Morgunblaðið - 12.11.1961, Qupperneq 13
Sunnudag'ur 12. nóv. 1961
MORGVNBLAÐ1Ð
13
Umbrotin í Öskju
Við fregnirnar af eldsumbrot-
unur í Öskju hafa menn leitt
Ihugann að hörmungum þeim,
sem íslenzka þjóðin leið fyrr á
öldum vegna náttúruhamfara. Þá
gátu orð eins og „eldur í Öskju“
Iboðað það, að heil byggðarlög
leggðust í auðn og jafnvel að
Iharðseri yrði um land allt.
Enn í dag eiga menn að forð-
ast að hafa í flimtingum ógnar-
maátt eldstöðva og hörmungar á
borð við Móðuharðindi. Öskju-
gosið minnir okkur á nálægðina
við þann kyngikraft, sem enginn
mannlegur máttur fær við ráðið,
J>rátt fyrir allar framfarir og
tækni, þótt svo giftusamlega hafi
nú til tekizt að ekki virðist ætla
að verða tjón af gosinu.
r
Oonir
af mannavöldum
En það eru aðrar ógnir, af
mannavöldum, sem íslenzká þjóð
in stendur frammi fyrir eins og
allar þjóðir aðrar, hætturnar af
laga, en um langt skeið hefur
sú venja tíðkast hér að fram úr
vandasömum málum hefur verið
ráðið með setningu bráðabirgða-
laga, og er fjöldi dærna um það
frá tímuim altoa ríkisstjóma að
bráðabirgðalög hafi verið sett,
þótt deila hafi mátt um, hve brýn
nauðsynin væri.
Forsætisráðherra grt um það
i ræðu sinni, að engin ríkisstjórn
hefði sett eins mörg bráðabirgða
lög eins og fyrsta stjórn, sem
Eysteinn Jónsson átti sæti í, en
hann hefur samt gengið einna
lengst í að gagnrýna bráðabirgða
lög núverandi stjórnar. A einu
ári, 1936, hefði stjórn, sem Ey-
steinn Jónsson átti sæti í, sett
hvorki meira né mdnna en 13
bráðabirgðalög. Vinstri stjórnin
var líka ófeimin við setningu
bráðabiirgðalaga og þar með að
þinda kaup með slíkri löggjöf.
Viðreisnarstjómin hefur síð-
ur en svo gengið lengra en aðrar
ríkisstjórnir i setningu bráða-
birgðalaga og eru árásir stjórnar.
andstæðinga því haldlausar.
Ekki gegn
vilja þingsins
REYKJAVÍKURBREF
—.—-—--—- —-—-——. Laugard. II. nóv.
helsprengjum og geislaryki
heimskommúnismans.
Auðvitað trúum við því, að
þeim hættum verði bægt frá,
einnig hér. En sjálfsagt er
að gera allar þær öryggisráðstaf-
anir, sem í mannlegu valdi eru,
eins og boðað hefur verið af ríkis
stjórn og bæjaryfirvöldum.
Nálægðin við hætturnar á að
orka því, að ást okkar á landinu,
sögu og menningu þjóðarinnar
eflist. Hún á að verða til þess að
sérhver íslendingur geri sér
grein fyrir skyldum sínum við
ættjörðina, ekki með þjóðernis-
hroka heldur með virðingu fyrir
öðrum þjóðum. Við eigum að
efla íslenzka menningu, samhliða
því að við töfcum í ríkara mæli
þátt í alþjóðlegum samskiptum,
en umfram allt hljótum við að
vísa á bug áhrifum þeirra afla,
sem ofurselja vilja þjóðirnar
einhverri mestu ógnarstjórn
allra alda.
Mikil gróska er nú á flestum
sviöum menningar- og listmála,
nýjar bókmenntir eru daglegt
umræðuefni manna, myndlistar-
sýningum, að vísu misjöfnum að
gæðum, en mörgum ágætum
fjölgar ár frá ári, hljómleikar
eru sóttir af þúsundum manna,
ungum og gömlum, og leiklist-
inni fleygir fram.
