Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 8
8 MOPCT’wr 4t)lfí Föstudagur 1. des. 1961 Málum útgerðarinnar ekki á annan hátt betur hagað Á FUNDI neðri deildar í gær var haldið áfram 1. umr. um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir veffna ákvörðunar um nýtt ffengi, en ekki tókst að ljúka henni s.l. þriðjudaff. Fór svo enn, að ekki tókst að ljúka umræðunni, áður en venjulegur fundartími deildarinnar rann út, og var henni j>ví frestað. Til að firra vandraeðum. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra tók fyrstur til máls og hélt áfram ræðu sinni, sem hon- um hafði ekki tekizt að ljúka á síðasta fundi deildarinnar. Gat hann þess í upphafi, að .ndmæl- endur frumvarpsins héldu því fram, að ekki væri samhærilegt við svipuð ákvæði fyrr, einkum 1958 og 1960. að gengishagnaður vegna vörubirgða til útflutnings skuli renna til ríkissjóðs. Áuðvit að megi endaláust um þetta deila, en oft vilji svo fara, að þegar einhver ákveði eitthvað sjálfur, þa telji hann það ekki sambæri- legt, þegar annar verður til að ákveða hið sama. En svo mikil ástæða, sem áður hefur verið til að hindra, að framleiðendur fengju slíkan ágóSa þá sé enn ríkari ástæða til þess nú. Nú hefði verið brugðist miklu fljótar við til þess,að firra því, að vand- ræði sköpuðust, en ekki einungis að bæta úr langvarandi vandræð um eins og gert var t.d. 1960, 1958 og oft endranær. Mikill hluti framleiðslunnar í landinu við gengisbreytinguna, hafði ver- ið framleiddur áður en hinar al- mennu kauphækkanir urðu. — Framleiðendurnir höfðu því ' ^ > hvorki haft (i; JÍCT^^^&kostnað af kaup ^hækkununum ^ ' ' 'f né þann kostnað, rper leiddi af geng Misfellingunni. Ssem aftur var af ^JBIeiðing kaup- ^^gföJ||P^||l|||hækkananna. HtíT«HiÞcss v08na var ríkari ástæða en nokkru sinni áður til, að framleið endur fengju ekki þann ágóða, sem þeir hefðu hlotið vegna hækkunar á afurðum, ef ekkert hefði verið að gert. Og úr því bannað var að hækka verðlag á öðrum vörum í landinu. sem fluttar höfðu verið inn í landið eða framleiddar voru fyrir inn- anlandsmarkað var mjög erfitt að komast hjá, að svipuð akvæði yrðu sett um útflutningsfram- leiðsluna. Hitt má svo deila um, hvort slík bönn almennt séu hyggileg eða æskileg. Stangast illileg-a á. Þá gat ráðherrann þess, að það væri rétt, eins og LJ hefði bent á, að nokkur hluti birgða í land- inu væri ekki að fullu framleidd- ur fyrir gengisfellinguna. og nýr kostnaður leggðist því á. En í Menningarsjóður Framh. af bls. 6. Skipalóni, ævisaga Þorsteins Dan íelssonar, bónda og smjðs á skipa lóni við Eyjafjörð. Kristmundur Bjarnason, bóndi á Sjávarborg hefur tekið hana saman. Loks er myndabók, Forsetabókin, myndir allt frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum 1944, frá forsetatíma bili Sveins Björnssonar og Ás- geirs Ásgeirssonar. Myndirnar eru frá heimsóknum erlendra þjóðhöfðingja til íslands og ferð um forsetanna innan lands og utan. Birgir Thorlasíus, ráðuneyt isstjóri, hefur tekið bókina sam an og samið textana með mynd unum. sjálfum lögunum er gert ráð fyr ir, að þarna kur.ni að rísa vafa- tilfelli, sem ríkisstjórninni er ætl að að skera úr. Enn kunni að vera, að þar fyrir utan verði kostnaður t.d. vegna