Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. Htáv. 1961 Til leign 2ja herb. íbúð að Austur- brún 2. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: .,27000 — 7024“ gendist .afgr. blaðsins sem fyrst. Gítarar 2 stærðir, sterkir, springa ekki- sérlega hljómmiklir og mjög ódýrir. Kr. 398,00, kr. 448,00. Gítarstrengjasett á kr. 17,50. — ístorg hf.> Hallveigarstíg 10, Rvík. Isbúðin, Laugalæk 8 Rjómaís, — mjólkurís Nougatís. Isbúðin, sérverzlun Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæjar Til sölu Stór hálfyfirbyggður Ford ’42 sendiferðabíll. Uppl. í síma 24758. Postulínsmálun Kenni byrjendum postu- Iínsmálun. Uppl. í síma 16326. Ódýr bíll 6 manna Ford ’42 til sölu í ágætu lagi. Uppl. Ljós- heimum 10A. 4. hæð frá kl. 1—5. Kjörbam Bamgóð hjón óska eftir kjörbarni. — Listhafendur leggi nöfn sín á afgr. Mbl., merkt: „Trúnaðarmál — 7511“ fyrir nk. miðvikud. Til sölu hjólsög Upplýsingar í síma 34058. Nótabátaeigendur Vil kaupa nótabát með vél eða vélarlausan. Uppl. um verð og ástand sendist Mbl. fyrir 11. þ. m. merkt: „Ódýrt — 7209“. Sauma snið, þræð: saman og máta kjóla.. kápur, dragtir. — Sími 33438. Útlærð hágreiðsludama óskast. — Uppl. í síma 19497. Faxabar Heitar pylsur allan daginn. Gosdrvkkir, tóbak, sæl- gæti. Faxabar, Laugavegi 2. Unglingstelpa óskast iil að gæta árgamals barns 1—2 eftirmiðdaga eða morgna í viku. Sími 16398. Hestamenn Tek hesta í hagagöngu á loðnu, ræktuðu landi. Hryssa og trippi af góðu kyni til sölu. Uppl. í síma 37764. t dag er sunnudagurinn 5. nóvember. 309. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 3:35. Síðdegisflæði kl. 15:46. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hrínginn. — JLæknavörður L..R. (fyrlr vitjanirj er á sama stað fra kL 18—8. Símí 15030. Næturvörður vikuna 4.—11. nóv. er í Vesturbæjarapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kL 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá ki. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Símí 23100. Næturlæknir í Keflavík 4.—11. nóv. er Garðar Ólafsson, sími 50126. L.jósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna. Uppl. í síma 1.6699. I.O.O.F. 3 = 1431168 = Sp.kv. □ Mímir 59611167 — 1 Q EDDA 59611177 — 2 fRETIiri K.F.U.M. og K. Hafnarfirði: — Al- menn samkoma í kvöld kl. 8:30. Jó- hannes Sigurðsson, prentari talar. Bazar Kvenfélags Háteigssóknar — verður á morgun (mánudag) kl. 2 í Góðtemplarahúsinu. Frá Guðspekifélaginu: — Baldurs- fundur annað kvöld á venjulegum tíma. Mikilsverðar tilkynningaor. Erindi um lögmál bænarinnar flytur Guðjón B. Baldvinsson. — Kaffiveitingar eft- ir fund. Aðalfundur Bræðralags kristlegs fé- lags stúdenta verður haldinn á Lauf- ásvegi 75, mánudaginn 6. nóv. kl. 20. Æskulýðsráð Reykjavíkur. — Mánu- dagur: Ljósmyndaiðja kl. 7:30 e.h. Bein og hornavinna kl. 7 og 8:30. Bast og tágavinna kl. 7 og 8:30 e.h. Tré- smíði (Áhaldahús Reykjavíkur) kl. 8 eftir hádegi. Varðarfélagar! — Vinsamlegast ger- ið skil fyrir happdrættið. Kvenfélagið Keðjan hefur Bingó í Breiðfirðingabúð, briðjudaginn 7. nóv. kl. 8 e.h. Vélstjórar og frúr, mætið vel, takið með ykkur gesti. Kvennadeild Slysavarnafélagsins 1 Reykjavík heldur fund mánudaginn 6. nóv. kl. 8:30 í Sjálfstæðishúsinu. Til skemmtunar verða sýndir þjóð- dansar og Ómar Ragnarsson syngur gamanvísur. Dans. — Kvennadeildin minnir húsmæður á námskeið í Hjálp í viðlögum, em haldið verður í Slysa- vamahúsinu, Grandagarði, kl. 4 í dag. Kvenfélag Laugarnessóknar: Fund- ur verður haldinn þriðjudaginn 7. nóv. í fundarsal kirkjunnar kl. 8:30. Kvik- myndasýning o. fl. Konur í bazamefnd eru vinsamlega beðnar að mæta á fundinum. