Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 1. des. 1961 MORCVTSBLA fílÐ 17 Hollenzkir KJÓLAR Höfum tekið upp nýja sendingu af hollenzkum dag- og síðdegiskjólum. Mörg ný efni, nýjustu snið, dökkir tízkulitir. Verðið er frá 775.00 krónum til 1550,00 Tízkuverzlunin Cuðrún RAUÐARÁRSTÍG 1 Sími 1^077 — Bílastæði. — Um daginn og veginn Frih. af bls. 13. yrkjubú t>g embættismaður hjá ríki og flokk settur yfir allt sam an. Síðan sögðu embættismenn- irnir fyrir um það. hvernig bænd urnir ættu að búa. Afleiðingin varð svo sem kunnugt er almenn hungursneyð. Þarna týndu millj- ónir manna lífinu. Þá var settur upp sægur af fangabúðum í norð ur og austurhéruðum hins víð- lenda ríkis. Þangað var sópað saman milljónum manna. Hefur verið gizkað á 8 til 15 milljónir, |>ar með taldar milljónir bænda, sem sakaðir voru um mótþróa . við yfirvöldin. Fólk þetta var látið vinna þarna að námugrefti og skógarhöggi undir eftirliti lögreglunnar. Þarna týndu enn milljónir manna lífinu, sökum (þrælkunar, illrar meðferðar og Ihungurs. Um þetta má m. a. lesa í bók Kravtsjenkos: Eg kaus frelsiff, sem út hefir komið á ís- lenzku. j-l Útrýmingarherferff blaðsins Þá kem ég að því sem mest Ihefur verið rætt um undanfarið, en það eru hinar miklu aftökur, sem Stalin lét framkvæma á for ustumönnum Sovétríkjanna, einkum eftir 1935. Það sem gerð- ist virðist hafa verið þetta: Þeg- ar Stalin náði völdum eftir dauða 31<enins, þá afnam hann launa- jafnréttið sem verið hafði. Nú sikyldi rísa upp ný embættis- mannastétt ,sem væri launuð margfalt hærri launum heldur en allur almenningur bjó við. Sérstakar verzlanir voru settar upp fyrir þessa menn, sérstakir matstaðir. Þeir höfðu sér sjúkra- Ihús. Þeir bjuggu í sérstökum hverfum, meira að segja börn jþeirra gengu á sér skóla. Næsta skref Stalins var svo — ja, það er víst ekki hægt að kalla það annað en — að útrýma bolse- víkaflokknum. Af meðlimum hans munu nú ekki lifa eftir margar tylftir. 1 staðinn kom hann sér upp embættismanna- tflokki og stjórnaði með leynlög- reglu eins og einræðisherrar síð ari tíma hafa gert. En þó vald hans væri mikið, náði það að- eins til landamæranna. Þeirra varð þess vegna að gæta sérstak- llega. Ströng ritskoðun var á. Enginn fókk að fara úr landi og enginn fékk að koma til Rúss- lands, nema með sérstöku 'leyfi. Það var einkum ein tegund fólks sem fékk að koma til Sivétríkj- anna á þessum tíma, og það voru Iþeir, sem vinsamlegan áhuga höfðu á sköpun kommínistisks ' jþjóðfélags ,fyrst og fremst hin- ir erlendu kommúnistar. Þegar hin fasistiska stjórn, sem réði í Póllandi fyrir stríð- ið, hóf aðgerðir gegn kommún- istaflokknum, flýði stjórn flökks ins og miikið af virkum flokks- meðlimum til Rússlands. Það sem Stalin lét þá gera var einfald- : flega að varpa þessum mönnum í 5 fangelsi og síðan að taka þá af * iífi. Það sem bjargaði mönnum eins og Gomulka, sem nú ræður fi Póllandi, var að hann sat í fangelsi í Póllandi. Stalin náði ekki til hans. A Spáni geisaði borgarastyrj- Bld. Að baki víglínanna voru er- indrekar Stalins að verki. Þeir tóku af lífi þúsundir kommún- ista ,sem ekki voru Stalin-sinn- ar, vinstrisinnaða menn, stjórn. íeysingja og fleiri. Stalin notaði tspönsku borgarastyrjöldina til jþess að jafna reikninga við sós- íalistana I V-Evrópu og komm- únistana, sem