Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. des. 1961 MOKCVNBL4ÐIÐ 15 Helgi Hannessori húsasmiður 60 ára 60 ÁRA er í dag Helgi Hannes- son Hraunbraut 2, Kópavogi. Helgi er fæddur 1. des. 1901 að Svinadalsseli í Dalasýslu sonur hjónanna Margrétar Kristjáns- dóttur og Hannesar Guðnasonar er þar bjuggu. Helgi dvaldist að inestu í föðurhúsum framundir tvítugsaldur en fór þá til tré- smíðanáms til Daníels Tómasson- ar að Kollsá í Strandasýslu og kynntist þar konu sinni Sólveigu systur Daníels. Þau giftust árið 1928 og hófu sama ár búskap á hluta Kollsár og bjuggu þar til ársins 1954. Þeim var fjögurra barna auðið. Þrúður Ingibjörg, sem lézt á fyrsta aldursári, Tómas Valtýr sem var tvíburi Þrúðar og býr nú á nýbýlinu Tómasar- haga, býli úr landi Hofstaða í Stafholtstuftgum og giftur er Ingunni Ingvarsdóttur bóndadótt ur þaðan og eiga þau tvær dætur. Þorvald Sigurjón bílaviðgerðar- mann hjá Landleiðum, kvæntan Helgu systur Ingunnar 'og eiga þau þrjá syni. Hannes Grétar húsasmið nú starfandi hjá Slipp- félaginu í Reykjavík, kvæntan Margréti Pétursdóttur og eiga þau tvö börn. Þau ár sem Helgi bjó á Kollsá vann hann ásamt búskap við húsabyggingar víða norðanlands, og nutu sveitungar hans þar verklagni Helga og útsjónar- semi því hann er mikill dugnað- ar- og hágleiksmaður á hverju sem hann snertir. Helgi fluttist í Kópavog er hann hætti búskap og hefur síðan unnið eingöngu við sitt fag, lengst hjá Sveinbirni Sigurðssyni húsasmíðam. Helgi er hverj- um manni skemmtilegri, kátur og hnyttinn í tilsvörum eins og vinir hans og kunningjar bezt þekkja. Góður heimilisfaðir er hann og njóta barnabörnin þess ekki hvað sízt, síðan þau fæddust. Gestrisni og greiðvikni ræður ríkjum á heimili hans og nýtur hann þar stuðnings sinnar góðu mannkosta konu í hvívetna. í dag dvelur Helgi á heimili Tómasar sonar síns, og munu vin- ir hans Og vandamenn senda hon- um þangað hlýjar kveðjur. Virtkonur. Halla Haf- steinsdóttir Fædfl 1. des. 1958 — Dáin 24. okt. 1961 KVEÐJA FRÁ ÖMMU Engan getur órað fyrir því, að ekki dragi fyrir sólu ský. Áður dagur líður fjólan fríð fellur bleik 1 lífsins vetrar hríð. Ætíð man ég augun brúnu þín. Ætíð, þegar bjartast sólin skín, minning rís um milda brosið þitt er mun ég aldrei gleyma, bamið mitt. Milli heims og heima hugur ber, þá hjartans von og trú í brjósti mér svo stutt sé bilið milli mín og þín við munum aldrei skilja vina mín. Drottinn leiðir lítið saklaust barn, loka skrefið yfir dauðans hjarn. Treystum því hann velur veginn bjarta og vefur þig að sínu föður hjarta. K. Þ. Stúlka vön afgreiðslu óskast í sérverzlun í Miðbænum hálfan daginn til jóla, ekki yngri en 20 ára. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 5. des. merkt: „Ábyggileg — 191“. Bazar — Bazar í Landakotsskóla við Túngötu í dag, -unnudag 3. des kl. 14. Bazarnefndin Sjálfvirk hitaveitu stillitæki nýkomin Verð frá kr. 1415,— E= HEÐINN == Vélaverzlun Seljavegi 2, sími 24260 JÓLIN NÁLGAST Bazar K.F.U.K. hefst á morgun kl. 4 í húsi félagsins við Amt- mannsstíg 2 B. Þar verður margt góðra og nytsamra- muna, hentugt til jólagjafa. — Um kvöldið verður SAMKOMA. Þar verður upplestur, einsöngur, píanó- leikuí. Síra Bjarni Jónsson vígslubiskup talar. — Gjöfum til starfsms veitt móttaka. Allir velltomnir. UNGLINGA vantar til að bera blaðið í eftirtalið hverfi FJ ÓLIGÖTU FOSSVOGSBLETT KJARTANSGÖTU LAUGÁVEG EFRI BLÖNDUHLÍÐ ^ RAUÐALÆK SÓLHEIMA HÁTEIGSVEG LANGHOLTSVEG I. FÁLKAGÖTU SELTJARNARNES II. (Melabraut) CAMP KNOX ■ Flugfreyjur LOFTLEIÐIR vilja ráða flugfreyjur frá 1. apríl 1962, að undangengnu kvöldnám- skeiði, sem haldið verður í jan. og febr. n.k. Staðgóð kunnátta í ensku og einhverju Norðurlandamalanna áskilin. Umsækjend- ur skulu vera fullra 20 ára 1. apríl n.k. UmsóknareyðubJöð fást í afgreiðslu félags- ins, Lækjargötu 2 og aðalskrifstofunni, Reykjanesbraut 6. Umsóknir skulu hafa borizt ráðningadeild félagsins fyrir 20. desember n.k. Loftleiðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.