Morgunblaðið - 03.11.1961, Page 20
MORGUNBLA» f »
■PBstuifafíur 3. nðv. 1961
fc2
Dorothy Quentin:
Þög! aey
Skdldsaga
ekki væri um fellibylji að ræða.
En nú var ekki fellibyljatíminn.
guði sé lof.
Það er nú þegar kominn storm
ur í hjartanu mínu, hugsaði
Frankie óþolinmóðlega um leið
og hún setti á sig hálsfestina,
sem Andrés hafði gefið henni um
morguninn. Hún fór vel um háls-
inn á henni. Eini skartgripurinn,
sem hann hafði gefið henfii, og
eini gripurinn. sem hún myndi
nokkumtíma bera með ánægju,
enda þótt sú ánægja væri nokk-
uð galli blandin, hugsaði hún. '
Jæja, hvernig lít ég út, fóstra?
Hún rétti úr sér svo að Claudette
gæti litið yfir hana. rétt eins og
hún hafði svo oft gert áður fyrr,
þegar hún ætlaði í krakkaboð.
Og gamla konan athugaði hana
í krók og kring, herpti varirnar
með dómarasvip, eins og hún
hafði alltaf gert, aðeins lét hún
nú ógert að athuga á henni
neglurnar. eins • og forðum, til
þess að sannfærast um, að þær
væru hreinar, og heldur ekki lag
aði hún til hárið á henni. í kvöld
var ekkert hægt að bæta um
verkið.
Þú ert falleg, barnið gott,
sagði hún. næstum skuggalega,
rétt eins og hún væri hrædd um
Frankie. Kannske ertu óþarflega
fín fyrir fjölskylduboð hjá greifa
frúnni.
Frankie leit kæruleysislega á
það af sér, sem hún gat séð í
speglinum, en hún vissi annars
vel, að kjóllinn hennar fór henni
afburða vel. Kannske var hann
óþarflega viðhafnarmikill fyrir
svona tækifæri en hún var nógu
mikil kona til þess að vilja líta
sem bezf út í augum Andrés.
En það er nú afmælisdagurinn
minn. góða mín, sagði hún létti-
lega og kyssti Claudette svo inni-
lega, að gamla konan brosti út
undir eyru.
Flýttu þér nú! sagði hún í upp
gerða skammatón. Það er ekki til
siðs að láta hennar náð bíða
eftir sér.
Ég á nú daginn sjálf og get
gert hvað ég vil, svaraði stúlkan
hlæjandi. og hljóp niður stigann
út í bakdyrnar. þar sem Joseph
beið með bílinn. Hún vildi forð-
ast Sol og aðdáunarorð hinna yf-
ir fínheitunum, sem á henni
voru, og alla stríðnina, sem þau
mundu skemmta sér við.
Joseph opnaði vagndyrnar fyr-
ir hana með miklum hátíðasvip
en bros færðist yfrir allt svarta
andlitið. Svona átti fin dama að
líta út: prinsessa sem var að
fara í veizlu, hugsaði hann.
Frankie kom auga á brosandi
andlitið á Rose í eldhúsgluggan-
um. og veifaði til hennar. Þegar
bíllinn þaut niður eftir stígnum
— því að Joseph hafði mikla
ánægju af að stýra honum og
reyndi að láta það sjást — fór
hún að sugsa um, hvernig það
mundi nú orka á þetta fólk ef
hún færi. Rose og Joseph fengju
sennilega atvinnu við fteðingar-
deildina — André mundi sjá um
þau og eins um sykurverkamenn
ina — en Claudette, hvað yrði
um hana?
Hún fór að hugsa um, hvort
Claudette mundi fara með henni
til Ameríku eða hvort hún væri
of gömul til að slíta sig upp
með rótum á eynni ....
André hljóp léttilega niður
dyraþrepin. þegar hann heyrði
— Standið kyrr nokkrar mínútur. Við skulum bíða eftir
eldingarbjarma!
í bílnum og opnaði dyrnar áðúr
en Joseph kæmist að og hneigði
sig djúpt og hátíðlega, þegar
hann sá skrautlega kjólinn og
kápuna, sem hún var í utan yfir
honum, og gljáinn á hálsfestinni.
