Morgunblaðið - 05.11.1961, Page 1

Morgunblaðið - 05.11.1961, Page 1
Ný rannsókn fari fram á morði Trotskys París, 4. nóv. — (AP) — B I R T hefur verið í París bréf frá ekkju Leons Trot- skys til framkvæmdaráðs og miðstjórnar kommúnista- flokks Ráðstjórnarríkjanna, Jjar sem hún fer þess á leit að ný rannsókn verði látin fara fram á morði Trotskys. Bréf ekkjunnar var birt af fulltrúaráði Fjórða alþjóðasam- bands verkamanna" og segir þar meðal annars svo: — Þér hafið nú nýlega flett ofan af misgjörð- tim Stalíns gegn hinum gömlu bolshevikum. Því fer ég þess á leit, að rannsökuð verði frá grunni réttarhöld þau þar sem aðalsakborningarnir voru Bengtson bróð- um prdiessor í Höfn frá Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 4. nóv. Talið er / líklegt að Erling Blöndal Bengtson, celloleikari verði innan skamms skipaður prófessor við tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn, en þar hefur hann lengi verið kenn- ari. Bengtson gæti fyrir löngu verið orðinn prófessor, honum ®hafa boðizt mörg slík embætti bæði við evrópska og banda- riska tónlistarháskóla, en hann ávallt hafnað þeim, vegna starfs síns við skólann í Kaupmannahöfn. ---------------------i----------- Sjúkur PATREKSFIRÐI, 4. nóv. Þýzki togarinn Wiking frá Bremerhafen kom hér í dag með veikan mann. Reyndist sjúkdóm- urinn botnlangabólga og var maðurinn tekinn til uppskurðar á ejúkrahúsinu hér. — Trausti. Trotsky og sonur minn Leon Sedoff. Ég óska eftir að gagnger og opinber rannsókn verði látin fara fram á gögnum þeim, sem GUP (leynilögregla Stalíns) lagði til í málsókninni gegn Trotsky og varðandi morð hans í Mexikó svo og öll gögn um þá, sem áttu að hafa stuðlað að og framkvæmt þann glæp. Þá spyrst frú Trotsky fyrir um afdrif annars sonar síns, Sergei Sedoff, sem tekinn var höndum árið 1935 og hvetur loks til þess að í Sovétríkjunum verði gefin út heildarútgáfa af verkum Trotskys. Þegar höfðu verið prentuð 22 bindi verka hans áður en lauk baráttu þeirra Stalíns og Trotskys, en síðar lét hinn fyrr- nefndi ýmist breyta verkum hans eða banna með öllu. Trotsky flýði til Tyrklands ár- ið 1927 eftir að hann hafði tapað í valdabaráttunni við Stalín. Þaðan fór hann til Mexikó, þar sem hann var myrtur árið 1940. Islendingasöpr sögöu satt segir Helge ingstad sem nú er kominn heim úr Vínlandsferðinni Óslð, 1. október. HELGE INGSTAD er nú kominn til Noregs ásamt föruneyti sínu. — Skip sitt, „Halten“, sem er gömul, Steinn Steinarr: KREML Sjálfur dauðinn, sjálfur djöfullinn hefur byggt þessa bergmálslausu múra. norsk hafnsöguskúta, skildi hann eftir fyrir vestan, og mun nota hana í framhalds- rannsóknaferð sína næsta sumar. „Auðvitað vorum við for- vitnir þegar við byrjuðum að grafa í rústunum við Lance aux Meadows", segir Ing- stad í viðtali við Bulls Presse tjeneste. „Við gátum ekki fortekið, að þessar rústir væru eftir Indíána, Eskimóa eða landnema frá tímum Cabots. En þegar við höfðum grafið ofan af þremur húsarústum vorum við ekki í vafa. Við fundum ýmislegt, sem sór sig í ættina til norrænna fyrir- mynda — hlóðir úr hellum, glóðarbyrgi og öskuhauga. Þetta gat ekki verið annað en Vínland Leifs heppna, hið fyrirheitna land norrænna