Morgunblaðið - 12.11.1961, Side 20

Morgunblaðið - 12.11.1961, Side 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Sunnuflagut í». n«v. 1»81 Dorothy Quentin: Þögl aey 39 Skdldsaga inundu André og landsstjörinn sjá um — en hinsvegar hefði hún sjáif gaman af að iægja ofurlítið rostann í þessum sjálfbyrgingi, jneð því að hjálpa til að stöðva starfsemi hans. Ef til vill varð hún til þess að hafa hann hang- andi hér í nágrenninu, til þess að fá því framgengt, en það nr.undi borga sig áður en lyki. Hann hafði álitið hana einfald an bjána, sem hægt væri að fá til að seija eignina með því að smjaðra fyrir henni. Hún varð ofsareið við tilhugsunina eina til þess að Laurier yrði gert að gisti húsi — og það af þessari tegund Hún varð því allt í einu fegin, að hún hafði aldrei sagt Garcia frá þessu skilyrði i erfðaskrá frænda hennar — hann vissi alls ekki, að hún var enn ekki lögleg ur eigandi að Laurier. Eftir hádegishvíldina fór Frankie í steypibað og síðan í hreinan kjól og gekk síðan nið- ur til að hitta Garcia. róleg og brosandi, og með þeim eindregna ásetningi að leggja hann á hans eigin bragði. Og brosið varð raun verulegt, þegar hún sá hann sitja við hliðina á innfæddum bílstjóra í jeppanum hans Bill Kerryns. Hann var hlægilegt far artæki fyrir þennan uppstrokna Spánverja, og sýnilega vissi hann af því sjálfur. því að varla var jeppinn stanzaður, þegar hann hljóp út úr honum og upp þrep- in með afsökunarsvip. Ég gat ekki fengið neitt annað leigt, sagði hann og kyssti hönd hennar glaðlega. Það lítur út fyrir, að þér hafið náð í eina manneskju- bílinn sem var til sölu á allri þess ari vesælu eyju. Talið þér varlega hr. Mendoza, sagði hún hlæjandi, en það var leiftur í bláu augunum. í mínum augum er þessi vesæla ey feg- ursti staður á jörðinni. Vitanlega, vitanlega, ég biðst afsökunar. En það er bara þetta. ao ég er vanur að fá það, sem ég vil — líklega hefur pabbi minn látið of mikið eftir mér í upp- vextinum. Hann gekk nú með henni inn í svalan salinn, og hló eins og strákur, og enn átti hún bágt með að trúa því. að þetta væri glæpamaður og kaldrifjaður eiturlyfjasali. Hann bar það svo mjög utan á sér að vera ekki ann að en eftirlætisbarn ríks föður og með næm auga fyrir öllu, sem að greiðasölumálum laut. Ég vona, að þér fyrirgefið mér og sýnið mér þetta indæla hús yðar, jafnvel þó þér viljið ekki selja það. bætti hann við, kátur í bragði. Frankie til mikillar undrunar reis Simone upp úr sætinu við gluggann, lengst burtu i salnum, þegar þau komu inn, og hafði ekki við að afsaka sig — en línið. sem hún var að sauma í, féll í fossum niður á gólfið, rétt eins og sjávarfroða um smáa fæt ur hennar. Fyrirgefðu. Ég vissi ekki, að þú hefðir nýjan gest, Frankie! tautaði hún í hálfum hljóðum. Garcia laut þegar niður til að taka upp saumana. sem höfðu dottið og hélt nú á þeim í hend- inni með aðdáunarsvip. Hvað þetta er fallegt' Og gerið þér þetta alltsaman í höndunum? — Mér datt ekki í hug, að neinn hefði lengur handlag eða þolin- mæði til svona vinnu! Simone roðnaði og leit á hann feimnislega. Það er á rúm í búið mitt, herra, sagði hún. næstum hvíslandi. Mér þykir gaman að sauma og geri helzt allt í höndun um. Frankie stóð afsíðis eins og steini lostin. Simone komin hing að eins og vant var? Simone, sem hefði áreiðanlega heyrt hjá Hel enu um allt. sem gerðist í gær- kvöldi.. og svo Helena að leyfa henni að stíga fæ,ti í Laurier með an Mendoza væri nokkursstaðar nærri! Jæja, svo franska stúlkan var hér sem spæjari, til þess að bera sögurnar jafnharðan til André.. Eitthvað hlaut þeim að líða illa, Simone og Helenu. að finna upp á svona bragði! Frankie hló gremjuhlátur með sjálfri sér. Þetta var alveg óþarfi fyrir þær. Það var engin hætta á, að André færi að skjóta sig í henni og heldur ekki á því, að Laurier yrði selt þessum tungu- mjúka. brosandi fanti. Loks gekk hún fram og sagði hátt: Herra Garcia Mendoza kom hingað til að líta á