Morgunblaðið - 12.11.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.11.1961, Qupperneq 8
8 MORCVNBL4Ð1P Sunnudagur 12. nóv. 1961 TORQUILLA Torquilla insonjedos semninas ory che okpoche Reosilga mannere ospere Drega trýga vjeda Monju drötraja ... o. s. frv. SIÐART hluta október mánaðar 3.1. var frumflutt í Arósum nýtt tónverk — Oratoríum fyrir ein- söngvara kór og hljómsveit eftir danska tónskáldið Niels Viggo Bentzon — verk, sem byggt er á áhrifom tónskáldsins af kvik- myndmni „A ströndinni“, sem gerð var e.ftir samnefndri sögu eftir Nevil Shute — en hún hef- ur komið út 5 íslenzkri þýðingu á vegum Almeiuia Bókafélagsins. Verkið segir frá eyðingu mann- kynsins af völdum kjarnorku- sprenginga og örvæntingu hinna síðustu lifandi manna, meðan þeir bíða hins óhjákvæmilega dauða. Verk Bentzons nefnist „Tor- quilla", sem þýðir „Hin hvíta sól“. Bentzon hefur sjálfur sam- iö textana sem eru einskonar hljóðmai, merkingarlaust með öllu. Verkið var, sem fyrr segir, fyrst flutt á hijómleikum í Arós- um af borgarhljómsveitinni þar óperukór Arósa og fjórum ein- söngvurutn undir stjórn Pers Dreiers. Þar næst var verkið flutt á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október sl. og um mánaðamót sl. í danska útvarpið. Bentzon segir sjálfur, að hug- myndin úr sögunni sé yfirfærð í tónverkið, en það byggi ekki á neinu sérstöku atviki framar öðr um. H%pn kveðst nota hljóðmál- ið, til þess að söngvararnir fái söngfræðilega góðan texta og hafi þeir sagt sér eftir æfingar á verk- inu að vart geti þeir hugsað sér þægilegri texta til söngs. Hug- myndin með þessu hljóðmáli er þó sú fyrst Og fremst, að raddirn- ar verki sem hljóðfæri í sjálfu sér og skapi ásamt hljómsveitinni tónastemringu einstakra mynda. Bentzon segir: Hljóðmálið varð til í sköpun verksins jafnhliða tónunum sjálfum og á einum stað, þar sern ég hafði gleymt að mynda textann samtímis, gat ég elcki bætt honum inn á eftir, svo mér líkaði. Þetta kom allt svo eðli lega eins og af sjálfu sér — ég veit ekki hvernig. Nú þurfa hvorki söngvarar ná áheyrendur að velta fyrir sér merkingu ein- stakra orða textans og maður losnar við misjafnar þýðingar hans við fiutnmg erlendis. Þrjú orð skipta höíuðmáli í verkinu þ. e. „Torquiila", sem þýðir „hin hvíta sól“ og er tákn lífsins, „Semninas" merkir eyðimerkur vindinn seni ber með sér geisla- skýið og ,.Nitjidaire“ er nafn á japönskum kafbáti. Verkið er í tveim þattum — sjö myndir í hvorum þæí ti og flutningur þess tekur um hálfa klukkustund. Það er veigamesta verk tónskáldsins til þess, — ög hið erfiðasta, segir Bentzon. Þegar eg var hálfnaður varð ég að gefast upp Efnið tók af mér vöidin Og skelfdi mig. Þess vegna lagði ég það frá mér um tíma — þar til r:ér fannst ég nægilega styrkur til að byrja að nýju. • Hinn brennandi spurning: Líf eða dauði? Aðspurður, hvort í verkinu hrærðist einhver sérstök stjórn- málaskoðun, sagði Bentzon. — AlJs ekki, aðeins það sem liggur í sjálfu ritverki Shutes — nokkuð hef ég dregið frá og öðru bætt við án þess hugmyndin breytizt nokkuð. A ströndinni standa nokkrar manneskjur og horfa kvíðafullar út á hafið. Eyðimerk- urvindurinn kemur að norðan og kvíðinn fyrir dauðanum eykst. Kórarnir hefja verkið og út úr hópnum gengur kona og syngur löfsöng ti'. sólarinnar. Ríkið gefur strangar fyrir-skipanir um hvernig fólk skuli haga sér, en þá kemur kafbáturinn Nitjodaira