Morgunblaðið - 02.12.1961, Side 13
Laugardagur 2. des. 1961
MORGUNBLAÐIÐ
13
Hinn hvíti galdur
Hugleiðing um bók Olafs Tryggvasonar
HEIMILD er fyrir bví frá fyrstu
Ihendi, að þessi bók átti að heita
Hinn hvíti galdur, en útgefandi
bókarinnar gerði sér hægt um
vik og titlaði hana Huglækning-
ar og ekki nóg með það, því að
til viðbótar klíndi hann á hana
smekkleysu, undirtitlinum: Hug-
Iboð og sýnir. Þetta er vafasam-
ur leikur og ekki í fyrsta skipti
sem íslenzkir bókaútgefendur
gera sig uppvísa að tillitsleysi við
Ihöfunda og verk þeirra. Af-
skiptasemi og smekkleysur hald-
ast jafnan í hendur sem hér sann
ast. Því er miður farið, að þann-
ig ’skyldi vera farið að til að
villa lesurunr sýn, enda vita all-
ir, sem þekkja Ölaf Tryggvason,
sem kenndur er við Hamraborg
fyrir ofan Akureyri, að honum
er fjarri skapi að telja sig lækni.
Svo er titill útgefanda villandi,
að hann veitir alveg ranga hug-
mynd um inntak og eðli bókar-
innar.
- Olafur, sem er strangheiðar-
legur maður, segir á einum
stað eftirfarandi viðvíkjandi
starfi sínu:.....mér hefur ætíð
verið það . . . skapraun, að vera
kallaður læknir, . hef oft tekið
|>að fram, að ég væri ekki lækn-
ir og vildi vera laus við þann
ititil' . .“. Ennfremur segir hann
orðrétt: „Það hefur aldrei hent
mig að ráðleggja veikum manni
að leita ekki lærðra lækna; þegar
sjúklingur leitar til mín, er
fyrsta spurning mín venjulega
þessi: „Hefur þú ekki talað við
l8Jkni?M og sé svarið nei, óska
ég eftir, að hann gjöri það. En
það skal ég játa ,að ég hef stund
um vísað vissum sjúklingi til
ákveðins læknis, og það hefur
sevinlega borið góðan árangur,
*neð því hef ég fylgzt“.
Þó að Olafur geri grein fjrrir
þessu „dularfulla starfi“ sínu
í sérkafla í bókinni, þar sem hann
skilgreinir með hófsemi það,
sem almennt er nefnt dulrænar
lækningar, er bókin skrifuð í
því markmiði að greina frá sál-
rænni reynslu, andlegri leit höf-
undar. Að loknum lestri bókar-
innar, skilst lesara áþreifanlega,
að Ölafur hefur um langt skeið
íevinnar lagt alla stund á hvít-
an galdur. A tímum veraldar-
Ihyggju, þegar svo margir fara
méð vélaþras, hefur hann þorað
að vera góður maður og aldrei
hvikað frá kristnu viðhorfi tii
fólks og samtíðar og ástundun
mannkærleika í verki. Það er
hinn hvíti galdur, og yfirnæm-
leiki Olafs á því sviði, sem hon-
um er gefið fram yfir svo marga
aðm, hefur glætt hann þessari
jákvæðu andlegu orku: græðara-
mætti. Hann hefur verið óspar
á að miðla öðrum af þessari orku
stöð og vakið trú og tmust til
þess, sem býr bak við efnisveru-
leikann og öllu ræður, lifandi og
dauðu.
I upphafi bókarinnar gerir
höfundur skýra grein fyrir til-
drögum að bókinni. af hverju
hann skrifaði hana. Lesari finn-
ur, að bókin verður til með ótil-
búnum hætti eins og áhrif eða
þau „yfirskilvitlegu" fyrirbæri,
Bem leituðu á höfundinn, síðan
á unglingsárum hans. Það hefur
iika ekki verið nein tilviljun
eða því síður kuklaranáttúm,
§em hvetur hann „til að sameina
Isitt eigið lífsafl þessum æðri
©flum og nota þessa orku til
hjálpar og góðs“. Þessi andlegi
hæfileiki heimtaði hann allan af
Mfi og sáL
Fyrsti kaflinn, Huglæg reynsla,
skýrir rauða þráðinn í bókinni,
trúarviðhorf höfundar, hvað
styrkti hann í trúarvissu, hvað
kom honum á sporið, og síðan
greinir höfundur frá ýmsum at-
vikum, sem móta trúarskilning
hans. Hann ræktar andlegan
kraft sinn stig af stigi. Sjálfur
upplifir hann eins konar krafta-
verk, þegar hann bjargast úr
lífsháska í mannskaðaveðri —
þar er það guð og bænheyrsla —,
þegar hann læknast af berklum
.. með trú og æfingum. Þar er
það trúin, sem hvessir viljann.
