Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐI. Föstudagur 1. des. 1961 Ámi Kristjánsson og Björn Ólafsson á æfingru Sónötukvöld í Austurbæjarbíói Árni Kristjánsson og Bjorn Ölafsson flytja þrjár kunnar sónotur Mikið úrval bðka hjá Menningarsjóði NÆSTKOMANDI mánudags- og þriðjudag-skvöld, kl. 7 síðd., halda þeir Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson tónleika í Austurbæjar bíói fyrir styrktarfélaga Tónlist arfélagsins, og verður þetta „Són ötukvöld" tiundu tónleikarnir fyrir styrktarfélaga á þessu ári. — x — Á efnisskránni eru þrjár sónöt ur fyrir fiðlu og píanó, allt kunn verk, sem tónlistarunnendur þekkja, þótt ekki hafi þær allar heyrzt hér nýlega á tónleikum. Fyrst er hin fræga og stórbrotna Kreutzersónata Beethovens, þá sónata í g-moll eftir Debussy og loks sónata í A-dúr eftir César Franok. Þeir Árni og Björn eru nýbún ir að halda tónleika á Akureyri á vegum Tónlistarfélagsins þar. 1 BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs gefur út rúmlega 20 bækur á þessu ári, auk tímaritanna tveggja, Andvara og Almanaks hins islenzka Þjóðvinafélags. Tíu þessara bóka komu út í vor og haust, en í gær komu tíu bækur út hjá forlaginu, svonefndar fé- lagsbækur, auk nokkurra ann- arra bóka. Þeir Gils Guðmundsson og Helgi Sæmundsson skýrðu blaða mönnum nánar frá útgáfubókum íélagsins á fundi, sem þeir héldu með þeim í gær. FÉLAGSBÆKUR Árgjaldið, sem félagsmenn greiða er enn ekki nema 210 kr. (án bands) og fyrir þetta gjald fá félagsmenn Almanakið, And- vara og eina bók í bókaflokknum Lönd og lýðir, en hún er að þessu sinni Mannkynssaga, eftir Ólaf Hannsson, menntaskólakennara, fyrri hluti. Þetta er menningar sögulegt rit og fjallar um frum stæðar þjóðir. Er hún 13. bókin í bókaflokknum Lönd og lýðir, sem notið hefur mikilla vinsælda almennings. Kristilegt stúdentablað kemur út í dag KRISTILEGT stúdentablað kem- ur út í dag eins og venja er til 1. desember, og er þetta 26. árgangur blaðsins. Blaðið er gef- ið út af Kristilegu stúdentafélagi, en ritstjóri þess og ábyrgðarmað- ur er Frank M. Halldórsson cand. theol. Af efni blaðsins má nefna grein um séra Friðrik Friðriks- son eftir Ásgeir B. Ellertsson cand. med. Henni fylgir Svana- söngur séra Friðriks Friðriksson- ar, sálmur í 12 erindum. Þá er viðtal við norska stúdentaprest- inn Leif M. Michelsen, sem nefn ist „Nemendur vilja hlusta ef þeir heyra ákveðinn boðskap“. Segir séra Michelsen frá kristi- legu starfi í norskum skólum. „Bréf frá íslendingi í Kanada" er frásögo séra Ingþórs Indriða- sonar af starfi sínu í Langhuth í Manitoba, en þar hefur hann verið prestur undanfarin tvö ár. Þá kemur „Hátíðaljóð á 50 ára afmæli Háskóla íslands" eftir Pál V. G. Kolka lækni, en það fékk sem kunnugt er önnur verð- laun í samkeppni um hátíðaljóð. í blaðinu eru ennfremur birt- ar afmælikveðjur til Kristilegs stúdentafélags, sem varð 25 ára 17. júní s.l., frá biskupi Islands, herra Sigurbirni Einarssyni, og frá Jóhanni Hannessyni prófessor, sem var fyrsti formaður félagsins. Kveðjunum fylgir myndaopna úr 25 ára starfi félagsins. Þá er þýddur kafli úr bók eftir Frederik Wislöff, og nefnist hann „Unaðsheimur