í ljós og fólkið fer á brott með honum austur á bóginn undir kveðju- söngnum Oie Ale — lýkur þar með fyrri hluta. I öðrutn þætti er Nitjodaira á leiðinni og leitast höfundur þar við að gefa tónmyndir af lífinu um borð. Það er ekki alltaf skemmtilegt, íólkinu leiðist Og það er órótt. Einn karlmannanna drekkur sig fullan og syngur drykkjusöng, sem lýkur í lofsöng til mánans. Fólkið finnur ekki það griðland, sem það leitaði en kafbáturinn nær aftur til strandarinnar þar sem borgin birtist í hvítri morgunþokunni — sú sýn ieiðir að lokaþætti verks- ins, áskoiuninni og aðvörunni til Niels Viggo Bentzon og rauffhærða konan hans. „Eg kæri mig kollóttan sem þaff kemur ekki niffur á slarfinu. svo framarlega, I - - Oratorium með merk- ingarlausu hljdðmáli mannkynsins Efnið er hin brenn andi spurnig um líf eða dauða. # Fremsta tónskáld Danmerkur Niels V. Bentzon er án efa það nútímatónskáld Dana, sem þekkt- ast er utan heimalands síns. Hann hefur hlotið alheimsviðurkenn- ingu, verk hans verið leikin víða á tónlistarhátiðum erlendis og vakið mikla athygli. Ur því að við fórum að segja frá þessu nýja stórverki Bentzons, væri ekki úr vegi að skyggnast ofurlítið inn í einkalíí hans. Fyrir nokkru átti einn af íréttamönnum danska blaðsins A.ktuelt samtal við Bentzon og konu hans — þriðju konu hans, sem hann kvæntist fynr rumu ári. Hér verður sam- talið rakið í lauslegri þýðingu og nokkuð stytt. ★ Frú Birthe Bentzon bendir á mann sinn Svo hlær hún hátt og innilega: — Getið þér hugsað yður hann Niels Viggo sem barn? Lítill bolti á koppnum? Eg reyni að sjá hann 1 heild, það getur verið torvelt. — Niels Viggo Bentzon, sem lítinn hnött- óttan snáða á köppnum? Hug- myndin er heillandi, en fráleit. En maður gctur reyndar aldrei imvndað sér, að danskir villimenn hafi notað bleyjur. Sannleikurinn er þó sá, að villi- maðurinn frá Hornbæk hefur eitt sinn verið iítið barn og það var aðeins tilviljun, að hann óx upp og varð fuiiorðinn. Það var þeg- ar hann var fimm ára. Hann hafði verið svo óskaplega óþekkur, að ein góð vjnkona hússins, Anne- Marie Kelmany, tók hann á hand- legg sér, gekk út á svalirnar og hugsaði’ Nú lætur þú hann detta. — Hún hugsaði mélið ofurlitla stund, en iæcídist svo með hann inn i st.>íuna aftur. — Þetta segir Bentzor: sjálfur og sé sagan sönn, er þessi ágceta kona að nokkru þýzkra handverksmanna, sem seint á átjándu öld fluttust til Danmerkur — en allt í einu varð ættin músiköísk, því einn af fjöl- skyldunni varð hringjari í Hels- íngör. Sá hét Benzionos. En það var fyrst árið 1860 sem fjölskyld- an fer að njóta álits og virðingar og verða nú Bentzonar hver af Hús tónskáldsins í Hornbek. Bentzon viff styttu föffur síns t. v. og við hljófffæriff t. leyti ábyrg fyrir þvi, að þessi viíiimaíur ger.gur enn laus í Dan- mörku cg hefur jafnvel farið langt út fyrír mörk þess lands, músik hans fiýgur landa í milli. Þegar verk h@ns eru kynnt vik- um saman i Bandaríkjunum raula Parísarbúar lög hans fyrir munni sér, en á meðan situr hann sjálf- ur við skrii'borð sitt í Hornbæk og seniur músik fyrir Konung- lega leikhúsið í Höfn við Mac- beth, eftir þann gamla meistara Shakespeare. Húsið í Hornbæk liggur rétt við vatn í stórri landareign, — gróð- urinn þar heíur fengið að vaxa jafn vil.c og skeggið kompónist- ans. Hei tekur Bentzon á móti okkur, kiæddur svartri duggara- peysu — hann hefur klætt sig uppá, þvi