hærri farm gjalda en ella og legðist því á framleiðendur. Fannst ráðherran um rétt, að nánar yrði skoðað í nefnd hvort taka bæri tillit til þess. En þá yrði einnig að hafa í huga. að andmælendur frum- varpsins hafa fullyrt, að fram- leiðendur gætu ekki aðeins tek- ið á sig kauphækkanirnar í sum- ar til bráðabirgða heldur og um alla framtíð án þess til gengis- breytingar þyrfti að koma. En nú halda þessir sömu menn því fram, að framleiðendur geti ekki verið án þessarar verðhækkunar á framleiðslu, sem þeir höfðu látið vinna, áður en kauphækkan irnar og hinn aukni tilkostnaður kom til. Hér stangast illilega á í röksemdum hjá þessum aðilum. Ég fullyrði þess vegna, að hafi verið ástæða til þess áður, að láta slíkan hagnað renna til ann arra en framleiðendanna, þá eru enn sterkari rök fyrir því nú. Þó hér eins og ella verði að skoða hvert tilfelli fyrir síg og stoði ekki einungis að vitna til þess, sem áð. r hefur verið. Að öðru leyti verður það vit- anlega á valdi nefndar og þiogs ins að íhuga og ákveða hvort taka beri tillit til þeirra tak- markatilfella, sem áður eru nefnd, og hvernig þessu fé skuli varið, sem áætlað er, að nema muni eitthvað nærri 120 millj. kr. En þó hér sé um allháa upp hæð að ræða, hrekkur hún eng an veginn til þess að mæta þeim 'halla, sem ríkissjóður hefur orðið fyrir vegna ábyrgða, sem á hann hafa fallið vegna atvinnuveg- anna og hann verður einhvers staðar að fá fé til að standa undir. Þær ábyrgðir, sem hér eru mestar, munu ekki sízt vera frá sjávarútveginum, og þess vegna eðlilegt að hann sé með einum og öðrum hætti látinn standa undir greiðslunum, og þá ekki sízt af ágóða, sem þann- ig er til kominn eins og þessi. Hitt er svo annað mál, að í þessu frumvarpi erú ekki heim- ildir fyrir ríkistjórnina til að gefa eftir eihstakar skuldir út- vegsmanna. Um þá eftirgjöf gilda sérstakar reglur, þótt frek ar komi til álita að gefa slík- ar skuldir eftir, ef ríkissjóður hefur fengið fé til greiðslu þeirra með þessum eða öðrum hætti. Annars er það mál, sem meta verður eftir því, hvað sann- gjamt er í hverju tilfelli. Þá kom ráðherrann að því, hvort útvegsmenn fengju bætta aðstöðu vegna ráðstafananna í sumar og sagði, að það yrði algerlega að metast eftir því, hvort menn teldu ákvæðin í 7. og 8. gr. frv. útveginum til hags eða ekki. Ef menn tryðu því, eins og a.m.k. LJ hefði látið í veðri vaka, að hér sé einungis um beina ríkisskatta á útveginn að ræða, þá er auðvitað rétt, að útvegurinn ber skarðan hlut frá borði, og þá mætti einnig segja, eins og EJ hélt fram, að verið væri að taka upp nýtt uppbótakerfi með ákvæðunum um greiðslu tryggingargjalda úr ríkissjóði. En hér vantar alger- lega undirstöðuna í röksemda- flutning þessara þingmanna, vegna þess að óumdeilanlegt er, að það fé, sem innheimt er skv. 7. og 8. gr., kemur útveg- inum til gagns. Og það er ein- mitt fullvíst, að ekki var hægt að bæta hag hans á nokkurn hátt frekar. Þetta veit ég, að allir þingmenn viðurkenna, ef þeir skoða málið niður í kjöl- inn, og LJ viðurkenndi einnig í öðru orðinu, þar sem hann taldi, að gengið væri á 'hlut sjó- manna, útvegsmönnum til hags. Þá taldi hann, að útvegurinn væri allt í einu búinn að fá of mikið, þótt hann að öðru leyti