Morgunblaðið - 05.11.1961, Side 11

Morgunblaðið - 05.11.1961, Side 11
✓ Sunnudagur 5. n^v. 1961 MOnrnxryT 4 r> 1 Ð 11 SÍÐUSTU sex árin hefur skær stjarna á kvikmyndahimn- inum hulizt æ þéttara mistri, en nú ætlar hinn frægi kvik- myndíistjóri Otto Preminger að greiða bólstrana aftur frá henni. Þegar það er haft í huga að stjaman er Gene Tierney, sama stjarnan og Preminger hóf til frægðar fyrir sautján árum í kvikmyndinni „Laura“, má segja að hann tefli djarft. Þá var hún 26 ára, ljómandi fögur og rik. í dag getur hún ekki lengur talizt ung, né heldur jafn fögur, þó auðurinn hafi ekki þorrið. » En í þá mund var hún hress og heilbrigð; nú er hún nýlæknaður geðsjúklingur. Síðustu sex árin ftefur Gene Tierney verið tekin með valdi og lögð inn til geðlækninga hjá ýmsum sálfræðingum. 9 — Það hvíla álög á henni, segja vinir hennar og bæta við með samúð: — Ferill hennar byrjaði svo glæsilega. Gene Tierney ólst upp á hamingjuríku og auðugu heimili. Henni var ekki fullkomlega ijóst, hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur, eftir að hún var búin að slíta bamsskónum og fereldrar hennar höfðu haidið kynningardansleik hennar á Waldorf Astoria. Hún hafði hug á að komast í kvikmynd- imar, en gerði sér grein fyrir að því marki yrði ekki náð fyrirhafnarlaust. Hún fór því í nokkra leiklistartíma og fékk hlutverk í leikriti, sem sýnt var á Broadway og nefndist: „The Male Animal“. Leikritið vakti mikla hrifhingu og hún fékk strax stór hlutverk í kvikmyndum. Nafn hennar var baðað neon-ljósum næstu fimm árin. • Oleg Cassini, greifi af ítölskum ættum, vakti fyrstu alvarlegu ástina í brjósti hennar. Þá var hann ekki neitt, í dag er hann frægur klæðskeri í Hollywood. Hjóna'band þeirra byrjaði líkt og austurlenzkt ævintýri í kvikmynd. Hann rændi henni. Fjölskyldan varð æf, en róaðist fljót- lega, og allt virtist í himna lagi, þar til tveir afdrifaríkir atburðir gerðust. Foreldrar Gene Tierney skildu og hún eignaðist bam, sem dæmt var til að lifa í einangrun um aldur og ævi. Þunglyndi það og svartsýni, sem einkenndi hina frægu konu um ánaraðir, eru talin eiga rót sína að rekja til þessara atburða. • — Hún má ekki hugsa of mikið um fortíð sína, ráð- leggja sálfræðingamir. En nýlega sagði hún í viðtali, að erfiðustu augnablik ævi sinnar hefðu verið þau, begar viss hjúkrunarkona gekk á fund hennar, og þegar hún kynntist vissu, heimsfrægu kvennagulli. Hjúkrunarkonan var ein af ótaimörgum, sem störfuðu á vegum Rauða krossins innan bandaríska hersins. Hún var mikill aðdáandi Gene Tierney og þegar stjarnan hélt skemmtun fyrir 'hermennina, náði hún tali af henni og virti að vettugi að hún var í sóttkví. Hjúknunarkonan gætti barna með smitandi sjúkdóma, mislinga, rauðu hund- anna o. s. frv. Það er talin nokkurn veginn öruggt, að hjúkrunarkonan hafi smitað Gene Tiemey og átti sök á því að frumburður hennar fæddist vanheiil. Heimsfræga kvennagullið var Aiy Khan. Hann var þá nýskilinn við Ritu Hayworth og var ekki seinn á sér að stofna til nýs ástarævintýris með annarri kvikmyndastjömu frá Hollywood, Gene Tierney. Um það ástarævintýri var mikið talað um heim allan. En Aga Khan, faðir hfms, lagði blátt bann við öðru hjónabandi — og þegar Aly Khan neyddist til að segja sinni heittelskuðu frá tíðindun- um, var hún flutt á geðveikissjúkrahús. • Hún hvarf í fjögur ár. Þá skaut henni skyndilega upp aftur í kjólaverzlun í Topeka í Kansas. Þar vann hún sem afgreiðslustúlka, hún var orðinn virkur þátttakandi í lífinu á ný. • Saga hennar vakti bá gífurlegt umtal í blöðum. Og ekki batnaði það, þegar hún gifti sig í annað sinn. Sá hamingju- sami var olíukóngurinn Howard Lee, núverandi eiginmaður hennar. Þau hafa iifað hamingjusömu og rólegu lífi út áf fyrir sig, ásamt yngstu dóttur hennar frá fyrsta hjónabandi, Þannig leit Gene Tierney út, þegar hún var upp á sitt bezta. Christina, þar til Otto Preminger tókst að tala um fyrir þeim og fékk hana til að reyna að sigra á ný. Af þeim sökum er hún aftur farin að leika í kvikmynd- um. Hún leikur aðal-kvenhlutverkið í kvikmyndinni: „Hneyksli í Washington“, sem er alvarleg hugvekja um spiHinguna á æðstu stöðum. Meðleikarar hennar eru Peter Lawford, mágur Kennedys forseta, Henry Fonda og Charles Laughton. Betri félaga getur hú nvart kosið sér. Kvikmyndatakan fer ekki fram eftir gömlu uppskriftinni. Enginn hefur aðgang að upptökuherberginu, enginn má horfa á baráttu hennar fyrir framan kvikmyndavélina. Aðeins tveir menn gæta hennar; Otto Preminger og Howard Lee. En það verða móttökur kvikmyndahúsgesta, sem dæma um það hvort stjarnan getur skinið af eigin rammleik, eða hvort hér sé aðeins um endurkast að ræða. íbúðir óskast Höfum kaupendur að tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðum. Fjögurra til fimm herbergja íbúð með sérinngangi og sérhiia, óskast nú þegar. Mikil útborgun. SVEINN FINNSSON, lidl. málflutningur — ver'ðbréfasala fasteignasala — skipasala Laugavegi 30 — Sími 23700. Iðnaðarhúsnæði um 250—500 ferm. óskast til kaups á góðum staS í bænuin. Nýfa fasfeignasalan Bankastræti 7 — Sími 24300. og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546 Vasaljós 20 mismunandi tegundir Krómuð og mislit Verð frá kr. 57,50 Gú mmí vasal jós Pennavasal jós V asaljósabatterí Vasaljósaperur Borðlampar Hengilampar Vegglampar Gaslugtir Olíuofnar Smíðajárnslampar • Olíulampar 10‘“ Olíutýrur Lampaglös Handlugtir Handlugtarglös Lampakveikir Arinsett ('smiðajám) Fýsibelgir Sandriken Sagir Þverskerar Langskerar Stingsagir Bergs sporjárn 1/16“—2“ Hallamál, aluminíum Klaufhamrar Borsveifar Brj óstborvélar Járnsagir Blikkskæri Heflar, jám Útsögunarsagir og blöð Skátaaxir Skátadolkar • Þjalir Flatar Hálfrúnnar Rúnnar Ferkantaðar Þrístrendar Sverðþjalir Tréraspur • Tengur fjölbreytt úrval Plast þéttilistar fyrir hurðir og glugga Gólfmottur Kókus> margar stærffir Gúmmímottur Járnmottur Klossar lágir og með spennum Sandalar með trébotni Verzíun 0. Ellingsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.