Morgunblaðið - 02.12.1961, Side 19
Laugardagur 2. des. 1961 'T'7
MORCVHBTAÐIÐ
19
— Ræða Bjarna
Benedikfssonar
Framh. af bls. 11.
heldur getur hagur okkar orðið
mun örðugri en áður sökum
markaðsmissis. Af þessum sök-
um kynni að virðast einsætt að
við ættum að æskja aðildar að
bandalaginu.
Hér er þó margs að gæta. Að
vísu eru möguleikar á því, að við
mundum þegar stundir líða, fá
markað fyrir allar eða mestar
framleiðsluvörur okkar í þess-
um löndum. En eins og nú háttar
höfum við einnig mikilsverða
markaði í Bandaríkjunum og
löndunum austan járntjalds.
Mikil trygging er í því að geta
selt vörur sínar sem víðast og
vera engum einum háður. Ef
Bandaríkin ásamt brezku sam-
veldislöndunum og þorra ríkja
Afrí’ku og Suður-Ameríku tengj-
ast Efnahagsbandalaginu, með
einum eða öðrum hætti, eins og
ýmsir búast við, en sennilega á þó
töluvert langt í land, mundi okk-
ur enn hættulegra en ella að úti-
lokast frá hinum sameiginlega
markaði. Víst er, að fáir vildu,
að við ættum engra markaða völ
annarra en í löndunum austan
gárntjalds. Viðskipti þar eru að
ýmsu leyti hagkvæm, en vöru-
úrval þar er, eins og íslenzkir
neytendur þekkja af eigin raun,
harla takmarkað og mörg fram-
leiðsla þaðan ekki samkeppnis-
fær við það, sem annars staðar
að er hingað flutt. Reynsla Júgó-
slavíu, Albaníu og Finnlands er
einnig slík, að ekki er trúlegt, að
aðra en þá, sem óska eftir að fá
fyrirmæli utan að, um hverjir
skuli skipa ríkisstjórn í landi
þeirra, fýsi þess, að ísland kom-
ist í sömu aðstöðu.
Aðrir geta látið sér
á sama standa
En hins ber einnig að minnast,
eð mörg þau ákvæði, sem eðlileg
eru fyrir þjóðir, sem nokkurn
veginn standa á sama stigi, eru í
þéttbýlum, fullbyggðum löndum,
þar sem flestar orkulindir eru
þegar nýttar, eiga ekki við um
fámennaþjóð — í strjál'býlu landi
sem enn er ekki nema að litlu
leyti nýtt og um margt aftur
úr í tæknilegum efnum. f>ví öfl-
ugri sem þjóð er ,því fremur
hefur hún ráð á að takmarka full
veldi sitt i einstökum efnum.
Máttur hennar er svo mikill, að
lítil hætta er á, að á móti óskum
hennar og hagsmunum verði
gengið. Þar er þörfin fyrir sam-
eiginlega nýtingu auðlinda hins
vegar svo rík, að eðlilegt er, að
eitt sé látið yfir alla ganga. Auð-
lindir okkar og framleiðsla eru
eftur á móti svo lítils um verð
fyrir aðra, að þeir geta nokkurn
veginn látið sér á sama standa,
hvorum megin hryggjar liggja,
þó að á öllu velti fyrir okkur.
1 efnahagsmálum eru forsend-
ur aðrar en í varnarmálum. Lega
landsins er slík, að úrslitum
kann að ráða í átökum um heims
yfirráð, hvað um Island verður.
Við sjálfir eigum að vísu mest í
húfi, en ýmsir aðrir kunna þó
einnig að eiga líf og velferð undir
því, að Island sé varið. Engu
að síður hefur samstarf í varnar
tmálum tekizt án þess að við
þyrftum að skerða fullveldi okk-
ar eða úrslitaráð. Vegna smæðar-
innar varðar efnahagur okkar
aðra sáralitlu. Þegar þess vegna
er eðlilegt, að við hikum við að
Játa þeim í hendur úrslitaráð
yfir nokkrum þáttum hans.
