Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 10
MORGVNLL4 fí 1 Ð Föstudagur 1. des. 1961 !0 BJTSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Agætt ndmskeið SUS á Hellu Þátttakenúur í námskeiðinu á Hellu að kaffidrykkju rreð land- búnaðarráðherra, Ingólfi Jónssyni. Eru dagar Verkamanna- flokksins taldir? SL. VIKU efndi Fjölnir, F.U.S. í Rangárvallasýslu og Samband ungra Sjálfstæðismanna til stjórn málanámskeiðs á Hellu. Nám- skeið þetta hófst mánudaginn 20. Aðolfundur Keimis, F,U.S. í Kefluvík AÐALFUNDUR Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kefla- vík, var haldinn sl. mánudag. Kristján Guðlaugsson formaður flutti skýrslu fráfarandi stjórnar en starfsemi félagsins var með ágœtum á liðnu ári. Haldin voru skemmtikvöld, bæði á vegum félagsins sjálfs svo og í samvinnu við önnur félög Sjálfstæðismanna í Keflavík. Auk þess voru haldnir fundir um bæjarmál og landsmál. Kristján Guðlaugsson. Hauststarfsemi félagsins er þeg ar hafin með Bingó- og spila- kvöldum. í stjórn fyrir næsta starfsár voru kjörnir: Kristján Guðlaugs- son, formaður, Páll Axelsson, gjaldkeri, Ingvar Guðmundsson, ritari, Sigurður Eyjólfsson og Margeir Sigurbjörnsson. í vara- stjórn voru kjörnir Sævar Sör- ensen, Jón P: Guðmundsson og Þórður Kristinsson. Mikill áhugi ríkir meðal ungra Sjálfstæðismanna í Keflavík fyr- ir því að starfa að málefnum Sjálfstæðisflokksins. Til að tryggja Keflavíkurbæ örugga stjórn á næsta kjörtimabili, mun verða unnið ötullega að því að tryggja meirihluta Sjálfstæðis- manna. — hsj. — nóvember og því lauk sl. föstu- dag. Voru fundir haldnir á hverju kvöldi. Námskeiðið fór þannig fram, að hvert kvöld voru haldin stutt erindi, en síðan æfðu þátttak- endur sig í ræðumennsku með málfundum eða upplestri. Þessir fluttu erindi á námskeið inu: Þór Vilhjálmsson formaður S.U.S., um ræðumennsku Og fundarreglur og fundarsköp (tvö erindi), Birgir ísl. Gunnarsson, lögfræðingur, um utanrikismál, Árni Grétar Finnsson, lögfræð- ingur, um Sjálfstæðisstefnuna og Guðmundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur, um Efnahags- bandalagið. Málfundir voru 3 haldnir. Um bjórmálið og voru þar framsögu- menn Tryggvi Magnússon og Sæmundur B. Ágústsson. Því næst var rætt um búskaparstöfn un ungs fólks og voru þeir Hjalti Oddsson Og Jóhann Bjarnason framsögumenn á þeim fundi. Að lokum var fundarefnið: Fram- tíðarhorfur í atvinnumálum Rang árvallasýslu. — Framsögumenn voru þeir Eyjólfur Ágústsson og Ægir Þorgilsson. Námskeiðinu lauk á föstudags- kvöldið með sameiginlegri kaffi- drykkju. Fyrst var stutt kvik- myndasýning, en síðan flutti Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra yfirlitseríndi um landbún- aðarmál. Námskeið þetta þótti takast mjög vel, en stjórnandi þess var Jón Þorgilsson, formaður Fjöln- is, F.U.S. DAGANA 17. til 20. nóv. vaT stjórnmálanámskeið haldið í Stykkishólmi á vegum Sambands ungra Sjálfstæðismanna og Hér- aðssambands ungra Sjálfstæðis- manna á Snæfellsnesi. Námskeiðið hófst föstudags- kvöldið 17. nóv. Haraldur Jónas- son, sýslufulltrúi, setti námskeið ið og stjórnaði fyrsta fundinum. Fundarritari var Magnús Ó. Jóns son. Þá flutti Jón E. Ragnarsson, stud. jur. erindi um ræðu- mennsTcu. En að því loknu hóf- ust umræður um félagsmál og var þátttakendum leiðbeint um framkomu í ræðustól. Að lokum var sýnd kvikmynd. Á laugardagseftirmiðdag hélt námskeiðið áfram. Fundarstjóri var Lárus Kr. Jónsson og fundar- ritari Ágúst Sigurðsson. Þá flutti Hörður Einarsson stud. jur., er- Þriðjudaginn 7. nóvember fóru fram aukakosningar í Moss Side kjördæmi í Manchester. Við