héldi því fram, að útvegsmenn væru svo illa staddir, að bæta þurfi þeirra hag miklu meira en í frumvarpinu er ráðgert. Til mikils gagns, er til lengdar lætur Þá kofn ráðherrann að því, að óumdeilanlegt væri, að útvegur inn, einkum þegar til lengdar léti, hlyti að hafa mikið gagn af þvi, að fé rynni til stofn- lánadeildarinnar. Því hefði ver- ið haldið fram, að óeðlilegt væri, að sjávarútvegurinn stæði sjálfur undir slíkri fjráöflun, og LJ sagði, að öðru vísi mundi þetta vera í Noregi. En þar er sá reginmunur á, að norskur sjávarútvegur er engan veginn slíkur grUndvallaratvinnuvegur allrar þjóðarinnar, eins og sjáv arútvegur íslendinga fyrir hina íslenzku þjóð. Og þess vegna er skiljanlegt, að Norðmenn geti styrkt sjávarútveg sinn frá öðr- um atvinnugreinum. Þetta horf- ir allt öðru vísi við á íslandi. Frá sjávarútveginum fáum við meginhluta þess gjaldeyris, sem við kaupum okkar erl. þarfir fyrir. Það væri mjög æskilegt, ef fleiri ámóta sterkir atvinnu- vegir væru í landinu, svo að við værum ekki jafn gersam- lega háðir sjávarútveginum. En einmitt þess vegna er vaxandi skilningur á þeirri þörf, að hér byggist upp fleiri atvinnuvegir og þá einkum í iðnaði, bæði smáiðnaði og stóriðnaði, sé hægt að koma því við að öðru leyti þannig, að íslenzka þjóðin geti vel við unað. Ef fleiri slíkir sterkir atvinnuvegir væru til í landinu, gætu miklu fremur skapazt möguleikar til þess en nú að létta undir með sjávrút- veginum. En þessi aðstaða sjáv- arútvegsins hefur vldið því, að byggja verður upp lánastofnan- ir hans með allt öðrum hætti en t. d. lánastofnanir landbúnað rins. Þess vegna fer því víðs fjarri, að sjávarútveginum sé sýndur fjandskapur eða verið sé að hafa af honum fé, þótt lagt sé til, að af honum sé tek- ið fé til að byggja upp nauð- synlega lánastofnun, sem hann getur sótt fé í, eftir því sem þarfir hans kalla á. Hitt má vel vera, að eins og sakir standi, séu aðrar þarfir brýnni, og ef ef útvegsmenn meta það svo, er eðlilegt, að á þá sé hlustað og tekið tillit til þeirra óska. Loks gat ráðherrann þess, að hér væri einungis um rammalög- gjöf að ræða, sem ætlað er að fylla út í, annaðhvort við með- ferð frumvarpsins á Alþingi eða með sérstakri löggjöf, sem raun- ar hafi verið ráðgert bæði um tryggingarkerfið og hlutatrygg*- ingársjóðinn. Þangað til ákveðn- ar tillögur um einstök atriði þeirra koma fram, taldi ráðherr- ann þýðingarlaust að ræða um, hvernig þessu skuli skipað frek- ar. Fær ekki staðizt Eysteinn Jónsson fF) taldi, að engin sangirni væri í þvi, að báta útvegurinn, sem ætti í harðri samkeppni við bátaútveg annarra landa, hlypi undir bagga og borg aði halla togaraútgerðarinnar, heldur ætti sam- eiginlegt fé þjóð arinnar að standa undir hon um. Hver grein sjávarútvegsins ætti að vera út af fyrir sig í hlutatryggingar- sjóði. Kvað hann svo hafa verið . að heyra á for- sætisráðherra, að í athugun væri, hvort hleypa ætti togurunum inn í landhelgina. Taldi hann það að fara úr öskunni í eldinn og mundi valda því, ef það væri gert í ríkum mæli, svo að gagni mætti koma, að bátaflotinn yrði eins staddur og togaraflotinn nú. En það væri einmitt hagnýting grunnmiðanna, sem valdi því, að þjóðin geti lifað hér. Kvað hann ummæli forsætisráðherra hafa vakið ugg og ótta og skoraði á ríkisstjórnina að láta ekki til þess koma, að togurunum yrði hleypt inn í landhelgina, a.m.k. ekki án þess að leggja það fyrir Alþingi fyrst. Þessu næst hélt EJ því fram, að gengislækkunin hefði verið ástæðulaus og ekki knúin fram' af þörf atvinnuveganna, enda hefði forsætisráðherra varið hana með því einu, að allir skyni bornir menn vissu, að svo mikil kauphækkun hlyti a.