Heilbrigður efnahagur
öruggasta stoðin
Með þessu er ekki sagt, að við
eigum ekki að ta'ka þátt í efna-
hagssamstarfi nágranna okkar og
vina. En við getum því aðeins
gert það, að tekið sé réttmætt
tillit til okkar óumdeilanlegu
Bérstöðu og sérþarfa. Sambæri-
Jegt verður að vera það, sem hver
og einn innir af hendi, og einnig
að, sem hver lætur í té og aflar
staðinn.
En við skulum gera okkur
grein fyrir því, að vegna þess að
samstarf okkar við aðra i efna-
hagsmálum er þeim ekki nauð-
eyn, þótt á því kunni að velta,
hvort við komumst betur eða
verr af, þá hafa þeir frá þröngu
eigin hagsmuna sjónarmiði minni
ástæðu til að hnika til okkar
vegna. Raunar má segja, að þeir
geti gert sér það að meinfanga-
lausu, sökum þess að um fram-
leiðslu okkar muni, hvort eð er
ekki. En þá kemur óttinn við, að,
skapað sé fordæmi, er losað gæti
um miklu meira og hjá fleirum
en okkur í fljótu bragði virðist
hætta á. Vandi okkar verður þess
vegna ekki leystur nema okkur
takist að vekja skilning á okkar
högum og við njótum góðvildar
þeirra, sem málum ráða. En sízt
skulum við gleyma því, að þeim
mun skemur munum við þurfa að
ganga í réttindaveizlum til ann-
arra þv£ minna, sem við þurfum
til þeirra að sækja, þ.e.a.s. því
sterkari og heilbrigðari sem okk-
ar eigin efnahagur er — eða því
minna, sem við látum okkur
nægja.
Bú es betra
an biðja sé,
halr es heima hverr;
þótt tvær geitr eigi
ok taugreptan sal,
þat es þó betra an bæn.
Fylgir hugur máli?
Þeir, sem óttast að of miklu
verði fórnað með aðild að Efna-
hagsbandalagi Evrópu, sýna að
hugur fylgir máli, en annarlegar
ástæður ráði ekki, ef þeir gera
sitt til, að hér skapist öruggur og
traustur efnahagur. Ef þeir hins
vegar í senn vilja hindra aðild að
þeim samtökum, sem líklegust
eru til að færa okkur skjóta hag-
sæld, og gera sitt til að hindra
nauðsynlega efnahagsuppbygg-
ingu og jafnvægi í fjármálum, á
meðan við erum utan bandalags
ins, þá sanna þeir, að fyrir þeim
vakir ekki velfarnaður íslenzku
þjóðarinnar. Eða a. m. k. telja
þeir, að hann sé háður því, að
þjóðfélag okkar sé fyrst lagt í
rústir, svo að hér skapist rúm
fyrir hallir skurðgoðadýrkend-
anna.
Oneitanlega væri íslenzka þjóð
in betur vaxin þeim vanda að
taka ákvörðun f þessu mikla
vandamáli — og raunar öllum
öðrum, ef verulegur hluti henn-
ar lyti ekki enn skurðgoðunum.
Er ekki tími til þess kominn, að
greindir og að upplagi góðviljað-
ir menn hverfi frá þeirri trú, þar
sem kattefldar mýs, eðlur og orm
ar einkenna bezt það, sem eftir
verður, þegar skurðgoði er steypt
af stalli eða preláta velt af helgi-
stóli ? Með engu móti gætu þess-
ir menn aflað sjálfum sér meiri
sæmdar eða orðið þjóð sinni frem
ur að gagni en að láta ófögnuð-
inn, sem nú er fyrir allra augum,
sér að kenningu verða, segja nú
nóg komið og sanna sinnaskioti
sín í verki svo sem góðum
drengjum sæmir.
Fylgjumst með því,
sem geíist
Vandinn er ærinn, þótt við gæt
um allir gengið óbundnum huga
til Iausnar honum, því að aldrei
hefur fremur en nú riðið á því
að fylgja hinu forrakveðna:
Gáttir allar
áðr gangi fram
of skoðask skyli
of skyggnask skyli.