Afmæli háskólans er haldið á
mesta blómatíma almenns
mennta og listþroska. Við þá há-
tíð varð Island stærra og fegurra
en áður, og ávextir hennar munu
verða stóraukin æðri menntun
í náinni framtíð.
Því verður að visu ekki neitað,
»ð skiptar skoðanir voru um það,
hvort háskólinn ætti að hagnýta
fé sitt til byggingar hins stóra
Háskólabíós, meðan mikill skort-
ur er á stórauknum vísindarann-
sóknum og fultkomnari aðstöðu
til æðstu séi menntunar. En úr
l>ví að bygging þess var ráðin,
ber að fagna því að háskólinn
ekuli hafa gert hús sitt þannig
úr garði, að þar er nú fullkomin
hljómleikahöll, sem enn mun
auka hljómlistarþroska þjóðar-
innar.
Nýtt leikhús
Hljómleikahöllin er risin og
þá taka við ný verkefni á lista-
eviðinu. Auðvitað eru viðfangs-
efnin mörg og áhugi manna fyrir
þeim misjafn, en óumdeilanlegt
er þó að eitt er það félag, sem
lengst og' bezt hefur miðlað höf-
uðborgarbúum og raunar lands-
mönnum öllum bæði list og
skemmtím, Leikfélag Reykjavík-
ur.
Árlega er gífurlegu fé varið til
Þjóðleikhússins og má vera að
ekki sé unnt að komast hjá nein-
um af þeim útgjöldum. En á
sama tíma verour Leikfélagið að
standa á eigin fótum og jafnvel
greiða skatta til Þjóðleikhússins.
Er aðbúnaður þess allur þð á
þann veg, sem alkunna er,' að
furðu gegnir að félagið skuli
ekki þegar hafa lagt árar í bát.
Þvert á móti hafa félagsmenn og
ýmsir velunnarar þess strengt
þess heit að hopa hvergi, heldur
byggja nýtt leikhús.
Reykjavíkurbær hefur gefið
fyrirheit um lóð fyrir leikhús
og vonandi verður unnt að á-
kveða staðsetningu hins nýja
leikhúss bráðlega, svo að óhik-
að sé hægt að haida áfram undir-
búningi byggingarinnar.
Eðlilegt er að menn spyrji,
óumdeilanlega hefði hft. Engin
deila væri um það, að ríkisstjórn
hvernig afla eigi fjár til hinnar
nýju byggingar. Morgunblaðið
telur að þar eigi ek-ki til að koma
beinir ríkis- eða bæjarstyrkir.
Það væri ekki í samræmi við
störf leikfélagsins fyrr og síðar
að ætla að varpa byrðunum á
aðra. Hinsvegar á að gera áhuga-
mönnum kleift að fara eigin fjár-
öflunarleiðir.
Þegar hafa tvö bíó verið byggð
í Reykjavík fyrir happdrættisfé,
annað að vísu útbúið sem full-
komin hl.jómlistarhöll, sem mjög
er til menningarauka. eÞssi kvik-
myndahús eru siðan rekin skatt-
frjáls í samkeppni við einkarekst
ur, sem allt kostar sjálfur og
greiðir geysiupphæðir í skatta.
Kið nýja leikhús mundi hins
vegar keppa við ríkisfyrirtæki,
sem styrkt er stórlega, eins og
áður var að vikið.
Fer varla á milli mála að meiri
ástæða hefði verið til að byggja
leikhúsið en bíó Dvalarheimilis-
ins og ættu þess vegna ekki að
þurfa að verða deilur um það,
að leikfélaginu yrðu sköpuð sam
bærileg aðstaða.
Listmunauppboð
En úr því að verið er að tala
um listmálefni, er ekki úr vegi
að víkja að öðru framtaki, sem
óháð er ríkis- eða bæjarfyrir-
greiðslu, þar sem eru listmuna-
uppboð Sigurðar Benediktssonar.
Listmunauppboðin hafa orðið
til að glæða áhuga almennings
á listum, og margt, sem vanhirt
hefur verið eða gleymt í fórum
fólks, hefur tekizt að hefja til
verðugrar vegsemdar og fjár.
