Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 9
Sunnuðagur 5- nóv. 1961 WORGVNBLAÐIÐ 9 IDAM ii.áð Nemið staðar við gangstéttar- brún. Horfið fyrst til hægri, — svo til vinstri. Flest slys, sem börn verða fyrir í umferðinni, stafa af því, að þau hlaupa skyndilega út á götuna án þess að gæta að sér. v wam Börnin, sem á myndinni sjást ganga yfir akbrautina eru á hinni grænu grein. Grænt Ijós hefur kviknað á götuvitanum og veitir gangandi vegfarendum og ökumönnum rétt til þess að halda áfram ferðum sínum í þá átt, sem örvarnar benda. Horfið aftur til hægri. Gangið þvert yfir götuna, þegar lát verður á umferðinni. Foreldrar veiiið bornum yðar hina lífs- nauðsynlegu fræðslu um gangrétt yfir götu! FORELDRAR! A þessu hausti hafa óvenju mörg börn slasazt á götum úti, Oft vegna óaðgætni þeirra sjálfra í umferðinni. Flest eru böm þessi svo ung að aldri, að það hlýtur að koma í hlut foreldra og forráðamanna barnanna að hamla gegn þess- um slysum. Fyrst og fremst með því að lóta ekki bráðung börn vera án gæzlu á götum úti, eins og oft má sjá í þessari borg. Og í öðru lagi með því að benda þeim börnum, sem stálpaðri eru, á hvað þau geti gert til þess að forðast hætt- una. Það er hættulegt að hlaupa út á götu fyrir framan eða aftan bíl, sem stendur kyrr, vegna bess, að bíllinn byrgir útsýn stjórnanda annars farartækis. WSSZ3M MR—■ i ’. . C i s' ' „ ’Jltí • . í '■■**” ■'■ fi 11 i 1 BBil wi! 1 § í umferðarlögunum segir svo: „bar sem merkt er gangbraut yfir veg, skulu menn nota hana, er þeir ætla yfir veginn“. Gangið á vinstri hluta gangbrautarinnar. Það greiðir fyrir imferðinni. 15" 5S1 „Betri er krókur en kelda“ segir máltækið og getur það oft átt við í umferðinni. Vel merktar gangbrautir veita gangandi vegfaranda öryggi — og ber því að nota þær. Myndir þær, sem hér birt- ast, geta orðið yður til hjáipar í því uppeldisstarfi yðar að kenna börnunum varúð og vissar umferðarreglur. Þeim tíma er vel varið, sem foreldrar nota til að kenna börnum varúðarvenjur. Það er auðveldara að kenna sex ára barni að ganga rétt yfir götu, en 12 ára barni, sem eklti hefur tamið sér neinar varúðarreglur. Bezt er, að fyrsta umferðar- kennslan sé veganesti að heim an, en síðan taki skólinn við og bæti við þá fræðslu. sem foreldrar hafa veitt. Jón Oddgeir Jónsson. Það er stór-hættulegt að stytta sér leið á þann máta, sem barnið sést gera á myndinni. Foreldrar eru beðnir að vekja athygli barnanna á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.