Grænlendinga, sem engum hafði tekizt að staðsetja áð- ur“. — Tilgangur Ingstads meS ferð- inni var sá, aS finna óumdeilan- legar sannanir fyrir því, aS Leifur heppni, Þorfinnur karls- efni og fleiri íslenzkir menn hefSu fundiS Ameríku fimm öldum á undan Kolumbusi. Nú hefur hann grafiS ofan af rúst- um sjö húsa, sem hann telur engan vafa á að séu byggð af norrænum mönnum. Byggingar- lagið er það sama og á íslandi til forna og á Grænlandi. ■ Stærsta húsið er með sömu gerð Meðfylgjandi mynd er af rúst i um í borginni Belize í Brezku Honduras, þar sem fellibylur inn Hattie og flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfar hans eyði- lögðu, að því er talið er um 90% allra bygginga í borg- inni. Ástandið í Belize er mjög alvarlegt. Engin vatnsból eru þar, íbúarnir hafa til þessa notazt við rigningarvatn, en nú er mikil hætta á að far- sótt gjósi upp. Snákar leynast í húsarústunum og þegar er vitað um, að hátt á fjórða hundrað manna hafa týnt lífi. Brezkir hermenn eru komnir á vettvang búnir lyfjum o«f matvælum og enn fleiri eru á leiðtnni. og var hjá Eiríki rauða í Brattahlíð og er hlutað sundur í fimm stofur. Við spurningunni um það, hvort Vínland hafi ekki verið miklu sunnar en norðuroddi Nýfundnalands, svarar Ingstad: — Flestir könnuðir hafa hall- azt að þeirri skoðun og sumir haldið, að Vínland hafi verið ná lægt þvi, sem nú er Boston. Það eru sögurnar, sem menn hafa einkum við að styðjast, og ýms- um vísindamönnum finnst dag- leiðirnar, sem taldar eru þar, ósennilega stuttar. En ég hef túlkað frásagnir íslendingasagna á annan hátt. Og mér hefur reynzt að þær segi rétt frá lengd siglingaleiðarinnar frá Marklandi til Vínlands. Frarnh. á bls. 23. Tilbúnir að byrja aftur Dimmir, kaldir og óræðir umlykja þeir eld hatursins, upphaf lyginnar, ímynd glæpsins. Dimmir, kaldir og óræðir eins og Graal — Graal hins illa. Sjá ennfremur val Gunnars Gunnarssonar á Ljóði dagsins í Dagbókinni. segir Krúsieff — og heldur áfram oð sprengja Moskva, lf. nðv. — (AP) — KRÚSJEFF, forsætisráð- herra Sovétríkjanna sagði í viðtali við ítalskan ráðherra, Giuseppe Codacci Pisanelli að Rússar væri tilbúnir að hefja aftur tilraunir með stórar kjarnorkusprengjur, þegar er Bandaríkjamenn byrjuðu til- raunir með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu. Pisanelli skýrði fréttamönn- um frá þessum ummælum Krús- jeffs á flugvellinum í Moskvu í dag, en ráðherrann er á leið- inni til Washington til við- ræðna við Kennedy, Bandaríkja- forseta. Hann ferðast nú á veg- um alþjóða þingmannasambands ins, og mun einnig ræða við Macmillan, forsætisráðherra Bretlands og de Gaulle, Frakk- landsforseta. • EKKERT LÁT — Vitað er að Rússar sprengdu a.m.k. tvær sprengjur í gær, litlar þó — en gfunur leikur á, að þeir hafi sprengt a.m.k. eina megatonns sprengju í morgun. Virðist því ekkert lát á tilraun- um Rússa þrátt fyrir yfirlýs- ingu Krúsjeffs um, að þeim skyldi lokið 30. okt. Mótmæli sem Sovétríkjunum hafa borizt vegna sprenginganna hafa enn hvergi verið birt þar í landi en ítarlega skýrt frá því að Banda- ríkjamenn séu nú að undirbúa tilraunir í gufuhvolfinu v > r>- I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.