ekki voru fylgj- andi honum, eða sem hann hélt að væru ekki fylgjandi sér, því grunurinn einn nægði. Rúss- oneska leynilögreglan var allsráð- andi að baki víglínu lýðveldis- hersins á Spáni. Þorri hinna erlendu kommún. Ista, sem fóru til Sovétríkjanna fyrir stríðið, báru þar beinin. Ut- rýmingabherferð Stalins gegn kommúnistunum, innlendum sem erlendum, bar ótrúlegan arangur. A tíu ára tímabilinu frá I d’935 til 1945 týndi mikill hluti starfandi kommúnista Evrópu Mfinu, þótt lágt hafi farið. Marg- Sr þeirra voru teknir af lífi af vinum sínum og skoðanabræðr- nm. Þeir sömu sögðu fátt. Og hin ir eiginlegu pólitsíku andstæð- ingar þeirra söknuðu þeirra ekki. Lítilsháttar hefir samt verið skrifað um þessi mál. En það hafa gert menn eins og rithöf- 'undarnir George Orwell og Art- hur Köstler. En nú mun ítalski kommúnistaflokkurinn vera far- inn að fara fram á skýringar. 1 sögu Evrópu má áreiðanlega fara aftur til galdrabrennanna til þess að finna kafla sem þolir saman- burð við stjórnrfar Stalins, til þess að finna sambærilegt grimmdaræði gegn saklausu og varnarlausu fólki, fyrst og fremst eigin borgurum. Þær skoðanir hafa verið sett- ar fram, að Stalin hafi í raun og veru aldrei verið sósíalisti eða kommúnisti, enda er það trú- legast. Hann virðist ekki hafa verið þannig gerður maður, að hann hafi nokkru sinni haft sam úð með þeim sem erfitt eiga og bágt, sem minnimáttar eru í þjóð félaginu, og hans áhugi væri sér staklega sá, að bæta mannlegt samfélag. Ahugi hans virðist hafa verið allur annar, strax frá upphafi. Mér þykir sú saga næsta trúleg, að hann hafi verið send- ur inn í bolsevíkaflokkinn af leynlögreglu keisarans, enda virðist grimmdarleg framkoma hans við bolsevíkana helzt skýr- anleg með 'hatri, sem hafi grund- vallast á ótta hans við þá. En það er ekki öll sagan. Það er auðséð, að upphafið að þessari óhamingju Sovétþjóðanna er að finna hjá Lenin. Hann var aldr- ei neinn sósíalisti í vestrænum skilningi og því síður lýðræðis- sinni. 1 munni hans þýddi lýð- ræði ekki stjórnarfyrirkomulag, heldur vopnaða alþýðuhreyfingu sem er það sem lýðræði merkir í munni Karls Marx um 1848. Lenin var ékki lærisveinn hinna vestrænu lýðræðissinna, hann var miklu frekar lærisveinn manna elns og Nechaéffs, rúss- nesks byltingarmanns, sem fræg- ur er fyrir ofstæki og einræðis- kenningar sínar. Það var Lenin sem leiddi þann asna í herbúðir þeirra, sem berjast fyrir málstað hinna undirokuðu, fyrir meira jöfnuði og réttlæti, að þeir geti notað lygina, ranglætið, einræðið og kúgunina í sína þjónustu. Starfsemi grundvölluð á þessum boðskap hlýtur að fela í sér sína eigin upplausn, sinn eigin ósigur. Upphaf aff nýjum og stærri tíðindum Það væri sjálfsagt barnoskapur að halda að öllum óróa í Rúss- landi væri lokið með þessum nýj ustu atburðum. Sennilega er þetta aðeins upphafið að nýjum og stærri tíðindum. Ekkert er líklegra en að í Rússlandi eigi eftir að vera uppgjör á milli hinna kúguðu og kúgaranna, minnsta kosti eins stórkostlegt og þau uppgjör, sem átt hafa sér stað annars staðar í heiminum. Orð og athafnir Krúséffs bera vott um hatur, hrylling og við- bjóð, sennilega hans eigin, en fyrst og fremst annarra. Og það eru fyrst og fremst þessir „aðr- ir“, sem við getum vænzt tíðinda af áður en lýkur. Menn hafa ekki gleymt því að Krúsjeff