Morgunblaðið - 02.12.1961, Side 11

Morgunblaðið - 02.12.1961, Side 11
tf" Laugardagur 2. des. 1961 MORGVWBLAÐIÐ 11 — Ræða Bjarna Benediktssonar 1 r Frh. al bls. 1 allt í sundur og hlupu þar út mýs, svo stórar sem kettir væru, og eðlur og ormar. En foændur urðu svo hræddir að þeir flýðu. Eftir þóf nokkurt stóð Guðbrandur upp og mælti: „Skaða mikinn höfum vér farið um guð vort. Og þó, með |>ví að hann mátti ekki oss við hjálpa, þá viljum vér nú trúa á þann guð, sem þú trúir,“ — og tóku þá allir við kristni. Segja okkur búna gröf í>ó að meira en sjö aldir séu liðnar frá því, að þessi frásögn var skráð, og nokkuð á tíundu öld frá því, að þeir atburðir gerðust, sem frá er sagt, eru þeir merkilega líkir sumu því, er að hefur borið nú fyrir skemmstu. Enn hælast sumir yfir, að sá sé ekki til, sem þeir ekki sjá, og hafa svo mikið við skurð- goð sín, að þeir hafa reist þeim fagurbúið hýsi. Þar á þaki standa helztu höfðingjar, þegar jþeir láta alþýðu og herlið sitt hylla sig, enda gæta vopnaðir verðir þess, að ekki komist nema fáir útvaldir á þakið. Nú hafa þessir skurðgoðadýrkendur rutt öðru goðinu, sem í hýsinu var, á brott, hafði sá þó í lif- anda lífi og fyrst eftir að hann var smurður og lagður fram til sýnis verið sagður ímynd allrar vizku og manngæða. Leið þó ekki á löngu þangað til fyrri dýrkendur hans tóku að kepp- ast um að lýsa þeim ófögnuði, er í skjóli hans þróaðist, og er þar sízt fegurra um að litast en þegar úr goði Dalamanna hlupu mýs, svo stórar sem kett- ir væru, eðlur og ormar. Ætla mætti að þeir, er því- líkan ófögnuð hafa reynt og séð, hyrfu nú til betra ráðs. En þeir hafa ekki þroska né vitsmuni Dala-Guðbrandar og manna hans, sem tóku upp nýj- an sið í samræmi við kall tím- ans. Enn er öðrum smumingn- um haldið á sínum tilbeiðslu- Stalli og upphafsmanni þessara furðulegu trúarbragða reist mikii líkneskja til þess að al- múginn hafi jafnt sem áður tvö skurðgoð fyrir augum. Engu haggar þó að þessir skurðgoða- idýrkendur nútímans segi sjálfa sig ekki trúa á yfirnáttúrlega hluti. Athæfi þeirra og hugsun- arháttur á bersýnilega fremur heima aftur í grárri forneskju en á tímum almennrar mennt- unar og sívaxandi áhrifa vísind- anna, Sjálfir righalda þeir í löngu úreltar kenningar sínar, eem þeir kalla æðstar allra vís- inda, þótt leitt hafi til þeirra Bskapa, sem nú blasa við öllum. Þessi hugsunarháttur verður því 'hættulegri sem þeir, er honum eru haldnir, ráða yfir nútíma- tækni og ógnarafli, sem nægja mundi til að tortíma öllu mann- fólki á jörðu hér. Að vísu boða |>eir í öðru orðinu friðarvilja sinn en segjast í hinu áður en yfir ljúki munu búa gröf öllum (þeim, sem ekki fallast á, að skurð goðin hafi í lifanda lífi fundið óhagganleg lögmál eilífrar þjóð- félagsþróunar. Sameiginleg hætta 1 þjóðfélagi okkar og annarra frjálsra manna er naargt með öðrum hætti en vera skyldi. En ölíkt lengra erum við komnir á veg en hinir, sem ausa lif- andi harðstjóra oflofi, gera hann látinn jafnskjótt að skurð- igoði en velta honum innan stundar af stalli vegna stór- glæpa, sem þeir segja hann hafa framið á valdatíma sínum og með þeim hætti, að með vitynd allra og atbeina flestra forystu- manna hefur hlotið að vera. Eiginlegt lýðræði og virðing fyrir friðhelgi einstaklingg hafa enn ekki náð þroska nema hjá fáum þjóðum. Á