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur fund þriðjudaginn 7. nóv. n.k. kl. 8:30 e.h. f Iðnó uppi. Kvikmyndasýning. Konur fjölmennið. Kvenfélag Neskirkju heldur bazar laugardaginn 11. nóv. n.k. Gjafir frá félagskonum og öðrum velunnurum Neskirkju vel þegnar. Tekið á móti gjöfum fimmtudaginn 9. og föstudag- inn 10. nóv. frá kl. 2—6 e.h. 1 félags- heimilinu. Styrktarfélag ekkna og munaðar- lausra barna ísl. lækna. Minningar- spjöld sjóðsins fást á eftirtöldum stöð- um: Reykjavíkurapóteki, Skrifstofu borgarlæknis, Heilsuverndarstöðinnl, Skrifstofu læknafélaganna, Brautar- holti 20 og Apóteki Hafnarfjarðar. Minnlngarspjöld Styrktarfélags laro aðra og fatlaðra fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Roði, Laugav. 47 Bóka- verzl. Braga Brynjólfssonar, Hafnar- stræti. Hafliðabúð, Njálsgötu 1. Verzl. ÚJtivist barna: Samkvæmt lögreglu samþykkt Reykjavíkur er útivist bama, sem hér segir: — Böm yngri en 12 ára tU kl. 20 og böm frá 12—14 ára tU kl. 22. Minningarkort kirkjubyggingar Lang holtskirkju fást á eftirtöldum stöðum: að Goðheimum 3, Sólheimum 17, Alf- heimura 35 og Langholtsvegi 20. Minningarspjöld Margrétar Auðuns « dóttur fást í Bókabúð Olivers Steins, Æskunnar Reykjavík. Minningarspjöld Fríkirkjunnar 1 Reykjavík eru afgreidd á eftirtöldum stöðum: Verzl. Mælifell, Austurstræti 4 og Verzl. Faco, Laugavegi 37. Minningarspjöld og HeUlaóskakort Barnaspítalasjóðs Hringsins eru seld á eftirtöldum stöðum. I Hannyrðaverzl. Refill, Aðalstr. 12. I þorsteinsbúð, Snorrabraut 61. I Verzl. SpegUlinn, Laugaveg 48. I Holtsapóteki, Langholtsvegi 84. I Verzl. Alfabrekku, Suðurlandsbr. I Vesturbæjarapóteki, Helhaga 20-22. Minningarspjöld Hallgrímskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Ámunda Árnasonar, Hverfisgötu 39 og Verzl. Halldóru Ólafsdóttur, Grettisgötu 26. Kvenfélagið Hringurinn: Fundur ann að kvöld kl. 8:30 í baðstofunni, — Bræðraborgarstíg 9. Áríðandi að kon ur fjölmenni. + Gengið + KauD Sala 1 Sterlingspund 120,76 121,06 1 Bandaríkjadollar - 42,95 43,06 1 Kanadadollar 41,66 41,77 100 Danskar krónur — 622.68 624.28 100 Norskar krónur 603,00 604,54 100 Finnsk mörk 13,39 13,42 100 Franskir frank. ~~ 872,72 874,96 100 Belgískir frankar 86,28 86,50 100 Svissneskir frank. 994,50 997,05 100 Tékkneskar kr 596.40 598.00 100 Austurr. sch 166,46 166,88 100 Vestur-þýzk mörk 1.073,96 1.076,72 100 Pesetar — 71,60 71,80 1000 Lírur 69.20 69,38 Tekið á móti tilkynningum í Dagbók trá kl. 10-12 t.h. Oruggur dávaldur DAVALDURINN Og töfra- maðuriiin dr. Peter Lie hélt skemmtun í Austurbæjarbíói á fimmtudagskvöld. Sýndi hann fyrst margs kónar töfra- brögð Og sjónhverfingar, á- samt hugsanalestri, en það, sem mesta hrifningu og eftir- tekt vakti, var dáleiðsla hans. Dáleiddi hann bæði einstaka menn og fleiri í einu. Hér er ekki rúm til að rekja þau atriði óli, en geta má þess, að dr. Lie vjrðist mjög öruggur dávaiaur. og er sérstaklega fljótur að ná valdi yfir mönn- um. Myndin hér að ofan sýn- ir tvo menn, sem hann fékk til að trúa að þeir væru að sjá skemmtilegustu gaman- kvikmynd, er þeir hefðu séð. Veltust þeir um af hlátri að ímynduðum sýnum sínum. Þá fékk hann þá til að trúa. því, að