Var einn helzti erindreki Stalins. Margir þeirra, sem fyllst hafa andúð út af framkomu stjórnar- innar í Rússlandi á undanförn- um árum, og þeirra hryðjuverka, sem þar hafa verið unnin, sum- part fyrir opnum tjöldum, eru samt þeirrar skoðunar, að ríkis- reksturinn sé til bóta, að ríkis- rekstur atvinnufyrirtækja sé það sem koma skuli. Þeir hafa verið þeirrar skoðunar að framfarirn- ar, sem hafa verið auglýstar í Rússlandi, hafi ekki verið pýra- mídabyggingar kúgaðs lýðs, held ur vitni um yfirburði ríkisrekst- ursins yfir einkaframtakið. Ég tel þeim skjátlist. Margir hafa ennfremur trúað því, að sósial- istískur heimur yrði frtðsamari og samræmisfyllri heimur, held- ur en auðvaldsheimurinn. En ef við lítum á samkomulagið milli Rússa, Kínverja. Júgóslava og og Albana, og gjarna mætti bæta Pólverjum og Ungverjum við, þá sjáum við, að það samkomulag er sízt til fyrirmyndar, sízt neinn friðarboði. Af þessu virðist mér m«ga draga þá ályktun, að hinn sósíalístiski heimur hefði nóg um að berjast þótt ágreiningsmál auðvaldsrikjanna hyrfu. A Islandi er nútímastjórnmála- barátta tiltölulega ný og við höf- um litla reynslu í því að fásfcyið fyrirbrigði eins og einræðisstjorn ir. Atburðir í Rússlandi hafa því bergmálað hér á fremur leiðin- legan hátt. Það ber ekki vott um stjórnmálaþroska, að hér á landi skuli enn vera til allstór hópur manna, sem allt fram á það síð- asta hefur verið að gylla þetta stjórnarfar, og talið okkur trú um að við ættum að taka þetta upp. Þetta stjórnarfar væri á einhvern hátt til bóta fyrir þá sem erfiðast eiga í þjóðfélaginu. En nú getur naumast nokkur maður komizt hjá að sjá sann- leikann í málinu og líta á atburð- ina þar sem ljóta lexíu. Opinberum sumra hinna óheyri legu hluta, sem gerðust í stjórn- artíð Stalins, hlýtur að hafa mjög víðtæk áhrif á hugsunarhátt manna, innan Sovétríkjanna og utan. Hvaða augum svo sem menn kunna að líta mismunandi fyrirkomulagsfórm atvinnulífs- ins, þá er eitt víst: ríkisrekstur- inn tryggir ekkert sæluástand eða þúsundáraríki. En fyrst afhjúpanirnar eru svona örlagaríkar, hvað er hið mikla afl, sem knýr Krúsjeff til þess að segja og gera það sem han gerir? Það vita bæði guð og menn, að hann var einn af fremstu samstarfsmönnum Stal- ins og lofsöngvurum, og að það er sennilega ein helzta ástæðan til þess að hann er á lífi í dag, en flestir félagar hans grafnir og gleymdir. Hvers vegna? Það er sjálfsagt fieira en eitt, sem ber til. Ég ætla hér aðeins að draga fram eitt atriði, sem lítið hefir verið rætt opinberlega hér á landi. Þetta er hollusta, eða öllu heldur hollustuskortur sovétborgaranna við stjórn sina í seinustu styrjöld og það, hvernig þetta viðhorf birtist á sviði hermála og stjórn- mála. Frelsisnefnd þjóffa Rússlands Hinn 14. nóvember 1944 var haldinn fundur í Prag í Tékkó- slóvakiu. Þetta var stofnfundur samtaka ,sem nefndu sig Frelsis- nefnd þjóða Rússlands. I nefnd- inni voru fyrst 50, síðar 80, full- trúar frá ýmsum samtökum sovét borgara, er voru á yfirráðasvæði Þjóðverja. Flestir voru stríðs- fangar eða fyrrverandi stríðs- fangar, um tveir þriðju nefndar- manna voru Rússar. Hinir til- heyrðu öðrum þjóðum Rússlands. En Ukrainumennirnir voru ekki með. Þetr vildu halda sinni eigin frelsishreyfingu algerlega að- skildri. Fulltrúar hverra voru þessir