ð leiða af sér gengisfellingu. Tilgangur hennar hefði verið þríþættur: hún hefði verið hefnd arráðstöfun gegn launasamtökun um til þess að skjóta þeim skelk í bringu, þá hefði verðlag á er lendum vörum verið hækkað með henni til að bæta gjaldeyris stöðuna út á við, en einnig átti að moka peningum í ríkissjóð, það sýndi skattlagning sjávarút vegsins. Með henni hefði ríkis stjórnin því unnið skemmdar- verk á efnahagskerfinu í póli- tískri baráttu sinni, en slíkt væri óleyfilegt og óafsakanlegt. Geng islækkunin, sem aðeins var tekin út frá þeirri hlið, að hræða þyrfti verkalýðsféíögin, var reiknuð út af sjónhendingu þannig, að menn fyndu fyrir henni á kroppnum á sér. Þá minntist hann á það, að á fjárlögum væri ætlað fé til að standa undir ríkisábyrgðum, það væri ætlað fé til að standa undir ríkisábyrgðum, það væri því ó- þarfi að skattleggja sjávarút- veginn til þess, auk þess væri hagur ríkissjóðs þannig, að hann hefði getað staðið undir honum sjálfur. Enn fremur taldi hann, að það væri ranglátt, að sjávar útvegurinn stæði sjálfur undir stofnlánasjóði sínum, hann ætti rétt á sínum hluta af sparnaði landsins og af erlendum lántök um til uppbyggingar. Loks kvaðst hann viss um að sum ákvæði frv. fengju ekki staðizt til lengdar og yrðu afnumin. Leysa þarf erfiðleika togaraútgerðarinnar Næstur tók Lúðvík Jósefsson (K) til máls. Sagði hann, að rík ið hagnaðist af gengisbreyting- unni, sem næmi um 120 millj. kr. enn fremur hefði ríkissjóður und anfarið fengið 20—40 millj. á fjár lögum til að standa undir ríkis ábyrgðum. Þarna væri því tvisv ar innheimt fyrir sömu útgjöld- um, þótt jafnframt væri því lýst yfir, að ríkis- sjóður eigi kröf ur til þeirra, sem staðið hafa í skilum. Kvaðst LJ þó viður- kenna, að það væri hæpið að strika út ríkis- vanskil, þar sem ekki væri um sömu aðila að ræða nema að litlu leyti. Þá sagðist hann hafa bent á það í fyrri ræðu sinni, að framleiðendur, sem áttu ófull- unnar útflutningsbirgðir, er geng isfellingin var gerð, hlytu að verða fyrir tapi, ef þeir fengju ekki hækkað vöruverð. Það hefði því glatt sig, er forsætis- ráðherra sagði, að það væri á valdi ríkisstjórnarinnar að taka tillit til þess. Þá hefði forsætisráðherra hald ið því fram, að hækkun útflutn- ingsgjaldanna megi ekki telja skattlagningu vegna þess, að hækkunin á að renna í sjóði, sem koma eigi útvegnum til gagns, þótt síðar verði. Það fari þó ekki milli mála, að þessi gjöld hvíla sem bein útgjöld á rekstri við komandi árs og leiða til taps i mörgum tilfellum. Hitt sé svo annað mál, þótt síðar meir verði hægt að leita til sjóðanna. Enda verði engin leið að halda uppi jafn háu fiskverði til útvegsins og annars staðar og næstu ár hljóta því að koma eins út, hvort sem þessi gjöld renna í stofnlánasjóði eða í ríkiskassann. Þá kvaðst LJ sammála