Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Frá afhendingu stólsins. Talið frá vinstri: Séra Árelíus Níelsson, frú Áslaug Sigur- björnsdóttir, séra Magnús Guðmundsson, Biskupinn yfir íslandi, frú Magnea Þorkels- t dóttir, Snæbjörn Jónsson, frú Rósa Blöndals, Ólafur Jóhannesson og Þórarhm Sigurðsson. Grafarneskirkja fær veglegan prédikunarstól Séra Jón Aubuns dómprófastur: í dánarherberginu UM síöustu helgi afhentu hjón in An<na Sigurveig Friðriksdótt ir og Snæbjörn Jónsson, hús- gagnasmíðameistari Grafar- neskirkju í Grundarfirði, veg- legan predikunarstól að gjöf. 1 vor sltýrði blaðið frá því, að verið væri að smíða dýrind- is prédikunarstól í íslenzka kirkju á Fjóni. Var þar um að ræða myndir á prédikunar- stól þanri, sem Grafarnes- kirkju hefur nú verið gefinn, en þær eru innlagðar af inn- iagningarverksmiðju í Ringe á Fjóm. Stólinn sjálfan smíð- aði Snæbjörn Jónsson og lagði hann myndirnar í hann eftir að frá þe:m hafði verið geng- ið í Danmörku. Stóllinn er allur spónlagður. Myndirnar, sem ’skreyta hann eru frægar helgimyndir og eru fjórar þeirra gerðar eftir fyrirsögn Snæbjarnar Jónssonar og eina valdi Georg Paulsen, listmál- ari, en hann gerði teikningar af myndunum undir fagvinn- una. Hinn mcrkasti dýrgripur Stóilinn var afhentur í Breið firðingabúð, laugardaginn 28. okt. cg veitti sóknarprestur- inn í Grafarnesi, séra Magnús Guðmuntísson, honum viðtöku fyrir hönd safnaðar síns. Frú Rósa Blöndals kona Ing- ólfs Astmarssonar, biskupsrit- ara afhjupaði stólinn. Biskup- inn yfir Islandi herra Sigur- björn Einaisson, var viðstadd- ur afhendinguna og lauk hann miklu iofsorði á smíðina. Voru allir viðsladdir sammála um að þefta væri hinn merkasti dýrgripur og ætti enga hlið- stæðu meðal íslenzkra kirkju- gripa. Gefandinn, Snæbjörn Jóns- son, er Breiðfirðingur að ætt og viicti gefa einhverri kirkju við Breiðafjörð stólinn. Sagði hann í avsrpi, sem hann flutti við aihendinguna, að hann hefði vaiið Grundarfjörð, því þar heiði verið lífhöfn Breið- firðinga og þangað hefðu þeir ieitað undan stórviðrum. Grafarneskirkja er nú í smíðum Og var í sumar lokið við að steypa kjallara hennar. I ráði er að innrétta hann til notkunar, þar til lokið verður við byggingu kirkjunnar. MEMENTO mori — minnstu dauðans — var sú yfirskrift, sem fornkirkjan valdi þessum sunnu- degi- Allra sálna messu. Hví skyldum vér ekki minnast hans á minningardegi framlið- inna og hugleiða umbreytinguna, sem allra bíður? Dauðann eigum vér örugglega í vændum. Eigum vér skelfdir að loka vörum, horfa óttaslegnir undan, þegar á dauðann er minnzt? Hvað segja þeir, sem oftast hafa við dánarbeði verið og bezt I má treysta? 1 Einn víðfrægasti læknir vorra ctíma segir: >,Ég hefi mikla reynslu við dánarbeði og ég full- yrði, að síðustu stundirnar fyrir andlátið og í andlátinu eru þján- ingar mjög sjaldgæfar.“ Sir Fr. ,'Treves, líflæknir Bretakonungs, segir í endurminningum sínum, að .,angist dauðans“ eigi miklu fremur við um ástvinina við dán- arbeðinn en sjálfan hinn deyj- andi mann. Hinzta sjúkdómsleg- an sé oft erfið, en þegar að and- látinu dragi, sé þjáningunum oftast lokið og hinn deyjandi maður orðinn þjáningalaus. Einn víðkunnasti kennimaður vorra tíma segir, að af öllum þeim fjölda manna, sem hann hafi séð deyja. hafi enginn and- azt með líkamlegum eða andleg- um þjáningum. Þrásinnis kveðst hann hafa séð langþráða sjúk- V Enska knatfspyrnan 16. UMFERÐ ensku deildarkeppn- innar fór fram í gær og urðu úrslit þesi L: 1. deild. Arsenal — Cheisea ............ 