Morgunblaðið - 05.11.1961, Síða 16
16
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 5. nóv. 1961
•BT- ■ . ■ i —: .................—- — ■ ■ . ■ - - -
Htisbyggjendur Byggingameistarar
Nú getum við útvegað vikursand bæði sigtaðan og
ósigtaðan.
Malað vikurgjall í einangrun og steypu.
Vik-ur-möl í einangrun.
Milliveggja plötur úr vikurgjalli
5 cm, 7 cm. 10 mm.
3ja hólfa holsteinn 20 x 40 x 20 cm.
Verzlið þar sem verðið er hagstæðast. Sendum heim.
BRUNASTFYPAN H.F. — Sími 35785
Ungling
vantar til að bera blaðið í eftirtalið hverfi
LINDAKGATA
Sími 22480.
Verzlunarpláss
Til leigu er verzlurarpláss á góðum stað í Vestur-
bænum til reksturs á venjulegum verzlunartíma.
Fyrir er í húsinu kjötbúð, fiskbúð og vefnaðarvöru-
búð. — Nánari uppl. gefur milli kl. 2—6
Málflutningsstofa
SVEINBJÖRNS DAGFINNSSONAR, hrl.
Haínarstiæti 11 — Sími 19406.
3ja herb. íbúð
óskast til leigu í Álfheimahverfi, Kleppsholti eða
Vogum. Upplýsingar í síma 32858.
EINBÝLISHUS
við Arnarvog í Garðahreppi til sölu. —
Nánari upplýsingar gefur
Máll'hitningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar
og Guðmundar Péturssonar
Aðalstræti 6 — Símar 1-2002, 1-3202, 1-3602
PARÍS PARÍS
NÝTT! nÝTT!
PARISAR-ULLARGARNIÐ
Hið fræga P. J. PARÍSAR-ULLARGARN komið
aftur. — Fjöldi tegunda. — Glæsilegt litaúrval.
Undraverð gæði — Nýir tízkulitir.
Fæst aðeins hjá okkur.
PARÍS PARÍS
A U 5 T U R 8 T R ÆT I 9 i S í M I 11161117
VI2VNA
Enskur stúdent
20 ára óskar eftir atvinnu á
íslandi í 6 mánuði og vill um
leið læra málið. Hverskonar
vii.na kemur til greina. Vinsaml.
skrifið: R. Viggars, Sandylodge,
Newquay/cnwl- Rngland
Ileimilisaðstoð
Einkaskrifstofa í London (skrá-
sett) getur útvegað góð heimili
fyrir stúlkur, sem vilja koma til
Englands. Éngin aukaþóknun
fyrir umsækjanda. Skrifið: Mrs.
Pulver, Chalkhill Employment
Agency, 94 Chalkhill Road
Wembley Park, London.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
Það var heldur ekki ætl-
unin, að hún kæmizt að
leyndarmálinu, því að
Tajo hafði einsett sér að
segja engum frá þvi.
Það vildi þannig til, að
einu sinni, þegar Hera sat
uppi í tré, sá hún Tajo
koma. Hann var einn og
brosti með sjálfum sér,
því að hann var að hugsa
um óskína sína. Allt í
einu nam hann staðar hjá
trénu, laut höfði eins og
til kveðju og sagði hátt
og skýrt:
„Eg er hann Tajo litli,
og ég óska mér að eignast
lítinn fíl“.
„Heyrðu, þú þarna“,
sagði Hera „ég heiti Hera
og mig langar ekkert til
að eiga fíl. En ég vil
gjarnan verða vinkona
þín, Og ef til vill get ég
hjálpað þér að fá ósk þína
uppfyllta".
„Fyrst varð Tajo dálítið
sár yfir að hafa sagt öðr-
um leyndarmálið. En þeg
ar Hera hló e-kki að hon-
um, né sagði hinum börn-
unum frá þessu, tók Tajo
gleði sína aftur. Nú hafði
hann eignast félaga, sem
hann gat talað við um fíl-
inn.
Dag nokkurn kom Hera
þjótandi til Tajos og
sagði: „Á ég að segja þér
fréttir? Höfðinginn er
kominn heim úr veiði-
ferðinni í frumskóginum,
og hann hefur náð í iif-
andi fíl og lítinn fílsunga.
Hver veit nema þú fáir
ósk þina uppfyllta?“
„Nei“, sagði Tajo dapur
lega, „höfðinginn á sjálf-
ur son og hann fær fíls-
ungann áreiðanlega. En
GRÍSINN SEM VILLTISÍ
Aumingja litli grísinn
er hræddur og ráðþrota,
því að hann ratar ekki
heim til sín þar sem hinir
grísirnir bræður hans eru.
