Morgunblaðið - 02.12.1961, Síða 8
8
MORCXJTSBLAÐIÐ
Laugardagur 2. des. 190i
Ljóð eftir Högna Egilsson.
Helgafell 1961.
ÖLLUM skáldum er mikill vandi
á höndum alla tíð. Kannski er
ungum skáldum á siðustu tímum
þó enn meiri vandi á höndum en
öðrum, ekki sízt ef þau eru ljóð-
Skáld. Öðrum megin við þau niða
hættir og hrynjandi fornhelgrar
ljóðhefðar þessarar þjóðar, hin-
tun megin láta hátt í eyra dishar
moniskir hljómar nýrra bók-
menntastrauma, sem með óbil-
gjörnum ákaia leitast við að
verða einráðir í okkar tíð. Ekki
aðeins með því að hafna að
mestu eða öllu leyti hefðbundnu
formi, heldur og með því að for-
daema suma ástsælustu fulltrúa
þess, og er þar skemimst að minn-
ast ummæli Steins Steinars um
Davíð'Stefánsson frá Fagraskógi,
síteruð í Morgunblaðinu fyrir
fáum dögum. Illgjörn orð og
heimskuleg, og geipilega móðg-
andi við allar þær tugþúsundir
fslendinga, sem unnað hafa ljóð-
um Davíðs.
Það er með öðrum orðum ekki
efni og andargift skáldskaparins,
sem fyrst og síðast er deilt um
þessa dagana, heldur búningur-
inn.
Sum hinna yngri Ijóðskálda
faafa reynt að sætta þessi tvö and
stæðu og stríðandi sjónarmið
með því að þræða meðalveginn.
Nokkur þeirra hafa þegar náð
þar góðum árangri, einstaka
glæsilegum. Eg hallast á sveif
með þeim. Því enda þó ég þyk-
ist nokkurn veginn fordómalaus
gagnvart róttækum formtilraun-
um í ljóðlist, þá er ég því and-
vígur að varpað sé fyrir borð
ljóðhefð fslands, og tel að form
byltingamenn verði að standa
þar með annan fót sinn, að
minnsta kosti, ef þeir hugsa sér
að yrkja fyrir fleiri en sig sjálfa.
Þennan æskilega kost hefur
valið sér það skáld sem nú kveð
ur sér hljóðs fyrsta sinni, Högni
Egilsson:
Þögn,
undarleg ertu —
Þung —
e£ til vill ógnum þrungin,
0!d English
Rauðolía
(Kedoil)
er feikilega góður húsgagna-
gljái. Hreinsar ótrúlega vel og
skilur eftir gljáandi áferð —
auk þess er hann ódýr.
Umboðsmenn:
Agnar IUorðfjörð & Co hf
Brauðstofan
Sími 16012
Vesturgötu 25
Smurt brauð, Snittur, öl, Gos
og Sælgæti. — Opið írá kl. i
9—23,30. —
Högni Egilsson
ef til vill létt
eins og blómvór á barmi jarðar,
heit
eins og ungur eldur,
köld
eins og kalinn gróður,
kyrrlát og góð
eins og ástúð elskandi móður,
stundum æst
eins og öldur hafsins um vetur,
ef til vill myrkvuð af hatri,
rótlaus af ást,
stundum þögul,
einmana, einskis virði
eða talandi, máli myndríku og
hremu.
Þögn,
undarleg ertu.
Eftir að skáldið hefur lýst
þögninni svo, er ekki að undra
þó að það geti kveðið í henni öll
sín ljóð og gefið bók sinni þennan
titil. Enda sé ég ekki betur en í
þessu upphafskvæði hennar fel
ist öll yrkisefnin, með einhverj-
um hætti. Strengir hörpunnar
eru ekki sérlega margir, en þeir
eru stilltir af næmu eyra og
vandvirkri hönd. Hálfdulinn
geigur, stundum vissa um ior-
tímingu, kveður undir bak við
lagið, sem alltaf er 1 moll:
Hún nemur vorn höfuðsvörð,
nótt hinna löngu hnífa,
í nöturleik þverrandi birtu
er tómlegt að bíða,
sú öld, sem er blind mun
engu viljandi hlífa.
