Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 5. nóv. 1961 ÍUORGVNBL ÁÐIÐ 23 Sfefnubreyting i Alsírdeilunni Túnis, lf. nóvember. SERKNESKA útlagastjórnin sem aðsetur hefur í Túnis, — Nýft leikhús Framh. af bls. 8. jtm okkur eindregið. Betur má, ef duga skal, á svo sann- arlega við hér. Og það er bezt að segja það hiklaust, að koma húsinu upp með svip- aðri fjáröflunarstarfsemi og stunduð hefur verið hingað til — heldur gerum við okk- ur hugmyndir um það, að við getum fengið bæjarfélagið til að leggja fram verulega fjár- hagslega aðstoð til þessa menningarfyrirtækis, sem við hikum ekki við að nefna svo. Jafnframt treystum við því, að við munum geta fengið ýmsa einstaklinga og fyrir- tæki til þess að leggjast dug- lega á sveif með okkur. Ef þessar vonir ekki rætast, ja — þá veit ég ekki, hvað segja skal um framtíðina. En ég kvíði engu. Leikfé- lagið á marga trygga og öt- ula stuðningsmenn. Það hef- ur þegar sýnt sig í þessu máli, og mun koma enn bet- ur í ljós, þegar húsbygging- armálið er komið á fastari grundvöll — þegar við erum búin að fá lóð og húsið hef- ur verl.ð teiknað. ★ Lóð við Klambratún? — Já, hvað um lóðina? spurði blaðamaðurinn. — Ég hef heyrt, að Leikfélagið kunni að fá lóð við Klambra tún — er eitthvað til í því? Þorsteinn vill ekki stað- festa það, en segir aðeins, að húsbyggingarnefndin hafi ver ið að ræða málið við borgar- lóra og skipulagsstjóm bæj- arins. Hafi þar verið minnzt á ýmsa staði — og fyrrnefnd- an stað m.a. eitthvað borið á góma. En það er auðheyrt á Þorsteini, að þeim ieikfélags- mönnum litist ekki illa á að setjast að á þessum stað, þar sem verða mup „vítt til veggja“, ef svo mætti segja. Þar er sem sé fyrirhugaður skrúðgarður, en ekki almennt byggingarsvæðL Borgin vex fyrst og fremst til austurs — og „hjarta“ hennar hlýtur einnig að færast í þá áttina með tíð og tíma. Starfsemi Leikfélag:sins ætti því ekki að vera illa komin á þessum slóðum í framtíðinni, en það er því vanast að starfa í miðju hins iðandi bæjarlífs — hefur gert það frá upp- hafi. ★ Margt smátt — eitt stórt Leikfélag Reykjavíkur hlýtur að teljast einn merk- asti menningarfélagsskapur þessa bæjar. Það hefur veitt okkur, ungum og gömlum, ótaldar ánægjustundir, og vissulega er það metið. En nú mættum við gjarna minn- ast þess sérstaklega, er það fyllir hálfan sjöunda tug ára innan skamms — og það getum við áreiðanlega ekki gert á annan hátt betur en með því að lyfta hvert og eitt litlum steini — eða stór- um, ef _ menn hafa burði til •— í Þá glæsilegu byggingu, er skal tryggja listrænan vöxt og viðgang félagsins um ókominn aldur. Gamla Iðnó hefur þjónað Thalíu dyggi- lega um ótrúlega langan tíma, þótt hún gerist nú gömluð að von og geti ekki lengur fullnægt þeim kröf- um, sem við, heimtufrek börn nútímans, gerum. En sem betur fer er það líka á okkar valdi að fullnægja eigin kröfum í þessu efni. Við höfum gerzt miklir byggingamenn á seinni árum, Islendingar, Hér þarf ekki annars við en að byggja enn eitt hús — og þá mun Leik- félag Reykjavíkur ekki bregð ast vonum okkar, fremur en á liðnum áratugum H. E. kveðst nú reiðubúin til nýrra aðgerða, sem