Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNBL4 DIB Föstudagur 1. des. 1961 Þakka samstarfsfólki, Starfsmannafélagi Reykjavíkur- bæjar og öllum þeim, sem sendu mér góðar óskir og gjafir. Karl Á. Torfason. VéSbátur til solu Til sölu er 50 tonna eikarbátur, smíðaður í Svíþjóð 1957, með 215 ha. MWM-dieselvél. Báturinn er bú- inn radar, Simrad dýptarmæli með útfærzlu o. fl. Nánari upplýsingar veittar í síma 3-67-29 eftir kl. 6ö AustfirðiiigsfélEgið heldur skemmtun í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 8,30. 1. Félagsvist 2. Dansað til kl. 1. Helgi Eysteinsson stjórnar dansinum. Austfirðingar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin Faðir minn og tengdafaðir FILIPPUS JÓHANNSSON andaðist 29. þ.m. í sjúkradeild Hrafnistu. Ingveldur Filippusdóttir, Sigurður Einarsson Hjartkær eiginmaður minn, faðir og bróðir GUNNAR E. JÓNSSON andaðist á heimili sínu Nönnustíg 12, Hafnarfirði 28. nóvember. Útför hins látna fer fram frá Þjóðkirkjunni laugardaginn 2 desember kl. 11 f.h. Guðrún Jónsdóttir, Jón Kr. Gunnarsson, Margrét Jónsdóttir. Maðurinn minn BENEDIKT SÆMUNDS HELGASON sem andaðist 22. nóv verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju laugardaginn 2 þ.m. — Athöfnin hefst með bæn að heimili hins látna, Heiðarbraut 35, Akranesi kl. 1,30. Sigríður Jóhannsdóttir SKARPHÉÐINN ÞÓRÓLFSSON vélstjóri verður jarðsunginn n k. laugardag 2. des. kl. 10,30 frá Fossvogskirk i u. Vandamenn Jarðarför 5 ÞÓRHALLS DANIELSSONAR fyrrverandi kauprnanns frá Höfn r Hornafirði fer fram frá Bjarnaneskirkju í Hornafirði, laugardaginn 9. des. kl. 10,30 f.h. — Kveðjuathöfn verður í Dóm- kirkjunni mánudaginn 4. des. kl. 10,30 og verður henni útvarpað. Börn, tengdabörn og barnabörn Hjartanlega þökkum við öllum þeim mörgu fjær og nær, sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður minnar JÓNÍNU Þ. ÞORSTEINSDÓTTUR Hverfisgötu 91 Unnur Jónsdóttir, tengdabörn og barnabörn Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför föður míns, JÓSEPS GÍSLASONAR þjóns Fyrir mína hönd, vandamanna og vina Grettir Jósepsson Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför bróður míns og fóstur- föður ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR frá ísafirði. Jóna Guðmundsdóttir, Jakob Jakobsson. VETTVANGUR Frh. af bls. 13. látinn sæta refsingu, iþrótta- maður, sem beitir svikum eða áberandi ódrengskap í leik, er gerður rækur af leikvelli. Hvers vegna eiga blaðamenn eða stjórnmálamenn að hafa þann forgangsrétt að mega beita bæði ódrengskap og svikum, án þess að vera gerðir rækir af leikvangi þjóðmálanna? Það er þjóðarhneyksli, að flokksblöðunum skuli ekki einu sinni bera saman um hagfræði- legar tölur eða einfaldar stað- reyndir um atburði. Það er líka þjóðarhneyksli, að blöðum skuli haldast það uppi að fara með fleipur um viðkvæm utan- ríkismál, sem getur orðið stór- hættulegt öryggi vor sjálfra eða frændþjóða vorra. Hér þarf að vera til hlutlaus dómstóll, sem hefur vald til að dæma menn fyrir grófar sakir af þessu tagi og láta valda fjörbaugssök, sem væri í því fólgin að svifta menn rétti til að vera ábyrgð- armaður að blaði, eins og öku- níðingur er sviftur ökuleyfi, eða skóggangssök, svo að maður sé sviftur kosningarrétti og kjörgengi um lengri eða skemmri tíma. Það má vel vera, að þetta þyki rokkuð róttæk tillaga og að fáir blaðamenn eða stjóm- málamenn vilji ljá henni fylgi. Þeir, sem hafa ranglát og hættu leg forréttindi, sem skapazt hafa eða viðhaldast í skálkaskjóli venjunnar, eru sjaldnast sjálfir með því að láta afnema þau. En eg lít á þetta mál augum læknis ins, sem hlífist ekki við að setja heimili í sóttkví eða ein- angra hættulegan smitbera, þeg- ar tillitið til almennrar heil- brigði krefst þess. Slíkar ráð- stafanir sættu líka mótspyrnu, meðan almenningur hafði ekki fullan skilning á eðli farsótta. V Lýðræðinu stafar líka hætta af