Morgunblaðið - 12.11.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 12.11.1961, Síða 1
36 siður Og Lesbok 48. árgangur 257. tbl. — Sunnudagur 12. nóvember 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsini Einhugur um grund- vallaratriði Frd fyrra degi ráð- herraíundarins í Finnlandi Hanko, Finnlandi, 11. nóv. Einkaskeyti til Mbl. frá AP 1» R Á T T fyrir mismunandi skoðanir norrænna manna í ýmsura efnum, mun ávallt verðá fleira, sem sameinar þá en stundrar þeim, sagði Martti Miettunen, forsætis- ráðherra Finnlands, er hann setti ráðstefnu forsætisráð- herra Norðurlanda hér í morgun. „Samstarf vort hvíl- ir á grunni nábúavináttu, sem ekkert getur breytt“, sagði hann enn fremur, „og á miklum samgangi yfir frjálsustu landamæri í heimi“. Forsætlsráðherrarnir k o m u saman á þessum litríka stað í býtið í morgun til þess að ræða samningsuppkast að nánari sam- vinnu Norðurlanda á ýmsum sviðum í framtíðinni. — Eftir fyrsta fundinn, sem stóð um tvær klukkustundir, var því lýst yfir af hálfu ráðherranna, að samkomulag ríkti um öli grund- vallaratriði viðræðnanna. — Viðræðurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum í hinu nýtizku- lega Regattahóteli. Það stendur hér fremst frammi á skaganum, sem laugast vindum, er berast inn yfir Iandið frá Eystrasalti. ■fc Að slaka ekki á! Tage Erlander, försætisráð- herra Svíþjóðar, sagði I morgun við fréttamann AP: „Höfuðtil- gan.gur viðræðnanna er í raun- inni að tryggja það, að ekiki slakni á norrænu samstarfi að neinu leyti — og að athuga leiðir til þess að auika samstarfið veru- 'lega, á grundivelli þeirra nánu tengsla Norðurlanda, sem þegar hefir verið komið á“. — Erlander lagði áherzlu á það, að nýleg orð sending Sovétrilkjanna til Finn- lands varðandi samræmingu varna hinna tveggja ríkja, væri utan dagskrá ráðherrafundarins, enda hefði hann verið áikveðinn Framh. á bls. 2. olotov fluttur heim sem fangi Vai í næturlest, er kom við í Varsjá, en I farið með það, sem „Hernaðarleyndarmár' Varsjá, 11. nðv. — (AP) — MOLOTOV, fyrrum utanrík- isráðherra Sovétríkjanna (og nú yfirlýstur „flokksfjandi" af Krúsjeff) fór um Varsjá í morgun, á leið heim til Sovétríkjanna frá Vínarborg, þar sem hann hefir undan- farið átt sæti í sendinefnd Sovétríkjanna á fundum AI- þjóða-kjarnorkumálastofnun- arinnar. Næturlestin, sem Molotov og kona hans ferð- ast með, hafði 1 klst. og 20 min. viðdvöl í Varsjá — en þess var gætt sem strang- asta leyndarmáls, að Molo- tov væri í lestinni. Gert er ráð fyrir því, að Molotov verði rekinn úr kommúnistaflokknum, þegar hann kemur heim til Moskvu, en háværar kröfur komu fram um það á nýafstöðnu flokksþingi, að bonum og öðrum „flokksfjendum“, svo sem Malenkov og Kagano- vitsj, yrði vikið úr flokknum. Einnig er búizt við, að hann verið sviptur stöðu sinni í Deilan um Vínland harönar ( ÞESSI mynd var tekin í 1 fjpmnmin. er forsætisráð- gæmorgun, er forsætisráð- herrar Norðurlanda komu saman til viðræðna í Han- ko í Finnlandi. Á mynd- inni sjást fremst, talið frá vinstri: Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, Erik Eriksen, fyrrverandi for- sætisráðherra Danmerkur og einn af ráðgjöfum dönsku sendinefndarinnar nú, og Viggo Kampmann, forsætisráðherra Dana. •— (Símamynd frá Hanko) — kjarnorkumálanefndinni i Vín. • Engin móttökunefnd Molotov og kona hans voru í rússneskri næturlest, sem kom til Varsjár í morgun frá Vínar- borg. Ekki bólaði á neinura sovézkum eða pólskum stjórnar- fulltrúum á járnbrautarstöðinni til þess að taka á móti hinum „tigna“ gesti — enda hreyfði hann sig ekki úr svefnvagninum allan tímann. Lestin var reynd- ar látin standa á hliðarspori á stöðinni og engum leyft að yfir- gefa hana. Kom hún ekki inn á aðalsporið fyrr en rétt áður en hún ók út af stöðinni. Framn. á bls. 2. Kawpmannahöfn, 11. nóv. (Frá Páli Jónssyni) ÁGE Roussel safnstjórl seg- ir, að Helge Ingstad hafi ekki getað grafið upp rústir 6—7 húsa á Nýfundnalandi á liðnu sumri, svo forsvaran- legt sé, á þeim stutta tíma, sem hann hafi verið þar. Þá dregur hann og mjög í efa, að það hafi verið rústir af híbýlum norrænna manna, sem Ingstad fann. Roussel segir: — Sam- kvæmt því, sem blöðin hafa haft eftir Ingstad, virðist allt málið þoku hulið. Við höfum Roussell telur keriningar Ingstads byggðar á sandi. Kristján Eldjárn: — Bíðum nánari upplýsinga ekki heyrt, að Ingstad hafi fundið ncina muni, sem að- eins gætu verið frá norræn- um mönnum komnir — held- ur virðist hann aðeins hafa fundið rústir, sem líkjast hinum íslenzku gangahúsum. Ef þetta er rétt, segir safnstjórinn enn fremur, geta umrædd hús ekki stað- ið í neinu sambandi við Leif Eiríksson, því að á hans tíma þekktist ekki þessi húsagerð. — En þá er spurn- ingin: Hverjir hafa þá reist „hús Ingstads“? Ef til vill franskir sjóræningjar á 17. öld? ■Jc Ummæli Kristjáns * Eldjárns Mbl. sneri sér til Krist- jáns Eldjárns, þjóðminja- varðar, og spurði um álit hans á fyrrgreindum ummæl- um Roussells. Þjóðminjavörð- ur sagði, að samkvæmt at- hugunum íslenzkra forn- minjafræðinga, hefði Rous- sell rétt fyrir sér í því, að um árið 1000 hefðu bæir með göngum ekki tíðkazt meðal norrænna manna. —• Hins vegar sagði Kristján Eldjárn, að fréttir af fundi Helge Ing- stad á Nýfundnalandi væru enn svo óljósar og þoku- kenndar, að ekki væri unnt að mynda sér ákveðna end- anlega skoðun á því, hvað hann hefði raunverulega fundið þar. — Hann hefði — samkvæmt blaðafregnum — dvalizt það skamman tíma á Framhald af bls. 2. Gæzlumenn- irnir flýja BEKLÍN, 11. nóv. (AU) — Yfirvöld í Vestur-Berlín hafa greint frá því, að frá því um miðjan ágúst sl., þegar austur- þýzku stjórnarvöldin hófu liin ar einstæðu ráðstafanir sínar til að hefta flóttamanna- strauminn til vesturs, hafi um 200 a-þýzkum landamæravörð um tekizt að komast vestur yfir, þrátt fyrir múrveggi og gaddavírsgirðingar kommún- ista. Er hér bæði um að ræða menn úr „alþýðulögreglunni" (VOPO) og herverði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.