heiðingjanna — í musteri gyðjunnar Kali“. Auk þess eru í blaðinu allmargar styttri greinar eftir innlenda og erlenda, stúdenta um trúarlega reynslu þeirra. Hölundar þessara greina eru Sigurbjörn Guðmunds son verkfræðingur, Inger Idsöe, læknastúdent við Háskóla ís- lands, Nils Gunnar Nilsson fil. stud., Hilmar E. Guðjónsson stú- dent og Svandís Pétursdóttir, stud. phil. Loks er starfsannáll Kristilegs stúdentafélags Og þátt- urinn „Úr ýmsum áttum“. Kristilegt stúdentablað kostar 15 krónur og verður selt á götun- um í dag. Um næstu helgi munu stúdentar fara til nágrannabæj- anna og selja blaðið og halda samkomur. Kápan á Kristilegu stúdentablaði. VALBÆKUR Ofannefndar þrjár bækur eru fastar félagsbækur, en síðan geta félagsmenn valið 2 bækur til viðbótar af 5, sem forlagið gefur út. f þessum flokki er Segðu mér að sunnan, úrvalsljóð eftir skáld konuna Huldu, valin úr sjö ljóða bókum, sem hún gaf út. Dr. Sig urður Nordal héfur samið for- mála að bókinni um skáldkonuna og skáldskap hennar. Þá er skáld saga eftir franska Nóbelsverð- launaskáldið Albért Camus, Út- lendingarnir. Þýðandi þeirrrar bókar er Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Þetta er 5. bókin, sem Menningarsjóður geifur út eft ir Nóbelsverðlaunahafa. Þriðja bókin er Strönd og vogur, sagna þættir og frásagnir af Suðurnesj um eftir Árna Óla, ritstjóra. — Fjórða bókin er Bréf frá fslandi, ferðabók eftir sænska guðfræðing inn — Og síðar biskup — Uno von Troil, í þýðingu Haraldar Sig- urðssonar, bókavarðar. Þessi bók er ein merkasta ferðabók skrif uð um ísland á 18. öld. Bókin var frumsamin á sænsku, en var fljót lega þýdd á aðrar tungur, ,m.a. ensku, þýzku og dönsku. Það gef ur þessari fyrstu íslenzku útgáfu af bókinni sérstakt gildi, að um 60 myndir fylgja henni, teiknjng ar af húsum, fólki, landslagi og kvenSkrauti O.fl. Frumteikning arnar eru allar gerðar af færum teiknurum á 18. öld, og eru þær geymdar í British Museum, — Fimmta valbókin er Veröld sem var, sjálfsævisaga austurríska skáldsnillingsins Stefan Zweigs. Sú bók köm áður út hjá forlaginu en var þá ekki válibók. BARNABÆKUR Auk þessara bóka, gefur Menn ingarsjóður út fjórar barnabæk ur, en það er aukin liður í bóka útgáfu forlagsins. Þrjár barna- bókanna eru frumsamdar á ís- lenzku. Ævintýraleikir er ein þessara bóka, annað bindi leikrita handa börnum, ,eftir Ragnheiði • Gígar eða gígir? J.E. skrifar: Hver er hin rétta fleirtölu- mynd af orðinu (eld)-gígur? Eg þykist hafa lært að skrifa gígar í flt. en nú tók ég eftir því, að allir blaðamenn virð- ast samtaka um að rita gígir í flt. í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar er fl. gígar. Væri ekki æskilegt að hafa það sem sannara reynist í þessu efni. Dagblöðin geta skapað mikinn glundroða með því að endurtaka daglega vafa samar orðmyndir. • Hvað er rétt? Ja, vafasamar orðmyndir. J.E. flettir upp í orðabók H. Halldórssonar Og fær þar fleirtölumyndina gígar, Vel- vakandi fletti upp hjá Blön- dal og fékk gígir. Þá varð það til ráða að hringja í Orðabók Háskólans. Dr. Jakob Bene- diktsson varð fyrir svörum, og sagði að orðabókarmenn hefðu hvoratveggja orðmyndina. — Þeir