Morgunblaðið - 03.11.1961, Síða 24
SUS-síða
Sjá bls. 17.
IÞROTTIR
Sjá bls. 22
249. tbl. — Föstudagur 3. nóvember 1961
Frá bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi:
Framsúkn og kommúnistar sameinast
INIeita borgaralegum vömum,
nema við segjum okkur úr NATO
Þ.b verjist ekki Krúsjeff með kodda-
verum og svæflum
— sagði fulltrúi kommúnista
ÞAU furðulegu tíðindi gerðust á bæjarstjórnarfundi í gær-
kvöldi, að varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, Valborg
Bentsdóttir, hafði fulla samstöðu með kommúnistum um
að hafna ráðstöfunum til að tryggja öryggi borgaranna
vegna hættuástands þess, sem skapazt hefur, nema jafn-
framt væri lýst yfir að reka bæri varnarliðið úr landi,
íslendingar segðu sig úr NATO og lýstu yfir ævarandi
hlutleysi. Kröfu um þetta báru kommúnistar fram í breyt-
ingartillögu, sem þeir gerðu við tillögu frá borgarstjóra
um það að ráðstafanir yrðu gerðar til að tryggja öryggi
borgaranna vegna geislunarhættu og hugsanlegrar styrj-
aldar. Tillaga borgarstjóra var þannig orðuð, að allir sem
á annað borð vildu tryggja öryggi borgaranna gátu greitt
henni atkvæði, en kommúnistar og Framsóknarfulltrúinn
fengust ekki til að samþykkja slíka tillögu, heldur lögðu
þeir megináherzlu á varnarleysi landsins.
Er líða tók á umræðurnar í
bæjarstjórn í gærkvöldi, gerð
ist Alfreð Gíslason órólegur.
Gekk hann ýmist um gólf eða
sat í óða önn við skriftir. Guð-
mundur J. Guðmundsson og
Ingi R. Helgason glottu löng
um, er hið mikla alvörumál
var rætt, en Valborg Bents-
dóttir hallaði sér af og til í átt
til þeirra til að heyra skoðanir
þeirra. Á myndinni eru, talið
frá vinstri: Alfreð Gíslason,
Guðmundur J. Guðmundsson,
Ingi R. Helgason og Valborg
Bentsdóttir.
Verkalýðsfélög lýsa and•
úð á sprengingum
Á FUNDI stjórnar fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjavík
í gær var gerð eftirfarandi álykt
un:
„Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðs
félaganna í Reykjavík harmar
það að Sovétríkin skuli hafa rof-
Þegar lengi bafði verið
karpað um málið, sá Alfreð
Gíslason, fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, þó sitt óvænna
og flutti „varabreytingartil-
lögu“ sem hann nefndi svo,
þar sem fallið var frá kröf-
unni um úrsögn úr NATO
„til sátta“, en hann varð þó að
lýsa því yfir, að hann hefði
ekki tryggt sér stuðning
flokksbræðra sinna við þá
tillögu.
Tillaga borgarstjóra var á
þessa leið:
„Vegna yfirvofandi geislun
arhættu og ófriðarhættu, fel-
ur bæjarstjórn Reykjavíkur
loftvamarnefnd í samráði við
heilbrigðisyfirvöld að undir-
búa og gera varúðarráðstaf-
anir til almannavarna.
Jafnframt lýsir bæjarstjóm
Reykjavíkur stuðningi sínum
við fyrirætlanir ríkisstjórn-
arinnar um eflingu og endur-
skipulagningu almannavarna".
aldar og geislun-
arhættu. Skýrði
hann síðan frá
því, að þegar er
bréf þetta hefði
borizt, hefðu
þeir Jóhann Haf
stein dómsmála-
ráðherra haft
samráð, en ráð-
herrann hafði
freirHallqnmSS. vakið máls á því
innan ríkis-
stjórnarinnar, að
nauðsynlegt væri að grípa til ein
hverra raöstafana vegna þess
ástands, sem skapazt hefði í heim
inum. Þetta hefði borið þann ár-
angur, sagði borgarstjóri, að ríkis
stjórnin hefði nú tekið málið upp
með það fyrir augum að efla borg
aralegar varnir í landinu. Málið
hefði að vísu verið aðkallandi
fyrr, en eftir atburði síðustu
vikna, en þó einkum síðustu daga,
væn þörfin á því, að eitthvað
væri aðhafzt í þessum málum
orðin enn meira knýjandi.