0—3 Birmingham — Blackpool ....... 1—1 Bolton — Sheffield U.......... 2—0 Bumley — Aston Villa ......... 3—0 Everton — Tottenham .......... 3—0 Fulham — Cardiff ............ 0—1 Ipwich*— N. Forest ........... 1—0 Leicester — Wolverhamton ..... 1—0 Manchester City — West Ham .... 3—5 Sheffield W. — Manchester U... 3—1 W.B.A. — Blackburn ........... 4—0 2. deild. Derby — Bury ................. 3—0 Huddersfield — Sunderland .... 0—0 Leyton Orient — Charlton ..... 2—1 Luton — Leeds ................ 3—2 Middelsbrough — Scunthorpe .... 1—2 Newcastle — Norwich .......... 0—0 Plymouth — Roterham ......... 2—5 Preston — Liverpool .......... 1—3 Southampton — Bristol Rovers .... 0—2 Barn fyrir bíl í Hafnarfirði HAFNARFIRÐ — Á föstudag varð sex ára drengur fyrir bif- reið á Hvaleyrarholti í Hafnar- firði. Drengurinn, sem heitir Gunnar Ingólfsson, til heimilis 1 Brekkuhvammi 16, Hafnarfirði, 6tóð í hópi annarra barna við biðskýlið á holtinu, þegar hann !tók sig skyndilega út úr hópn- um og hljóp út á götuna. Varð ihann þá fyrir bifreið, sem kom þar að á hægri ferð, lenti á vinstri framhjólshlíf og kastaðist í götuna. Drengurinn slasaðist og var fluttur í Landsptalann. — G. E. Swansea — Stoke .... Walsall — Bringhton 1—2 í Skotlandi urðu úrslit m. a. þessi: St. Mirren — Motherwell 2—1 Thirdlanark — Rangers ....... 0—3 Dundee — Celtic ............. —21 Úrslit í bikarkeppninni urðu þessi: Aldershot — Turnbridge ...... 3—1 Barry — Q.P.R...........; 1—1 Bournemouth — Margate ......... 0—3 Bradford — Port Vale ........ 0—1 Bradford City — York ........ 1—0 Brendford — Oxford ........ 3—0 Bridgewater — Weston ........ 0—0 Brierley — Grantham ......... 3—0 Bristol City — Hereford ..... 1—1 Chelmsford — Kring’s Lynn 1—2 Chester — Ashington ......... 4—1 Coventry — Gillingham ....... 2—0 Grewe — Lincoln ............. 2—0 Crysal Palace — Portsmouth .... 3—0 Darlington — Charlisle ...... 0—4 Doncaster — Chesterfield .... 0—4 Exeter — Dartford ........... 3—3 Hartlepools — Blyth ......... 5—1 Hull — Rhyl ................. 5—0 Mansfield — Grimsby ......... 3—2 Morecambe — South Shields ... 2—1 Northampton — Mill Wall ..... 2—0 Notts Country — Yeovil ...... 4—2 Oldham — Shildon ............ 5—2 Peterborough — Colchester ... 3—3 Reading — Newport .......... 1—1 Rochdale — Halifax .......... 2—0 Shrewsbury — Banbury ........ 7—1 Southend — WVatford ......... 0—2 Southport — Northwich ........ 1—0 Stockport — Accrington ...... 0—1 Swindon — Kettering ......... 2—2 Torquay — Harwich ............ 5—1 Tranmere — Gateshead ..........2—3 walthamstow — Romford ....... 2—3 West Auekland — Barnsley .... 3—33 weymouth — Barnet ........... 1—0 Workington — Worksop .......... 2—0 Wrexham — Barrow ............ 3—2 Wycombe — Ashferd ........... 0—0 Mesta athygli vekur tap Bourne- mouth fyrir Margate, sem er utan ensku deildarkeppninnar. í 1. deild er Burnley efst með 23 stig en Everton, Ipwich og West Ham hafa öll 19 stig. í 2. deild er Liverpool efst með 26 stig, en Southampton, Sunder- land, Scunthorpe, Rotherham og Derby öll hafa 19 stig. Prédikunarstóll Grafarneskirkíu. Vurðbergsiundui ú Seliossi VARÐBERG, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu efnir til fundar á Selfossi í kvöld. Verður fund- urinn haldinn í Selfossbíói og hefst kl. 8,30. EMé Guðmundur Pétur Frummæl- endur verða: Guðmundur H. Garðars- son, viðskipta fræðingur, Pétur Péturs- son, forstjóri, Tómas Arna- son, lögfræð- ingur. Að