stuðla að sjálf- stæði Alsír. Talsmaður stjórn arinnar, Belgachem Krim, sagði fréttamönnum í dag, að Serkir væru nú reiðubún- ir til viðræðna við Frakka, ef þeir óskuðu — á grund- velli, sem ætti að geta leitt til lykta þess máls á þann hátt, sem allir mættu vel við una. Krim sagði, að meginatriði hinnar breyttu stefnu útlaga- stjórnarinnar væru: • 1. Unnið skal að frjálsum kosningum, þar sem Alsír- búum gefist kostur á að ákvarða sjálfir framtíð sína. • 2. Tryggð skulu réttindi Ev- rópumanna í Alsír. • 3. Unnið skal að samkomu- komulagi um samvinnu við Frakkland. Á þessum þrem atriðum hafa undangengnar viðræður milli fulltrúa frönsku stjómarinnar — íslendingasögur Framh. af bls. 1. Ingstad sigldi rúmar 4000 sjó- mílur meðfram Ameríkuströnd- um á „Halten“ og flaug til norðurodda Labradors. — Mér finnst ástæða til að taka fram, segir Ingstad, — að við sigldum bókstaflega í kjöl- far Leifs heppna og annarra norrænna manna. Við röktum okkur suður með Labradors- strönd, eins og þeir, og komum til Vínlands á norðanverðu Ný- fundnalandi. Þannig sáum við landið í réttri tímaröð og á Labrador sigldum við 30 km meðfram sérkennilegri strönd. Slétt ræma, um 100 metra breið. var meðfram fjörunni, en greniskógur í baksýn. Þetta get- ur varla verið annað en Furðu- strandir, en þær voru eitt af beztu kennileitum norrænna manna. Þegar Ingstad var spurður, hvort skoðanir hans á fundinum við Lance aux Meadows, hefðu ekki mætt andmælum vísinda- manna, svaraði hann: — Ég hef til þessa ekki haft samband við aðra vísindamenn en konuna mína, Önnu Stínu, sem hefur stjómað uppgreftin- um af aðdáanlegum dugnaði og fer nú að vinna úr efninu, sem fyrir liggur. Auk þess er enn eftir að efnagreina ýms sýnis- horn, sem við tókum með okk- ur, kol og bein, járnabrot, gjall og þess háttar. — Ég hef líka sérstakt hjálpartæki til þess að gera aldursákvarðanir á rústunl um, sem við höfum fundið, og mun gera grein fyrir því síðar, því að það sannar — ásamt þeim ótvíræðu staðreyndum, sem þegar eru fyrir hendi — að hið gamla Vínland og grasgefna haglendið á norðurodda New Foundlands er eitt og það sama. — En ekki vaxa nein vínber á New Foundland? spyr blaða- maður. — Nei, og frásagnimar um vínberin eru líka umdeilt atriði. Flestir hafa haldið því fram, að Vínlandsnafnið sé dregið af vín- berjum. Ég hallast að skoðun sænska málfræðingsins Söder- berg, sem hélt því fram, að nafnið hefði verið Vin- en ekki Vínland, en vin er beitivöllur. Góð hagbeit varðaði norræna landnema mestu, er þeir völdu sér bústaðL og við Lance aux Meadows er ágætt land, frjó- samt graslendi, mikið af lyngi —i og þegar við vorum að hætta við uppgröftinn voru mýramar gular af myrtuberjum. Vitanlega skrifar Helge Ing- stad bók um þessa merkilegu ferð sína. En fyrst ætlar hann að vinna úr því, sem hann hef- ur þegar fundið, og fer aftur til New Foundlands næsta sumar til frekari rannsókna. Sk. Sk. Serkja og Serkja ætíð strandað. ★ Krim sagði vð fréttamenn í dag, að slægju Frakkar hendi móti þessu boði Serkja, myndi styrjöldinni í Alsír, sem staðið hefur í sjö ár, halda áfram, og Frakkar bæru ábyrgð á því, sem framtíðin