Vakti borgarstjóri athygli á
því, að erfitt væri fyrir Reykja-
víkurbæ að hefjast einhliða
handa um þessi efni vegna fyrri
samskipta við ríkisvaldið, sem ár
ið 1957, á dögum vinstri stjórn-
arinnar, hefði fellt niður fjár-
veitjngar til borgaralegra varna,
enda væri gert ráð fyrir því í
Framh. á bls. 23.
Hafnsögubátur sekkur
í Reykjavíkurhöfn
Fjórir menn hætt komnir
UM átta leytið í gærmorgun
sökk hafnarbáturinn Nóri,
er kaðall frá honum flæktist
í skrúfu rússnesks olíuskips
við Örfirisey. Snerist bátur-
inn við og fóru mennirnir
fjórir, sem í honum voru, í
sjóinn. Gátu þrír þeirra náð
taki á bátstjaka, er þeir
kræktu í skipið, en einn
komst við illan leik út úr
stýrishúsinu og var bjargað.
Voru mennirnir búnir að
vera um 15 mín. í ísköldum
sjónum er þeir náðust upp.
Var mesta mildi að þarna
varð ekki stórslys.
Verið var að binda rússneska
olíuskipið Izjaslav, er óhappið
varð. en það átti að losa í Esso-
stöðina í Örfisey. Fóru hafnsögu
bátamir Magni og Nóri á vett-
vang. I Nóra voru fjórir menn,
Sverrir Axelsson, hafnsögumað-
ur og þrír starfsmenn Esso, þeir
Sölvi Valdimarsson, vélstjóri.
Haraldur Ólafsson og 17 ára pilt
ur, Kolbeinn Sigurðsson.
Pólverjar kaupa
20 þús. tn. síldar
SAMNINGUR hefir verið undir-
ritaður við Pólverja um sölu á
20.000 tunnum af saltaðri Suður-
landssíld.
Samkvæmt samningnum má
afgreiða allt magnið með milli-
síld og smásíld, helming af hvorri
tegund
(Frá Síldarútvegsnefnd)
3 héngu á krókstjaka.
Er þeir á Nóra ætluðu að setja
dráttairvír um borð í olíuskipið,
náðist hann ekki um borð, en fór
í skrúfuna á skipinu. sem var
á hægri ferð aftur á bak, að því
er Sölvi Valdimarsson sagði blað
inu frá í gær. Skipti engum tog-
um að báturinn sökk á auga-
bragði og mennimir þrír, sem
voru ofanþilja lentu í sjónum.
En Sverrir var í stýrishúsinu og
kvaðst Sölvi síðast hafa séð til
hans er báturinn var að fara
niður. Hafi honum verið bjargað
þaðan á síðustu stundu.
Mikil ólga var við skipið, og
mjög kalt í sjónum, að sögn
Sölva- en þeir þremenningarnir
náðu í krókstjaka og tókst að
krækja honum í lykkju á
skipshliðinni. Á honum héngu
þeir svo allir þrír en tveir þeirra
voru lítt eða ekki syndir, og auk
þess vom þeir þungklæddir. —
Hent var bjarghring ofan úr
skipinu, en þeir þorðu ekki að
sleppa stjakanum og reyna að
komast að honum. — Loks tókst
Gunnari Magnússyni, skipstjóra.
sem var um borð í olíuskipinu,
að komast niður til okkar á
trossu, og hjálpaði hann okkur
yfir í Magna, sem nú kom að,
sagði Sölvi að Lkum, og var það
frækilega gert.
Sölvi var Iieima hjá sér, er
við töluðum við hann seinni
hluta dags í gær. Hann er brákað
ur á handlegg, en var að öðru
leyti hrer volkið.
Eokaðist inni í stýrishúsinn.