loknum ræðum framsögu manna verða frjálsar umræð- ur. Ennfremur verður sýnd kvikmynti. Fundur þessi er sá fyrsti af mörgum fundum, er Varðberg hyggst halda út um land. Aðgangui að fundi þessum er öllum heimill. linga kenna nýrrar orku og vel- líðunar, þegar að andlátinu dró, og hvað eftir annað heyrt deyj- andi menn hvísla nöfnum lát- inna ástvina með fagnaðar- glampa í augum síðustu augna- blikin. Presturinn kveðst hafa borið sig saman um þetta við tugi lækna og presta. Reynsla þeirra sé sú, að andlátið sjálft sé oftast friðsælt og þjáningarlaust, og að sig undri. hve gamlar, rangar hugmyndir um þetta séu lífseig- ar. Vitnisburður margra athugulla hjúkrunarkvenna er hinn sami. Ein þeirra segir frá ákaflega erfiðum sjúklingi, roskinni konu, sem var kvíðin og trúlaus með öllu. Andlátið virtist komið, en konan vaknaði aftúr af dvalan- um og sagði rólega frá þ í, sem fyrir hana hafði borið. Hún kvaðst hafa fallið í ósegjanlega ununarfullt ástand. engrar þján- ingar kennt en látnir vinir, sem sér hefði ekki komið til hugar að væru lifandi enn, hefðu verið hjá sér og sýnt sér ólýsanlega blíðu. ,.Nú veit ég, hvernig það er að deyja“, sagði konan. Hún var gjörbreytt. Auðmýkt, þakk- látsemi og friður fylltu sál henn- ar í 24 klukkustundir, en þá fékk hún friðsælt og fagurt andlát Kunnur blaðamaður víð eitt af stórblöðunum brezku gekk undir mikla skurðaðgerð fyrir nokkrum árum. Læknirinn hélt um stund að hann væri dáinn á skurðarborðinu. en blaðamaður- inn vaknaði til lífs, komst til heilsu og sagði sögu sína. í ,,and- látsdvalanum" kvaðst hann hafa séð læknana, líkamann á skurð- arborðínu en verið sjálfur grip- inn ólýsanlegri _ léttleikakennd og innri gleði. .,Ég hélt ekki, að það væri svona auðvett að deyja“, sagði hann. Þessir vitnisburðir sýna kær- leika Drottins og vísdóm. Af dásamlegri nærfærni er að verki sama speki, þegar vér eigum að fæðast til annarrar veraldar. Vér höfum þúsund- falda ástæðu til að fyllast lotn- ingu og trausti til föðurins himn- eska, sem búið hefir oss slíka braut, og er þá ekki kvíðinn barnalegur. fávíslegt að óttast vegamótin miklu? Er þá ekki dauðinn miklu fremur fagurt ævintýr en sá ógnvaldur, sem margir hyggja hann vera? Braut in er auðveldari, miskunn Guðá meiri en menn trúa. Samt óttast menn dauðann og kvíða því, sem á eftir kemur. c Af mikilli léttúð er tíðum tal- að um skuggaausa sólarbraut, sem allra bíði. Þá væri siðræn viðleitni markleysa og mark- leysa það. sem Kristur segir um afleiðingar jarðlífsbreytninnar í öðrum heimi. En að baki allra skýja yfir skuggadölum tilver- unnar ljómar ljós kærleika Guðs. Kærleikurinn, sem ber sér fagurt vitni í lögmáli fæðingar og dauða, kærleikurinn, sem fegurst Ijómaði í lífi og persónu Krists, vakir yfir þeim. sem yfir landamæri heimanna eru oss horfnir, og heldur áfram að jafna veginn fyrir þá, eins og fyr ir oss. Fyrir lausnarkraft hans, í deiglu nýrrar og nýrrar reynslu í nýjum heimum á gullið í sál- unni. guðsbarnið í manninum að hreinsast og skírast. Markmiðin eru fjarlæg. En Guð vakir, hvar á veginum, sem vér erum. Lesum með lotningu lögmál Guðs, lögmál fæðingar og dauða. Látum trú og vit taka höndum saman um að „sefa gamlar hræðsluöfgar." Um dánarherbergið skulum vér ganga eins og um haustskóg, þar sem haustlaufið hrynur en bjarkirnar bíða annars vors. Slík braut er búin þér og mér, og einnig þeim, sem þessi forna. kirkjulega minningarhátíð fram- liðinna er helguð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.