Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 5. nóv. '1961
MOnCVWBLAÐlÐ
13
,*Stórt
kommúnískt
býflugnabú64
' Svo margt frál*itt og furðulegt
Ihefur borið við á .flokksþinginu‘
í Moskvu, að ekki hefur unnizt
irúm til að segja frá ýmsu, sem
Iþykir hversdagslegra en er þó
(harla athyglisvert. í hinni löngu
tfrumræðu sinni komst Krúsjeff
m.a. svo að orði:
„Án vinnu getur efnað þjóðfé-
lag ekki átt sér stað. hagsæld og
Ihamingja manna ekki verið fyrir
Ihendi. Hinir góðu hlutir lífsins
falla ekki eins og ,.mannabrauð“
af himnum ofan. Sérhver vinn-
«ndi karl og kona verður að
skilja þetta og leggja sitt af
otnörkum í hinni kommúnísku
„íslenzki Sósialistaflokkurinn er yður þakklátur fyrir það góða boð, að eiga sendinefnd á þessu
mikla þingi .... “
REYKJAVÍKURBRÉF
uppbyggingu, sem nær til þjóð-
arinnar allrar.
Þið vitið, hversu iðnar býflug-
ur eru; sérhver býfluga kemur
aneð sinn veigardropa í hið sam-
eiginlega býflugnabú. Við getum
Igjarnan hugsað okkur sovétsam-
tfélag sem stórt kommúnískt bý-
flugnabú. 1 samfélagi okkar verð
ur hver og einn að auka þjóðar-
auðinn með vinnu sinni, og á sín
um tíma munum við verða færir
um að fullnægja öllum óskum.
ÍAlveg eins og í býfugnabúi eru
letingjar. sem býflugurnar sjálf-
ar eða býflugnavörðurinn reyna
að reka burt, þannig eru ennþá
itil menn í sovét samfélagí okkar,
sem vilja lifa á kostnað samfé-
lagsins, án þess að láta nokkuð
S staðinn. Enn eru á meðal okkar
menn. sem hafa löngun til að líta
á kommúnismann eins og samfé-
Jag iðjuleysis og leti. f>að er ó-
heppilegt, að oft er dregin upp
einhliða og einföld mynd af
framtíðinni, bæði í munnlegum
og jafnvel prentuðum áróðri. Til
eru menn, sem halda að undir
kommúnismanum muni maður
hvorki sá né uppskera- heldur
einungis éta köku. Slík hugmynd
tim kommúnisma er einkennandi
fyrir menn, sem eru fátækir í
anda, fyrir filestea og snýkjudýr.
Kommúnismi og vinna haldast
í hendur. Hin mikla meginregla:
,.Sá sem ekki vinnur hann á held
ur ekki mat að fá“, mun halda
áfram að vera í gildi undir komm
ánisma og mun raunverulega
verða heilög meginregla fyrir
hvern og einn.“
„Býflugnavörður-
inn“
Ekki er um að villast, hver er
,.býflugnavörðurinn“ í líkingu
Krúsjeffs. f»að er hann sjálfur og
aðrir flokksbroddar kommúnista,
er hans trúnaðar njóta. Sjálfu
hinu kommúníska þjóðfélagi lík-
ir Krúsjeff hinsvegar við „bý-
flugnabú". Sú líking hefur áður
heyrzt. Þá hefur hún verið gerð
«f mönnum. sem voru kommún-
isma andvígir og vildu með þess
ari líkingu vara við því andleysi
og vinnuþrælkun, er honum
ffylgdu. f>að er því einhver hinn
fhai áastl áfellisdómur, sem kveð-
Ímn hefur verið upp yfir komm-
fiún' ku skipulagi, þegar Krúsjeff,
sjálfur höfuðpaurinn. líkir því
nú við „býflugnabú", dregur upp
Bömu myndina og hörðustu gagn
rýnendur stefnu hans hafa áður
vitnað tiL Ömurlegu hlutskipti
ffjöldans undir sovétskipulagi
verður sennilega ekki betur lýst.
enda talar þama sá, er gerzt
imá vita. Sízt bætir úr skák, að
„býflugnavörðurinn“ skuli á-
stkilja sjálfum sér rétt til að gera
alla þá félagsræka. er honum lík
ar ekki við, og hóta með því, að
þeir skuli ekkj mat fá.
Laugard. 4. nóv, -
„Jákvætt64
verkefni listanna
Hótunin um að svelta „letingj
ana“ í hel* er ekki ein látin duga.
Hið blíða á að fylgja hinu stríða.