Bretlandsfararnir úr æskulýðs- samtökum þriggja íslenzkra stjórnmálaflokka fengum tæki- færi til að fylgjast með kosninga baráttunni og kosningunum sjálfum, eins og vikið var að hér á síðunni fyrra föstudag. Húsvitjanir og fámennir fundir I neðri deild brezka þingsins eiga sæti 630 menn, allir kosnir í einmenningskjördæmum. Þeir hafa ekki varamenn, og verða þvi að fara fram aukakosningar, ef þingmaður fellur frá eða tek- ur við stöðu, sem ekki fær sam- rýmzt setu í neðri deildinni. Það, sem við sáum í Moss Side, var um margt svipað og við þekkj- um héðan að heiman. Nýstárleg- ust þótti okkur, að það skyldi talin bezta áróðursaðferðin, að frambjóðendur gengju milli húsa og berðu að dyrum. Ef einhver kom í gættina, heilsuðu þeir með handabandi, sögðu til nafns, minntu á, að kosningar stæðu fyrir dyrum, sigðu miklu skipta, að menn greiddu atkvæði, og kváðust vonast eftir stuðningi. Samtölin voru e. t. v. tveim eða þrem setningum lengri að með- altali, varla nseira. — I lok- in afhentu frambjóðendur oft myndir af sér «g munu þær hafa verið ætlaðar til gluggaskreyt- inga. Þessar húsvitjanir eru held ur . stuttaralegar, en hafa sjálf- sagt þýðingu í margmenninu. Við horfðum á frambjóðendur Ihaldsflokksins og Verkamanna- flokksins við þessa iðju. Báðir höfðu þeir barið á nokkur þús- und hurðir. Það kom okkur Islendingum á óvart, hve kosningafundir voru illa sóttir, en það mun raunar hafa verið harla óvenjulegt. Við fórum á tvo fundi, sem haldnir voru á vegum Verkamannaflokks ins kvöldið áður en kosið var. Þar voru 13 og 15 manns. A fundi hjá Ihaldsflokknum voru um 40 en nokkrir þeirra voru fasistar og kratar komnir til að gera „sprell", þegar mönnum var gef inn kostur á að bera fram spurn- ingar. A fundum þessum komu þó fram landsþekktir stjórnmála menn. Astæðan fyrir fundahöld- unum mun hafa verið sú, að blöð sögðu frá ummælum ræðu- manna.. Ymsar brezkar lagareglur um þingkosningar eru ólíkar því, indi um fundarreglur og fundar- sköp. Hófst síðan málfundur og var umræðuefnið áfengismál. Framsögumenn voru Guðni Frið- riksson og Hinrik Finnsson. Síðasti dagur námskeiðsins var á sunnudag. Þá var fundarstjóri Guðni Friðriksson, en fundarrit- ari Hörður Kristjánsson. Þá flutti Hörður Einarsson er- indi um Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans og Jón E. Ragnarsson um aðra stjórnmálaflokka og stefnu þeirra. Að erindunum loknum fór fram málfundur og var rætt um framtíðarhorfur í atvinnumálum Snæfellinga. Fram sögumenn voru Magnús Ó. Jóns- son og Þórir Ingvarsson. Að lok- um var sýnd kvikmynd, m.a. frá árás kommúnista á Alþingi 30. marz 1949. Námskeið þetta tókst mjög vel. sem hérlendis er. Hin opinbera kosningabarátta gat t. d. ekki hafizt í Moss Side fyrr en 23. Eftir ÞÓR VILHJÁLMSSON október, og hver flokkur mátti ekki verja til hennar hærri fjár- hæð en £ 759 (92.000 kr.). Var þessi upphæð ákveðin lögum samkvæmt á grundvelli þess, að á kjörskrá .voru nálega 49.000 manns. Allir frambjóðendur verða að leggja fram trygging- arfé, £ 150 eða rúmlega 18.000 kr., og er það ekki endurgreitt, nema þeir fái áttunda hluta greiddra atkvæða. Brezku flokkarnir Einmenningskj ördæmin í Bret- landi stuðla að myndun tveggja flokka kerfis og þar með að því, að með völd fari stjórn eins flokks. Ihaldsflokkurinn hefur haft meirihluta á þingi allt frá 1951. I kosningunum 8. október 1959 fékk hann 13.750.935 atkv. og 366 þingmenn, Verkamanna- flokkurinn 12.216.166 atkv. og 258 þingmenn, Frjálslyndi flokk urinn 1.640.761 atkv. og 6 þing- menn og kommúnistar 30.897 at- kvæði og engan þingmann. Fengu kommúnistar síðast