Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORCCTSfíL 4ÐIÐ Föstudagur 1. des. 196 CTtgeíandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ót>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. 7. DESEMBER dag minnist íslenzka þjóð- in fullveldisins. Þennan dag fyrir 43 árum sáu lands- menn rætast drauminn um það sjálfsforræði, sem barizt hafði verið fyrir um langan aldur. Þessa dags hljótum við því ætíð að minnast þakklát í huga. Sú venja hefur myndazt, að stúdentar hefðu forystu um hátíðahöld þennan dag, og er það vel, því að ís- lenzka þjóðin metur mennta- menn sína mikils, og hún vill fylgjast með skoðunum þeirra og sjónarmiðum á hverjum tíma. Að þessu sinni hafa stúdentar helgað daginn vestrænni samvinnu, ekki að ófyrirsynju. ií Heiminum er nú ógnað af einhverri mestu ofbeldis- stefnu allra alda. Fullveldi sérhverrar þjóðar er í hættu. Lýðfrelsið og menninguna verður að verja, og það er einmitt vestræn samvinna, sem fram að þessu hefur megnað að stöðva útþenslu heimskommúnismans. Ekkert er lýðræðisríkjun- um helgara en rétturinn til að ráða eigin málefnum, frelsi til orðs og æðis, og varðveizla fornra og nýrra menningarverðmæta. Þess- um þjóðum er það ljóst, að hver þeirra um sig megnar ekki að tryggja þessi mestu verðmæti, þegar að er sótt, en sameinaðar eru þær styrkari en nokkurt annað afl, sem um getur. Með hverju árinu, sem líður, styttast vegalengdir, svo að segja má að allar þjóðir séu nú í nábýli. Þess vegna hefur þróazt marg- háttuð alþjóðleg samvinna, þar sem menn hafa af fús- um og frjálsum vilja fórnað nokkru af fullveldi þjóða sinna til að tryggja það, sem mest er um vert. Víðtækust eru þar samtök hinna Sam- einuðu þjóða, þeim hefur hins vegar ekki tekizt að tryggja frið og öryggi. Þess vegna hafa vestrænar lýð- ræðisþjóðir stofnað sín eigin samtök í samræmi við heim- ild í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Atlantshafsbandalagið er þau meginsamtök, sem tryggt hafa þjóðunum frið og frelsi. Á þeim samtökum hefur fullveldi íslands, sem annarra þjóða, byggzt síð- ustu árin. Án stofnunar þess værum við nú vafalaust í helfjötrum. En samskipti lýðræðisþjóða aukast líka á menningar- og viðskipta- sviði. Með stofnun Efnahags- bandalags Evrópu rísa vissu- lega upp ný vandamál, en jafnframt skapast mikil tæki færi til stórbættra lífskjara V estur-Evr ópuþ j óða. Við íslendingar munum fylgjast með framvindu þeirra mála, eins og ann- arra, sem varða meginhags- muni þjóðarinnar, og taka síðan afstöðu — byggða á þekkingu — með hliðsjón af því, sem bezt þjónar okkar eigin hag* KOMMÚNISTAR í NÝJU GERVI ? J>irt hefur verið ávarp frá " hinum svokallaða Flokks- stjórnarfundi Sósíalistaflokks ins, þar sem frá því er skýrt að kommúnistar hyggist taka á sig nýtt gervi, stofna enn eina „samfylkingu“. í álykt- uninni segir orðrétt: „Flokksstjórnin telur, að hinn næsti áfangi, sem keppa verður að, sé að starfsstéttir íslands myndi allsherjar bandalag þeirra einstaklinga, samtaka og flokka, sem bjarga vilja þjóðinni úr yfirvofandi hættu og vinni þannig stórsigur í næstu Alþingiskosningum“. Athyglisvert er, að Sósíal- istaflokkurinn tekur þannig ákvörðun um að breyta hinu svonefnda Alþýðu- bandalagi eða leggja það beinlínis niður. Alþýðubanda lagið hefur frá fyrsta degi verið viljalaust verkfæri í höndum Moskvukommún- ista, og nú er niðurlæging þess svo algjör, að kommún- istaflokkurinn, hinn gamli kjarni, ákveður að ráða ör- lögum þess til lykta. í hinni framangreindu yfir lýsingu felst það væntan- lega, að kommúnistar reyni að tengja saman þau vinstri sinnuðu flokkabrot, sem hér- lendis eru, Sósíalistaflokk- inn, Alþýðubandalagið og Þjóðvarnarflokkinn. Væntan lega munu þeir svo ætla að styðjast við hjálparsveitir sínar eins og Samtök her- námsandstæðinga, Menning- ar- og friðarsamtök kvenna og hvað það nú allt saman heitir. Það verður ekki óálit- leg hjörð, sem ætlar sér að vinna „stórsigur í næstu Al- þingiskosningum“. Og ávarpið heldur áfram: „Yrði síðan mynduð sterk þjóðholl stjórn, sem beitti ríkisvaldinu til tryggingar sjálfstæði landsins og upp- byggingu atvinnulífsins“. Ekki fer á milli mála, hvað