Yfirleitt eru alltaf einhverjir
óvenjulegir munir á uppboðum
Sigurðar og þess vegna vekja
þau alltaf athygli.
Þar að auki eru listmunaupp-
boðin beint og óbeint til styrktar
li.-+amönnum. Myndlistarmenn
geta kcm;ð verkum sínum á
framfæri þar og fleiri og fleiri
fá ‘áhuga yrir listaverkakaupum,
sem aftur leiðir til beinna kaupa
frú listamönnunum sjálfum.
Fjármagn til
vísmdastarfsemi
Háskólann skortir mjög fé til
aukinnar vísindastarfsemi og
raunar eru rannsóknir á öllum
sviðum alltof skammt á veg
komnar hér á landi. Að þessu
málefni vék Steingrímur Her-
mannsson í ræðu -á Stúdenta-
félagsfundi.
Hann benti á, að stöðugt meira
fjármagn væri lagt til rannsókna
erlendis. í Bandaríkjunum verja
menn 2% af þjóðarframleiðslu
sinni til rannsókna og tilrauna,
Norðmenn 0,8, en við íslendingar
aðeins 0,3%. En auk þessa eru
þjóðartekjur Bandaríkjamanna
tvöfalt meiri á hvern íbúa en
okkar íslendinga.
Hjá því verður ekki lengur
komizt að hætta að líta á fé sem
varið er til rannsóknarstarfsemi
sem erfiðan útgjaldalið. Þar er
um að ræða beina og arðvænlega
fjárfestingu. Fjármagn það, sem
varið er til skynsamlegrar rann-
sóknarstarfsemi, kemur marg-
falt til baka á örskömmum tíma.
Erlent f járma«n
Á stúdentafundinum var ann-
ars fyrst og fremst rætt u: . er-
lent fjármagn. Er nú svc komið
að allur þorri manna óskar eftir
að sú sjálfsagða leið verði farin
að fá útlent áhættufé til lands-
ins. Gegn því standa nú orðið
fáir aðrir en kommúnistar, að
sjálfsögðu, og nokkrir afturhalds
samir nöldurseggir.
Öllum, sem eitthvað kynna sér
þetta mál, kemur saman um, að
af eigin rammleik getum við ís-
lendingar ekki hraðað tækniþró-
un hérlendis á borð við nágranna
þjóðirnar. Við erum þegar teknir
að heltast úr lestinni og við svo
búið má undir engum kringum-
Gróska
í meimmgarmáluin
Hvernig á að afla
fjár?
stæðum standa.
Að sjálfsögðu gætum við sömu
varúðar og aðrar hinar smærri
þjóðir. eins og t. d. Norðmenn,
enda eru ótal leiðir til að tryggja
að ekki komi til neinnar mis-
beitingar af hálfu þeirra erlendu
aðila, sem hér yrði heimilaður
atvinnurekstur.
Enginn efi er á því, að þessi
áratugur verður hið mesta fram-
faraskeið í allri sögu landsins, ef
réttilega er á þessum málum
haldið. Verkefnin eru ótæmandi.
Nú vantar aðeins að snúa sér að
þeim af fullri alvöru og ryðja
úr vegi úreltum fordómum.
Umræður um
bráðabirgðalög
A Al'þingi hafa að undanförmu
orðið nokkrar uraræður um
setningu bráðabirgðalaga og hafa
þar nokkrir spekingar stjórnar-
andstöðunnar látið ljós sitt skína.
Inntak máls þeirra hefur verið
iþað að ólöglegt hafi verið að setja
bráðaibirgðalögin uim að fela
Seðlabankanuim gengisskráningu.
