Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. nóv. 196A MORGVNBLAÐIÐ 5 s 1. Jóreyk sé ég víða vega velta fram um himinskaut — norðurljósa skærast skraut. Óðinn ríður ákaflega endilanga vetrarbraut. Sópar himin síðum feldi Sigfaðir með reiddan geir, hrafnar elta’ og úlfar tveir, vígabrandar vígia eldi veginn þann, sem fara þeir. Sleipnir tungla treður krapa, teygir hann sig af meginþrótt, fætur ber hann átta ótt, stjörnur undan hófum hrapa hart og títt um kalda nótt. Hlórriði mun eftir aka í ásamóði bratta leið, hamrammt grípa hafrar skeið, undir taka björg og braka, er bokkar skaka ísarnreið. Freyja því næst ekur ettir eins og fuglinn létt og snart, snertir bláa vegu vart, mjallahvítir mása kettir, mala sízt, en blása hart. Af lokkum Freyju’ og ljósum hvarmi leggur bjarma’ á himininn, gullnum roða’ af rjóðri kinn; hefur ’ún í hvítum armi haglega gerða rokkinn sinn. Ásynjur og Æsir síðar ásamt herða snarpa ferð — fremstan þeirra Frey þú sérð, — allir ríða, utan Viðar, öflug hans er skóagerð. Enginn dyninn hófa heyrir, hart þó knúin goða dýr yfir kristalls bruni brýr, Heimdallur með horni keyrir, hendina einu brúkar Týr. Valkyrjum í ferðaflaumi fylgja snúðugt Einherjar, Jór blæs móðugt margur þar, T"”’kvir ásamt Gota’ og Glaumi ^ Grani stærstur Sigurðar. Hildur ríður hinst og Þrúður, hópinn prýðir mannval bezt, Starkaður þar stikar rnest, Hálkon jarl og Hörgabrúður hciðna reka norðan lest. Öllum fjarri förunautum fara einar sys ir þrjár, svipmiklar með silfurhár, á himin varpa hálsa skautum,*) hrökkva’ af auguin frosin tár. Jóreykur um vegu víða veltur fram á himinskaut — leiftrar göfugt geisla skraut Elnherjar og Æsir ríða endilanga vetrarbraut. n. Er þau sáu siðinn nýja setjast að í fornri vist, viku goðin burtu byrst; eigi Surt né Úlf þau flýja, en — þau flýja Hvítakrist. 1 átthagana enn þau leita, er á vetrum lækkar sól, norðankólgur nísta pól, en stjörnur hvolfið skærar skreyta, skunda þau upp á himinból. Koma þau upp við Elivoga, er þeim Ieiðin forna kunn — svöl þar glymur yfir unn —, en er himins hallar boga halda þau o’ní Mímisbrunn. Ein þar goða situr systir, sem að aldrei heiman gekk, alda starfið frægst hún fékk; um aldur og æfi rún hún ristir reikningsglögg í Sökkvabekk. Við engar er hún aldir bundin, ei við siðaskipti nein, Saga’ er ávallt söm og ein; heims þótt komi hinsta stundin, heldur hún álfram sinni grein. Þó að fornu björgin brotni, bili himinn og þorni’ upp mar, allar sortni sólirnar, aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminningin þess se-n var. *) Sbr. Vegtamskviðu. fur a i/ inni eóóu óinm KJunnar unnaróóon. Um ua t Æ (iák a ijoótnu óe^tr L tann, Á unglingsárum mínum austur á, land i var það segin saga, að tæki ég ástfóstri við kvæði, kunni ég það áður varði utan að. Af þessum æskuljóðum, og þau voru mörg, hefur Ásareiðin eftir Grím Thomsen orðið mér einna minnisstæð- ast. Það vildi svo til, að ég var oft á ferli að kvöldlagi og fram á nótt, einkum veturinn sem við vorum að flytja stauna fyrir Landssímann upp um hálsa og heiðar, einrt aft- an í hesti og þó stundum hlass á sleðagrind. Síðan hef ég varla korhið svo að vetrarlagi undir heiðan næturhimin, að ekki rifjaðist upp fyrir mér erindi úr Ásareiðinni