átt er við með þessum HEIMATILBÚINN VAN GOGH Mörgum af eldri kynslóð- inni er enn í minni hneyksl- ið varðandi myndir van Goghs skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þá var það að leigubílstjóri í Berlín, Otto Wacker, opnaði dag nokkurn mikla listaverzlun. Fjölda listfræðinga var boð- ið að vera við opnunina. Þá fUrðaði mest á því að á veggjunum héngu rúmlega 30 málverk eftir van Gogh. — Wacker skýrði frá því að listaverk þessi kæmu frá furstaætt, sem vegna dýrtíð- ar eftirstríðsáranna hafi neyðst til að láta þessa dýr- gripi. Þetta var ’ ekkert ó- *«W<i Þetta er ein þekktasta listafölsun nútímans. Mynd þessl nefnist „Lærisveinarnir í Eramaus" og átti að vera eftir einn þekktasta n-.ilara Hollands, Vermeer, sem uppi var um 1600. „Listamaðurinn“ var hinsvegar van Meegeren, sem lézt 1947. Hann mun hafa hagnazt um 90 millj. króna á fölsunum sínum, en varð að greiffa þaff allt til baka og sat lengi í fangelsi. NÝLEGA er komin út í Noregi bók um listaverka- fölsun, eftir sérfræðing- inn dr. Frank Arnau. En listafölsun er ekkert nýtt fyrirbæri, heldur senni- lega jafn gamalt listinni sjálfri. Að minnsta kosti er vitað að þessi iðja hef- ur verið stunduð í mörg þúsund ár, og henni er haldið áfram enn í dag. Óslóarblaðið Aftenpost- en gerði þetta mál að urn- ræðuefni um daginn í sambandi við útkomu bókar dr. Arnaus, sem listaverkin. Hafði hann þar notið aðstoðar föður síns, sem var dugandi listmálari. Og einnig hafði systir Ottos lagt þar hönd að verki. Otto var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Hann á- frýjaði dómnum og yfirrétt- urinn í Berlín bætti sjö mán- uðum við refsinguna. ★ Að sjálfsögðu ef hverjum sem er heimilt að líkja eftir hinum miklu meisturum. En þegar eftirlíkjandinn setur „undirskrift“ meistarans und ir verkið er hann kominn út á hálan ís. 1 eftirmála bókar dr. Arnaus ritar forstjóri norska listmunasafnsins nokk ur orð um málverkafalsanir í Noregi. Til vinstri: Svikinn Rembrandt. Gegnumlýsing sýndi aff myndin var máluff 100 árum eftir lát meistarans. Til hægri: Fölsuff stytta af Cæsar. Höggmyndin er gerff á 18 öld. En British Museum lét blekkjast og keypti styttuna í góffri trú. Listin að falsa list blaðið segir að sé jafn „spennandi“ og reyfari. í greininni segir m.a.: ERFIÐARA NÚ A A DÖGUM Falsanir listaverka hafa verið stundaðar frá morgni listarinnar. Það má ef til vill á vissan hátt skilja það að maður, sem ekki er of siða- vandur, láti freistast af þeim miklu upphæðum, sem fá má fyrir falsanir. Þar er að sjálf sögðu átt við þegar fölsun- in tekst. Og það kemur fyrir. Fölsunin getur verið það vel unnin að jafnvel fremstu sér fræðingar falla í gildruna. Nú á dögum er ekki jafn auðvelt og áður að falsa verk gömlu meistaranna. —■ Gegnumlýsing með röntgen- geislum, efnagreiningar, vefn aður léreftsins skoðaður í smásjá, jafnvel rykið, sem sezt í málninguna þegar verkið er unnið, allt er gaumgæfilega rannsakað. — Þetta hefur leitt til þess að fjöldamargir ósvífnir svikar- ar hafa verið teknir. sennilegt. Vitað var að van Gogh fylgdist ekki með því hvað varð um verk hans. Sérstaklega ekki síðustu veik indaárin. Hann málaði stanz- laust, en málverkin lentu oft á háaloftum og geymslum, eða jafnvel seld á götunum fyrir smánarverð. Þetta stað- festi einnig bróðir van Goghs við réttarhöld, sem hófust skömmu síðar. Mál þetta vakti feikna at- hygli í listaheiminum. Það kom nefnilega í ljós að Otto Wackner hafði sjálfur málað orðum. Vinstri samfylkingin á að taka upp samstarf við Framsóknarflokkinn og þessi ölf eiga síðan saman að fara með stjórn landsins. Morgunblaðið hefur áður bent á, að foringjar Fram- sóknarflokksins væru að marka utanríkismálastefnu, sem slík samfylking gæti fallizt á. Virðist þannig vera um að ræða samspil milli foringja kommúnista og Framsóknar. Kommúnistar eiga að safna saman vinstri fylkingunum, en Framsókn- arflokkurinn að reyna að halda hægra fylgi sínu. Síðan á .að mynda samstjórn, sem í flestu myndi svipa til stjórna þeirra, sem stofnaðar voru í leppríkjunum, og leiddu til þess að þau glöt- uðu sjálfstæði sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.