Hann tók hana út úr bílnum,
eins og hún væri raunverulega
álfadrottningin úr ævintýrinu.
Og hún hugsaði til þess með
kökk í hálsinum. að hann hefði
svo vel getað orðið ævintýra-
prinsinn hennar — hitabeltisföt-
in hans fóru honum svo vel við
grannlegt og fagurt vaxtarlag
hans. Þau gerðu það að verkum,
að sólbrennt hörundið varð enn
dekkra, og skarpari vangasvipur-
inn ennþá skarpari, og silfurlit-
urinn, sem var að byrja að koma
fram við gagnaugun varð ennþá
höfðinglegri. En brosið. sem
hann sendi henni, varð allt í einu
áhyggjulaust og unglingslegt,
rétt eins og hann hefði ásett sér,
að varpa frá sér öllum áhyggjum
þetta kvöld.
Þú ert töfrandi, Francoise!
sagði hann í hálfum hljóðum. og
hálf-ertandi, og.hún vissi alveg,
að hann var að hugsa um há-
fætta renglulega krakkann, sem
hann hafði þekkt fyrir tíu árum.
Þakka þér fyrir. ...og fyrir
hálsfestina! Hönd hennar snerti
snöggvast festina, eins og gæl-
andi. enda þótt það væri höfuðið
á André, sem hana langaði meira
að gæla við. Hún er indæl. Ég
ætla alltaf að eiga hana og gæta
hennar vel.
Hún er einskis virði nema þeg-
ar þú berð hana, sagði hann
kæruleysislega, en augu hans
stöðvuðust snöggvast við grann-
an hál-s hennar og svo brosti
hann allt í einu. Hún fer þér vel.
Ég vissi það alveg fyrirfram. Ég
gerði húsleit hjá Mandani, eftir
henni — manstu hvað okkur
þótti gaman að gramsa í öllu hjá
Mandani. þegar við áttipn aura
í vasanum?
Þau gengu hægt upp þrepin
og hönd hennar var undir armi
hans. Hún fann á sér.návist Hel-
enu og Simone, sem sátu rétt
fyrir innan opinn gluggann í
salum, og tvenn augu, sem
horfðu á hvert hennar spor. og
hreyfingu.
Auðvitað man ég það, svaraði
hún og röddin skalf ofurlítið, en
hún flýtti sér að snúa því upp
í hlátur. Það var alveg eins og
hellirinn hans Ali Baba — allt
fullt af skrautgripum!
Gott kvöld. Francoise! I til-
efni afmælisins bauð Helena
henni kinnina til að kyssa. Ég er
alveg viss um, að Anne-Marie
hefur aldrei sleppt þér inn í þá
skítugu ruslakompu!
Hún er alls ekki óhrein,
mamma. André sagði þetta hóg-
Jega, en grágrænu augun hlógu.
Þetta er bdra glæsilegur hræri-
grautur af lit og ilm — og svo
geturðu verið viss um, að Anne-
Marie vissi ekki um helminginn
af þvík sem við tókum okkur fyr-
ir hendur.
Meðan hann var að hella i glös
in. kyssti Simone Frankie á báð-
ar kinnar og óskaði henni til
hamingju með afmælisdaginn, og
afhenti henni að gjöf tedúk, sem
hún hafði saumað út sjálf.
Ég er nú hrædd um, að hann
komi þér ekki sérlega á óvart,
þú ert víst búin að sjá hann það
oft. en hann var sérstaklega þér
ætlaður, sagði hún í slíkum vina-
tón, að Frankie varð steinhissa.
Ekki veit ég hvor okkar er Júd-
as, en mikið _r mér illa við þetta
hugsaði hún um leið og hún tók
við kossunum og gjöfinni, af því
að hún gat ekki hjá því komizt.
Hann er voða fallegur! Þakka
þér afskaplega vel fyrir. Hún
rakti sundur dúkinn og skoðaði
útsauminn. sem var raunveru-
lega mjög fallegur. En þú hefðir
átt að eiga hann sjálf — í búið,
sagði hún lágt um leið og hún
tók við glasinu af André.
