Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIP ■4- Sunnudagur 5. nóv. 1961 Tokmarhið er: UNDANFARNAR helgar hefur Leikfélag Reykja- víkur haft ágætar barna- skemmtanir í Háskólabíói. Hafa börnin sótt þessar skemmtanir mjög vel — fyllt húsið tvisvar sinnum. Nú er þriðja skemmtunin í dag, og mun von á fram- haldi, ef aðsóknin helzt. —- Hér hefur Leikfélagið sleg ið tvær flugur í einu höggi: veitt yngstu borg- urunum góðar og glaðar stundir, sem er þarft verk, og jafnframt safnað fé til byggingar nýs leikhúss — en, eins og kunnugt er, gerist nú gamla Iðnó að vonum æði þröngur og ó- fullkominn vettvangur fyr Nýtt leikhús eftir 5 ár MYNDIRNAR: — Hér á síffumrf blrtum vlff nokkrar myndir frá Kinni vinsælu barnaskemmtun I.eikfélags Reykjavíkur, en skemmtunin er endurtekin öffru siniri í Há»- skólabíói í dag. Geta bömin, sem séff hafa, rifjaff upp öil skemmtilegheitin meff því aff skoffa þessar myndir. Stóra myndin efst er tekin fram í saliran, þegar bömln taka undir viff Helga Skúlason, sem syngur vísu úr fram- haldssögunni „t Mararþaraborg" eftir Ingebrikt Davik. Börnin syngja vifflagiff: „Fram og til baka — fram og til baka“ og gera viffeigandi hreyfiragar. — Þá er mynd af Róbert Amfinnssyni meff „nikkuna" sina — en hann er einn af hljófffæraleikurum í hljómsveit leikara, sem skemmtir börnumun meff ýmsu móti — en ekki meff músíkkinni einnrt saman. — Þarna er líka mynd af litla, „sæta“ dansparinu. Hinir uragu dansarar ero Henny Hermannsdóttir og Stefán Thors. — Svo sjáum viff „prakkararaa" Karíus og Baktus, ósköp hnuggna á svipinn og vandræffalega — af þvi aff nú er hanra Jens litli búinn aff bursta tennurraar. (Þaff em reyndar þær Helga Valtýsdóttir og Sigríffur Hagalín, sem þarna hafa brugffiff sér í gervi þessara þokkapeyja). — Loks er svo mynd úr atriðinu „Úr myndabók Jóraasar Hall- Grímssonar". — Englandsdrottning (Guffrún Stephensen) er aff fara í orlof sitt tii Filippusar Frakkakonungs. (Ljósm. Mbl. Sv. Þormóffss.) ir hina miklu og sívaxandi starfsemi leikfélagsins. — ★ — Fáir munu þeir Reykvik- ingar, sem ekki telja Leikfé- lag Reykjavíkur vel að því komið að eignast nýtt og fullkomið húsnæði fyrir merka menningarstarfsemi sína, enda hefur margur maðurinn sýnt þess vott með því að leggja nokkum skerf í húsbyggingarsjóðinn, sem félagið stofnaði fyrir einum 7—8 árum, að því er Þor- steinn Ö. Stephensen, for- maður húsbyggingamefndar- innar, tjáði blaðinu, þegar það forvitnaðist um þessi mál hjá honum á dögunum. Ar Sjóffurinn vex hægt — Sjóðurinn hefur vaxið fremur hægt, því miður, sagði Þorsteinn. — Helzta fjáröflunin var happdrætti það, er við efndum til fyrir nokkrum árum. Annað hefur komið inn á skemmtunum, sem við höfum haldið — og hefur þar fátt tekizt betur en barnaskemmtanirnar nú, sem em einkum verk fjár- öflunarnefndar félagsins — en í henni eru þær' Helga Valtýsdóttir, Sigríður Haga- lín og Áróra Halldórsdóttir. Þær eru svo duglegar, bless- aðar konurnar, þegar þær taka eitthvað að sér. — Við höldum sennilega eitthvað á- fram með barnaskemmtan- irnar, eftir því sem aðsóknin leyfir — en við þurfum að greiða öll gjöld, sem yfirleitt eru greidd af svona almenn- um skemmtunum, svo að gróðinn verður Iítill, ef ekki er fullt hús. Síðar er svo hugmyndin að koma á kvöld- skemmtunum fyrir fullorðna, Spjallbð við Þorstein Ö. Stephensen formann húsbyggingarnefndar LeikféSags Reykjavíkur og er vonandi, að þar takist tiltölulega jafnvel og í þetta Seingengin leiff — Hefur nú ekki tínzt inn talsvert fé með þessu móti? — O-jú, en hún er seinfær, þessi leið, þótt við bætist rausnarleg framlög ýmissa velunnara félagsins, sem við erum auðvitað ákaflega þakk lát fyrir. — Já, svo má geta enn einnar fjáröflunarleiðar: Á aðalfundi sl. vor voru all- ir félagsmenn skikkaðir til þess að safna fé í húsbygg- ingarsjóðinn, hver sem betur gæti. Allir eru boðnir og búnir að leggja sig fram, en það er ekki enn komið í ljós, hver árangur hefur orðið af þessari ,,herferð“. — Þetta er sem sagt lauslegt ágrip um það, sem við höfum gert í fjáröflunarskyni — og eru ó- taldar þær stundir og það aúkaerfiði, sem leikararnir hafa á sig lagt til þess að fjáröflunarleiðirnar mættu béra sem beztan árangur. Allt er það sjálfboðastarf, sem engin greiðsla kemur fyrir. En þótt segja megi, að ár- angur hafi orðið eftir vonum, er þetta seingengin leið að fjarlægu marki, eins og ég sagði áðan. -Ar Betur má, ef duga skal —. Já, meðal annarra orða, hvaða mark hafið þið sett ykkur i húsbyggingar- málinu? — Leikfélag Reykjavíkur verður 65 ára í byrjun næsta árs. Takmarkið er, að það geti sýnt í nýju leikhúsi á sjötugsafma^linu. En hús- byggingarsjoðurinn nemur ekki enn nema um 600.000 krónum, eftir öll þessi ár. Og sjálfsagt þýðir ekki að vænta þess, að komið verði upp fullkomnu leikhúsi sem tekur um 600 áhorfendur í sæti, eins og við höfum í huga (Þjóðleikhúsið tekur 660), fyrir minna en 15—20 milljónir — en leikhús er svið og áhorfendasalur. Og nú eru aðeins fimm ár til stefnu, ef við viljum halda fast við markið, sem við ætl- Fraimh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.