bæri í skauti sér. — Bókaþátfur Fra-mh. af bls. 6. fjandi Völsunga, er fjaxri því að vera ómennskur í grimmd sinni og fláttskap. Höfundur fjallar um hann af ríkum skiln- ingi á mannlega bresti, og undir lokin á hann ekki síður samúð lesandans en fjandmemn 'hans. Lýsinin á samskiptum þeirra Siggeirs og Signýjar er mikill skáldskapur . Hlinur skáld, himn óvirki og magnlausi áhorfandi mikilla við burða, fulltrúi lista og fegurðar í mannlifinu, er fyrst og fremst táknræn persóna 1 sögunni, þó harm gegni ýmsum hlutverkum í rás viðburðanna. Útlínur hans eru heldur ógreinilegar. Hann er „útvalinn" af Óðni ekki síður en Sigmundur og Sinfjötli, en köll- un hans er að gefa augnablikinu eilíft líf í söng, forða „sögunni“ frá gleymsku. Hann er boðberi friðar, og harpa hans hljómar ekki meðan sverðin glymja. Af öðrum persónum eru Njóla ambátt og Borghildur drottning Sigmundar eftir- mimnilegastar einkanlega sú fyrrnefnda. Hún er eins konar holdtekja hinna duldu afla blóðs ins, töfra, losta og stundlegs un- aðar. Sambamdi hennar við Sig- nýju er lýst af mikilli nærfærni og glöggskyggni í kvenlegt eðli, ef mér leyfist að hafa skoðun á því umdeilda fyrirbæri. „Sonur minn Sinfjötli" er mik il skáldsaga um stór örlög. Sé hún borin saman við „Gerplu", sem er nærtækast, fþá skortir hana vissulega glitið og glæsi- leik stílsins í því snilldarverki, en hún er hina vegar samfelld- ara og dramatískara skáldverk og með vissuna hætti „manm- legra“ verk. Hún tekur til með- ferðar nokkrar af frumlægustu hvötum mannsins og dregur upp hrikalega mynd af átökum hat- urs og ástar, hefndar og fyrirgefn ingar. Megintákn hennar eru sverðið og harpan. Frágangur á bókinmi er góður og prentvillur ©kki margar, þó þær mættu vera færri. Halldór Pétursson hefur gert mjög smekk lega kápu á bókina. Sigurffur A. Magnússon. Ódýr blóm falleg blóm Mikið úrval af afskornum blómum og pottablómum. Blómaskálinn við Nýbýlaveg og Kársnes- braut. — Opið frá 10—10. Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON hæstarét tarlr gmaff’-r Laugavegi 10. — Sími 14934. ÓLAFUR J. ÓLAFSSON Iöggiltur endurskoffandi Endurskoffunarskrifsofa Mjóstræti 6 — Reykjavík Sími 38050 — Pósthólf 1109 STUDIO Guffmundar A. Erlendssor.ar Garðastræti 8 — Sími 35640 Allar myndatökur. , .. 1 Sýning í tjaldi TIL aff sýna Iistaverk sin. ina, orðnir lausir. Lá við að mosaikmyndir úr islenzkum sýningartjaldið væri fallið. En steinum, málverk og vefnaff, Beatrix lét ekki þessa duttl- tók ung svissnesk stúlka, Bea- unga íslenzkrar veðráttu slá trix Liver. þaff ráð aff slá upp sig út af laginu. Hún náði sér tjaldi í miffbænum. á lóffinni í verkfæri og sló niður hæl- milli Tjarnargötu, Suffurgötu ana. Svo sótti hún myndirnar og Vonarstrætis. símar, og var til'búin að opma Skátar gerðu heldur betur sýninguna á tilsettum tíma. góðverk í fyradag, lánuðu Beatrix hefur dvalist hér í Beatrix þetta fína tjald og ár og lært íslenzka tungu og settu það upp fyrir hana í hefur þegar iráff góðu valdi á kulda og frosti. Síðan fór lista henni. Affspurff um. hvort hún konan að útbúa sýnimguna og óttaffist ekki. aff kalt yrffi í kom þar fyrir grindum