hefðu að vísu eldra diæmi um flt. gígar, en orðmyndin gígir næði góðan spöl aftur á 19. öldina, svo ekki hafa blaða menn a. m. k. fundið hana upp. Þetta mun sem sagt hafa verið skrifað sitt á hvað í ára- tugi. Sjálfur mundi ég kjósa að nota fleirtöluna gígar, og það aðeins til að geta notað þágu- fallið gígum, sem samsvarar þeirri fleirtölumynd, og losnr við jafn Ijótt orð og þágu- fallið gíjum. • Atvik úr umferðinni R.P. skrifar og er gramur: í dag, þriðjudaginn 28. þjn., kl. 5 e.h. bar fyrir mig svo- fellt atvik. Eg var staddur með tvo hesta þétt við dyr Söluskálans á Bústaðavegin- um. Til að hafa handfestu á hestunum, bað ég litla telpu er stóð þar í dyrunum að kaupa fyrir mig hlut sem mig Hátíðamerki Jóns Sigurðssonar HÁTÍÐAMERKI það, sem Rafns eyrarnefnd lét gera í sumar í til efni af 150 ára afmæli Jóns Sig- urðssonar, verður til sölu I Reykjavík 1. des. Eru það að lílk indurn síðustu forvöð fyrir menn að eignast merkið. Stúdentaráð Háskóla fslands hefur tekið að sér að sjá um sölu merkisins, Og mun það verða selt víða um bæinn. Merkið er mjög vel gert, Og gildi þess varan legt. Er það blár skjöldur með upphleyptri vangam.ynd af Jóni Sigurðssyni, og er hún siifruð. Undir myndina er letrað: 1811 —■ 17. júní — 1961. Merkið kostar 25 krónur. Ágóði af sölunni renn ur í Rafnseyrarsjóð. Jónsdóttur. Bókin er mynd- skreytt af Sigrúnu Guðjónsdótfc ur. Þá er Kóngsdóttirin fagra og Álfagull eftir Bjarna M. Jóns- son, námsstjóra. Fjórða bókin er Ævintýrabók, sem Júlíus heitin Havstein þýddi og endur sagði. Ævintýrin í bókinni eru frá ýmsum löndum. AÐRAR BÆKUR Enn eru væntanlegar þrjár bæk ur í bókabúðir næstu daga frá Menningarsjóði. Ein þeirra er úr val smásagna eftir Friðjón Stef- ánsson. önnur er Þorsteinn á Framh. á bls. 8. vantaði og gerði hún það. Þeg ar ég var að taku við honum, kemur strætisvagn brunandi og snarbremsar með tilheyr- andi loftbremsuhávaða, svo að fólik sem þetta sá hafði orð á hvers konar kappakstur þetta væri. En á Bústaðavegi virðist ekki þurfa að a'ka þétt að skálanum, því nóg er pláss ið. Eg gerði tilraun til að hemja hestana í þessum ósköp um, en tókst ekki og ruku þeir út í loftið, en við það féll ég á götuna og var mildi að ekki varð þarna slys. Eg stóð á fætur til að huga að hestun- um og fann þá upp við Hólm- garð. Er ég komst í bæinn varð ég var við, að ég hafði tapað peningaveski með ca kr. 4000, er ég taldi líklegt að ég hefði misst í þessum ósköpum og fór aftur inneftir, en fann það vitanlega ekki. Er nú nauðsynlegt að aka með þvílíkum hraða alveg að stoppistöð, jafnvel þó brems- urnar séu í góðu lagi? Eins finnst mér margir bílstjórar, alls ekki allir, hafa það fyrir venju að klína sér óþarflega nærri ríðandi mönnum á veg- um úti, þvert ofan í öll lög Eg skrifa þetta að vísu gram- ur í geði, finnandi að ég er að bólgna á læri og handlegg og hefi verk í síðu. Þó er ljós punktur í öllu þessi fargani. í kvöld auglýsti ég eftir veskinu og fékk það með sömu ummerkjum. —- Hringdi til mín kona á Rétt- arholtsvegi 83 og kvað son sinn og Jón Eiríksson bifreiðar stjóra hafa fundið veskið. — R.P,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.