síðari öldum hafa Engilsaxar, Norðurlanda- þjóðir og Svisslendingar haft þar forystu. Við lok fyrri heims styrjaldar þóttust Bandamenn ætla að tryggja heiminn fyrir lýðræði, eins og Wilson Banda- ríkjaforseti komst að orði. Því miður fór fjarri að svo færi, jafnvel í vestanverðri Evrópu, þar sem menning var þó komin á hærra stig en viðast annars staðar. Vegna þess að lýðræðis- ríkin héldu ekki saman og efldu Forsætisráð- herra Bjarni Benediktsson ar Norðurlandaþjóðir, og raun- ar allar þjóðir hvarvetna sem til hefur spurzt, hafa einhvern her, misjafnlega sterkan að vísu, en svo sterkan sem hver þeirra um sig telur atvik standa til. Ef við íslendingar hefðum eig- in her, væri hægt að bera okk- ur saman við þær að þessu leyti. En á meðan svo er ekki, verðum við að njóta aðstoðar annarra, ekki fyrst og fremst þeirra vegna, heldur okkar vegna sjálfra. Nauðsynlegar varnir íslands eru óhjákvæmi- leg forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Ef menn skjóta sér undan skilningi á þeirri stað- reynd og rökréttum afleiðingum hennar, bregðast þeir þjóð sinni, og setja í hættu þann arf, sem aldalöng barátta forfeðranna hefur fært okkur. ekki vamir sínar i tæka tíð, brauzt seinni heimsstyrjöldin út. Hún færði mikið böl yfir mann- kynið. Áhrif hennar urðu samt að því leyti til góðs, að þær þjóðir, sem vestræn ríki höfðu áður undirokað, hafa í kjölfar hennar flestar fengið frelsi, og hin dugmikla þýzka þjóð, ein öflugasta í vestanverðri Evrópu, virðist nú hafa sannfærzt um kosti lýðræðis og mannhelgi Umfram einræði og þjónshlut- verk þegnsins gagnvart ríkis- heildinni. Þó að kostir lýðræðis og frels- is séu margir, hættir lýðræðis- þjóðum til að láta reka á reið- anum og taka ekki á sig meiri byrðar og óþægindi heildarinn- ar vegna en minnst verður kom- izt af með. Ríkið verður sterk- ara til sóknar og varnar út á við og til sameiginlegra átaka inn á við, a.m.k. um sinn, þar sem allir lúta einum vilja. Nú eins og oft áður hefur þurft sameiginlega hættu til að stugga við lýðræðisþjóðunum. Það er hættan frá skurðgoða- dýrkendum, sem einkum hefur skapað hið vestræna samstarf. Varnarleysi verra en glapræði Atlantshafsbandalagið var stofnað í varnarskyni, eftir að hver þjóðin í Austur-Evrópu á fætur annarri hafði misst frelsi sitt. Atburðirnir í Finnlandi síð- ustu vikur hafa sýnt, við hvi- líkt öryggisleysi frjálshuga þjóð, sem vegna allra aðstæðna getur ekki notið verndar Atlantshafs- bandalagsins, á við að búa. Fjarstæða er, að Atlantshafs- bandalagið hyggi á árás. Banda- ríkin eru meginstoð bandalags- ins. Meðan þau réðu ein yfir k j arnorkuvopnum, höfðu þau ráð allra annarra í hendi sér. Ef þau hefðu þá viljað steypa Sovétstjórninni af stóli með vopnavaldi, hefði þeim verið það í lófa lagið. AÍveg eins og Bretar og síðar Bandaríkjamenn hefðu í seinni heimsstyrjöldinni getað látið viðureign Þjóðverja og Rússa afskiptalausa, ef þeir hefðu fremur kosið sigur þýzkra nazista en rússneskra kommún- ista, eins og þeim er borið á brýn, að þeir vilji nú. En þeir veittu þá Rússum alla þá að- stoð, sem þeir máttu. Lýðræðis- ríkin hafa sannarlega ekki hug á að fara með hernað á hendur Sovétríkjunum. Hitt væri verra en glapræði, það væri hreinn glæpur, ef þau biðu þess hvert um sig, ein og óviðbúin, að frelsi þeirra og sjálfstæði væri tortímt. Þetta á jafnt við um íslend- inga sem aðrar frjálsar þjóðir. Sjálfsagðara er en segja þurfi, að við viljum lifa í sátt við alla og ágirnumst ekki neitt frá neinum. En, eins og aðrar sjálf- stæðar .