Fyrr í ræðu sinni fer Krúsjeff
nokkrum orðum um verkefni list
arinnar. Hann segir m.a.:
„Flokkurinn gengur út frá
þeirri staðreynd, að listinni beri
að mennta fólkið. aðallega með
því að lýsa jákvæðum dæmum
úr lífinu, að mennta það í anda
kommúnismans.“
Hann brýnir fyrir listamönn-
um að þeir eigi að berjast gegn
smekkleysum og heldur áfram:
„Fegursti hlutur í lífinu er
vinna mannsins og hvað er göf-
ugra en að lýsa sannlega hinum
nýja manni, erfiðismanninum,
margbreyttum menningaráhuga
hans, baráttu hans gegn öllu,
sem er úrelt. Við ættum að gefa
sovétþjóðinni vekjandi verk, sem
lýsa ævintýri hinnar kommún-
ísku vinnu, sem vekur framtak
hennar og þrautseigju í að ná
settu marki.“
Þetta eru fögur orð, en fróð-
legt er að íiiuga hvað í þeim
felst. Listin á að vera í þjón-
ustu ríkisvaldsins til þéss að
hvetja almenning til meira og
meira erfiðis. Gaman væri að
reyna hvernig kommúnískir rit-
höfundar brygðust við slíkum
boðskap hér á landi. Hvað
ætli yrði úr meginhuta skrifa
þeirra, ef þeir ættu einungis að
lýsa því „jákvæða" í þjóðfélag-
inu? Víst er, að óbreyttir borgar-
ar á Islandi hafa fyrr og síðar
haldið. að eitt helzta verkefni
listamanna værj að benda á það,
sem er feyskið og falskt í um-
hverfi þeirra. Af orðum Krús-
jeffs sjáum við enn eitt dæmi
þess, að sinn er siður í landi
hverju, og getur þó engum dulizt
eftir bröltið með lík Stalíns, að
óvíða er þjóðfélagsrotnun meiri
en undir Sovét-skipulagi.
Trúin talin næst
drykkjuskap
og svindli
Þá er ekki ófróðlegt að lesa
þennan kafla. þar sem Kxúsjeff
segir:
„Á núverandi stigi kommún-
ískrar uppbyggingar verður að
berjast enn harðar gegn slíkum
leifum kapitalismans, eins og leti,
sníkjudýrshætti. drykkjuskap og
áflogum, svindli og fégræðgi, á
móti því að upp komi þjóðemis-
hroki yfirráðaþjóða og staðbund
in fyjóðernishyggja, á móti skrif-
stofubáknsaðferðum, rangri hegð
un gegn konum o.s.frv. Þetta
eru illgresi sem ekki ættu að
eiga sér stað í akri okkar.
Kommúnísk menntun gerir
ráð fyrir að hugurinn losni við
trúarfordóma og hégiljur. sem
enn hindra sumt sovétfólk í að
sýna sköpunarhæfileika sína til
fulls. Þörf er á áhrifaríkara kerfi
vísindalegs guðleysisáróðurs,
kerfi, sem nær til allra greina
og hópa íbúanna og hindri út-
breiðslu trúarskoðanna, einkum
á meðal barna og æskulýðs.“
Krúsjeff má eiga, að hann er
hér ekki myrkur í máli. Trúar-
brögðin á að uppræta með öllu
með látlausum ..vísindalegum
guðleysis" áróðri, enda talar
hann um þau \ beinu framhaldi
af því illgresi, sem eyða þurfi í
hinum kommúníska akri, svo
sem drykkjuskap, áflogum og
svindli.
„Hin nátengda
kommúnista-
fjölskylda46
Krúsjeff fer ekki dult með. að
umhyggja hans takmarkast ekki
við íbúa Sovétríkjanna einna.
Fagnandi segir hann:
„Á fáum síðustu árum hefur
hin nátengda fjölskylda kommún
ista aukizt um tólf flokka í við-
bót og heildartala kommúnista
um sjö milljónir."
Nokkru síðar tekur hann svo
til orða:
„Kommúnistar sósíalistiiku
landanna gleyma aldrei erfiðleik
um og andstreymi. sem er hlut-
skipti bræðra þeirra í kapitalista
löndunum, sem berjast fyrir sigri
verkalýðsstéttarinnar, fyrir mál-
efni allra vinnandi manna.“
„Það er óumdeilanlegt fyrir
marxiskt-leninista. að grundvall-
arhagsmunir alþjóðlegu kommún
istahreyfingarinnar krefjast .stöð
ugrar sameiningar í verki og að
kommúnista- og verkalýðsflokk-
ar sýni henni hollustu."