von var á ókunnugum. Þar serr. hann situr undir brjóst- myndinni af föður sínum dr. juris Viggo Bentzon er helzt að sjá, sem þfrir séu tviburar — annar oara lifað slerkara lífi. . . . Af samtalinu er ljóst, að í fjöl- skyldu Bentzons renna saman margar merxar danskar ættir en þeirra kunnastar eru sennilega ættirnar Drachmann og Hart- mann. Að sögri tónskáldsins eiga Bentzonarnir rætur að rekja til öðrum landsinspektörar og etas- ráð Og eignast mörg hús í Horn- bæk. Aftur á móti er ekki unnt að rekja ættartöfluna lengra aft- ur en trl 1780 og kennir tónskáld- ið þar um órykkjuskap, einhvers ættföðurins. — Það var slæmt, að hann skyldi ekki vera „edru“, þá hefði verið hægt að rekja ættina miklu lengra — þess í stað verð ég að láta mer nægja að státa af ætt- inni Bang, sem rekja má til 12. aldar. Var það annars- fleira, fréttamaður, sem þér vilduð vita? -— Það væri gaman að vita eitt hvað um konuna yðar. — Húii er rauðhærð. — Hvað vitið þér annað um hana? — Hún heitir eins og eftirlætis konjakið nútt. Hún heitir . . . — já, ég held ekki ég taki á mig þá ábyrgð að auglýsa eftir- lætiskonjakið yðar, Bentzon. — jæja þa, hún heitir Larsen. • „Eg kæri mig kolióttan--------“ — Þér lítiö út eins og maður, sem gæti siegið uxa niður í einu höggi. — Eg hef aldrei verið fyrir slagsmál. Lét frænda hans pabba það eftir. hann var amtsforvalter i Assens og ægilega sterkur. Þegar honum sinnaðist við smið- inn í Assens fleygði hann honum upp á húsþak, það er alveg satt, stemningin var þannig í gamla daga. Hann átti nokkra baldna stráka. Einu sinni kastaði einn þeirra peru i hausinn á honum Og hann ætlaði að fara að skamm ast, en sagði — helv .... var þetta vel kastað hjá þér strák- ur. . . . Við höfum setið og rabbað saman í dagstofunni, en nú fer Niels Viggo Bentzon fram í eld- húsið og nær í rauðvínsflösku, sem er hlutfallslega jafnstór og hann sjáifur. Síðan sezt hann í kringum boiðið og við setjumst iíka. — Hversvegna giftust þið? — Af því við kunnum vel við kunningja hvors annars., höfum sama smekk fvrir fólki, — þó svo ég hafi enga list- hneigð skýtur frúin inni. — Hún hetur það, sem mest er um vert, segir tónskáldið, hún hefur ti finninguna fyrir list og er blessunarlega ófróð um tæknileg- ar hliðar hennar. Hún segir: Fyrir mér er vinna hans hið mikilvægasta, allt annað kemur jiar á eftir. — Er ekki erfitt að vera gift honura? — Nel, har.n er hvorki erfiður né fáskiptinn. — Það ?r nú ekki rétt, tautar Bentzon, ég ei fjandanum eigin- gjarnari. — Og þér kunnið vel við hana, Bentzon? — Að íinna hana, var eins og að finna nal í heystakki. Við erum bæði komin yfir æsku árin og höfum séð sitt af hverju, góöu og illu. .Maður lítur orðið Síffasta atriffi kvikmyndarinnar „A stróndinni“ sem gaf Bent- zon hugmyndina aff verkinu, öðrum augurn á tilveruna. Nú er svo komið, að maður veit aðeins um líðan sína á hverju því andar taki sem líður. Já ég hef verið kvæntur þiisvar sinnum og tel skilnaði.ia nú ómissandi lið í lífs- reynslu minni En í hvert skipti sagði ég við sjálfan mig. Þetta er fyrir lífstíð, maður á aldrei að kvænast nema vera viss — en fjandinn hiroi mig fyrir lífstið. — ■ Það er enginn vafi, að sumt fólk kemst ekki hjá skilnaði, — en skilnaður er alltaf skipbrot gjaldþrot. — Hvað, ef þér gætuð lifað líf- inu aftur7 — Eg myndi gera nákvæmlega Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.