Aðrir kaflar ern sérkennilegir,
t. d. Flugslysið. Þar segir höf. frá
því, hvað hann skynjaði að
kvöldi 31. jan 1951, þegar flug-
vélin „Glitfaxi" fórst með 21
manni. Þegar staurinn féll er
einn bezt skrifaði þáttur bókar-
innar, því að þar segir höf. ákveð
ið og skipulega frá. Yfirleitt
skrifar Olafur kröftugt mál, en
kannski nokkuð tyrfið á köflum,
enda fjallar bókin um efni, þar
sem beita verður óhlutlægum
hugtökum, Þess vegna verður að
lesa bókin yfirleitt með aðgát
og ihugun. 1 framhaldi af dul-
rænum frásögnum dregur höf-
undur ályktun af lífssýn sinni,
sem honum hefur hlotnazt af
þessari snertingu sinni við það,
sem er ofar efninu og jafnframt
ofar mannlegri vizku. Það er
ekki hægt að verjast því að I
benda á sýnishorn af skarp-
skyggni Olafs, þegar hann á eft-
irfarandi hátt ræðir líðandi tíma,
sem eru gagnsýrðir af jarðnesk-
um hugsunarhætti. Margir eygja
kannski sömu sannindi og höf-
undur, en fáir vilja beinlínis Iæra
af þeim: „.. Oftrúin á .. efnis-
legt gildi hlutanna er sálsýki
þessarar aldar. 011 taugaveiklun
og geðveila núlifandi kynslóða
er afvegaleidd og ónáttúrleg
heimshneigð, sem styrjaldir hafa
magnað. Kapphlaupið og átök-
in um að sigra efnið með efninu
er vitfirring. Sú lífshugsjón
hvers einstaklings að allir áðrir
megi vera heilbrigðir og ham-
ingjusamir og framkvæmd þeirra
í verki án kröfu um endurgjald,
er eina björgunarvon mann-
kynsins frá brjálæði yfirráða-
byggjunnar — eina staðfesting-
in í heimi raunveruleikans um,
að mennirnir eigi ódauðlega lífs-
hugsjón ..“
Það er ótalmargt í þessari bók,
sem kemur við andlega sam-
vizku okkar. Við lifum á tímum,
þegar „umhugsunin um mann-
inn sjálfan, örlög hans og afdrif,
líkamleg og andleg, virðist ekki
aðaláhugamál þeirra, er leita
þekkingarinnar mest í heimi
efnisins ..“
Ef bók Ölafs Tryggvasonar er
lesm heiðarlega — hún beinlínis
krefst þess, því hún er þannig
skrifuð — er ekki vafamál, að
hún gerir sitt til að -veita okkur
„öruggari og betri vitUnd" ‘og
jákvæðari afstöðu til sálar og
anda sjálfra okkar og þeirra, sem
lifa í kringum okkur.
Þetta er ein þarflegasta bók,
sem hefur lengi verið skrifuð á
Islandi.
Steingrímur Sigurðsson.
f®>T|
Q\, ÍAJVYL/
DAGLEGA
Geðlækningar
Yíirlýsing frá Geðlæknafélagi íslands
í TILEFNI af grein í einu viku-
blaðanna 27. nóv. 1961, þar sem
farið er villandi orðum um geð-
lækningar almennt og sérstak-
lfcga um tiltekna lækningameð-
ferð innan geðlæknisfræðinnar
og jafnframt reynt að rýra gildi
hennar í augum almennings, tel-
ur Geðlæknafélag íslands ástæðu
til eftirfarandi yfirlýsingar:
Lækningameðferð sú, sem hér
er um að ræða mætti kalla á ís-
lenzku geðlækningu eða sál-
lækningu (lat. psychoterapia),
og hefir henni verið beitt sem
einni af mörgum lækningameð-
ferðum geðlæknisfræðinnar í ,öll-
um menningarlöndum frá því
um síðustu aldamót. Meðferð
þessi hefir verið notuð til lækn-
ingar á taugaveiklun (psychon-
eurosis), skapgerðarágöllum. per
sónuleikatruflunum og öðrum
vanheilindum og aðlögunarvand-
kvæðum af tilfinningalegum upp
runa, svo sem kynferðisvanda-
málum einstaklinga í sambúð
þeirra við aðrar per§ónur og
samfélagið. Meðferðin er fólgin
í reglubundnum, tíðum viðtölum
1—3 í viku um langan tíma, mán-
uði eða jafnvel ár, og fer tíðni
viðtala og lengd meðferðar að
sjálfsögðu eftir eðli vandamál-
anna. framvindu meðferðarinnar
og bata sjúklingsins.
Lækningameðferð þessi hefir
ekki verið stunduð nema að litlu
leyti á íslandi, þar til á síðast-
liðnum tveim árum. Hins vegar
hafa margir íslendingar leitað
slíkrar meðferðar erlendis á und
anfömum árum með ærnum til-
kostnaði. Má í því sambandi
benda á, að geðlæknar, sem
stunda þessa lækningameðferð í
öðrum löndum taka eftirfarandi
gjöld: Danmörk: 40—70 kr. d. kr.
