Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORG VNBL AÐlb Sunnudagur 5. nóv. 1961 Cftgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: A.ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. AÐ LIFA EÐA DEYJA T i f i kommúnistaflokkur Sovétríkjanna! Lifi hinn sigrandi sósíalismi!“ Hver er það sem hrópar þetta gegnum gnýinn af her- sprengjum Rússa? — Hann heitir Guðmundur Vigfússon, maðurinn, sem kommúnista- deildin íslenzka sendi til Moskvu til að tjá Krúsjeff hollustu sína á hverju sem ylti. En hvað segja þá hin til- vitnuðu orð þessa Moskvu- kommúnista? Þau segja í rauninni: Lifi helsprengjurn- ar, lifi helrykið, lifi glæpa- verkin, sem upplýst er að framin hafi verið. Meira af slíku, við munum styðja það. „íslenzki verkalýðurinn fagnar einlaeglega sókn yðar að leiðum sósíalismans. Félagar! Heill og hamingja fylgi starfi yðar og baráttu, sem hefur að markmiði fram kvæmd fegurstu og stærstu hugsjónar, sem mannleg hugsun hefur af sér getið“. Einnig þetta sagði sendi- maður fimmtu herdeildar- innar á íslandi: Heill og ham ingja fylgi helsprengjunum. Meiri morð í nafni hugsjón- arinnar. Á meðan sitja félagar þessa manns í bæjarstjórn Reykjavíkur og berjast um á hæl og hnakka til að hindra að ráðstafanir séu gerðar til verndar ungmenn- um, vegna hættu þeirrar, sem stafar af ógnarsprengj- unum, sem fagnað var með áköfu lófataki austur í Moskvu. Guðmundur Vigfússon fæst ekki til að svara því, hvort hann hafi fagnað helsprengj- unum, hvort hann hafi hróp- að húrra, þegar hann var upplýstur um það — sem hann raunar vissi fyrir — að hann hefði frá blautu barns- beini þjónað einhverjum mesta glæpamanni veraldar- sögunnar, Jósef Stalin. En þögn hans er hrópandi. Það vita nú allir, að ein- mitt þetta henti í Moskvu. Ástæðan til þess að hann svarar ekki er sú, að hann gerði sig sekan um það að klappa arftökufn Stalins lof í lófa og þorir ekki að játa það, þegar heim kemur. — En er ekki tími til þess kom- irm, að íslenzka þjóðin afmái þann smánarblett að kjósa slíka menn til áhrifastarfa í islenzku þjóðlífi? ER VERÖLDIN FÁTÆKARI ? rTngverskt skáld spyr í einu ^ ljóða sinna, sem fjallar um dauða einræðisherra: Er veröldin fátækari vegna horf ins þrælsótta dagsins og hinna hryllilegu nótta? Og hann svarar: Nei. Ekk- ert land verður fátækara við fall einræðisherra. Það vita engir betur en rithöfundarn- ir, því að þeirra köllun er að standa vörð um mannrétt- indin, lokka fram þá fegurð ljóðsins, sem getur leitt okk- ur út úr myrkrinu. Af þeim sökum eru bókmenntirnar skæðasti óvinur einræðis. — Þetta vissi Stalin. Á stjórn- arárum hans var öll list í Sovétríkjunum drepin í dróma, bækur bannaðar, höf- undar læstir inni í fangels- uhíýTnargir drepnir. Við fall hans hefur fátt breytzt. — Staða rithöfundarins undir ráðstjórn er hin sama, ótti valdhafánna við bókmennt- irnar óbreyttur. — Enginn skrifar skáldsögu eins og hann langar til, heldur eins og stjórnin vill. Enginn seg- ir það sem honum finnst, heldur það sem honum á að finnast. Öruggasta leiðin til þess að vera nokkum veginn óhultur er sú að hætta að skrifa og snúa sér að stærð- fræði. Skipulagið breytist ekki, þótt einstaklingurinn hverfi. Kommúnismi kallar á einræði. Án milljónaherja, án 50 megalesta vetnissprengja er það dauðadæmt. Og svo krefjast valdhafarn ir þess að rithöfundar séu í nánari tengslum við lífið. — Fúrtseva sagði á flokksþing- inu, „að það væri slæmt, hve margir rithöfundar byggju í Moskvu. Þeir væru þá í svo lausum tengslum við