Laurier, Sim one. Þetta er Simone Fauvaux unnasta greifans de Tourvilie. Máske gestgjafi yðar frá í gær kvöldi? sagði hann glettnislega, en dökku augun horfðu á Sim- one. Já, gestgjafi minn frá í gær- kvöldi, svaraði Frankie léttilega, og það væri rétt að þér létuð Simone sýna yður húsið. Hún þekkir það.. næstum eins vel og ég sjálf. Hún hefur þrælað við að hjálpa mér til að koma ónot uðu álmunni í lag og handverk hennar eru til sýnis í næstum hverju herbergi. Hún greip upp híalínke.mda rúmábreiðuna og brosið varð allt í einu illkvitnis- legt. Það var rétt að láta þau tvö um þetta. Svo bætti hún við, lágt: Ungfrú Fauvaux er snilling ur í öllum heimaverkum, auk þess að bunna að knipla. Hún býr til ágætan mat, er lagin að stjórna starfsfólkinu og halda kostnaðarreikningnum niðri. — Ekki veit ég, hvernig hún fer að þvi. Ó, Frankie, það er nú ekki mik ill vandi, þegar maður hefur allt af haft úr litlu að spila, svaraði Simone ávítandi, og auðvitað verðurðu sjálf að sýna hr. Men- doza þetta dásamlega hús þitt. Mér dytti aldrei í hug að.... O, litli hræsnarinn þinn, þig beinlínis kitlar í ingurna eftir að sýna honum það, hugsaði Frankie gremjulega, og svo fór hún að hugsa um, hvort André mundi vita, hvar hún væri nú? Kannske hefði hann líka sent henni hana sem verndarengil. Hún hló fyrst SHÍItvarpiö Sunnudagur 12. nóvember. 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir. 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morgunhugleiðing um músík: — „Áhrif tónlistar á sögu og siði'* eftir Cyril Scott; IV. (Árni Krist jánsson). 9:35 Morguntónleikar: a) Hljómsveitarþættir úr óper- unum „Parsifal44 og „Tristan « og ísold“ eftir Wagner (Sin- fóníuhljómsveit útvarpsins í Bayern leikur; Eugen Joc- hum stj.). b) Sönglög eftir Richard Strauss (Anton Dermota og Erna Berg en syngja). c) Tilbrigði og fúga op. 132 eftir Max Reger um stef eftir Moz- art (I>ýzk fílharmoníusveit leikur. Stjórnandi: Wilhelm Schuchter). 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur Séra Óskar J. Þorláksson. Organ leikari: Dr. Páll ísólfsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:05 Erindi eftir Pierre Rousseau: — Saga framtíðarinnar; IV: Maður inn hverfur, veröldin stendur (Dr. Broddi Jóhannesson). 14:00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistar hátíðum í Evrópu í ár. a) Frá Chimay í Belgíu: Ventsi- slav Jankoff leikur píanósón- ötu í d-moll op. 31 nr. 2 eftir Beethoven. b) Frá Salzburg: Blásarasveitin þar leikur divertimento í Es-dúr (K289) eftir Mozart; Klepac stj. c) Frá Aix-en-Provence í Frakk landi: Teresa Barganza syng ur lög eftir Scarlatti, Handel, Cherubini, Vivaldi og Rodrigo. d) Frá Búdapest: Annie Fischer og sinfóníuhljómsveit Moskvu útvarpsins leika píanókon- sert nr. 1 í Es-dúr eftir Lizt; Gennadij Roszdjesztvenskij stjórnar. 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veðurfr.). a) Óskar Cortes og félagar leika b) Klaus Wunderlich leikur á bíó orgel. 16:15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17:30 Barnatíminn (Anna Snorradótt- ir): a) Spurningaþáttur: Hvað veiztu um Chopin? b) Ævintýraskáldið frá Óðins- véum; fimmta kynnig: Margrét Ólafsdóttir les úr ævintýrum Andersens. c) Saga yngri barnanna: ,,Pip fer á flakk“; 3. lestur. d) Leikritið „Gosi“ eftir Collodi og Disney; 2. þáttur. Krist- ján Jónsson býr til flutning* og stjórnar, 18:20 Veðurfregnir. 18:30„Fyrst ég annans hjarta hræri: Gömlu lögin. 19:05 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 Minnzt sjötugsafmælis Elinborg- ar Lárusdóttur rithöfundar. -• Helgl Sæmundsson form. mennta málaráðs flytur erindi og séra Sveinn Víkingur les úr nýrri bók Elínborgar: Dag skal að kveldi lofa. 20:40 Tónleikar: Hollywood Bowl hljómsveitin og Leonard Pennar- io píanóleikari flytja tvö verk; Dragon stjórnar: a) „Spellbound-konsertinn“ eftip Miklos Rozsa. b) „Varsjár-konsertinn" dtip Richard Addinsell. 