Högni Egilsson er ekki gam-
all maður. Eg hef ekki t'" hann
lengi, en ég man eftir honum
sem ungum yrkjandi dreng vest-
ur á Súgandafirði. Gott ef ég
kom ekki á prent fyrsta kvæð-
inu hans. Enn fremur man ég
ekki betur en hann hafi bæði
verið námfús og trúhneigður.
Þetta hvort tveggja er hann vafa
laust enn þá. í einu bezta kvæði
bókar sinnar lýsir hann því hvert
menntun og þroski áranna hef-
ur leitt hann:
Skal lengra haldið
Vafasöm reynist, veldur þungri
kvöl
sú vökuleit, er þráir nakin sál.
Trúin, sem var mér áður
. einhlítt svar,
er orðin gullið tál.
Guðs mynd ert þú. og þú ert
ryk og hjóm,
og það, sem kallast líf, ber
moldarkeim,
og okkar jörð er aðeins depill
smár
í endalausum geim.
Skal lengra haldið, leitin
stöðugt þreytt,
þó hjaðni trú mín, allt sem
áður var
i í ekki neitt.
Milljón króna vinning-
ur dreginn á mánudag
MANUDAGINN 11. desember
verður dregið í 12 flokki Happ-
drættis Háskóla Islands. Verða
þá dregnir 3,150 vinningar að
fjárhæð 7.890.000 krónur. Er
þetta langstærsti dráttur, sem
fram hefur farið hjá nokkru
happdrætti hér á landi. Til sam-
anburðar má geta þess, að árið
1934, sem var fyrsta árið sem
Happdrætti Háskóla Islands
starfaði, voru dregnir út 5.000
vinningar allt árið að fjárhæð
1.050,000 krónur.
Nú verður einnig i fyrsta
skipti dreginn vinningur að fjár-
hæð ein milljón króna. Fyrsta
árið var hæsti vinningurinn
fimmtíu þúsund krónur. Þar sem
65% af hlutamiðunum í happ-
drættinu eru annað hvort hálf-
miðar eða fjórðungsmiðar, eru
mestar líkur til þess að milljón
króna vinningurinn skiptist í
tvo eða fjóra staði, en samt
gæti svo farið, að á mánudaginn
verði einhver einstaklingur
skyndilega milljóneri, og það í
beinhörðum peningum, skatt-
frjálst. Ein milljón króna er
sannarlega svimandi há fjárhæð,
en samt hefur verið réttilega
bent á það, að fimmtíu þúsund
krónur fyrir stríð voru töluvert
meira verðmæti.
Þessar tæpar átta milljónir,
sem dregnar verða út í 12. flokki,
skiptast þannig: Þrir hæstu
vinningarnir verða ein milljón,
tvö hundruð þúsund og eitt
hundrað þúsund krónur. Þá
koma 117 vinningar á 10.000,
564 á 5.000 og 2.460 á 1.000, svo
nokkrar þúsundir manna munu
fá glaðning nú fyrir jólin. Auk
þessa verða aukavinningar á
þau númer, sem eru sitt hvoru
megin við milljón króna vinn-
inginn, 50.000 krónur á hvort
númer. Og 10.000 krónur fá þeir,
sem eiga númer sitt hvoru megin
við 200.000 og 100.000 króna
vinningana.
Drátturinn hefst klukkan eitt
á mánudag og mun standa fram
yfir miðnætti. Vegna anna við
prófarkalestur á vinningaskránni
verður aðalskrifstofan lokuð
þriðjudaginn 12. .desember. Vinn
ingaskráin kemur svo að öllum
likindum út á fimmtudag. Vinn-
ingar verða svo afgreiddir í
Tjarnarbíó dagana 18., 19., 20.
og 21., frá klukkan 13,30 til 16.