Fylgjumst með því sem gerist
Og gætum_ þess, eftir því sem
föng eru á, að eftir hagsmunun-
um okkar og þörfum sé munað.
Islendingar mega ekki fremur í
þessu en öðru verða aftur úr al-
þjóðlegri þróun. Við verðum að
vera reiðubúnir til þess að leggja
í alþjóðasamskiptum af mörk-
um það, sem með sanngirni verð
ur af okkur kjafizt. En þar verð-
ur sanngirnin að ráða á alla vegu.
Vestræn samvinna hefur nú
þegar orðið til mikils góðs, fyrir
okkur Islendinga ekki síður en
aðra. Við viljum því styrkja hana
og ef1a,_ en við gerum bað bezt
með því að glata ekki því, sem
forfeður okkar kepptu eftir í alda
langri baráttu. Og við skulum
muna, að það var ekki vegna
þess að Steingrímur Thorsteins-
son vildi raða saman faguryrðum
heldur af biturri reynslu kynslóð
anna, þegar hann kvað til fóstur-
jarðarinnar og við tökum heils-
huga undir:
Aldrei, aldrei bindi þiff bönd
nema bláfjötur Ægis við
klettótta strönd.
Kynning
Maður sem þráir yl heimilisins
óskar eftir að komast í kynni við
stúlku 30—40 ára. Mætti hafa
barn. Á íbúð og er verzlunareig-
andi. Þær, sem vildu sinna þessu,
sendi nöfn sín og heimilsfang á
afgr. Mbl. fyrir 5. des. Fullri þag
mælsku heitið. Merkt „Einmana
— 100“
Hörffur Einarsson, stud. jur.
Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
— Fjölsótt
Framh. af bls. 24.
yrðu til einskis færðar. Af dýr-
keyptri reynslu heimsstyrjaldar
innar drógu hinar vestrænu lýð-
ræðisþjóðir þá lærdóma, að ekk
ert nema sameiginlegur styrkur
þeirra og samstillt átak gæti kO'm
ið í veg fyrir, að þær yrðu ein-
ræði og harðstjórn að bráð. Það
var í þeim tilgangi að hindra
þessa hræðilegu ágæfu, sem At-
lantshafsbandalagið var stofnað,
þýðingarmesta varnarbandalag
frelsis og mannréttinda, sem starf
að hefur í heiminum. Það var
stöfnað í þeirri trú, að „samein-
aðir stöndum vér, en sundraðir
föllum vér“.
fslendingar lýstu yfir ævarandi
hlutleysi sínu í utanríkismálum,
þegar þeir endurheimtu fullveldi
sitt 1918. En nú sáu þeir fram á,
að þess var borin von, að þeim
yrði þyrmt, þegar grannþjóðirn-
ar hefðu verið hnepptar í fjötra
þrældóms og kúgunar. Og raun-
ar var það allsendis óvíst, hverj-
ir efstir voru á fórnarlambalist-
anum. Þegar stund hinna óttalegu
örlaga rynni upp, mundi lítið
stoða að draga uþp úr pússi sínu
skrautritaða hlutleysisyfirlýsingu
á löggiltum skjalapappír. Þá yrði
hlutleysishjúpurinn haldlítill.
Þess vegna tókum við höndum
saman við bræðraþjóðirnar í
Vestur-Evrópu og Norður-Amer-
Ifeu til varnar gegn hinum sam-
eiginlega óvini. Íslendingar vissu,
að þeir gátu ekki af eigin ramm-
leik tryggt öryggi sitt, og því leit
uðum við í þessu skyni trausts
og halds hjá þeim þjóðum, sem
okkur eru skyldastar að þjóðerni,
hugsunarhætti, siðmenningu og
stjórnskipun, hinum vestrænu
Iyðræðisþjóðum. Þrátt fyrir auð
sæjan hag íslendingia af þessu
giftusamlega samstarfi og brýna
þörf okikar fyrir það, fer því þó
fjarri, að allir landsmenn meti
það á þann hátt, sem vert er. Og
innan þjóðfélags okkar starfa
jafnvel menn, sem lúta svo lágt
að telja eftir eina framlag okkar
til varnanna, telja eftir landskika,
sem við höfum ljáð til varnar
frelsi og sjálfstæði ökkar eigin
þjóðar. En tilgangur þeirra sem
fyrir þessum hópi fara, er aug
ljós og yfirlýstur. í grundvallar-
stefnuskrá sinni játa þessir menn,
sem kalla sig íslendinga, játa ber
um orðum, að þeir telji ísland
ekki raunverulega sjálfstætt fyrr
en hinn austræni hræfugl hefur
breitt vængi sína yfir landið. Fá
um verður þó tíðar rætt um
fölskvalausa umhyggju sína fyrir
sjálfstæði íslands en einmitt þess
um mönnum og má af því marka,
að sjálfstæðishjal þeirra er blygð
unarlaus Júdasarkoss á kinn ís-
lenzku þjóðarinnar. Tilgangur
þeirra er íslendingum ljós, og því
er haldið hér uppi öflugum vörn-
um til verndar fullveldi lands-
ins og sjálfstæði.
