Morgunblaðið - 12.11.1961, Page 17

Morgunblaðið - 12.11.1961, Page 17
r Sunnudagur 12. nóv. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Lilja Hallgrímsdóttir: — Mýkri lireyfingar. — ÞETTA eru ljótu vand- ræðin, ég sem ætlaði að halda þessu leyndu og sagði börnunum mínum að ég væri í sníðaskóla. Og svo kemur það í blöðun- um að ég sé að læra ball- ett. — Þe.^si Orð mælti frú Ingi- björg Þorsteinsdóttir frá Hafn- arfirð'i við blaðamann Morg- unbiaðsins fyrir nokkrum kvöldum. Við vorum stödd í nýjasta ballettskóla bæjarins, sem er til húsa að Tjarnar- götu 4, og horfðum á einn „frúaflokkinn" æfa léttan ballettdar.s, plastískan og klassiskan. „Frúaflokkur" er kannski ekki réttnefni, því ekki er skiiyrði að konurnar séu giftar og margra barna mæðar, en í þennan flokk eru þær settar, sem eru ekki nógu ungar til að komast í barna- eða unglingaflokka. Kennslu- stunuirnar fara fram á kvöld- in, til hagræðis fyrir þær kon- sem vinnur í Utvegsbankan- um, Birna, skrifstofustúlka, Steinunn, afgreiðslustúlka og Ellen, sem iét ekki uppi stöðu sína. — Og ykkur líkar vel ball- ettinn? — Hann er alveg draumur, svaraði ein og talaði fyrir máli þeirra a'.lra, og það er dásam- legt að fá tækifæri til að læra hann. Hvort okkur fari fram? Eg er nú hrædd um það! Við verðum ábyggilega orðnar stjörnur eftir árið, er það ekki stelpur? — og þær hurfu skellihlægjandi út um dyrnar. ★ — Og hvað hafa svo nem- •endurnir upp úr krafsinu? spyrjum við að síðustu Lilju Hallgrimsdottur, danskennar- ar, sem rekur og kennir við skólann ásamt fjórum öðrum danskennurum, þeim Katrínu Guðjónsdóttur, Kristínu Krist- insdóttur, Irmu Toft og Wennie Schubert. — Þeir fá í fyrsta lagi prýði lega ieikíiiru, sem er að okkar dómi skemmtilegri en venju- leg leikfimi, og í öðru lagi örugglega mýkri hreyfingar. Kemur það að sjálfsögðu bezt í ljós í bainaflokkunum; það er veruiega gaman að sjá hve hreyfingai þeirra breytast eft ir því sem á líður. Auk þess held ég að börn, sem læra ballettdans, læri að hlusta bet- ur eftir músik en þau ella hefðu gei’t. Þessi hópur, sem var hér áð- an, byijaði fyrir 1 mánuði. Maður býsi ekki við stórafrek- um á svo skömmum tíman, en franvfarirnar hafa orðið ótrú- lega miklar. Þið ættuð að koma aitur og sjá þær að vori. Hg. VENJULEG AMMA Efur kiukkutima látlaust erfiði var kennslustundinni lokið cg okkur gafst færi á að ræðu við þessar upprennandi ballettstjörnur. Frú Ingibjörg var ekkert þurr á manninn, þrátt fyrir að við hygðumst ljóstra upp leyndarmáli henn- ar, enda kom á daginn að „uppátækinu" hafði hún ekki haldið leyndu fyrir eiginmann- inum: — En það er ómögu- legt að segja fyrir um, hvern- ig börn taka svona uppátækj- Neinendurnir voru niffursokknir í æfingarnar og keerffu sig kolióttan, þó Ijósmyndarinn, Sveiiun Þormóðsson, væri meff myndavélina á lofti. Þetta er því miður aðeins hluti af nemendahópnum, taliff frá hægri: Heimy, Steinunn, Kolbrún, lngihjörg, Anna og Guðrúik ur, sem ekki eiga hægt um vik að sækja öanstíma á dag- inn. ★ Þelta kvöld voru ellefu kon- ur mættar, Kari Lund As- mundsson, Guðrún Arnadóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Sig- urlín Einarsdóttir, Ellen Helga dóttir, Steinunn Guðlaugsdótt ir, Birna Valgeirsdóttir, Hennj' Bartels, Kolbrún