sjúkdómi, sem líkja mætti við kölkun og æðastíflu. Þing- mönnum og flokksforingjum hættir til að líta svo á, að kjör- dæmin, flokkarnir og fólkið sé þeirra eign, ef þeim hefur einu sinni verið falið umboð almenn- ings. Þessi hætta hefur aukizt við það, að listakosningar voru teknar upp, þótt það væri nauð- synlegt. Enginn hámarksaldur gildir fyrir alþingismenn, eins og fyrir alla aðra opinbera starfsmenn, og því lengur sem einn maður hefur setið á þingi, þess meiri heimtingu þykist hann eiga á að vera hafður í öruggu sæti á lista. Eðlileg dreifing trúnaðarstarfa og æfing sem flestra í þeim hindrast á þennan hátt, alþingi og bæjar- stjórnir verða með tímanum öldungasamkundur, þar sem ferskar hugmyndir eiga erfitt uppdráttar og ellimörk færast á stjómmálalífið. Vitur maður einn taldi það í mín eyru einn aðalkostinn, sem lýðræðið hefði fram yfir einræði, að hægt væri að skipta um stjóm án þess að taka valdamenn þjóðfélagsins af lífi. Það er í sjálfu sér mikill kostur, en han rýrnar þó í gildi, ef ellidauðinn á að verða eina lausnin. Mörg dæmi frá síðustu tím- um sanna þessa hætu. Salazar var á sínum tíma gagnlegur einræðisherra þjóð sinni, sem hann rétti við úr fádæma öng- þveiti, er laus við lýðskrum og hégómahátt, en hann hefur á gamalsaldri fengið þá flugu í höfuðið, að hann einn geti ÍSLAIMD f DAG er ein veglegasta bók sem gefin hefur verið út á íslandi 20 nafnkenndir menn skrifa í hana greinar um land, þjóð og atvinnunætti. 300 fyrirtæki kynna sögu sína og starfsemi og nærfellt 900 myndír prýða bókina. Þetta er tilvalin jóiabók, handa öllum, sem vilja afla sér vitneskju um land sitt, þjóð og atvinnu- hætti. Einmg er bún einkar heppileg gjöf íslend- ingum erlendis. EnsKa útgáfan verður tilbúin um áramót. Bókin fæst nú í öllum bókaverzlunum, en þeim viðskiptavinum, sem ætla að nota rétt sinn til að panta hana hjá forlaginu, er bent á að gera sem fyrst pöntun, þar sem upplagið er mjög takmarkað. Landkynning h.f. Pósthólf 1373 — Sími 36626 stjórnað landinu, og er þannig að því kominn að steypa Portú- gal út blóðuga byltingu. Ad- enauer þrjózkast við að segja af sér og stefnir stjórnmálum lands sins í óefni. Bandaríkja- menn hafa að nokkru sett und- ir þennan leka, eftir þá dýr- keyptu reynslu að kjósa Roose- velt í þriðja sinn til forseta, sjúkan og slitinn, en haldinn at- vinnusjúkdómi stjórnmála- manna, trúnni á sinn eigin ó- mipsanleik. Nú eru það orðin lög þar í landi, að engan for- seta má endurkjósa nema einu sinni hvað eftir annað, og sama gildir um ríkisstjóra margra ríkjanna, enda hafa allir þessir menn mjög mikil völd og meiri en konungar með þingbundna stjórn. V Lýðræði í núverandi mynd, með kjörna fulltrúa, sem fara með atkvæði fjöldans í umboði hans, er tiltölulega ungt og stendur til ýmissa endurbóta. Þær hljóta að koma mámsam- an, ef menn trúa ekki í blindni á steinrunnar kreddur. íslend- ingar mynduðu á sínum tíma þjóðskipulag, sem að vísu var að efni til eftir fyrirmyndum úr þeirri fyrra föðurlandi, en sniðið eftir kröfum hins nýja lands, stóðst í meira en þrjár aldir, og var merkilegasta stjórnarfar síns tíma. Enn ætt- um vér að vera nógu vitrir tii að móta íslenzkt lýðræði svo, að það haldist heilbrigt og lif- vænlegt um langan aldur. Til1 þess þarf fyrst og fremst meiri virðingu fyrir meðferð sannleik; ans. Sannleiksleitin er undir- staða frelsis frá skorti og ör- birgð. Án virðingar fyrir sann- leikannum glatar lýðræðið gildr sínu, en heimskan, ofstækið og glundroðinn, sem er afleiðing hvors tveggja, sviptir þjóðina frelsi og þroska. Minnumst þess á afmælisdegi íslenzks fullveld- is, að frelsið er dýrmæt gjöf, — frelsi frá erlendum yfirráð- um, frelsi frá skorti, frelsi frá ofstjóm og óstjórn, frelsi frá illum og andfélagslegum hvöt- um vors eigin innra jnanns. Minnnumst þess gamla, heilaga orðs: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.