(Frá Happdrætti Háskólans).
„Olympíuhlaupar-
inn64 frumsýndur
S.L. miðvikudag var frumsýndur
í Keflavík gamanleikurinn „Olym
píuhlauparinn" eftir Derek Ben-
field í þýðingu Maríu Thorsteins-
son.
Leiknum var mjög vel tekið og
þökkuðu ánægðir áhorfendur
góða skemmtun og voru leikstjóra
og Kristjáni Jónssyni færðir blóm
vendir í leikslok. „Olympíuhlaup-
arinn“ er fyrsta verkefni leikfé-
lagsins Stakkur, en að því standa
leikarar og áhugamenn úr Kefla-
vík og Njarðvíkum.
Fyrsta stjórn Leikfélagsins
Stakkur var kosin á stofnfundi
og er þannig skipuð: Ingvi Þor-
geirsson, Soffía Karlsdóttir, Erna
Sigurbergsdóttir, Sverrir Jó-
hannsson, Ragnheiður Skúladótt-
ir og Þórunn Sveinsdóttir.
— hsj.
Sækir vatn fyrir
Færeyjaflotann
HINGAÐ til Reykjavíkur kom I
gær rússneskt skip að taka vata
fyrir síldveiðiflotann rússneska,
sem Veiðar stundar norður af
Færeyjum. Þykir mörgum skipið
fara langan veg til að sækja vatn
ið, þar sem nærtækara var að fá
vatn á Austfjörðum.
Leigjum bíla <e ;
akið sjálí Afi i
* 1
Eg hefði sett spurningarmerki
þarna, en skáldið setur punkt,
og þá er að taka því.
f aðeins einu kvæði þessarar
bókar fann ég augljós áhrif frá
öðru skáldi. Það hefst á blað-
síðu 19 og nefnist Maður. Vís-
urnar eru fjórar og byrja allar
á sömu setningunni, sem síðan
er fylgt með nán: : skilgrein-
ing- á því sem þar segir:
„Undarlegt, undarlegt er það —
að vera maður“.
Satt að segja finnst mér kvæð
ið nálgast það að vera bein stæl
ing á kvæði Hannesar Péturs-
sonar: „Undarleg ósköp að aeyja“
Að öðru leyti heyri ég ekki bet
ur e’n Högni Egilsson hafi 'undið
sinn eiginn tón og beiti honum af
smekkvísi. f þögninni getur því
'orðið forspil annarra og meiri
verka, og það þykir mér trú-
legast.
Guðmundur Danielsson.
gerðarinnar Hallveig Fróða-
dóttir, hefur verið í „tólf ára
klössun" frá því í ágústmán-
uði sl.'en hún verður þrettán
ára í febrúar á næsta ári.
Allt yzt sem innst er tekið í
gegn.
. .Vélsm. Héðinn tók verk-
ið að sér en ýmis önnur fyrir-
tæki vinna þau verk fyrir
hana, sem hún annast ekki
sjálf, t.d. Stálsmiðjan um
skrokkinn að utan, Slippfé-
lagið um tréverkið, en áhöfn-
in á togaranum ryðber skrokk
inn að innan.
Gert var ráð fyrir að verkið
tæki hundrað vinnudaga, eða
Höfuðbreytingin er sú að aft-
urmastrið er fellt nfður og
smámastur sett upp úr stromp
inum í staðinn. Slík breyting
-hefur áður verið gerð á togar-
anum Jóni Þorlákssyni, og
hefur reynzlan sýnt að þessir
togarar verða betri sjóskip eft
ir þessar breytingar, velta
ekki eins mikið og láta yfir-
leitt betur í sjó.
Yfirleitt er ekkert til spar-
að við slíka klössun sem þessa
t.d. hefur verið skipt um átta
plötur í skrokknum á Hall-
veigu, þar sem plötur voru
farnar að slitna.
i