menn? Þeir voru fyrst og fremst fulltrúar sovéthermanna, sem nú börðust með Þjóðverjum. En tal ið er að alls hafi um ein milljón sovéfhermanna barizt með Þjóð- verjum og þannig borið vopn gegn ríkisstjórn sinni. í þeirri tölu er ekki hinn mikli fjöldi verkafólks, frá hinum hersetnu löndum, sem Þjóðverjar létu vinna að framleiðslunni í Þýzka- landi. Hitler var gallharður á móti því, að þessar þjóðir fengju að bera 4iin þýzku vopn, en fékk ekki að gert fyrir hershöfðingj- um sínum. Hann ýiðurkenndi ekki tilveru hinna rússnesku 'her deilda sinna fyrr en skömmu fyr- ir ósigurinn. Hann leit á Slavana sem óæðri manntegund, er ættu að vera þrælar í þriðja ríkinu. Hvaða hugmyndir gerðu þessir menn sér um stjórnmál? Fundurinn samþykkti ávarp eða stefnuskrá. Prag hafði verið valin vegna þess að nefndarmenn neituðu að halda fundinn i þýzkri borg. Þeir segjast þig'gja með þökkum hjálp Þýzkalands, að því tilskildu, að hún skaði ekki heið- ur þeirra, eða sjálfstæði lands þeirra. Þessi aðstoð sé eini raun- hæfi möguleikjnn í dag. eins og þeirkomust að orði, til þess skipu leggja vopnaða baráttu gegn klíku Stalins. Jafnrétti allra þjóða Sovétríkjanna er boðað, réttur til sjálfstæðis og eigin rík is. Það er boðað nýtt, frjálst alþýðustjórnskipulag, án bolse- víka og án arðræningja. Alþýðan á að endurheimta það frelsi og þau réttindi, sem hún ávann sér með byltingunni 1917. Bændum verði afhent land sitt að nýju, almenn mannréttindi innleidd, ásamt atvinnufrelsi. Það er ráð- ist á England og Bandaríkin þar sem vald þeirra byggist á kúgun og arðráni. En það er varla ann- að og meira en hægt er að búast við, þar sem þetta gerist á yfir- ráðasvæði Hitlers. Onnur ákvæði boða stofnun velferðarríkis, eins og við mund- um segja í dag, en ekki sósíal- isma. Skoðun flestra virðist vera, að hann leiddi óhjákvæmilega til Stalinisma. i Þetta voru þá í tuttu máli skoð- anir þeirra. Þegar þess er gætt, að þriðja ríkið hrundi hálfu ári seinna, verður að segja það, að nefndarmennirnir sýndu mikið hugrekki með boðskap sínum og samtökum. Enda hafa þeir nú, með ráðstöfunum Krúsjeffs, unn- ið nokkurn sigur. Meðal nafn- anna, sem birt voru með ávarp- inu voru 5 sovéthershöfðingjar, þar með aðalforingi hreyfingar- ínnar, Vlassoff, og 8 sovétprófes- sorar. Það er sagt, að þeir hafi gert sér von um samvinnu við Vestur veldin eftir hrun Þýzkalands. En það fór á annan veg. Vesturveld- in sendu hópa af sovétborgurum nauðuga til Rússlands. Hinn 2. ágúst 1946 minntist Pravda í fyrsta skipti á Vlassoffhreyfing- una, í tilkynningu um að Vlass- off hershöfðingi og 11 aðrir her- foringjar hefðu verið hengdir fyrir landráð. En var málið þar með úr sög- unni? Nei, það var það ekki. Fyrstu 4 árin eftir styrjöldina flýðu 13—14 000 sovétborgarar yfir á hernámssvæði Vesturveld anna í Þýzkalandi, þrjátíu árum eftir rússnesku byítinguna. Þetta kallaði Lenin á sínum tíma að greiða atkvæði með fótunum. Gluggar þjófffélagsins byrgffir Eg hefi farið mjög fljótt yfir sögu. En Krúsjeff kann hana án vafa lengri. Hann og fleiri leið- togar Sovétríkjanna hafa áreið- anlega spurt sig á liðnum árum kalda striðsins og mótþróa og uppreisna í alþýðulýðveldunum svokölluðu: Hvað gerir hinn al- menni sovétborgari, hvað gerir hermaðurinn í rauða hernum í næsta stríði? Hann veit að draum ur um