þjóðir, verðum við nokk- uð til frelsisins að vinna. -í vin- áttusamningi Sovétsamveldis- ins og Finnlands segir, að Finn- land muni, trútt skyldum sín- um sem sjálfstætt ríki, berjast gegn vopnaðri árás. Þarna er af beggja hálfu viðurkennt, að hverju sjálfstæðu ríki beri skylda til þess að tryggja varn- ir sínar. Sú skylda er ekki ein- ungis gagnvart eigin þjóð, held- ur og gágnvart öðrum. Aðrar þjóðir vilja ekki una því, að landssvæði nágranna þeirra sé valdatómrúm, þar sem hver og einn getur fyrirhafnarlaust ráð- izt inn og síðan notað landið sem stökkpall til árása á ná- grannana. Varnir verða að vera nógu öflugar Við íslendingar erum of fáir til þess, að við gætum einir varið land okkar, jafnvel þótt við værum vanir vopnaburði og hefðum fjárhagslegan styrk til vígbúnaðar, sem hvorugt er fyrir hendi. En ef við viljum láta viðurkenna sjálfstæði okk ar, verðum við í hættusömum heimi að tryggja hér lágmarks- landvarnir. Til hverra við leit- um samstarfs í þeim efnum, fer eftir hvorutveggja: legu lands- ins og okkar eigin huga. Gæfu- muninn gerir, að hvort tveggja leiðir til sömu niðurstöðu hjá okkur, gagnstætt því, aem um suma aðra er. Stundum heyrist, að við glöt- um sjálfstæði okkar með því að tryggja landinu várnir. Slíkt er algert öfugmæli. Varnirnar eru einmitt trygging sjálfstæð isins. Baráttan fyrir þeim er mikilsverðasta sjálfstæðismál okkar kynslóðar. Atlantshafs- bandalagið er samtök sjálf- stæðra og fullvalda ríkja. Þau hafa skuldbundið sig til ákveð- innar samvinnu um tiltekið ára- bil, 20 ár. Samkvæmt sjálf- um Atlantshafssamningnum höfum við ekki skuldbundið okkur til að hafa neitt varnar- lið í landinu á friðartímum, hvorki okkar eigið né annarra. Uggur vegna versnandi ástands varð til þess, að varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin var gerður rúmum tveimur árum eftir að Atlantshafssáttmálinn hafði verið saminn. Að undan- gengnu umsömdu samráði get- um við með tiltölulega skömm um fresti sjálfir kveðið á um það, að hið erlenda varnarlið skuli hverfa úr landi. Því mið- ur hafa atvik ekki verið slík né eru horfur á því í bráð, að þau verði slík, að óhætt sé að láta landið vera með öllu óvar ið. Þvert á móti er margt, sem bendir til þess gagnstæða og, á meðan svo er þarf að sjálfsögðu ætíð að gæta þess’ að varninar séu nógu öflugar svo að þær komi að tilætluðu gagni. Á með- an valdið ræður og friðurinn styðst við spjótsodda, verða all- ir þeir, sem unna frelsi og friði, að leggja sitt af mörkum til að jafnvægi haldist, svo að yfir- gangsöfl freistist ekki út í ævin- týri, af því að þau haldi, að leikurinn verði þeim of léttur. Stundum heyrist því haldið fram, að við aukum á spennu með því að leyfa erlendu liði að dvelja í landi okkar og gerum jafnvel frændþjóðum okkar á Norðurlöndum erfiðara fyrir um að neita erlendum herstöðvum í löndum sinum. Hér er ger- ólíku saman að jafna. Allar aðr- Upphaf efnahagssamvinnu Vestræn samvinna nær ekki til varnanna einna. Á ófriðar- árunum átti sér stað marghátt- uð efnahágssamvinna hinna Sam einuðu þjóða, er í ófriðarlok stofnuðu