Þá náðum við tali af Sverri
Axelssyni, hafnsögumanni, en
hann var í stýrishúsi bátsins, er
óhappið varð. Sagði hann að bát
urinn hefði fyrst farið á hliðina,
og slengdist hann þá utan í vegg
og fékk höfuðhögg. Raknaði
hann við sér, er hann var farinn
að drekka sjó.
Var allt lauslegt í stýrishúsinu
ofan á honum. Nú fór báturinn
alveg á hvoL. Er nægilega mikill
sjór var k^minn í stýrishúsið,
gat Sverrir opnað hurðina, en
flæktist í tói á leiðinni. Honum
skaut upp nokkuð frá bátnum,
en komst upp á hælinn. —
Kom þá Magni að, og henti bjarg
hring til Sverris, sem synti að
hringnum.
Sverrir kvaðst ekki geta gert
sér grein fyrir því hve langt hafi
liðið frá því bátnum hvolfdi og
þangað til hann kom upp, en sér
hefði fundizt tíminn ansi langur.
Síðdegis í gær sagðist hann vera
að jafna sig, væri aðeins aumur
í höfðinu eftir höggið.
/
2600 tn.
á 1 sólar-
hring
Sandgerði, 2. nóv.
VlÐIR II. kom hingað inn í
gærkvöldi með 1400 tunuur
af snjasild, sem veiddist á
Hafnarleirum skammt fyrir
sunnan Stafnes. í gærmorgun
landaði liann 1200 tunnum í
Keílavík, og hefir því fengið
alls 2600 tunnur síldar á sama
sólarhrin.gnum, Síld þessi fer
í bræðslu.
Hrönn H. sem nú veiðir með
línu, kom í gær með tæpar 5
lestir, mest ýsu. — PAP.
ið samkomulag stórveldanna um
að hefja ekki tilraunir með kjam
orkuvopn að nýju. Telur stjóm
Fulltrúaráðsins sig mæla fyrir
munn allra launþega í Reykja-
vík, þegar hún fordæmir hin
heimshættulegu helsprengjuskot
Sovétríkjanna, sem stefnt er
gegn öryggi allrar heimsbyggðar
innar. hagsmunum, menningu og
lífi allra jarðarbúa.
Skorar stjórn Fulltrúaráðsins
á alla íslendinga, samtök og ein-
staklinga, að tjá andúð sína á
þessum viðurstyggilega verknaði
með öllum tiltækilegum ráðum
og leggja á þann hátt fram sinn
skerf til þess að hindra frekari
tilraunir með kjarnorkuvopn.“ ji
★ n
Á fundi stjórnar »g trúnaðar-
mannaráðs Múrarafélags Reykja
víkur var gerð eftirfarandi sam*
þykkt:
Stjórn og trúnaðarmannaráð
Múrarafélags Reykjavíkur var
gerð eftirfarandi samþykkt:
Stjóm og trúnaðarmannaráð
Múrarafélags Reykjavíkur móit-
mælir hinum geigvænlegu kjarna
sprengjum Sovétríkjanna og átel
ur harðlega að nokkurt ríki skuli
leyfa sér að ógna tilveru mann-
kynsins með slíkum sprenging-
um.
500
saknað
Tegucigalpa, Honduras, Z. nóv.
SAMKVÆMT fregnum, sem
borizt hafa til Honduras, er
um 500 manns saknað i
Brezka Honduras eftir felli-
bylinn, sem þar geisaði í
gær. Flóðin, sem fylgdu í
kjölfar fellibylsins, eru í
rénun. •
Um fimmtán þúsund manns
leituðu hælis í hæðunum við
landamæri Guatemala. í höfuð-
borginni Belize er talið að 40
—80% allra húsa hafi eyðilagzt
og í bænum Stann Creek skammt
frá höfuðborginni hafa orðið
skemmdir á um 25.000 húsum.
Sambandslaust er enn milli
Brezka Honduras og Honduras,
en áhafnir flugvéla, sem komið
hafa til Tagucigalpa segja að
aðallegá skorti fatnað, matvæli,
tjöld og klór til að hreinsa
drykk j ar vatnið.