frelsi frá andlegri og lík- amlegri neyð lifir í brjósti þjóða Sovétríkjanna. Þetta er að minu viti eitt af þeim sterku öflum. sem neyða Krúsjeff og mennina, sem hann styðst við, til þess að gera fleira en þeim gott þykir. En svo fast sem þessi mál reka á eftir hjá Krúsjeff, þá er fleira um að ræða. Hver óbrjálaður maður sér, að hinar vestrænu þjóðir Evrópu og Ameríku, hafa tekið forystuna í lausn þeirra vandamála, sem mannkynið 'hefur við að glíma: 1) Þær vinna að því að skapa frið og samvinnu milli kyn- þáttanna. 2) Þær hafa gefið nýlendunum frelsi og styðja þser nú til sjálfstæðis og sjálfsbjargar. 3) Þær eru í fararbroddi efna- hagslegra framfara, þar sem velferð borgarans er leiðar- stjarnan. 4) Þær eru í fararbroddi fyrir vaxandi alþjóðahyggju. Sam hjálp borgaranna er ekki lengur takmörkuð við landa- mærin. Hugsjónir velferðar- ríkisins eru orðnar afl í al- þjóðasamskiptum. Um allan 'heim líta menn meir og meir á sig sem samborgara. I þessu máli hafa Bandaríkin gert mest: A vettvangi Sameinuðu Þjóðanna er unnið .að lausn fjölda viðfangsefna, sjúk- dóma, næringar, réttarfars, kjarnorku, o. s. frv. Stór hluti mannkynsins þjáist af næringarskorti. Helmingur . allra barna kemur aldrei í neinn skóla. I þessum vandamálum flestum hafa Rújssar lítið eða ekkert já- kvætt fram að leggja: Þeim hefir ekki tekizt að leysa sitt eigið matvælavandamál. Þar 'er fjöldi smáþjóða, sem þráir frelsi. Þar ríkir ströng ritskoðun. Þar eru útvarpstruflanir stórrekstur, eða hafa verið það til skamms tíma, því það þarf að byrgja glugga þessa þjóðafangelsis. Þar ríkir einræði, en mannkynið þráir frelsi. Þó má ekki láta þess óget- ið, að verstu kúgunarráðstafan- irnar hafa verið afnumdar upp á síðkastið. I stuttu máli: Rúásarjiafa glat- að þeirri forystu, sem þeim tókst að ná til sín um skeið í sumum framfaramálum mannkynsins. Þetta virðist vera ein ástæðan fyrir hinum furðulegu hlutm, sem Krúsjeff segir og gerir. En þeirri spurningu tel ég samt ekki fullsvarað, hvort hann sé rétti maðurinn til þess að leiða þjóðir Rússlands út úr eyðimörkinni, eins og t. d. kjarnorkusprenging- arnar sýna. Mannkynið er á móti þeim. Sá, sem vill vera leiðtogi mannkynsins, verður að beygja sig fyrir þeirri staðreynd. Eftirmáli Þar sem ræðustúfur sá, er ég flutti í útvarpið s.l. mánudag, hefir vakið nokkra athygli og umtal, þykir mér rétt að birta hann. Ég hefi þó fengið eftir- þanka út af því sem ég sagði um Krúsjeff. Ef til vill hefi ég verið of fljótfær. Efst í huga mínura I var þessi mynd frá Kreml: Þegar gera þarf óumflýjanlegar manna- breytingar í stjórn þessa mikla ríkis, þá draga valdamennirnir upp skammbyssurnar. Verður ,,Bería“ næst á undan? Verðnr hné ,,Malénkoffs“ ögn stirðara næst? Það sér það hvert manns- barn, að þetta er óhugnanlegt ástand, jafnt fyrir Rússa sem fyr ir mannkyn allt. Það var þetta sem ég hafði fyrst og fremst i huga, þótt ég tali um persónu Krúsjeffs. Eftir á að hyggja gæti ég hugsað mér að hann væri ef til vill rétti maðurinn til þess að koma í kring þeim gagngeru breytingum á stjórnarfari og þjóðfélagskerfi, sem gera þarf Verk hans seinustu árin benda til þess að hann hafi lært mikið í óvenjulegum skóla, hvort sem það nú dugir eða ekki. B. E. (Fyrirsagnirnar eru blaðsins).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.