En það er ekki eingöngu til
þess að tryggja öryggi íslendinga,
sem hér er haldið uppi vörnum.
Varnir Islands eru einnig öðrum
lýðræðísþjóðum beinlínis lífshags
munamál. Og í ljósi þessarar stað
reyndar verður ^kiljanleg and-
staða þeirra manna gegn vörnum
landsins, sem eiga þá hugsjón
æðsta, að gjörvallur heimurinn
komist undir ráðstjórn. En með
því að styðja lýðræðisþjóðirnar
og styrkja í baráttu þeirra gegn
heimsyfirráðastefnu hins alþjóð
lega kommúnisma vinna Islend-
ingar í þágu sjálfra sín, alls mann
kyns Og komandi kynslóða.
XXX
Þeð getur ekki dulizt neinum,
að í heiminum heyja nú tvö ósam
rýmanleg öfl harða baráttu, bar-
áttu sem hvenær sem er getur
orðið barátta upp á líf og dauða.
Annars vegar er afl, sem stefnir
að algjörum yfirráðum hins
kommúniska kúgunarkerfis yfir
öllum mönnum; hins vegar er afl,
sem stefnir að frelsi allra manna.
Hákon Guðmundsson,
hæstaréttarritari. J
Þessi tvö öfl, sem þarna takast
fangbrögðum, eru þannig gagn-
ólífe Annað er afl frelsis, hitt afl
ófrelsis; afl, sem ekki þolir
frelsi og frjálsa hugsun; afl, sem
frjáls hugsun hefur sömu áhrif á
og dagSbrún forðum á fOrynjur
íslenzkra þjóðsagna. Það rennur
í stein. Þetta steinrunna afl hefur
sfeorað hugsjónir hins frjálsa
heims á hólm. f þeirri hólmgöngu
er meira í húfi en svo, að hinn
frjálsi heimur geti kastað frá sér
vopnunum og svikizt undan skyld
um sínum. íslendingar vita, að
þeir eru að vísu ekki annað en
peð í þessum hammrömmu átök-
um, en þeir gera sér þó jafnframt
grein fyrir því, að sú staða getur
komið þar upp, að jafnvel peð
ráði úrslitum.
Hugsjónir frelsis og vestrænnar
samvinnu miða ekki einungis að
samstöðu og samvinnu einstakra
þjóða í ákveðnum heimshlutum,
þjóða, sem fram að þessu hafa
megnað að bægja vofu kommún-
ismans frá dyrum sínum. Þessar,
hugsjónir miða mrklu frekar að
samvinnu allra manna, sem að-
hyllast vestrænar frelsis- og lýð-
ræðishugsjónir; allra, sem ekki
Úr ýmsum áttum
Frarnh. af bls. 12.
mann enn einn kost: að skír-
skota til forseta landsins um
náðun. Margir álíta líka, að
þau verði málalokin — að Eich
mann verði dæmdur til dauða,
en forsetinn muni síðan náða
hann. En það kemur í ljós
innan skamms.