Simone er þegar búin að
sauma sér allt hugsanlegt í búið,
sagði Helena þurrlega. Franskar
stúlkur af góðu fólki kunna enn
að halda á nál, svo er guði fyrir
að þakka! En þú hefur víst verið
of önnum kafin við að flandra
um alla Ameríku til þess að
sauma eitthvað handa sjálfri
þér?
Hún þarf ekki að sauma sjálf,
þegar hún getur keypt svona föt.
frú, sagðl Simone og hló lágt,
um leið og hún hallaði sér yfir
stólinn til þess að snerta pilsið
á kjól Frankie milli fingranna.
Svona fallegan kjól hef ég aldrei
séð. Hann gæti næstum verið
brúðarkjóll!
Frankie dreypti á glasinu sínu
og brosti, til þess að leyna þvi,
að skeytið hafði hitt. Hún vissi
vel. að Simone hafði séð þennan
kjól áður. Einmitt í vikunni sem
leið, hafði Claudette sagt henni,
að hún hefði komið að ungfrú
Fauvaux, þar sem hún var að
skoða í fataskápinn hennar og
virða fyrir sér allan, fatnaðinn,
sem þar var. Augsýnilega —
sagði Claudette og snuggaði —
til þess að vita. hvort þar væri
ekki eitthvað, sem þarfnaðist við
gerðar!
Þú ert nú svo mikil hannyrða-
steinka, að þú mættir vel sauma
eftir honum. .brúðarkjólinn þinn,
etf þú vildir.
Afmælisgjöfin mín er á borð-
inu þarna bak við þig. Réttu
henni hana, André!
Hann lagði brosandi stóra
öskju í kné henni og lyfti af
henni lokinu. Inni í öskjunni
voru sex fagurlega útskorin
krystalsglös.
Frankie var alveg orðlaus. en
stamaði samt upp einhverju
þakklæti í gleði sinni og hrifn-
ingu. Ó, þau eru svo falleg, frú..
Ég bjóst ekki við.... Hvað þér
getið verið örlát að skilja yður
við svona....
Helena snuggaði með fyrirlitn-
ingu. Auðvitað eru þau ekki ný,
svaraði hún hæversklega. Ég get
ekki farið í hellinn hans Ali
Baba. En þar sem Louise hafði á
brott með sér öll beztu glösin,
sem til voru í Laurier. þá datt
mér í hug, að þú vildir gjarnan
eiga þessi....
André flýtti sér að segja: Hann
frændi þinn sagði henni að taka
þau með sér — því að hvaða
gagn gæti gamall piparkarl, sem
aldrei hafði gesti, haft af þeim.
Frankie brosti þakklátlega til
hans um leið og hann tók aftur
við glösunum og setti þau á
borðið. Hvað þessar konur gátu
hatað hana! Svo mjög, að þær
þurftu auk heldur að eitra sínar
eigin gjafir!
Hefurðu ekki fengið fallegar
gjafir frá Ameríku? spurði Sim-
one með eftirvæntingu.
>f 'X- >f GEISLI GEIMFARI
f — Maddi, það eru tvö geimskip
jarðareftirlitsins á eftir okkur!
— Jæja! Það er bezt að fara í elt-
ingaleik!
— Eftirlitsskip X-40 kallar í aðal-
stöðvar á jörðu. Höfum fundið geim-
skip 245! Erum að elta það!
>f >f >f
— Ardala! Þetta daufa ljós fram-
undan.... Það er það, sem ég var
að leita að!
Ekki ennþá. Frankie gat ekki
annað en brosað með sjálfri sér
er hún hugsaði til heimatilbúnu
gjafanna- sem líklega voru nú
á leiðinni frá Ted og Lindu, á-
samt einhverjum dýrari hégóma
frá móður hennar og stjúpa. í
fyrra hafði Ted yngri gefið
henni næstbeztu geimferðafötin
sín.... Þau botna ekki í sam-
göngunum hingað sagði hún. Ég
býst við að fá gjafirnar þegar
Eydrottningin kemur næst. En J
sama bili þurrkaðist brosið út a£
andlitj hennar. Hver veit nema
hún yrði sjólf að fara með Ey-
drottningunni í næstu ferð.