lífið“. Og minni spámennirnir feta í fótspor meistarans, þannig sagði Sjolokov (ef taka má Þjóðviljann sem heimild), „að það sem á vantaði í sov- ézkum bókmenntum 'sé nán- ari þekking og tengsl rithöf- undarins við lífið“. Hvaða líf? Auðvitað komm únisminn, því að annað líf þekkja þeir ekki á þessum jarðarskika. Sjolokov hefur ríkan metnað til þess að vera nefndur með stórskáld- um. Hann skrifaði fyrir Stalin á sínum tíma, nú skrif ar hann fyrir Krúsjeff. Það þykir mikill skáldskapur. — Þegar Krúsjeff fór til Banda ríkjanna í opinbera heim- sókn, tók hann Sjolokov með sér. Þegar Krúsjeff fór utan á fund Allsherjarþingsins í fyrra, tók hann Kadar með sér. Ætli hann geti ekki líka fjargviðyazt um lífið — mað- urinn, sem stjórnaði dauðan- um í Ungverjalandi? J Lífseigasta dýr veraldar Berið virðingu fyrir skjaldbokunum SKJALBBÖKURNAR eru al- gjörlega misheppnaðar fyrir bardaga eða flótta. Heilabú þeirra er ekiki upp á marga fiska. Þær heyra sama og ekk- ert og sjón þeirra er slæm. Lyktartilfinningin er ekker að státa af. Og þó, þær eru e. t. v. bezt heppnuðu dýrin í sögu heimsins. Skjaldbökurnar eru elztar allra hryggdýra. Þær voru hér á jörðunni löngu undan hinum ægilegu dinosaurum, og þær hafa ekki breytzt mikið í 200 milljón ár. Dýr, sem halda sér lifandi með hraða, slægð, styrk eða næmum skilningarvitum, hljóta að furða sig á, hvernig skjaldbökurnar gera það. SannleÍKurinn er sá, að þær viðhalda lífinu með því að gera ekkert. Ef skjaldbakan skynjar hættu, er hún sam- stundis komin innanhúss. Ein algeng skjaldbökutegund get- ur lokao sig svo fast í skildi sínum, aö ekki einu sinnLhnífs blað getur komist inn í sam- skeytin. Skjaldbökurnar eru marg- breytilegar. Sumar verða aldrei stærri en krónupening- ur meðan aðrar, sem sveima í hit.abeltishöfunum Og eru kallaðar ieðurbök, geta náð allt að % úr tonni í þyngd. Til eru bæði land og sæskjald bökur, og eru sæskjaldbökurn ar straumlínulagaðri, en þær geta ekki dregið fæturna inn. Margar sögur eru til skjald- bökurnar. Sumar eru sannar. Sú fullyrðing, að skjaldbök- urnar séu seinar í svifum, er ekki rétt Sæskjaldbökur, þeg- ar þær setja á fulla ferð, geta synt hraðar en flest af okkur geta hlaupið 100 metrana. Þær hafa verið mældar syndandi 10 metra a sekúndu, en það gerir nákvæmlega 10 sekúndur' sléttar á 100 metrunum, eða sama og heimsmetið er núna í dag. Ef yður hefur verið sagt, að skjaldbökurnar séu mjög langiífar, þá er yður óhætt að trúa því. Því venju- leg lítil landskjaldbaka getur náð 75 ára aldri. Risaskjald- bakan í Galapagoseyjum, sem kapteinn Cook gaf á sínum tíma til Longa, eru nú áiitin vera meira en 200 ára gömul. En það er meira: Hún hefur lifað af tvo skógarelda,, þungt spark frá hesti og árekst ur við vagn. Undanfarin ár hafa sæ- skjaldbökur verið mikið veidd ar, og auk þess minnka stöð- ugt þær strendur þar sem skjaldbökurnar geta átt egg sín í friði. Að þær skuli ekki nú vera miklu sjaldgæfari en raun ber vitni, ber vott um og sannar enn einu sinni hinn undraverða hæfileika þeirra að halda við kynstofninum þrátt fvrir mótlæti. Það eru nú uppi hreyfingar í Bandarikj- unum, stm berjast fyrir því, að skjaidL-ökunum verði ekki algerlega útrýmt. Helzta verk- efni þeirra er, að fá skjaldbök urnar tii þess að verpa eggj- unum aftur á þeim ströndum, sem þær hafa yfirgefið, en nú hafa verið friðlýstar. Nú er það svo, að skjaldbökurnar verpa aðeins þar, sem þær komu sjálíar í heiminn, svo eina ráðið er, að flytja egg á milli stx’andanna, og það er það sem