og stundum fleiri. Grími gamla blöskrar ekki að sjá fyrir heimsendi, gera ráð fyrir að svo megi fara, að „allt um þrotni“, en hann er það bjartsýnni á það sem við tekur en sumir vetnissprengj umenn, að það hvarflar ekki að honum að sá kunni að verða uppi, að engimn lifi til að segja þá sögu, enda hefur það til þessa dags verið nokkur huggun hugsandi mönnum, að þótt 'allt fari norður og niður — og það fer það vissulega fyrir hvern einstakan — sé svo um hnútana búið, að menningarlegt samhengi rofni ekki. Hvort sem hann nú hefur rétt fyrir sér í því eða ekki, að Saga kerling muni lifa jafnvel Ragnarök, datt mér í hug að svara fyrirspurn blaðsins með því að benda á þetta með afbrigð- um myndauðga og ókveifarlega kvæði, sem þar að auki, á þessum síðustu og verstu dögum, er óhugnanlega tíma- bært. Sumir kunna hvasst sverð liunangi smyrja. Ótraust sverð er tveggja manna hræða. Eitt sverð dregur annað úr skeiðum. Oft er í vondum skeiðum vænt sverð. Fallega ríður sverð a"S svíra. Sárt er sverð í nýrum . Margur hrósar sverði en ekki sigri. Illt er að eiga sverð sitt í annarra slíðrum. Illt er góðu sverði í grjót að höggva. Margur offrar mæki sér til óhapps. (íslenzkir málshættir). Söfnin Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1.30— 4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 1.30— 3,30. Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanum: Opið alla virka daga kl. 13 til 19. — Laugardaga kl. 13—15. Ameríska Bókasafnið, Laugavegi 13 er opið 9—12 og 13—21, mánudaga, mið vikudaga og föstudaga, 9—12 og 13—18 þriðjudaga og fimmtudaga Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27. Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug- ardögum og ■ sunnudögum kl. 4—7 e.h. Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju daga og fimmtudaga í báðum skólun- um fyrir börn kl. 6—7:30 og fullorðna kl. 8:30—10. Bæjarbókasafn Reykjavíkur — Sími 12308 — Aðalsafnið Þingholts- stræti 29 A: tJtlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 2—7. Sunnu- daga 5—7. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10—7. Sunnu- daga 2—7. Útibú Hólmgarði 34: Opið 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. Útibú Hofsvallagötu 16: Opið 5:30— 7:30 alla virka daga, nema laugardaga. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2. opið dag’ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Fimmtudaginn 2. nóv. voru gef- in saman i hjónaband í Akra- nesskirkju af séra Jóni M. Guð- jónssyni ungfrú Sonja Friðriks- son fra Kaupmannahöfn, verzl- ur armær, og Sigurbjörn Jónsson húsgagnasnuður, Skagabraut 6. Heimili ungu hjónanna verður að Akurgerði 22, Akranesi. Opinberað hafa trúlofun sína í Kaupmannahöfn, ungfrú Elsa Jónsdóttrr, Hofteig 26 og Bjarni Þ. Bjarnason, Hrísateig 12. I dag verða gefin saman í hjóna band af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Sigrún S. Einarsdóttir Laugarnesvegi 61 og Karl Eyjólfs son vélstióri, Miðtúni 17. Heimili ungu hjónanna verður að Helga- magrastræti 50, Akureyri. Sunnudagaskóli Oháða safnaðarins Sunnudagaskáli óháða safna'ð- arins hefst í kirkju safnaffar- ins viff Háteigsveg kl. 10:30 í fyramáliff. Safnaffarprestur- inn, séra Emil Björnsson veit- ir skólanum forstöffu eins