alit kvenfólk í salnum væri eingöngu í gagnsæjum silkikjólum. Ætluðu augun þá bókstaflega út úr höfðinu á þeim; þeir hnipptu hvor í ann an, bentu og sendu fingur- kossa. Sumir voru dáleiddir og vaktir aftur að hálfu, þann íg að tkki þurfti hann annað en gefa ákveðin merki, eftir að þeir voru setztir aftur í sæti sin niðri í salnum, til þess að þeir framkvæmdu ýmsa hluti, svo sem að stökkva upp á sviðið Og hrópa húrra þrívegis. Einn var látin ímynda sér, að hann væri að tala við unnustu sína í síma. Dávaldur.'nn lék unnustuna, sem spurði ákaft, hvort hinn dáleiddi eiskaði sig ekki, en hann jaíaði því. Þá spurði „hún', hvernig á því stæði, að hann hefði farið út um dagir.n með annarri. Þá gekk svo fram af hinum dáleidda, að hann gat ekki sagt ann- að en „ha???“ „Unnustan“ spurði, hvort hún mætti ekki líta inn tii hans um kvöldið, Og samþykkti hann það, en er hún spurðí, hvernig hún kæm- ist inn til hans, sagði hann myndu sjá til þess, að hún siyppi fiam hjá pabba óséð kl. hálfniu. — Þannig mætti lengi teija, skynvillur hinna dáleiddu voru af margvíslegu tagi Og vöktu mikla kátínu áhorfenda. /066 — Þér megið ekki hreyfa höfuðið svona mikið, ef ég á að geta mál- að almennilega mynd af yður. Hjón eru á ferð í Egyptalandi á úlfaída. Konan, sem situr fyr- ir aftan mann sinn segir án af- láts: — Varaðu þig á þessum píramída þarna, passaðu að rek- ast ekkj á svingsinn. ★ — Það er hræðilegur hávaði á þessu gistihúsi. , — Eg heyri ekki orð af þvi, sem þú segir. Frúin bar sig aumlega við stofu stúlkuna, sem hafði sagt upp og sagði: — En kæra Matthildur, við höf um komið fram við yður eins og þér væruð ein af fjölskyldunni. Þér getið ekki neitað því? — Nei, en það er einmitt þess vegna, sem ég segi upp. Lseknar fiarveiandi Árni Björnsson um óákv. tíma. -• (Stefán Bogason). Bjarni Bjarnason fjarv. til 5. nóv. (Alfreð Gíslason) Esra Pétursson um óákveðinn tíma (Halldór Arinbjarnar). Gísli Ólafsson frá 15. apríl i óákv. tíma. (Stefán Bogason). Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept. 1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol- afur Jóhannsson# Taugasj. Gunnar Guðmundsson). Ólafur Geirsson fjarv. fram í miðj- an nóvember. Sigurður S. Magnússon um óákv. tíma (Tryggvi Þorsteinsson). Sveinn Pétursson til. 6. nóv. (Skúlft Thoroddsen). Víkingur Arnórsson til marzloKa 1962. (Olafur Jónsson). — Friðrik virðist ekki vera hamingjusamur í hjónabandinu. — Nei, það er ekkj von. Hann er stærðfræðingur, en kona hana óútreiknanleg. JÚMBÖ OG DREKINN + + + Teiknari J. Mora 1) Fyrsta verk Júmbós var að huga nánar að stýrimann- inum, sem virtist nákvæm- lega jafn-líflaus og uppstopp- aða uglan hans Spora leyni- lögreglumanns hafði verið. Það var víst ekki hægt að láta hann verða að neinu gagni í slíku ásigkomulagi? 2) Jú, reyndar.... hann var með teygju-axlabönd. Og Júmbó var frá gamalli tíð meistari í að skjóta jaf teygju byssu — skyldi það ekki geta komið í góðar þarfir núna? Júmbó losaði axla- böndin af hinum meðvitund- arlausa stýrimanni, festi endana utan um tvo fingur sína.... 3) ... - og skaut. Hár smell- ur kvað við — hann hafði hitt einn að sjóliðunum beint í hnakkanc 4) Sjóliðinn missti glasið sitt, en sessunautur hans rak upp skellihlátur. Hann þagn- aði þó snarlega — Júmbó hafði nefnilega valið hann að skotmarki nr. 2. P. I. tí. Box 6 Copenhogen 7)5-9 • \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.