Val- týsdótiir, Anna B. Jónsdóttir og Gigja Arnadóttir, en nem- endafjóidinn í hverjum tíma er um 15, að því er danskenn- arinn Lilja Hallgrímsdóttir tjáði okkui, og æfir hver fiokk ur tvisvar i viku. ★ Og þarna stóðu konurnar upp við stöngina og æfðu ýms- ar undirstöðuæfingar fyrir kiassiskan ballett, allar klædd ar í svartar, bláar eða græn- ar sokkabuxur og mislitar treyjur, frjálslegar og hleypi- dómalausai Og skeyttu því ekki hæJjshót þótt ljósmynd- arinn spígsporaði fram og aft ur um salirm og tæki af þeim myndir i misjafnlega velheppn uðum æfingum; um slíka smá muni er ekki verið að hugsa þegar ballett er annars vegar. PíanóJeikarinn Björg Bjarna- dóttir lék hvert lagið á fætur öðru og danskennarinn æfði sporin upp á „frönsku“, eins og ballettdanskennara er sið- ur, fyrst stangaræfingar, síð- an höfuðhreyfingar, bakæfing ar og fleira og fleira, og að lokum það allra skemmtileg- asta: ýmis vandasöm hopp, og var þá giarnan hlegið dátt. „Ekki að horfa niður í gólfið,“ sagði danskennarinn, „þá svim ar ykkur, horfið beint af aug- um fram.‘ um fuilorðins fólks — þeim finnst þau hlægileg og eru hræd.d um að aðrir geri grín að þeim, yngsti sonur minn er líka á svo viðkvæmum aldri, 15 ára . . . — Hvað áttu mörg börn, Ingibjörg? — Eg á þrjú á lífi, og tvo sonarsyni, 3ja og 4ra ára, svo nú geturðu reiknað út. Annars er aidurinn ekkert launungar- mál, ég er 32 ára gömul, búin að vera það lengi og ætla að vera það lengi enn. — I-Iveis vegna ég fór út í þetta? Það má kannski segja að seint sé byrjað, en mig hef- ur frá barr.æsku dreymt um að læra nð dansa. Nú, svo gifti ég mig snemma og hafði öðr- um hnöppum að hneppa, en ég hef mikið dansað heima, bæði við manninn og börnin. Bezta ráðið til að halda sér ungum er að hreyfa sig mikið og synda; ég fer í sundlaugarnar á hverjum morgni með 7-bíl, sagði Ingibjörg að lokum. GOTT VI® BAKVEIKI Guðrún Arnadóttir, húsfrú og tveggja barna móðir, sagði að sér íyndist ballettæfingarn- ar styrkjandi, og sérstaklega góðar við bakveiki, en sú veiki hefði þjáð sig alllengi en væri nú batnað. Og aðra ljóshærða tveggja barna móður hittum við snöggvast að máli, sú var ætt- uð frá Suður-Noregi, en gift hér og búsett. Hún heitir Kari Lund og hefur átt heima á Is- landi í ö ár og talar íslenzku reiprennmdi, þó með örlitlum erlenöum nreim. Kari sagði að ballettinn væri dálítið erfiður, en vonandi hefði hún gott af því. I sama streng tók Kol- brún Valt.ýsdóttir, sem kvað hann „ægiiegt púl en skemmti legt“ Kolbrún er í B.A.-deild Háskéiar.s og vinnur í Ríkis- útgáfu námsbóka. KÓK OG SÍÐAN STEVPIBAÐ — Hvcrt haldið þið nú að loknum danstíma? spurðum við nokkrar af þeim yngri, sem voru að kiæða sig í yfirhafn- irnar. — Ut á Skála, svöruðu þær einum rómi, og fáum okkur kók og eittnvað með því. Mest langai okkur þó að fara í ær- legt steypibað, en þar sem það er ekki fyrir hendi enn, verð- um við að geyma baðið þar til við komum heim. Stúikurnar voru: Henny, Mólverkasýning Bjnrna Guð mundssonur irú Hornufirði GAMANLEIKURINN „Allir komu þeir aftur“ hefur nú veriff sýndur meira en 20 sinnum viff ágæta affsókn. — Auffsætt er aff leikhúsgest- ir skemmta sér vel við að horfa á þetta græskulausa gaman. Næsta sýning leiks- ins verffur í