og áður. öll börn eru velkomin. Þessi sunnudagaskóli hefur starfaff í mörg ár, fyrst í Aust- urbæjarskólanum, aff undan- teknum s.l. vetri, er prestur inn var erlendis og skipta þau Reykjavíkurbörn orffiff þús. er þangað hafa sótt. A hverjum sunnudegi segir presturinn börnun.um frá lífi og starfi Krists. kennir þeiro bænir og sungnir eru sálmar. Ennfremur eru börnunum ávalt svndar kvikmyndir viff þeirra næfi. - M E SS U R - Innri Njarðvíkurkirkja: Messa kl. 2 e. h. (Allraheilagramessa). Keflavíkurkirkja: — Messa kl. 5 e.h. (Allraheilagramessa) Séra Björn Jóns- son. Elliheimllið: — Guðsþjónusta kl. 10 f. h. Ólafur Ólafsson, kristniboði pré- dikar. — Heimilispresturinn. Dómkirkjan: — Messa kl. 5. Séra Óskar Þorláksson prédikar. Hjóna- vígsla í messunni. Séra Garðar Þorsteinsson biður börn sem eiga að fermast í Hafnarfjarðar- kirkju næsta vor að koma til viðtals í kirkjunni sunnudaginn 5. nóv. kl. 11 f.h. Kirkjukór Bústaðasóknar vantar nokkrar sópranraddir. Upplýsingar gef ur organistinn Jón G. Þórarins«on, sími 3-42-30. Til sölu Ölduslóð 6, n. h., Hafnar- firði: Begulbandstæki sem nýtt. Tezla myndavél 35 mm ný, og notaður barna- vagn (körfu). Af sérstökum ástæðum eru tvær nýjar spring- dýnur til sölu, ódýrt. 197 cmx77cm. Uppl. að Melhaga 13, t. h. Óska eftir 1—2 herbergja íbúð am ái amót. Fyrirframgreiðsla. Til greina kæipi húshjálp nú þegar. UppL í síma 16089. Við borgum k.. 1000 fyrir settið af al- þingishátíðarpeningunum 1930. Stakir pen. keyptir. Tilb. merkt: ,.Alþingi 1930 •Tqw -j3íb ísipuas — BAZAR BAZAR Félag austfirzkra kvenna hefur bazar í Góðtemplara húsinu uppi, þriðjudaginn 7. nóvember klukkan 2. Mikið af góðum, nytsömum og ódýrum munum. Bazarnefndin. Kjólar nýkomnir Fallegt úrval Dömubúðin Laufið Hafnarstræti 8. Kvenfélag Háteigssóknar heldur B A Z A R mánudaginn 6. nóv. kl. 2, í Góð- templarahúsinu uppi. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ. Framkvæmdastjóri Maður með verzlunarþekkingu gelur fengið stöðu sem framkvæmdastjóri lítils en öruggs fyrirtækis, sem verzlar með sérvöru. — Tilboð með nauðsyn- legum upplýsingum merkt: „DFL — 8907”, leggist inn á afgr. Mbl. Auglýsing um stjórnarkjör í Sjómannafélap-i Reykjavíknr Samkvæmt félagslögum fer fram stjórnarkosning í félaginu að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu frá kl. 13,00 þann 25. nóv. n.k. til ki. 12,00 daginn fyrir aðalfund. F ramboðslistar þurfa að hafa borizt kjörstjórn fyrir ki. 22,00 þann 20. nov. n.k. í skrif- stofu félag?ins. Fi amboðslistum þurfa að fylgja meðmæli minnst 100 fullgildra félagsmanna. Reykjavík, 5. nóv. 1961. Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur Zonta klúbbur Reykjavíkur heldur skemmtisamkomu í Iádó mánudaginn 6. nóv. kl. 8,30 til styrktar heyrnardaufum börnum. Skemmtiskrá 1. Borffskreytingar og uppskriftir frá 12 þjóðum 2. Helga Vaítýsdóttir og Rúrik Haraldsson sýna atriði úr Kiljanskvöldi 3. Bögglaupphoð. (Svavar Gests) 3. Hinir nýju skemmtikraftar hússins CARIBBEAN TROUPE leika Aðgöngumiðar seldir í Markaðnum, Laugavégi 89, Skóverzlun Þórðar Péturssonai, Aðalstræti 18 og við inngangmn. Reykvikingar! — Fjölmennið á góða skemmtun — fyrir gott malefni. STJORNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.