um
titilinn „Ungfrú Hejmur“.
Hann er skrítinn heimur-
inn, sem við lifum í — a.m.k.
er það reynsla fegurðar-
drottninganna frá Jamaica og 1
Nottingham.
#W
WW
Oska eftir að taka á leigu nú
þegar eða 1. des.
2—4 herb. íbúð
helzt í nýju eða nýlegu húsi.
Fyrirframgreiðsla kemur til
greina. Tilboð merkt: ..Ábyggi
legt fólk — 7203“, sendist
Mbl. sem fyrst.
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 9. — Simi 1-1875.
LOFTUH hf.
LJÓSMYNDASTOFAN
Pantið tíma í síma 1- <47-72.
Ný sending
ÞÝZKAR
kuldahúfur
GLUGGINN
Laugavegi 30
Skyndihappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins gefur yður kost á að
eignast — eftir aðeins 14 daga
— spánýjan TAUNUS Station
bíl.
TRYGGIÐ YÐUR MIÐA í
Bifreið fyrir aðeins 100 krónur
okðcá ydaA
■Jt Dregið verður 15. nóvember.
TÍMA
eá?K