for- sætisráðherra um, að leysa þurfi úr erfiðleikum togaraút- gerðarinnar og ekki komi til mála að leggja hana niður, þótt hún eigi við stundarerfiðleika að etja. Ekki taldi hann þó ráðlegt að auka veiðirétt togaranna innan landhelginnar, þar sem það mundi bæta hag togaranna sára lítið en valda miklu tjóni fyrir bátaflotann, t.d. veiðarfæratjónL Einnig væri það hæpin ráðstöfun, að auka skattlagningu bátaflot- ans til hlutatryggingarsjóðs og verja þeim auknu tekjum til styrktar togaraflotanum. Slíkt mundi ekki haldast uppi tii lengdar og önnur ráð yrði að hafa. Gengisfelling fyrirsjáanleg Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra kvaðst ekki geta örðið við þeirri beiðni EJ, að gefa nýja yfirlýsingu varðandi fiskveiði- rétt togaranna innan fiskveiðilög- sögunnar, þar sem ástæður hans til þeirrar beiðni væru gersam- lega tilhæfulausar. EJ sagði, að ég hefði gefið yfirlýsingu, sem hefði vakið atygli og skapað ugg, Méi þykir furðulega, ef yfirlýs- ar mínar hafa verið jafn uggvæn- legar Og hann vildi vera láta, að Tíminn hefði þá ekki annaðhvort í gær eða dag vikið að þessum ógnaryfirlýsingum og krafið mjg reikningsskila. En svo hefur ekki orðið Og aldrei þessu vant hefur Tíminn farið rétt með ummæ’i mín án bess að afbaka á nokkurn veg og finnst mér ekki koma annað fram þar, en það sem eðli- legt megi teljast. Þá rifjaði ráðherrann upp, það sem hann hafði sagt um erfiðleika tögaranna, að þeir hefðu orðið fyrir skakkafalli, vegna útfærslu landhelginnar, þótt deila megi um hve mikið það hafi verið, sé hitt óumdeilanlegt, áð þeir hafa orðið fyrir tjóni. Það hljóti þvi því að koma til álita, hvernig unnt sé að leysa erfiðleika togara- útgerðarinnar, hvort það sé fært með því að veita henni aukinn rétt innan fiskveiðitakmarkanna, eða hvort hitt sé ráðlegra að bæta þeim skaðann upp með f jár- bótum. Með því er ekki sagt, að bátaútvegurinn eigi að gera það, eða hvort gera eigi það úr sjóði þjóðarinnar í heild. Vandinn verði ekki leystur með því að neita að gera sér grein fyrir or- sökunum. Sagðist ráðherrann ekki hafa gert hug sinn upp um þessi efni né heldur ríkisstjórnin. Þá kvaðst ráðherrann ekki múndu ræða gengislækkunina al- mennt né orsakirnar til hennar. Hann hefði þegar heyrt ræðu EJ við margar umræður áður, við fjárlagaumræður í útvarpsum um vantraustsyfirlýsinguna og 1 umræðum um gengisskráningar- frumvarpið, henni væri fullsvar að áður Og gersamlega óþarft að svara henni einu sinni enn. Með þeim orðum sínum, að allir skynibornir menn hefðu séð gengislækkunina fyrir, kvaðst hann sérstakiega hafa haft í huga Jakob Frímannsson, form. SÍS, sem hefði sagt það fyrir, að kæmi til almennra kauphækkana, þá mundi það leiða til gengisfelling- ar. Kvaðst ráðherrann áður hafa vitnað til þessara ummæla og EJ hefði þá í framíkalli ekki vilj að við þau kannast, en þó orðið að viðurkenna þau í ræðu síðar Og reynt að afsaka sig með þeirri skýringu, að þau hefðu verið sögð fyrir kauphækkanirnar ert ekki eftir. En ég lagði einmitt á það áherzlu í ræðu minni að þessi ummæli sönnuðu, að skynibornir menn vitað, hvaða afleiðingar kauphækkanirnar í sumar mundu hafa, áður en um þær var samið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.