Þetta einstæða mál hefir
horfið í skuggann undanfarna
mánuði fyrir ýmsum alþjóð-
legum vandamálum og stór-
atburðum, sem gripið hafa
hugi manna. En brátt verður
Eichmann aftur á allra vör-
um — og ísraelsmenn gera sér
ljóst, að dómurinn í máli hans
verður punkturinn aftan við
einn allra hroðalegasta kafl-
ann í sögu hinnar marghrjáðu
Gyðingaþjóðar — hvernig svo
sem hann verður að lokum. . .
þola ófrelsi og kúgun. Vestræn
samvinna er þannig samvinna að
sameiginlegri hugsjón, og æðsta
markmið hennar er sigur þess-
arar hugsjónar, sigur frelsishug-
sjónarinnar.
XXX
Enginn góður íslendingur getur
verið í vafa um, með hvoru
hinna stríðandi afla íslenzku þjóð
inni ber að skipa sér. Að þeirra
dómi getur ekki verið um neitt
hlutleysi að ræða í þessum átök-
um góðs og ills, átökum frelsis og
ófrelsis. Þess vegna hefur hún
skipað sér — og mun fraxnvegis
skipa sér — við hlið annarra
þeirra þjóða, sem berjast fyrir
sigri hins góða, sigri frelsishug-
sjónarinnar".
Að ávarpi Harðar Einarssonar
loknu tók forsætisráðiherra,
Bjarni Benediktsson, til máls.
Flutti hann aðalræðu dagsins, en
hún er birt hér á öðrum stað í
blaðinu.
Hákon Guðmundsson, hæsta-
réttarritari, hélt erindi um kjör
og stöðu hins háskólamenntaða
manns. Verður gerð grein fyrir
erindi hans síðar hér í blaðinu.
Hörður Sigurgestsson, formað-
ur Stúdentaráðs Háskóla fslands,
flutti ávarp. Fjallaði hahn um
sjálfstæðismál þjóðarinnar og
nanðsynina á að tryggja góðan að
búnað menntamanna, sem einn
lið í sjálfstæði þjóðarinnar.
Á milli atriða léku frú Jórunn
Viðar, Jón Sen og Einar Vigfús-
son tvo kafla úr tríói í B-dúr, op.
11, eftir Beethoven, á píanó, fiðlu
og celló.
í gærkvöldi héldu háskólastúd
entar fullveldisfagnað að Hótel
Borg. Ræðu kvöldsins flutti dr.
Sigurður Þórarinsson.
Hörður Sigurgestsson,
forrn. Stúdentaráffs Háskóla ísl
Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.
— Tshombe
Framh. af bls. 1.
— Sýnt væri, að hinir seku væru
flúnir, en S.þ. mundu ekki láta
þeim haldast uppi að flýja þann-
ig frá ódæðinu án þess að þeir
hlytu verðskuldaða hegningu.
Loks bar það til tíðinda í dag,
að Tshom'be hélt í skyndi að
heiman og lenti flugvél hans flest
um á óvörum í Brazzaville, höf-
uðborg þess hluta Kongó, sem
áður laut Frökkum. Lét hann í
veðri vaka, að hann héldi för-
inni áfram til Braziliu til þess að
sitja þing siðvæðingarhreyfingar
innar, en í kvöld virtist ekkert
fararsnið á honum.
Youlou, forseti í Brazzavilla
tók á móti Tshombe og héldu þeir
þegar til forsetahallarinnar. Var
gizkað á, að Tshombe ætlaði að
fá Youlou til þess að verða sátta
semjari í deilum hans og sam-
bandsstjórnarinnar í Leopold-
ville. Youlou hefur stutt Tshombe
og sleit þar af leiðandi tengslum
við Leop>oldville í september, en
sambandið var tekið upp a’ftur
fyrir viku.
I Brazzaville vissi enginn hve
Tshombe ætlaði að dvelja þar
lengi — né hvert förinni væri
heitið.
Formælandi Alþjóða heilbrigð
ismálastofnunarinnar sagði í
Leoopoldville í dag, að ástandið
í landinu væri uggvænlegt. Brýna
nauðsyn bæri til að a.m.k. 70
erlendir læknar kæmu þegar til
landsins ásamt þjálfuðu hjúkrun-
arliði.