Enn síðar segir hann:
„Þjóð í landi, sem rís upp í
baráttu, mun ekki verða einangr
uð í viðureigninni gegn heims-
valdastefnunni. Hún mun njóta
stuðnings voldugra alþjóða afla.
sem ráða yfir öllu, sem er nauð-
synlegt til siðferðilegs og efna-
legs stuðnings, er að gagni kem
ur.“
Með þessu áskilur Krúsjeff sér
að styðja á hvern hátt, er honum
þóknast, -íverja þá .,þjóð“, t.d.
þjóðina á Þórsgötu 1, sem rís upp
í baráttu þegar honum líkar.
73% verkfalla
pólitísk
Hvað það er sem Krúsjeff ber
mest fyrir brjósti hjá öðrum
þjóðum, sést af því. að hann seg
ir skömmu áður, til afpeitunar
því, að stéttafriður sé kominn á
í borgaralegum þjóðfélögum:
..Verkföll vinnandi manna fara
vaxandi að tölu og stærð og náðu
á árinu 1961 til meira en 53 mill-
jóna manna.“
„Oftar og oftar verða athafnir
vinnandi manna pólitískar í eðli
Yfir 40 millj. manna, eða rúm-
lega 73% af heildartölu verkfalls
manna. tóku þátt í pólitískum
verkföllum á árinu 1960.“
Bókfærslan er augsjáanlega I
fullkomnu lagi og glöggur grein-
armunur gerður á verkföllum eft
ir því hvers eðlis þau eru, Póli-
tísku verkföllin geðjast Krúsjeff
bezt, enda mun samkvæmt fram
ansögðu ekki standa á stuðningi
hans við þau. Kommúnistar hér
vita því, hvað þeim ber að gera.
Það var engan vegin út í bláinn,
þegar Eðvarð Sigurðsson talaði á
Alþingi nú í vikunni um hina
miklu þýðingu verkfalla fyrir
framvinduna, jafnvel þó að ó-
mögulegt væri að reikna út, að
verkamenn hefðu nokkurt fjár-
hagslegt gagn af þeim. Kommún-
istar vita hvað þeir eru að gera.
Hitt er ótrúlegt en engu að síður
satt, að flokkur eins og Fram-
sókn, sem ber sig nú í bak og
fyrir af vandlætingu yfir fram-
ferði kommúnista, skuli einmitt
ganga erinda þeirra innan verka
lýðshreyfingarinnar og hjálpa
til við hin pólitísku verkföll, sem
þeir efna til að beinu boði sjálfs
Krúsjeffs.
Segja má að ekkert af því sem
hér er orðrétt haft eftir Krúsjeff,
sé nýtt. En ó.ieitanlega er fróð-
legt að fá það allt staðfest með
berum orðum hans sjálfs í höfuð
ræðu nú á hinu mikla flokks-
þingi.
„Gætum brotið
okkar eigin rúður44
Hitt var nýjung, þegar Krús-
jeff boðaði sprengingu 50 mega
tonna sprengjunnar. Eftir þann
boðskap hélt hann áfram:
„Við höfum sagt að við höfum
100 megatonna sprengju. Það er
alveg rétt. Þrátt fyrir það mun-
um við ekki sprengja slíka
sprengju. vegna þess að jafnvel
þótt við sprengdum hana á fjar-
lægustu stöðum, þá gætum við
brotið okkar eigin rúður. Svo
við munum láta það vera í bili
og ekki spr engja þá sprengju. En
með því að sprengja 50 mega-
tonna sprengju munum við
reyna aðferð okkar til að
sprengj a hundrað megatonna
sprengju".