21:00 Hratt flýgur stund: Jónas Jónaa- sen efnir til kabaretts I útvarps- sal. Hljómsveitarstjóri: Magnús Pétursson. 22:00 Fréttir, veðurfr. — 22:05 l)ans- lög. — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 13. nóvembef 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jóse* Jónsson. — 8:05 Morgunleikfimi. Valdimar örnólfsson og Magnú* Pétursson. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 3 20 Tónl, 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Búnaðarþáttur: öryggisráðstafa* ir við búvélanotkun; fyrsta er- indi (Þórður Runólfsson öryggi* málastjóri). 13:30 „Við vinnuna": Tónleikap. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og ♦ilk, Tónleikar — 16:00 Veðurfr. Tón- leikar — 17:00 Fréttir). 17:05 Tónlist á atómöld (Þorkell Sigup björnsson). 18:00 Rökkursögur: Hugrún Skáldkong talar við börnin. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt- ir — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Um daginn og veginn (Rannveig Þorsteinsdóttir hrl.). 20:25 Einsöngur: Sigurveig Hjaltested syngur. Við píanóið: Fritz Weiss happel. a) Þrjú lög eftir Eyþór Stefáns son: „Mánaskin". „Myndin þín“ og „Lindin**. b) Tvö lög eftir Jóhann Ó. Har aldsson: „Haustnóttin'* og „Eg bið ekki rósir rauðar". 20:45 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson fil. kand.). 21:05 „Hnotubrjóturinn** eftir Tjai- kovsky (Sinfóníuhljómsveit belg iska útvarpsins leikur; Franz André stjórnar). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XXVI.. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23:00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 14. nóvember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jósef Jónsson. -- 8:05 Morgunleikcimi. Valdimar Örnólfsson og Magnúa Pétursson. —- 8:15 Tónleikar. —— 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl, 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og iilk. Tónleikar — 16:00 Veðurfr. Tón- leikar — 17:00 Fréttir). 18:00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt- ir — Tónleikar. 18:50 Tilkynningár — 19:30 Fréttir. 20:00 „Kysstu mig, Kata“: Kathryit Grayson, Howard Keel o. fl* syngja lög úr þessum söngleik Cole Porters. 20:15 Framhaldsleikritið „Hulin augu** eftir Philip Levene, í þýðingu Þórðar Harðarsonar; 4. þáttur: Silfurtjaldið. — Leikstjóri: Flosf Ólafsson. Leikendur: Róbert Am finnsson, Haraldur Björnsson* Indriði Waage, Helga Valtýs- dóttir, Nína Sveinsdóttir, Gísll Halldórsson, Ævar R. Kvaran. Guðmundur Pálsson, Jóhanna Norðfjörð og Baldvin Halldórs- son. 20:50 Finnsk tónlist: Tvö tónverk við texta úr Kalevala-ljóðum (Anita Válkki, Hannu Heikkilá og karla kórinn Laulu-Miehet syngja með Borgarhljómsveitinni í Helsinki; Jussi Jalas stj.). a) „Sköpun heimsins'* eftir Sib- elius. b) „í iðrum Vipunens" eftta* Uuno Klami. 21:15 Ný ríki í SuðuráHu; I. erindi: — Hitabelti, nýlendur, samveldl (Eiríkur Sigurbergsson viðskipta fræðingur). 21:40 Tónleikar: Leonid Kogan leikuP á fiðlu mazúrka í a-moll ecftir Ysaye og slavneskan dans nr. 3 3 eftir Dvorák-Kreisler. 21:50 Söngmálaþáttur þjóðkirkjunnar (Dr. Róbert A. Ottósson söng- málastjóri). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Kristrún Vfrm mundsdóttir og Guðrún Svafare- dóttir). 23:00 Dagskrárlok. KELVINATOR 'mm kæliskápsinsf 1 -flversu ojfmÍífsleiiSirmi M þér aílíraupa Í(<plí$l(áp|| • •. • þob ber að vanda val Ijans . Austurs $ M Austurstræti 14 Súni llí587>f|Æé -■**• JlffáaiS WMiMÉÍM gjK KeUinalor kæjiskápurinn er aranturaujji.rb.æð JjJe>U? .fíúV.: X- * f .— Svo ég á að fara til Methusalem U1 að líta eftir Gar lækni, sem Lúsí Fox grunar um græzku! Það er rétt Geisli. Gar hefur w: rafeindaheila, sem segir fyrir um frá öryggiseftirliti jarðar? framtíðina! — Nei .... Þú ert Roger Fox, — Það er grunsamlegt. Á ég að frændi Lúsí. Vertu kátur Geisli............. koma fram sem Geisli höfuðsmaður Ef til vill minnist hún þín í erfða- skránni!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.