(ísl. kr. 250—437) á klst., Sví-
þjóð: 50—75 s. kr. (ísl. kr.
417—625) á klst., England: 3—5
pund (ísl. kr. 364—606) á klst.,
Bandaríkin: 20—50 dali (ísl kr.
861—2153) á klst. — Taxti Geð-
læknafélags íslands er kr. 300
á klst. Sjúkrasamlag Reykja-
víkur hefir hingað til hafnað
þátttöku í greiðslu þyrir meðferð
þessa. Það skal tekið fram, að
tiltölulega fáir þeirra sjúklinga,
sem geðlæknis leita eru beittir
þessari meðferð, þar sem árang-
ur meðferðarinnar er fyrst og
fremst kominn undir nákvæmu
vali sjúklinganna, sem reist er
á þjálfun og reynslu læknisins.
Auk þess er það algerlega á valdi
sjúklingsins sjálfs. hvort hann
undirgengst meðferðina.
í áðurnefndri grein er farið
ærumeiðandi orðum og borinn
rógur á starf ungs geðlæknis frá
Akureyri.
IÞar sem þannig stendur 5, að
tveir ungir geðlæknar, báðir frá
Akureyri, hófu geðlæknisstarf-
semi hér x bænum á siðastliðnu
ári, eftir að hafa hlotið margra
ára þjálfun .-rlendis í beitingu
geðlækningar (psychotherapia)
og stundað hana hér á landi, þá
er það álit Geðlæknafélags Is-
lands, að áðurnefndum aðdrótt-
unum sé beint gegn öðrum hvor-
um þessara lækna. Auk þess lítur
félagið svo á, að í greininni felist
ærumeiðandi ummæli um yfir-
lækninn á Kleppi, og að greinin
sé skrifuð í þeim tilgangi að rýra
álit á geðlækningum í heild, þótt
viðurkennt sé að stórstígar fram-
farir hafi orðið innan geðlæknis-
fræðinnar á síðustu áratugum.
Félagið telur, að með nefndum
skrifum sé á grófan hátt veitzt
að þeim læknum frá Akureyri,
er stunda hér geðlækingu (psych-
otherapia).
Álítur félagið, að ýmis atriði
greinarinnar, séu ærumeiðandi
og vanvirðandi fyrir læknana og
starfsgrein þeirra, þannig að um
atvinnuróg sé að ræða. Þeir tveir
geðlæknar frá Akureyri, sem
greinin beinist að, hafa þegar
gert ráðstafanir til þess að hefja
lögsókn á hendur ábyrgðarmanni
fyrrnefnds blaðs, og munu krefj-
ast þess, að ummælin verði
dæmd dauð og ómerk, jafnframt
því sem krafizt verður refsingar
samkvæmt hegningarlögum og
gerðar skaðabótakröfur.
F. h. Geðlæknafélags íslands,
Grímur Magnússon, form.
ELIZABET ARDEN
snyrtivörurnar
Allar tegundir.
Svalon
Nýja-Bíóganginum,
Austurstræti 22. Sírni i-1.340.
auglýsa:
Barna-, fjölskyldu-, portrett-
passar og heimamyndatökur.
Fullunnai myndir afgreicldar
fyxir jól.
Athugið hið lága verð og
irágang í sérstöðu.
Stjörnuljósmynöir
Flókagötu 45 — Sími 23414.
EFTHt frumsýninguna á Kvik-
sandi, voru öll blöð bæjarin*
sammála í dómum sínum, eins
og eftirfarandi ber með sér:
Sigurður Magnússon í Morgun-
blaðinu: .... sýningin er sam-
félld Og tilþrifamikil . ... og list-
ræn tök á flestum hlutum
Indriði G. Þorsteinsson í Al-
þýðublaðinu: . . . . er sýningin
eftirminnileg í hæsta máta og
víða framúrskarandi.
Gunnar Dal í Tímanum: . . »
Á Leikfélag Reykjavíkur þakkir'
skilið fyrir þetta nýja afrek sitt
og ekki vafi á að gestir leikhúss-
ins munu meta það' að verðleik-
um.
Ásgeir Hjartarson í Þjóðvilj-
anum: .... Áhorfendur tóku
leiknum forkunnarvel og fylgd-
ust með af slíkri athygli að heyra
mátti flugu anda.
Oddur Björnsson í Frjálsri
Þjóð: .... Leikstjórn, ásamt
ágætum leik, listrænum sviðsút-
búnaði og fallegri og orðhagri
þýðingu, megna að lyfta leiknum
í hátt veldi.
Næsta sýning á Kviksandi er
á sunnudagskvöid kl. 8,30.
Á mynidinni eru Helga Bach-
mann, Gísli Halldórsson, Stein-
dór Hjörleifsson og Brynjólfur
Jóhannesson í hlutverkunum.