í þessu lét Krúsjeff ekki standa
við orðin ein. Að hans eigin sögn
varð sprengjan vegna misreikn-
ings verulega meirj en sem svar
aði 50 megatonnum. Krúsjeff
sagðist ekki vera reiður sprengju
mönnunum vegna þessa misreikn
ings og ekki mundu refsa þeim
Þá hló allur fundarheimur og
klappaði lof í lófa. Fátt sýnir bet
ur andann, sem ríkti á þeirri
friðarsamkomu. Ef einhver and
stæðingur kommúnista hefði gef
ið þvílíka lýsingu af þingi þeirra,
mundu þeir hafa umhverfzt af
hneykslun yfir slíkum ósannind
um. Nú eru þeir allir yfir sig
hrifnir, orðlausir eins og dæmin
sanna á flokksdeldinni hér
landi. Ekki hefur heyrzt að út-
sendararnir tveir frá íslandi hafi
verið linari í klappinu eða fagn
aðarlátunum en félagar þeirra
frá öðrum löndum, enda kom
Guðmundur Vigfússon heim með
gítarinn í hendinni, er hann
hafði notað til að spila undir,
þegar hann söng hósíanna austur
í Moskvu. Auðvitað höfðu þessir
aumingjar ekki manndóm til
þess að fylgja eftir eða taka und
ir mótmæli Alþingis íslendinga
gegn helsprengjunni Guðmundur
fékkst ekki til að sva: x spurn-
ingum um þetta, hann „hefur
ekkert að segja“,en gaf sér
samt tíma til að skrökva því
upp, að ekki hafi verið rætt um
þetta mál á flokksfundinum!
Il
Líkílutninguriim
Fögnuðurinn yfir því. að hel-
sprengjan skyldi fyrir misreikn-
ing verða mun stærri en ráð
hafði hafði verið gert fyrir,
og samþykktin á líkflutningi
Stalins eru hvortveggja ömur-
leg vitni þess hugsunarnáttar,
sem gegnsýrir kommúnista.
Sýningin á líkum Lenins og
Stalins og bröltið með lík Stal-
íns fram og aftur, er merki hug
arástands, sem með ólíkindum
hefði þótt aftur í grárri forneskju
og óskiljanlegt er nú á dögum.
Líkflutningsbröltið á sér stað fá
um dögum eftir að höfuðpaurinn
talar fjálglega um. að listinni
beri að útrýma smekkleysi! Með
ferðin á Stalín er afsökuð með
því, að hún sé vitni þess að i>er
sónudýrkun sé úr sögunni. En
hvað þá um líkið af Lenin? Er
ekki augljóst, að persónudýrkun
in á að halda áfram? Hún á ein-
ungis að beinast að réttum mönn
um. Á sínum tíma var svo látið
sem engin persónudýrkun á Stal
ín væri til. Þórbergur Þórðarson
sagði um hann:
„Hann var leiðtogi — en aldrd
einræðisherra. —“
Nær sömu orðin og Krúsjeff
notar nú. þegar hann segir, að
kommúnistar hafi „ætíð viður-
kennt myndugleika foringja og
munu halda áfram að gera það.“
Svo kemst hann að orði í sömu
andránni og hann þykist vera að
frábiðja sjálfum sér persónudýrk
un.
„í hendi
þessa manns
hinn ægifagri
hnöttur vor44
Mönnum blöskrar að vonum að
rifja nú upp skjallið, sem íslenzk
ir kommúnistar báru áður fyrri
á Stalín. Þá kvað Jóhannes úr
Kötlum um Stalín sitjandi í
Kreml:
,Þar situr hann, er ungur valdi
einn hinn þyngsta kost
og lagði út I þennan heim með
lítinn geitarost.
En harla mikið ævintýri hefur
síðan skeð
og furðulegra en nokkurt skáld
gat fram í tímann séð:
í ostsins stað nú hverfist djarft í
hendi þessa manns,
hinn ægifagri hnöttur vor og
örlög sóma hans.“
Satt er það að Stalín var vold
ugur. Fjöldamorðin, sem flokks*
menn hans saka harm nú um.
sanna það. Þá ekki síður hitt,
sem þeir þó halda minna á lofti,
að haim átti ásamt Hitler megin
sök á að síðari heimsstyrjöldin
brauzt út. Engu að síður er það
ofmælt, að ,.hinn ægifagri hnött
ur vor“ hafi hverfzt í hendi Stal-
íns. Svo voldugur var hann ekki.
Hitt mætti til sanns vegar
færa, að hnötturinn ,.hverfist“
nú í hendi Krúsjeffs, á þann veg,
að Krúsjeff ráði yfir því afli,
sem geti eytt hnettinum eða a.
m. k. öllu lífi á honum. Slíkt er
ógurlegt vald í eins manns hendi,
hversu góður og fullkominn, sem
hann kann að vera. Út yfir tek-
ur, að þvílík't ógnarvald skuli
vera í hendi manns, sem ber er
orðinn að þvílíkri framkomu
sem Krúsjeff gegn Stalín lífs og
liðnum. Sízt er því orðum aukið-
að ískyggilega horfir í heiminum.
Þar dugar einungis eitt ráð, að
þeir, sem unna friði og frelsi
þjappi sér saman í órofa fylk-
Framh. á bls. 14.