Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 1
24 siður traMftfrife 48. árgangar 273. tbl. — Föstudagur 1. desember 1961 Prentsmiðja MorgunblaSsina Ólafur Thors á heimili sínu í gær. and og 56 ríki önnur vilja samtðk gegn kjarn- orkuvopnum New York, SO. nóv. (NTB-AP) STJÓRNMALANEFND Alls- herjarþings SÞ samþykkti í dag tillögu um að rannsaka möguleika á því að koma á samtökum þeirra þjóða sem vilja banna kjarnorkuvopn á landsvæðum sínum. Tillagan var samþykkt með 57 atkv. gegn 12, en fulltrúar 32 ríkja sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Norðurlöndin greiddu öll atkvæði með tillögunni, sem flutt var af Svíþjóð og sjö löndum öðrum. Fulltrú- ar Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands og flestra ann- Olafur Thors komtnn heim Tekur við störfum um áramót E IN S og lesendum Morg- unblaðsins er kunnugt, hafa Ólafur Thors og frú Ingi- bjórg, kona hans, dvalizt í Ameríku undanfarnar vik- ur á heimili Þorsteins Gísla- sonar, verkfræðings, tengda- sonar þeirra, og Ingibjargar dóttur þeirra. • Fréttaritari Morgunblaðsins leit út um gluggann í gær og þóttist þá ekki mann á velli kenna, saei hann ekki fyrir sér á hraðri göngu í Austurstræti Ólaf Thors. Skömmu síðar hringdi hann heim til Ólafs og þekkti þá rödd hans. nsun i SOFIA, Búlgaríu, 30. nóv. — (NTB). — Skýrt var frá því í Sofiu í kvöld að framkvæmda stjóri búlgarska kommúnista- flokksins, Sjervenkov, hafi verið rekinn úr flokksstjórn- inni. Sjervenkov er þekktur talsmaður Stalinismans innan búlgarska kommúnistaflokks- ins. Miðstjórn flokksins tók ákvörðun um brottreksturinn á fundi í dag þar sem Todor Zhivkov aðalritari gaf skýrslu um 22. flokksþingið í Moskvu. Astæðan fyri rbrottrekstrin um er sú að Sjervenkov hefur ekki dregið réttar ályktanir varðandi afnám persónudýrk- unar í Búlgaríu og barðist gegn kröfu flokksstjórnarinn- ar um að henni yrði hætt. — Sælir og blessaðir og vel- komnir heim. Hvernig er heils- an? Hvað er að frétta? — Bezt er að tala ekki af sér um heilsuna, sagði ÓlafurThors og hló, því þá verð ég kannski kvaddur til starfa. En það vil ég ekki. Mér hefur verið veitt frí til áramóta. Ég held mig að því rneð góðri samvizku, veit vel að allt er í traustum og góðum höndum. Mér er víst óhætt að játa þakklátum huga að heilsan er eins og ég fæ bezt á kosið. Ég viðurkenni að hvíldin hefur sannað mér, að ég var hvíldar þurfi. Það er meiri munur en ég hafði gert mér grein fyrir á erilsömu ábyrgðarstarfi frá morgni til kvölds nær alla daga allan árs- ins hring annars vegar og hins vegar algjörri hvíld á indælu heimili, þar sem mér leið eins og heima hjá mér að því und- anskildu að nú spurði enginn eftir mér og síminn lét mig í friði. Ég viðurkenni líka, að ég þykist skilja, " að eftir að öll þreyta er horfin, fer bezt á að hvíldin verði ekki of löng, því ella breytist hún í ófullnægða athafnaþrá. Allir þurfa að vinna, — já, helzt að standa í stríði, meðan heilsa og kraftar ekki bila. — Heimsóttuð þér bandaríska valdamenn í förinni? — Nei, alls ekki. Ég var al- gjörlega í einkaerindum í Banda ríkjunum. — Hvað segið þér um íslenzk stjórnmál? — Sem fæst. Ég er í fríi og fer þá vel á að aðrir séu í friði fyrir mér. Ég get þó ekki stillt mig um að geta þess, að af þeim tíðindum að heiman, sem mér bárust vestur og glöddu mig hvað mest, voru fregnirnar af hinum volduga landsfundi Sjálfstæðisflokksins, jafnt álykt- unum fundarins og íramtíðar- stefnunni, sem hann markaði, sem þeirri einingu og samhug sem þar ríkti, ekki sízt um val formanns og varaformanns flokksins. — En hvað um heimsmálin? — Eg ætla ekki að fara að leika óskeikulan páfa um heims málin, þótt ég dveldist í nokkr- ar vikur fjarri fósturjarðar ströndum. Einna mesta athygli mína vakti hinn mikli skuggi óttanns við nýja heimsstyrjöld, sem mér virtist grúfu yfir al- menningi þar í landi. En ógn- þrungnustu atburðirnir voru sprengjur og helryk Rússanna. Enginn veit hvort eða hvenær harmleikurinn kann að hefjast að nýju, né til hvers hann þá kann að leiða. Víst er, en enda þótt enn á ný tækist að afstýra heimsstyrjöld, þá eru því tak- mörk sett, hversu oft og lengi má leika sér að þeim voðaeldi, Framh. á bls. 2. ara landa Atlantshafsbanda- lagsins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en fulltrúar komm únistaríkjanna með. Kanada greiddi einnig atkvæði með tillögunni. 