Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 22
22 MOHCVTSnr 4 ÐIÐ Föstudagur 1. des. 1961 Skrifstofumaður Loftleiðir vilja ráða til sín frá 1. jan 1962 ungan skrifstofumann með verzlunarpróf eða hliðstæða menntun. Staðgóð ensku- kunnátta áskilm. Reynsla í meðferð bók- haldsvéla æskileg. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félags- ins, Lækjargötu 2 og í aðalskrifstofunni, Reykjanesbraut 6. Umsóknir skulu hafa borizt ráðningadeild félagsins fyrir 20. des. n.k. LOFTLEIÐIR föt á ferð um landið ★ Skemman, Akranesi. K.f. Patreksfjarðar, Patreksfirði. París, ísafirði. K.f. Skagfirðinga, Sauðárkróki Herradeild Jóns M. Jónssonar, Akureyri Sólvangur, Vestmannaeyjum Faco, Reykjavík ★ Fatagerð Ara & Co. h.f. Laugavegi 37, Reykjavík Blómlegur hagur ÍR félagslega og íþróttalega Sigurjón Þórðarson kjórinn formaður AÐALFUNDUR Iþróttaféla^s Reykjavíkur var haldinn í fyrra- kvöld. Af skýrs’u stjórnarinnar og endurskoðuSum reikningum kom í ljós að ÍR stendur núna með miklum blóma bæði íþrótta lega séð og er mjög félagslega stirkt. Albert Guðmundsson, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin 3 kjörtímabil baðst eindregið undan endurkjörL — Margir fundam.anna þökkuðu honum frábært starf í þágu fé- lagsins og lýstu með mörgum orðum hvernig Albert hefði ráð- ist á mikinn f járhagslegan vanda félagsins þá er hann tók við og leyst hann sérlega farsællega. Formaður félagsins var kjörinn Srgurjón Þórðarson forstjóri, sem verið hefur varaformaður undanfarin 3 kjörtimabil. ★ Minnst Iátins félaga. Albert Guðmundsson setti fúndinn og minntist látins heið- ursfélaga ÍR. Björns Jakobs- sonar fyrv. skólastjóra, og vott- uðu fundarmenn minningu hans virðingu sína. Fundarstjóri kjör- inn Benedikt G. Waage forseti ÍSÍ, einn af fyrrverandi formönn um ÍR. Skýrsla stjórnarinnar bar með sér öflugt starf félagsstjórn- ar að málefnum félagsins, eink- um fjárhagnum. Þá kom í Ijós að starf í 6 deildum félagsins hef ur stórum eflzt að undanförnu og starfar nú hver deild sjálf- stætt og hefur það gefið mjög góða raun. Hinar 6 deildir félagsins eru fimleikadeild, handknattleiks- deild, körfuknattleiksdeild frjáls íþróttadeild, sunddeild og skíða- deild. Fimleikastarfið hefur mjög eflzt hjá félaginu, og náð lengst með drengjaflokki sem vakið hef ur athygli. Handknattleiksdeild- in starfaði og keppti í öllum flokkum karla og náði yfirleitt ágætum árangri. Körfuknattleiksdeild gekk nær óslitna sigurbraut á árinu og vann t.d. 4 bikara til eignar á síðasta íslandsmóti. Á yfirstand- andi Reykjavíkurmóti hafa flokk ar félagsins unnið hvern sigurinn af öðrum. Frjálsíþróttadeild telur innan vébanda sinna marga af beztu í- þróttamönnum landsins. Og á íslandsmóti s.l. ár unnu ÍR-ingar flest meistarastig allra félaga í öllum aldursflokkum samanlagt. Sunddeildin hefur sömu sögu að segja. Margir af beztu sundmönn um landsins hafa unnið félaginu ótal sigra. Skíðadeildin leggur höfuð- áherzlu á skálabyggingu í Hamragili sem væntanlega verður vígð á 55 ára afmæli félagsins 11. marz. n.k. Er skálinn hið myndarlegasta hús og mjög vel gert. Skiðamenn félagsins — o,- reyndar fleiri — hafa lagt alls um 12000 sjálfboðaliðavinnustundir i bygginguna og ber það vott um góðan félagsanda. í stjóm fyrir næsta ár voru kjörnir Sigurjón I>órðarson for- maður en auk hans Finnbjörn Þorvaldsson, Atli Steinarsson, Gunnar Bjarnason og Reynir Sigurósson. í varastjórn voru kjörnir'örn Eiðsson og Haukur Hannesson. Benedikt G. Waage. Sigurjón Þórðarson, Jón Kaldal og Jakob Albertsson fluttu Albert miklar þakkir fyrir frábær störf í þágu ÍR. Albert þakkaði góð orð og óskaði félaginu allra heilla. Sigurjón Þórðarson mælti hvatningarorð til fundarmanna, hvatti ÍR-inga til aukins sam- starfs og brýndi þá tíl frekari dáða. Billy Wriglit ENSKA knattspyrnuliðið Arse- nal hefur gert hinum heimsfræga knattspyrnumanni Billy Wright hjá Wolverhamton tilboð um að gerast þjálfari hjá Arsenal. Billy Wright, sem lék 104 sinn um í enska landsliðinu, hefur enn ekki svarað. Bylli er þessa dagana í Hollandi, þar sem hann er fararstjóri með unglingalandsliði Englands. Kutz orðinn skólastjóri HINN , heimsfrægi sovézki hlaupari Vladimir Kutz, sem undanfarin ár hefur hvergi sézt né verið getið, hefur nú fengið nýja stöðu í Moskvu. Tass fréttastofan skýrir frá því að Kutz verði skólastjóri i nýstofnuðum „hlaupaskóla" í Moskvu. Tass segir að Kutz hafi lokið þjálfaraprófi frá íþrótta- skóla í Leningrad. : ■niit \jir kJukkiu^ s kjfiaxx (/miÁ r\ i r Sicjufþóf Jórvssorv 3c co FÁIR íþróttamenn — oe eng , in íþróttakona — hefur áunn- ið sér svo mikla frægð og að- dáun sem bandaríska stúlkan Wilnr.a Rudolph. oft hefur hún komið mönnum á óvart — en það hefur fram að þessu ætið verið á iþróttavellinum. Þrjú gull vann hún í Róm. og fjórða „gullið“ hennar þar var bandariski hlauparinn Ray Norton. Það fóru miklar sögur af fundum þeirra þar leyni- legum og opinberum oe alls konar spádómar um miklar framtíðarhlaupastjörnur kom- ust á kreik En nú hefur Wilma komið irönnum á óvart á öðrum vettvangi. Hún er skyndilega' gift kona. Og eiginmaðurinn er ekki Norton eða nokkur frægur íþróttamaður. Hinn hamingjusami heitir William Ward og er skólabróðir Wilmu. Hér sjást bau saman |hin nýgiftu. Ungverjor í „8 liðn urslit" UNGVERSKA knattspyrnu- liðið Ujpest Dozsa befur tryggt sér réttinn til keppni í „átta liða úrslitum" í keppninni um Evrópu bikarinn í knattspyrnu. í gær vann liðið hollenzka liðið Ajax með 3:1. f hálfleik stóð 1:0 fyrir Ungverja. Fyrri leikurinn var á heima- velli Ajax og unnu Hollendingar þá með 2:1. Það er i 1 marki sem Ungverjarnar komast í úrslitin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.