mann kjörinn á þing 1945. Tveir fram- bjóðendur voru í Moss Side 1959. Fékk frambjóðandi Ihaldsflokks- ins rúmlega 22.000 atkvæði og 8.719 atkvæðum fleira en and- stæðingur hans úr Verkamanna- flokknum. I aukakosningunum nú var kjörsókn miklu minni, innan við 50%. Frambjóðandi Ihaldsflokksins sigraði, fékk 9.533 atkvæði. I öðru sæti varð frambjóðandi Fi'jálslynda flokks ins og kom það A óvart. Hann fékk 6.447 atkvæði, frambjóðandi Verkamannaflokksins 5.980 atkv. og frambjóðandi brezka fasista- flokksins 1.212 atkvæði. Tapaði hann tryggingarfé sínu. Þegar Ihaldsflokkurinn sigraði í almennum þingkosningum í þriðja sinn í röð 1959, þótti það miklum tíðindum sæta, enda hafði slíkt ekki gerzt í heila öld. Flokknum fylgir það fólk, sem telur þróun betri en byltingu, og má e. t. v. segja, að það sé frem ur lífsskoðun en dægurmáia- stefnuskrá, sem einkennir flokk- inn. En því fylgir að sjálf- sögðu, að stefna hans í þeim mál- um, sem hverju sinni eru efst á baugi, sé bæði fastmörkuð og framsækin. Þetta einkenni flokks ins veldur því, að honum hefur tekizt betur en Verkamanna- flokknum að laga sig eftir breytt um tímum. Þá skiptir það miklu að lífskjörin hafa batnað mjög í Bretlandi eftir styrjöldina og stórir hópar með réttu hætt að líta á sig sem fátæklin'ga. Þeir hafa færzt upp í „miðstéttina“, og í hinu rótgróna brezka þjóð- félagi þýðir þetta breytt viðhorf, sem Ihaldsflokkurinn hefur get- að fært sér í nyt. Enn er þess að geta að skipulag flokksins er gott og flokksstarfið öflugt. Eftir hinn mikla kosningasig- ur 1945 tók Verkamannaflokkur- inn að stjórna i samræmi við sínar gömlu sósíalistisku kennisetning ar. I ljós kom að leysa átti vanda mál nútímans með úrræðum fortíðarinnar. Þjóðnýting og aðr ar efnahagsaðgerðir voru aðal- orsök vandræða flokksins, og var eihs og hann yrði ráðvilltur, þeg bækurnar höfðu spáð. Gaitskell, núverandi flokksformgi, og fleiri hafa viljað breyta stefnu flokks- ins í samræmi við nýja tíma, en afleiðingin hefur orðið mik- ill innanflokksófriður. Þá hefur verið borgarastyrjöld í flokkn- um um varnarmál. Ekki heíur það bætt úr skák, að skipulagið og flokksstarfið er að ýmsu levti ófullnægjandi ,ekki sízt meðal ungs fólks. Þess ber að gæta, að Alþýðusamband Breta er hluti af flokknum og brezk Fmmsókn- arflokkurinn (Samvinnuflokk- urinn) í rauninni einnig, en vand ræði eru jafnmikil eigi að síður, Klofningurinn og stefnuleysið í Verkamannaflokknum er nii haft í gamanmálum af ýmsum, eins og sjá má af myndinni, sem grein þessari fylgir. Allir tala um það í alvöru, að flokkurinn eigi sér ekki viðreisnar von, en ný stjórnmálasamtök hljóti að koma í hans stað. Telja sumir, að FrjáLslyndi flokkurinn eygi nýft blómaskeið og eru úrsiltin í Moss Side og fleiri aukakosningum höfð til marks. Það er að visu ekki einsdæmi í aukakosningum að Frjálslyndi flokkurinn fái verulegt fylgi, en þó er viðgang- ur hans nú meiri en við var bú- izt. Hinn nýi flokkur myndi vafa laust heimta skjótar umbylting- ar í þjóðfélaginu en vera óháð- ari kreddum sósíalismans en Verkamannaflokkurinn hefur verið. Um allt þetta ríkir óvissa, en enginn lætur sér detta annað í hug en Ihaldsflokkúrinn v^rði hér eftir sem hingað til megin- þáttur í brezku stjórnmálalífi. Frá stjórnmálanám- skeiði í Stykkishólmi ar allt gekk ekki eins og „fræði"- Gaitskell, foringi Verkamannaflokksins, segir við hina brezku ) húsmóður: „Hugsum okkur að kosningar yrðu á ir.orgun.' Hvaða flokki vilduð þér, að Verkamannaflokkurinn líktist?“ (Teikning úr vikublaðinu The Observer)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.