það allsherjarbandalag, sem nú kallast því nafni. Á stríðsárunum stóðu Bandaríkja- menn undir þessari samvinnu með láns- og leigulögum sín- um. Án aðstoðar þeirra hefðu •sennilega hvorki Bretar né Rússar getað haldið út í við- ureigninni við Þjóðverja. Banda ríkjamenn hættu þessari hjálp skyndilega eftir ófriðarlok og leiddi af því mikla örðugleika fyrir þá, sem aðstoðar höfðu notið. Lá þá við algjöru efna- hagsöngþveiti í Evrópu, sem var sundurflakandi eftir her- virki ófriðarins. Varð það til þess, að Bandaríkjamenn hófu Marshall-samstarfið, er þeir buðu öllum Evrópuþjóðum, lýð ræðisþjóðum jafnt sem komm- únískum, þátttöku i. Sovétstjórn in neitaði sjálf aðild að hinu nýja samstarfi og neyddi önn- ur lönd austan járntjalds til að hafna því einnig. Flest Vestur- Evrópuríki gerðust aðilar þessa samstarfs og var með því lagð- ur grundvöllur að ótrúlega ör um efnahagsuppgangi um vest- anverða álfuna. Eftir að beinum framlögum Bandaríkjamanna lauk, var sam starfinu haldið áfram innan hinnar svokölluðu Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu (OEEC) í París, sem á þessu ári hefur fært út starfssvið sitt, með þvi að Bandaríkin og Kanada hafa einnig gerzt aðilar, og er stofn- unin síðan nefnd Efnahags- og framfarastofnunin, og einkennd með stöfunum OECD. Hún beit- ir sér fyrir margháttuðu sam- starfi í efnahags- og viðskipta-' málum og höfum við íslending- ar ekki síður en aðrir haft gagn af því. Þarna er eingöngu um að ræða forystu um marg háttað samstarf og samráð, en ekki úrslitaráð stofnunarinnar sjálfrar. Efnahagsbandalag Evrópu Nokkrar meginlandsþjóðir hafa hins vegar bundizt nánari samtökum, fyrst um stál- og kolaframleiðslu, síðan um kjarn orkumál og loks um svokallað Efnahagsbandalag Evrópu. Að ilar þess eru Frakkland, Þýzka- land, Ítalía, Belgía, Hoíland og Lúxemburg. Með öllu þessu sam starfi hefur efnahagskerfi þátt- takenda að verulegu leyti ver- ið sameinað og vakti þá í upp- hafi ekki sízt fyrir mönnum að eyða hinni gömlu óvild milli Þjóðverja og nágranna þeirra og tengja allar þessar þjóðir þeim böndum, er líklegt geri, að þær lifi framvegis í sátt og samlyndi. Mikið hefur þegar áunnizt í þeim efnum og er vafalaust, að sættir Þjóðverja og Frakka og hin nána sam- vinna, sem þeir hafa nú tekið upp, er einn heillavænlegasti atburður, sem gerzt hefur um okkar daga. Jafnframt hefur þessi samvinna og hinn stóri sameiginlegi markaður, sem nú er að myndast, og hagnýt verka skipting milli aðilanna orðið til þess að skapa skilyrði fyrir örari framleiðsluaukningu og skjótari kjarabótum alls almenn ings, en ella hefðu verið hugs- anlegar. í Efnahagsbandalagi Evrópu, sem eins og Sameinuðu þjóðun- um er ætlað að standa til fram- búðar og hefur því engin fyrir- mæli um félagsslit né úrsögn, fela þátttökuríkin sameiginlegri yfirstjórn ákvörðunarrétt í efna hagsmálum að nokkru leyti. í yfirstjórninni eiga aðildarríkin fulltrúa og fer fjöldi þeirra nokkuð eftir fólksmergð hvers um sig og getur aukinn meiri hluti tekið fullnaðarákvarðanir fyrir alla aðila í því fleiri atrið um sem tímar líða, án þess að hver einstakur aðili hafi neit- unarvald. Þarna er fyrst og fremst um tollabandalag að ræða, en því fylgir, að þegnar hvers einstaks ríkis eiga að hafa jafnrétti eða sem næst því í öllum hinum ríkjunum