Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 12. nóv. 1961 MORGV'NBLAÐIÐ 15 félag Siálfslæðismanna í laun]iegasamtökum. Aðalf undur félassins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í dag 12. ji.m. kl. 2 e.h. Fundarefni: 1. Veirjule" aðalfundarstörf 2. Önnur mál. STJÓRNIN. HEIMDALLIJR F.U.S. efnir til almenns umræðufundar í salakynnum Verzlunarmanna- félajís Reykjavikur í Vonarstræti þriðjjudaginn 14. nóv. kl. 8,30. Umræðtiefni: HLUTLEYSISSTEFNAIM FRUMMÆLANIM: Birgir ísl. Gunnarsson, form. Heimdallar. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. STJÓRN HEIMDALLAR. Glerslipunin i Hafnarfirði er á Reykjavikurvegi 16 2—3—4—5 og 6 mm. gler Einnig hamrað gler og örygg.sgler. Kaupmenn Nýkomnar Hinar marg eftir spurðu Helanca tátiljur á aðeins kr. 23 40. — Helanca hnésíðar buxur með blúndu, Lady M kr 141.65. — Parley uilargarn með vírþræði, tízkulitir. — Ennfremur Hyge'. plastbuxur nr. 4 og 5. Heildverzlunin Amsterdam Simi23023 Hafnarfjörður Hafnarfjörður Amerískir kvenskór með uppfylltum hælum nýkomnir. ★ Brúnir og gráir Skóverzlun Geirs Jóelssonar Stranclgötu 21 — Hafnarfirði 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAG A 177. I»eir gengu nú heim til tkálans og komu við hurðina ttundar fast. Þá mælti Illugl: „Knýr Hös magi hurð, bróðir", segir hann. „Og knýr heldur fast**, sagði Grettir, „og óþyrmilega**. Og í því brast sundur hurð in. Þá hljóp Illugi til vopna og varði dyrnar, svo að þeir náðu eigl inngöngu. Sóttust | þeir þá lengi, og komu þeir engu við nema spjótalögum, og hjó Illugi þau öll af skafti. 178. Og er þeir sáu, að þeir gátu ekki að gert, hlupu þeir upp á skálann og rufu. Þá færðist Grettir á fætur og þreif spjót og lagði út á milli viða. Þar varð fyrir Kárr, . heimamaður Halldórs frá Hofi, og stóð þegar í gegn um hann. Rufu þeir nú um ásendana og treystu síðan á ásinn, þar til er hann hrast í sundur. Grettir mátti eigi af knjánum rísa. Greip hann þá saxið Kársnaut. í því hlupu þeir ofan í tóftina, og varð nú hörð svipan með þeim. 179. Grettir hjó með saxinu til Vikars, fylgdarmanns Hjalta Þórðarsonar, og kom á öxlina vinstri í því, er hann hljóp í tóftina, og sneið um þverar herðarnar og út undir hina hægri síðuna og tók þar tundur þvert manninn, og steyptist búkurinn ofan á Gretti í tveimur hlutum. Gat hann þá ekki upp rétt saxið svo skjótt sem hann vildi. [ 180. Og í því lagði Þorbjörn öngull í milli herða honum, og var það mikið sár. Þá mælti Grettir: „Ber er hver á bakinu, nema sér bróð ur eigi“. Illugi kastaði þá skildi yfir hann og varði hann svo rösk Iega, að allir menn ágættu vörn hans. Grettir mælti þá til Öng- uls: „Hver vísaði yður leið í eyna?‘* Öngull mælti: „Kristur vís- aði oss leið.“ „En ég get“, sagði Grettir, „að hin arma kerling, fóstra þín, hafi vísað þér, því að tiennar ráðum muntu treyst hafa“. 5. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 12. nóv. 1961. Sagan um Tajo og fílsunpnn „Það er nokkuð, sem ég þarf að segja þér, mikli höfðingi“, sagði hún. — ,Einu sinni, þegar ég sat uppi í stóru tré, kom lít- ill drengur, sem ekki vissi af mér. Hann heilsaði trénu og sagði: „Eg er hann Tajo litli, og ég óska mér að eignast lítinn fíl“. Þetta segi ég þér mikli 'höfðingi, svo að þú vitir, a@ í öllu þorpinu er ekki einn einasti drengur eða stúlka, sem óska sér jafn innilega að eiga lítinn fíl, eins og hann Tajo litli. „Þakka þér fyrir, stúlka mín“, sagði höfðinginn, „ég slkal hugleiða það, sem þú hefur sagt. En láttu Tajo eklki vita að þú hafir kiomdð hingað“. Daginn eftir kallaði höfðinginn öll börnin í þorpinu saman og sagði við þau: „Ennþá hefi ég ekíki ákveðið, hvert ykk ar fær að eiga fílsungann. En að fimm dögum liðn- um, skal ég segja ykkur það. Þangað til megið þið annast um hann og færa honum vatn og mat. En þið megið ekki leika ykk- ur við hann. Ennþá er litli fílsunginn óvanur að að vera hérna og þess vegna verður hann að hafa kyrrð og næði fyrstu dagana. Daginn eftir komu öll börnin til að gefa fíls- unganum. Sum söfnuðu blöðum af trjánum, önn- ur báru vatn í leirkrukk um og gáfu honum að drekika. En þegar þau höfðu horft á hann eta og drekka og máttu samt ekki leika sér við hann, fannst þeim ekkert gam- an lengur og fóru eitt af öðru í burtu til að leika sér. Tajo einn varð eftir. Hann settist fast upp við fílsungann og talaði við hann, eins og í trúnaði. Hann sagði frá því, hve heitt og innilega hann hefði óskað sér að eignast fíl. Litli fíllinn stóð al- veg kyrr, og það var eins og hann hlustaði og skildi, það sem Tajo sagöi. Næsta dag komu aðeins fáein af börnunum til að fóðrg fílsungann, og brátt urðu þau leið á honum og flýttu sér burt. En Tajo gaf honum vatn og mat af mikilli trúmennsfcu, þar til litli fíllin gat ekki meira í sig látið. Svo sett ist Tajo hjá horium og fór aftur að tala við hann eins og daginn áður. Dagana næstu ,var það Tajo einn, sem fóðraði fílsungann. Og þegar fimmti dagurinn rann upp komu öll börnin sam- an til að hlýða á úrskurð höfðingjans. Þau hópuðust svo þétt í kringum litla fílinn, að Tajo gat alls ekki komizt nálægt honum. Tárin tóku að renna niður kinn ar hans. Einhver armar yrði sjálfsagt valinn til að eiga fílinn. Heru hafði hann ekiki séð í þessa fimm daga. Hún vissi, að hann hafði nógu að sinna og vildi ekki trufla hann. En nú kom Hera og stóð við hlið Tajos. „f dag ætla ég að velja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.