gert er, Og hefur það þeg- ar gefið góðan árangur. Skialdbökurnar eru mest veiddar í net, en sumir inn- fæddir í Kyrrahafinu leggja líf sitt í hættu við að berjast við þær í sjónum með berum höndunum. Ef þeir halda í frambrún skjaldarins, þá getur skjaldbakan ekki stungið sér í kaf. Þegar Kolumbus fór í annað sinn yfir hafið til þess að líta yfjr sinn nýja heim, varð hann áhorfandi af því, hvernig innfæddir notuðu ákveðna tegund af fiski til þess að veiða fyrir sig skjald- bökur. Var það ekki ósvipað því þega; fálkar eru hafðir til þess að veiða fugla. Hinir innfæddu festu linu í fiskinn nafn hans er remoras, og þeir koma auga á sofandi skjald- böku, slepptu þeir fiskinum, sem reðst að skjaldbökunni og festi sig við skjöldinn. Svo fast hé.t fiskurinn, að hægt var að draga inn fiskinn ásamt skjaldbökunni með hinni áföstu línu. Þetta voru nokkurs slags neðansjávar- fálkaveiðar, og eru þær til enn þann dag í dag. Skjaldbökurnar eru mjög meinlausar í eðli sínu. Hin tveggja feta breiða skjald- bökutegund í Mississippi daln um í Banáaríkjunum er þó al- gjör undantekning. Hún til- heyrir i’lokki, sem kallast snappers, en þeir virðast vera í slæma skapi allt frá eggi til súpupottsins. Skjaldbakan í Mississippi dalnum, er fræg fyrir lélega sundmennsku, eyðir mestu úr deginum iiggjandi í leyni við botn einbvers vatns. Þar opn- ar hún sinn kröftuga munn og rekur tunguna út úr sér. Tilgangurinn er þó.ekki sá að hrella neinn, heldur sá að veiða sér fisk til matar. Tung- an, sem lítur út eins Og venju- legur orrnur, er mjög freist- andi agn fyrir hungraðan fisk. Og ef nann bítur, þá er eins gott fyrxr hann að biðja sína síðustu bæn. Skjaldbakan heggur með hraða höggonns- íns. Hvermg er bezt að taka upp slíka skjaldboku? Gríptu í skottið, lxalann eða rófuna, eða hvað sem það nú heitir, en passaðu þig að hafa skjald- bökuna nógu langt frá fót- leggjum sinum. Hún bítur nefnilega íast. Nýlega átti það sér stað, að 7 kílóa skjaldbaka beit sig fasta við hönd tíu ára drengs. Læknir, lögreglan og brunaHðsmenn reyndu örvænt ingarfulit ða losa kjálka skjald bökunnar frá drengnum, en ár angursiaus. Að lokum var reyndu skjaldbökusölumaður kallaður til staðar, Hvernig fór hann að þvf að leysa drenginn úr prísundinni? Hann kitlaði skjaldbökuna með fjöður! Björgvin Hólm. Verzlimarmenn mótmæla spreng- ingum Rússa STJÓRN Landissambands ís- lenzkra verzlunarmanna hefir gert eftirfarandi samþlkkt. „Landssamband íslenzkra verzl unarmanna mótmælir harðlega hverskyns tilraunum með kjarn- orku- og vetnissprengjur í gufu- hvolfinu vegna þeirrar gífurlegu hættu sem lífi pg heilsu manna er af þeim búin. LÍV /ill fyrir sitt leyti leggja sérstaka áherzlu á mótmæli sín nú vegna þeirra glæp.samlegu tilrauna með kjarnavopn sem að undanförnu hafa átt sér stað í Sovétrík j unum. Þungri ábyrgð er lýst á hend- ur þeim mönnum sem með slíku atferli varpa skugga dauða og tortímingar yfir mannkynið. íslendingar verða á alþjóða- vettvangi að leggja sig alla fram um að komið verði á algjönx banni við tilraunum með kjama vopn og að því banni verði fylgt eftir með strangasta eftirliti“. í gær hófust sýningar í Hafnarfjarðarbiói á þýzku myndinni „Grand Hotel“ eftir hinni heimsfrægu sögu Vicki Baum. Kora sagan sem framhaldssaga í Mbl. fyrir nokkrum árum. Einn- ig var sagan kvikmynduð fyrir 27 árum og lék Grete Garbo þá balletstjörnuira. í þessari nýju mynd leikur franska leik- konan Michéle Morgan aðalhlutverkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.