kvöld. Myndin er af Bessa Bjarna syni og Jóhanni Pálssyni í hlutverkum sínum. BJARNI Guðmundason hefir tvisvar sinnum áður haft sýningu hér, og jafnan hlotið ágæta dóma listhæfra manna og sýn- ingargesta. A þessari sýningu eru alls 46 myndir, bæði olíu og vatns litaimálverk, flest gerð á síðusbu tveimur árum. Listahverfi Bjama er allvítt. Frá Oræfajökli austur í Lón, og síðan þaðan alla leið vestur á Barðaströnd. Það er því ekki að •undra að margt beri fyrir augu á þessiari löngu leið, með öllum sínum margháttuðu eðlilegu breytingum og fjölþættu litbrigð um. En lallt vitniar um sama óskeikanlega liistalhandibragðið. Eg get ekki að því gert, að stund um þegar eg lít yfir þessa meist aralegu sýningu, að það sé engu líkara en vera kominn upp á Almannaskarð, og horfa þaðan yfir eyjarnar, sundin bláu, nesin, sveitirnar, fjöllin og jöklana í öllu sínu dýrðarveldi, svo langt sem augað eygir. A þessari yndislgeu sýningu er allt heilsteypt, náttúrlegt, en stundum eins og skáldlegur ljómi yfir sumum listaverkunum. Þar er ekkert abstrakt. Mönnum þætti nú líklegt að eg nefndi nokkur listaverkanna á sýningunni, drep eg því á nokkur Oræfajök'Ull, Birnutindar, Höfn- in, Gæisaheiðar, Speglanir, Kvöld við Homafjarðarfljót, „Þú blá- fjallageimur", Höfn í Hornafirði, Hvítur bátur I rökkri, Sumarnótt, Af Barðaströnd, Ur Skerjafirði, 1 ÖNDVERÐUM desember mánuði árið 1955 gekkst Kven- gélag Lundarreykjadalshrepps fyrir fjársöfnun til Lundarkirkju vegna væntanlegrar viðgerðar á henni. Var gömlum Lunddæling- um, búsettum víðsvegar um land ið ritað bréf, þar sem þeir voru beðnir að leggja fyrrverandi sóknarkirkju sinni lið. Er skemmst frá því að segja, að þeir brugðust vel við, og hafa síðan safnast á vegum kvenfé- lagsins um 20 þúsund krónur til kirkjunn'ar. Hafa burtfluttir Lunddælingar tjáð með þessu hlý hug sinn og ræktarsemi við þá kirkju, er þeir sóttu og hrifust af sem börn. En auk þess ber stuðningur þeiirra fagurt vitni um ást til bernskustöðva, átthaga- tryggð, sem reyndar hefur birzt með ýmsu öðru móti. Upphaflega var fyrirhuguð við gerð á kirkjunni, svo sem að fram an greinir, en síðar kom í ljós, að hagkvæmam yrði á allan hátt að reisa nýtt Guðshús. Er smíði þesis nú þegar hafin. Það er í mikið ráðiz't fyrir fr Risaklær, og Mýrarhús. Af málverkunum hafa þegar nokkur selzt. Sýningin verður að- eins fram yfir helgi, svo fólk æfcti að nota tækifærið. Það muin eng- inn sjá eftir því. Hafi Bjarni þökk fyrir sýiw inguna! mennan söfnuð að ljúka þvl verki, sem nú er hafið á Lundi, þar sem framlög úr opinberum sjóðum til kirkjubygginga enu harla lítil, svo sem alkunna er. Eigi að risa í dalnum vegleg kirkja, ölduim og óbornum í'bú um hans til lieilla og blessunar, verða allir Lunddælingar, vinir og velunnarar byggðarlagsins að leggjast á eitt til að ná setbu marki. Hér skulu færðar innilegar þakkir öllum þeim, er styrkt 'hafa þetta málefni undangengin ár, en um leið er heitið á alla Lunddæil inga til frekari liðveizlu. Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf — Fasteignasala Austurstrætj 12 III. h. Sími 15407 RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið. Simi 17752 Sigurffur Arngrímsson. Ný kirkja á Lundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.