til at- vinnu og atvinnurekstrar, enda fjármagnsflutningur milli að- ildarríkja að vera frjáls. Að lokum skal hinni sameiginlegu yfirstjórn vera heimilt að kveða á um sameiginlega stefnu í við- skiptamálum og þar með hafa ákvörðunarvald um viðskipta- samninga einstakra aðildarríkja. Níu sækja eftir aðild í fyrstu fylgdust Bretar með undirbúningi að stofnun Efna- hagsbandalagsins. Af þátttöku þeirra varð þó ekki, og beittu þeir sér í staðinn fyrir tilraun- um til stofnunar fríverzlunar- svæðis Evrópu, sem efnahags- bandalagið yrði hluti af. Samn- ingar um þetta, sem stóðu ár- in 1956—1958, tókust ekki vegna þess að löndin utan Efnahags- bandalagsins vildú ekki fallast á að mynda tollabandalag né töldu nauðsynlegt, að efnahags- samvinna í öðrum efnum en tollamálum yrði eins náin og bandalagsríkin óskuðu. Varð það úr, að sjö þessara ríkja stofnuðu undir forystu Breta, 'í ársbyrjun 1960, Fríverzlunar- bandalag Evrópu með það fyr- ir augum að draga úr afleiðing- unum af tilkomu Efnahagsbanda lagsins á efnahag þeirra og í því skyni að starfa að sam- einingu Evrópu í viðskiptum. Eftir því, sem tímar liðu fram, hafa þessi lönd, og þá einkum Bretar, sannfærzt um, að sú viðskipta-sameining geti aðeins orðið á þeim grundvelli, að þau Evrópuríki, sem utan bandalags ins standa, gerist aðilar eða aukaaðilar sjálfs Efnahagsbanda lagsins. Þrátt fyrir það þótt Bretland, vegna tengsla sinna við samveldislöndin, telji marga annmarka á því að bindast Ev- rópulöndunum svo náið sem Efnahagsbandalagið gerir ráð fyrir, búast flestir við, að það muni innan skamms gerast að- ili þess. Danmörk hefur þegar leitað aðildar og er talið full- víst, að hún muni feta í fót- spor Breta, hvað sem um þá verður. Allar horfur eru á, að Noregur fylgi þar á eftir. ír- land hefur einnig leitað aðildar. Grikkland gert sérsamning, en þó mun gert ráð fyrir, að það gerist fullur aðili áður en yfir lýkur, og líklegt að eins fari um Tyrkland. Svíþjóð, Sviss- land og Austurríki hafa hins vegar ekki hug á fullri aðild, vegna þess að þau vilja halda fast við hlutleysisstefnu sína í alþjóðamálum, en hafa ákveð- ið að sækja um aukaaðild. Um Svíþjóð a.m.k. ætla menn, að sjálfar efnahagsskuldbindingarn ar vaxi þeim ekki í augum, þó að þeir vilji ekki taka á sig neinar skyldur, sem þeir telja gagnstæðar hlutleysi sínu. Ef svo fer sem horfir, mynd- ast hér því ein öflugasta efna- hagssamsteypa, sem til er í heiminum. Að fólksmergð og framleiðslumöguleikum standa þessi ríki öll sameinuð Banda- ríkjunum og Sovétsamveldinu, hvoru um sig, fyllilega á sporði. Eyðing fjarlægða og aukin tækni knýja ríkin nauðug vilj- ug til þvilíkrar samvinnu, ef þau eiga ekki að dragast aft- ur úr. Mikill vandi Þessi .atburðarás skapar mik- inn vanda fyrir okkar þjóð. Líklegt er, að ef einungis er hugsað um skjóta efnahagsþró- un og öran og mikinn bata lífs- kjara, sé engin leið vænlegri en sú að gerast sem fyrst fullkom- inn aðili Efnahagsbandalagsins. Aftur á móti getum við lent í miklum vandræðum með sölu afurða okkar, ef þær útilokast frá hinum stóra, sameiginlega markaði, sem í myndun er. Með því að standa utan við, miss- um við þess vegna ekki einung- is af hinum skjótu framförum, sem aðildarþjóðirnar ætla sér, Framh. á bls. 19. i I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.