Þessi dvöl hennar á eynni, svona
nærri André var of hættulee....
og of indæl....
sflíltvarpiö
Föstudagur 3. nóvember
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05
Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik-
ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón-
leikar. — 9:10 Veðurfregnir. —
9:20 Tónleikar. — 10:00 Veðurfr.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og tilk.)
13:15 Lesin dagskrá næstu viku.
13:25 „Við vinnuna'*: Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. —
Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl.
— 17:00 Fréttir. — Endurtekið
tónlistarefni).
17:40 Framburðarkennsla í esperanto
og spænsku.
18:00 „Þá riðu hetjur um héruð“: Tngi-
mar Jóhannesson segir frá Gísla
Súrssyni.
18:20 Veðurfregn|r.
18:30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18:50 Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson
cand. mag.).
20:05 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds
son og Tómas Karlsson).
20:35 Frægir söngvarar; II: Claudia
Muzio syngur.
21:00 Upplestur: Guðmundur Böðvars-
son skáld les frumort kvæði.
21:15 Tónleikar: Fjórir rómantískir
þættir fyrir fiðlu og píanó eftir
Dvorák (Josef Suk og Josef Hala
leika).
21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux-
inn“ eftir Kristmann Guðmunds-
son; XXIII. (Höfundur les).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson
fréttamaður).
22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist.
a) Húmoreksa í B-dúr op. 20
eftir Schumann (Svjatoslav
Rikhter leikur á píanó).
b) Maria Callas, Tito Gobbi, kór
og hljómsveit Svala-óperunn-
ar flytja atriði úr „I Pagliacci**
eftir Leoncavallo; Tullio Sera-
fin stjórnar.
c) Annar þáttur úr sinfónfu nr.
5 í e-moll op. 64 eftir Tjai-
kovsky (Hljómsveitin Phil-
harmonia í Lundúnum leikur;
Herbert von Karajan stj.).
23:25 DagskráT'7''T'.
Laugardagur 4. nóvember
8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ósk-
ar J. Þorláksson. — 8:05 Morgun
leikfimi: Valdimar Örnólfsson
stjórnar og Magnús Pétursson
leikur undir. — 8:15 Tónleikar.
— 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik-
ar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20
Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin.
15:00 Fréttir og tilkynnlngar.
15:20 Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson),
16:00 Veðurfregnir. •— Bridgeþáttur
(Stefán Guðjohnsen).
16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds-
son).
17:00 Fréttir. — I>etta vil ég heyra:
Haraldur Adolfsson leikhússtarfs
maður velur sér hljómplötur.
17:40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á leið
til Agra“ eftir Aimée Sommer-
felt; V. (Sigurlaug Bjömsdóttir).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
18:55 Söngvar í léttum tón. —
19:10 Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 Frá danslagakvöldl 1 Berlín —
(Michael Naura kvintettinn og
Rita Reyes flytja).
20:20 Upplestur: „Ófullkomin játning4*,
smásaga eftir Laszló Böti, 1 þýð-
ingu Stefáns Sigurðssonar (Þýð-
andi les).
20:40 í vetrarbyrjun: Jón R. Kjartans-
son kynnir ýmis konar lög, sem
minna á veturinn.
21:25 Leikrit: „Morgunn i lífi skálds",
gamanleikur eftir Jean Anouilh,
þýddur af Óskari Ingimarssyni,
— Leikstjóri: Ævar R. Kvaran.
Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephen
sen, Inga I>órðardóttir, Arndís
Björnsdóttir, Guðbjörg þorbjam
ardóttir, Gísli Halldórsson, Rúrik
Haraldsson, Gestur Pálsson, Jón
Aðils, Guðrún Stephensen, Sig-
iríður Hagalín, Flosi Ólafsson og
Karl Guðmundsson.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Danslög.
^4:00 Dagskrárlok.