Ætti þetta að byggjast á því að
ríkisstjómin tæki með bráða-
birgðalögurnuim af Al'þingi það
vald, sem það hefði haft til geng-
iisiskráningar. I þingræðu rakti
Bjarni Benediktsson forsætisráð-
herra í sundur rökleysur stjóm-
arandstæðinga. Hann skýrði það,
að ríkisstjórnin svifti Alþingi
engu valdi með þessu, þar sem
efni bráðabirgðalaganna vseri
það að ríkisstjómin fæli öðrum
aði'la að fara með vald, sem hún
óumdeilanlega hefði haft. Engin
deila væri um það, að ríkisstjórn-
in hefði með atbeina forseta
heimild til að gefa út bráða-
birgðalög milli þinga, ef hún
metur að brýna nauðsyn beri til
þess, þar á meðal til að kveða á
um nýja gengisskráningu.
Rí'kisstj órnin hefði fengið Seðla
bankanum það vald, sem hún
sjálf hefði haft eins og á stóð.
En auðvitað hefði svo Alþimgi í
hendi sér að fella þetta frum-
varp eða breyta því, ef það væri
andvígt þessari skipan, alveg eins
og það hefði, hvenær sem er
vald til að kveða sjálft á um
nýja gengisskráningu eða annað
fyrirkomulag hennar en nú hefur
verið ákveðið.
Ekkert vald
tekið af Alþingi
Allar fuMyrðingar stjómarand-
stæðinga uim það, að vald hafi
verið tekið af Alþingi, eru því
út í bláinn. Þegar Alþinigi ekki
situr hefur ríkisstjórnin með at-
beina forseta sama löggjafarvald
og Alþingi sjálft. Það er einungis,
ef stjórnarskráin felur Alþingi sér
stakt vald, sem ekki má taka
það af því með setningu bráða-
birgðalaga. Að öðru leyti er
bréðabirgðalöggj afinn óbundinn.
Auðvitað má rökræða um það,
hve langt bráðabirgðalöggjafinn,
ríkisstjórn og forseti, eigi að
ganga í setningu bráðabirgða-
Þá er því haldið fram, að ekki
hefði átt að setja þetta ákvæði
um gengisskráninguna, vegna
þess að Al’þingi hefði áður sýnt
að það væri andvígt því að Seðla
banikanium væri fengið þetba
vald. Þá fullyrðing’u hrakti for-
sætiisráðherra líka. Hann benti á,
að ríkisstjórnir tryggðu sér venju
samkvæmt þinigfylgi með samn-
ingum sitjórnmálaflokka og væri
ekkert við það að atbuga. Og
1950 hefði samstjóm Sjálfstæðis-
nmanna og Fraimsóknarmanina
tryggt sér þinglegan meiriihluta
1 fyrir því ákvæði, að gengisskrán-
ing skyldi fengin í hendur Lands-
bankanum og ríkisstjórn, og þar
að auki að gengið skyldi tekið
til nýrrar athugunar í hvert
skipti sem kauphækkamir yrðu.
Fyrir þessu var sem sagt fylgi
1950, þó að frá því yrði síðar horf
ið, vegna viðræðna. sem fram
fóru við stjórn Alþýðusambands
Islands. Og þáveramdi forsætis-
ráðhema, Steingrírrur Steingríms
son, ‘komst svo að orði: að þess-
ar ráðstafanir væru gerðar í
trausti þess að sýnd verði meiri
viðleitni til að grípa ekki til
róttækra ráðstafama fyrr en séð
yrði, hvernig ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar tækjust.
Akvörðunin var þannig bein-
línis gerð í trausti þess, að Al-
þýðusambandið tæki upp ábyrga
kaupgjaldspólitík, en forsendiurn
ar fyrir því að falla frá ákvörð-
un um að fela Landsbankanuim
gengiskráninguna 1950 eru auð-
vitað brostnar, eins og hvert
mannsbarn veit, því að verka-
lýðsfélögin hafa síður en svo sýnit
meiri ábyrgðartilfinningu en áð-
ur.
Allar fullyrðingar stjórnarand-
stöðunnar, sem hún endurtekur
nú dag eftir dag, eru því rök-
leysur og hrein firra, sem rnenn
þessir trúa ekki sjálfir, en halda
sig geta talið öðrum trú um,
þótt furðulegt megi það heita.
Heispreixgja