1 tillögunni er farið þess á leit að aðalritari Sameinuðu þjóðanna láti fara fram rann- sókn á því meðal ríkja, sem enn ekki hafa kjarnorkuvopn, hvort þau eru fús til að lýsa því yfir að þau muni ekki hefja fram- leiðslu slíkra vopna, þau muni ekki reyna að útvega sér þau á annan hátt og ekki leyfa öðr- um ríkjum geymslu kjarnorku- vopna á landsvæðum sínum. Eru stórveldin beðin að taka til- lit til ákvarðana samþykktar- innar. í umræðum um tillöguna sagði Mendelvits fulltrúi Sovét- ríkjanna að hún væri lofsverð tilraun til að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld, þótt taka mætti sterkar til orða í henni. Hann sagði að ýmislegt benti til þess að Vestur-Þjóðverjar væru að undirbúa smíði kjarn- orkuvopna, þrátt fyrir yfirlýs- ingar Adenauers um hið gagn- stæða. — í>að er vitað máL sagði hann, að kjarnorkuvopn eru geymd í Vestur-Þýzka- landi. Fulltrúi Bandarikjanna sagði að tillagan drægi í efa rétt þjóð anna til samvinnu um sameig- inlegar varnir, en brezki full- trúinn, Dundee lávarður, taldi að afvopnunarnefnd Allsherj- arþingsins bæri að ræða efni tillögunnar. Eins og að framan er sagt greiddu Island, Danmörk, Nor- egur, Finnland, Svíþjóð og Kanada tillögunni atkvæði, en öll önnur NATO-lönd voru á móti. Lange í Moskvu MOSKVU, 30.vnóv. XNTB): — Halvard Lange utanríkisráðherra Noregs fór í kvöld frá Leningrad til Moskvu, en þar ræðir hann við Krúsjeff forsætisráðherra sið degis á föstudag. Lange mun fara flugleiðis heim til Noregs á laug ardagsmorgun með viðkomu í Stokkhólmi. Framboð gegn Kekkonen HELSINGFORS. 30. nóv. (NTB- AP). — Tilkynnt var í Helsing- fors í dae að finnski jafnaðar- mannaflokkurinn hefði ákveðið að bjóða fram mann eegn Kekkonen við forsetakosningarn- ar, sem fram cijya að fara í jan- n. k. Fyrir valinu varð Rafael Paasio. Hann er 58 ára oe hefur átt sæti í stjórn Jafnaðarmanna- flokksins um lanet skeið. A fundi flokksstjórnar jafnað- armanna sagði formaður flokks- ins, V. Tanner, að eftir að Olavi Honka dró framboð sitt til baka hafi flokkurinn átt þriggja kosta völ. Hann hefði getað neitað að bjóða fram. Hann hefði getað skorað á kjósendur að taka þátt í kosningunum án þess að lýsa stuðningi við nokkurn frambjóð anda. Þessir báðir kostir væru IMjet í 98. sinn Rússar hindra inntoku Kuwaít í SÞ óaðgengilegir miðað við núver- andi ástand. Þess vegna bæri flokknum að bjóða fram eigin fulltrúa við forsetakosningarnar. New Yorh, 30. nóv. (NTB-AP) KÚSSAR beittu í dag neit- unarvaldi sínu í Öryggisráði SÞ til að hindra inntöku Kuwait í Sameinuðu þjóð- irnar. Er þetta í 98. sinn sem Rússar beita neitunarvaldi í Öryggisráðinu. Fyrr í dag hafði Valerian Zorin, núverandi forseti Oryggis- ráðsins, lagt til að afgreiðslu málsins yrði frestað. En fulltrúi Arabiska sambandslýðveldisins, sem flytur tillöguna um inntöku Kuwait, krafðist þess að málið yrðj tekið fyrir. Þegar allir hinir fulltrúarnir í Oryggisráðinu höfðu greitt atkvæði með því að Kuwait fengi inntöku í SÞ greip Zorin til neit- unarvalds síns. Zorin hélt því fram í umræð- unum um inntökubeiðnina að Kuwait væri ekki sjálfstætt ríki heldur háð Bretum. Þetta leiddi til þess að Bretar gætu hvenær sem er sent herlið til Kuwait og með því ógnað Arabaríkjunum. Ef Kuwait yrði veitt aðild að SÞ gæti það skapað erfiðleika meðal Arabaríkjanna, og bæri því að fresta afgreiðslu málsins. Fulltrúi Iraks sat tundinn, þótt Irak eigi ekki sæti í Oryggisráð- inu. Tók hann undir orð Zorins. TILKYNNT var í Bandaríkj- unum í gær að ákveðið hafi verið hver yrði fyrsti Banda- ríkjamaðurinn, sem skotið verður á braut umhverfis jörðu. Hinn ú'valdi er John H. Glen ofursti, se'm hér sést viff æíiiiKu í Mercury-«eimskÍDÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.