til að sýningarsalnum, kvaffst hún hengja myndimar á. En í gær ekki telja, aff jafn hraust fólk þegar hún kom til að hengja og Íslendingar létu slíkt aftra upp myndirmar, var jörð orð- sér. en samt væru ofnar tll in þíð, og hælarnir, sem ekki öryggis. Tjaldiff er lýst upp höfðu gengið vel í frosna jörð meff flúoresceirt ljósum. FERMIIMG Rolf Kirkvaag (yfirlæknirinn) og Kari öksnevad (Anna kona yfir- læknisins). Ferming f Laugarneskirkju sunnudaginn 5. nóv. kl. 10:30 fji. (Séra Garðar Svavarsson) S t ú 1 k u r : Anna Gunnarsdóttir, Sogaveg 46 Anne Helen Lindsay, Hraunteig 20 Anna SvanhUdur Bjömsdóttir, Bugðu- læk 5 Arnbjörg Helen Svavarsdóttir, Suður- landsbraut 43 Elínborg Pálsdóttir, Bauðalæk 11 Guðrún Axelsdóttir, Rauðalæk 14 Kristín Sigrún Halldórsdóttir, Bugðu- læk 15 Ragnhildur Bjömsdóttir, Bugðulæk 5 Sóley Njarðvík Ingólfsdóttir, Dísardal við Suðurlandsbraut Vilhelmína Ragnarsd., Höfðaborg 64 Þórunn Pálmadóttir, Hraunteig 23 Drengir: Benedikt Steinar Steingrímsson, Lauga teig 20 Gísli J. Erlendsson, Miðtúni 46 Guðbjörn Gunnarsson, Sogaveg 46 Guðmundur Jóhann Gíslason Snorra- braut 69 Guðmundur Steindórsson, Hörpug. 6 Jón Magnússon, Stóragerði 20 Kjartan Hjörvarsson, Laugarnesv. 108 — Kvikmyndir Meðal þeirra manna sem sendur var slíkra erinda frá Englandi til Noregs, var loftskeytamaðurinn Per (hið raunverulega nafn hans var Knut Haugland). Honum var fenginn samastaður uppi undir þaki í fæðingardeild ríkisspítal- ans í Osló. Yfirlæknir deildarinn- ar og kona hans eru bæði virk í andspyrnuhreyfingunni og veita Per alla þá aðstoð, sem þau geta. Per dulbyst som læknir, en stend ur þarna í stöðugu loftskeyta- sambandi við England. Þjóðverj- ar reyna að finna sendistöðina með miðun og tekst þeim loks að þrengja svo hringinn um. sendi stöðina, að þeir umkringja spítal- ann og leita þar að loftskeyta- manninum .... Margir atburðir gerast í þessari mynd áður en yfir lýkur, þó að þeir séu ekki raktir hér, — atburðir sem bera vitni um ríkar mannlegar til- finningar, fórnfýsi og æðruleysi á hverju sem gengur. A mynd- inni er sterkur raunveruleika- blær, enda hér um að ræða einn einn þátt af mörgum líkum í hetjusögu Norðmanna á þessum þungbæru árum. Höfundur myndarinnar Og leik stjóri er Arne Skouen, en aðal- leikendur Ivar Svendsen (Per),, Nýjung! Gangsetningar- vökvinn sem þegar hefir sannaff ágæti sitt hér á landi sem annars staffar. START PILOT GASOHATIC caÁt/ McMmg Fyrirliggjandi: nýr gangsetningarvökvi fyrir allar vélar. Efnasamsetning vökva þessa gerir notkun hans hættulausa en endingu vélar- innar meiri. — Ennfremur til- heyrandi dælur af ýmsum stærðum og gerðum, sem hægt er að dæla gangsetning- arvökvanum úr beint inn í innsogsgreinar viðkomandi véla. Þessum dælum fylgja tilheyrandi leiðslur og ventl- ar (spíssar), sem skrúfaðir eru í innsogsgrein vélanna. Eigum einnig til sérstakan útbúnað fyrir allar minni bif- reiða. viðvíkjandi vökva þess um. — Útsölustaðir; Columbus hf. varahlutaverzlunin Brautar- holti 20. Benzínstöðvar B. P. Shell Esso Munið nafnið START PILOT. Columbus hi. Brautarholti 20. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.