Þetta var í fyrsta skipti,
sem hann fór að heiman
og hann hafði verið allt
of forvitin að skoða heim
inn. Loks var hann kom-
inn svo Iangt í burtu, að
hann vissi ekkert hvaða
götu hann átti að taka til
þess að komast heim.
Getur þú hjálpað hon-
um?
— ★—
við skulum samt fara og
skoða hann.“
Fyrst sáu þau ek'kert
nema stóra fílinn, sem
gnæfði upp úr mannfjöld-
anum, er safnast hafði
saman i kring um hann.
Litlu negrabörnin hopp-
uðu og skoppuðu umhverf
is hópinn og réðu sér ekki
fyrir kæti. Tajo og Hera
lögðust á fjóra fætur og
skriðu milli fullorðna
fólksins, þar til þau sáu
litla fílsungann. Hann
stóð fast upp við móður
sína og virtist ákaflega
hræddur.
Hægt og varlega mjak-
aði Tajo sér nær. Svo
rétti hann sig upp og
hvíslaði í eyrað á fíls-
unganum:
„Eg er hann Tajo litli,
sem langar að eiga lítinn
fíl“.
Þá lyfti fílsunginn litla
rananum og rumdi svo-
lítið. Það var líkt og hann
blési í lúður. Allir fóru
að hlægja og litlu negra
börnin hoppuðu í kring
og kunnu sér varla læti.
Um kvöldið, þegar hin
börnin voru öll farin að
sofa, læddist Hera yfir að
kofa höfðingjans.
Framhald.
---* ★ *-----
Leiðrétting
f greininni um Jón Sig
urðsson í síðasta blaði
var ekki rétt sagt frá
konungsheimsókninni á
þjóðhátíðina 1874.
Það var Kristján kon-
ungur níundi, sem færði
íslendingum stjórnar-
skrána, en eftirmaður
hans, Friðrik áttundi,
heimsótti ísland með
fríðu föruneyti árið 1907
J. F. Cooper
síðastí mímrn
38. Heyward sá strax,
að konan var að dauða
komin. Hann bað fólkið
að fara út, en um leið og
Davíð stóð upp, hvíslaði
hann á ensku: „Hún er
hérna rétt hjá“.
Höfðinginn, björninn og
Heyward voru nú einir eft
ir hjá sjúklingnum. Hey-
ward hafði séð galdra-
lækna indíána leika iist.ír
sínar, og hann fór nú að
líkja eftir þeim. En í
hvert skipti, sem Hey-
ward sýndi eitthvert
töfrabragð, rumdi reiði-
lega í birninum.
Loks læddist höfðing-
inn sjálfur út, en þá kom
björninn fast upp að Hey
ward. Hann rumdi reiði
lega, en allt í einu stóð
hann grafkyrr og það var
engu líkara en hann hrist
ist af niðurbældum hlátri.
Hann lyfti hramminum
upp að trýninu á sér og
Heyward til mikillar undr
unar tók hann af sér höf
uðið. Frammi fyrir Hey-
ward stóð Fálkaauga sjálf
ur. „Suss, suss, segðu ekki
orð“, hvíslaði hann, „rauð
skinnarnir eru hérna rétt
fyrir utan“.
39. „Hvernig stendur á
þér hérna?“ spurði Hey-
ward. Fálkaauga sagði, að
hann hefði ráðist á galdra
lækni húronan’na, sem
klæddur var í bjárnar-
ham og tekið búning hans
traustataki. „En hlustaðu
nú á“, sagði Fál'kaauga,
„áðan sagði Davíð: „Hún
er hérna rétt hjá“. Hann
hlýtur að hafa átt við Al-
ísu. Svona björn, eins og
ég er, verður að kunna að
klifra. Eg ætla að klifra
yfir skilrúmið hérna og
sjó, hvað er hinum meg-
in“.
Skömmu síðar kom
björninn aftur. „Alísa ligg
ur sofandi í herbergi
hérna við hliðina á þessu.
Þvoðu nú málninguría af
þér og farðu til hennar",
sagði Fálkaauga. Hey-
ward lét ekkj segja sér
þetta tvisvar, og skömmu
síðar lá hann á hnjánum
við rúm ungu stúlkunnar.
Hún var glöð við að sjá
Heyward, en allt í einu
var hönd lögð á öxlina á
honum. Þegar hann leit
við, horfðist hann í augu
við Magúa.