Morgunblaðið - 02.12.1961, Qupperneq 20
22
DAGAR
TIL JÓLA
22
DAGAR
TIL JÓLA
274. tbl. — Laugardagur 2. desember 1961
Brezkur togaraskipstjdri
kæröur fyrir líkamsárás
Réðst á ísl. logregluþjon
ásamt tveim hásetum
ISAr’iRÐI, 1. des. — Síðastl.
miðvikudagskvöld kom til
nokkurra átaka milli brezkra
sjómanna og Islendinga á
ísafirði. Hafði brezki togar-
inn Loc Melford H-249 kom-
ið inn til ísafjarðar þá um
kvöldið vegna veðurs, en síð-
ar um kvöldið settust skip-
verjarnir að drykkju og voru
með drykkjulæti í bænum.
Nokkru fyrir kl. 11 um
kvöldið veittust nokkrir skip
verjanna að tveimur Islend-
ingum,- sem voru á gangi í
Hafnarstræti. Komust þeir
undan Bretunum og gerðu
lögreglunni viðvart, og kom
hún fljótlega á vettvang. —
Hugðist þá lögregluþjónn-
inn Arnar Jónsson færa
versta óeirðarsegginn í fanga
hús staðarins, en á leiðinni
þangað réðust skipsfélagar
hans að Arnari og börðu
hann, m. a. í andlitið, og
tóku félaga sinn með sér.
5 þúsund tn síldar
FREMUR litil síldveiði var í
fyrrinótt. Fengu síldveiði'bátarn-
ir samtals 5000 tunnur vestur og
út af Jökli. Bátar, sem leituðu
sildar í Miðnessjó, fundu enga
síld.
Játuðu verknaðinn
Amari tókst að komast á
lögregluvarðstofuna og gerði
fulltrúa bæjarfógeta aðvart. —
Fór fulltrúinn síðan við fimmta
mann um borð í togarann og
fékk afhent skipsskjölin eftir
nokkurt þvarg við skipstjórann,
sem var greinilega ölvaður.
Rannsókn í málinu hófst í
gærdag og hélt áfram í morg-
un. Lauk henni kl. 17 í dag.
Fara hér á eftir upplýsingar,
seifi bæjarfógetaembættið á Isa-
firði lét blaðinu í té:
Þrir skipverjar af bv. Loc
Melford H-249 játa að hafa
þann 29. nóv. um kl. 23 gert
árás á íslenzkan lögreglumann.
Nafn hans er Arnar Jónsson.
Árásarmennirnir eru Robert
Taylor, 30 ára, frá Hull, skip-
stjóri á Loc Melford, og háset-
arnir Raymond Manning, 31
árs, frá Hull, og Robert Celay,
30 ára, frá Hull. Lögregluþjónn
inn, sem fyrir árásinni varð,
var að skyldustörfum og var á
hann ráðizt að fyrrabragði og
án tilefnis, Auk þess eru þeir
kærðir, grunaðir um að hafa
veitzt að tveim íslendingum í
Hafnarstræti á ísafirði, fyrr
þetta sama kvöld og veitt þeim
áverka. Menn þessir voru ölv-
aðir ásamt mönnum af skips-
höfn Loc Meiford, sem voru á
ferli umrætt kvöld, en ekki
hefur verið kært sérstaklega
lyfir. — Telja má að rannsókn
málsins sé lokið. Máiið hefur
verið borið undir saksóknara
ríkisins. — AKS.
Fjölsótt og glœsileg há-
tíðahöld stúdenta
HÁTÍÐAHÖLD stúdenta 1. des.
hófust í gærmorgun kl. 10:30 með
guðsþjónustu i kapellu Háskóla
íslands. Stud. theol. Bolli Þórir
Gústavsson prédikaði, en séra
Garðar Þorsteinsson þjónaði fyrir
altari. Stúdentakórinn söng við
guðsþjónustuna.
Kl. 14 hófst samkoma i hátiða
sal háskólans. Var hún mjög f jöl-
sótt, og urðu margir að standa.
Samkoman hófst með þvi, að
Hörður Einarsson, stud. jur., for
maður hátíðanefndar, setti sam
komuna. Dagurinn var helgaður
vestrænni samvinnu, samkvæmt
ákvörðun almenns stúdentafund
ar. Ræddi Hörður Einarsson nokk
uð um það mál. Sagði hann m.a.:
„Með þátttöku sinni í vest-
rænni samvinnu hafa fslendingar
sýnt, að þeir gera sér Ijóst, að
það er ekki nægilegt að afla frels
isins; ,það verður einnig að gæta
þess.
Hinar vestrænu lýðræðisþjóð-
ir hafa öðlazt skilning á þeim
sannindum að „árveknin er kaup
verð frelsisins". Ekkert hefur
betur opnað augu þeirra fyrir
þessu en hin ógnvekjandi hætta,
sem sífellt steðjar að frelsi þeirra
og sjálfstæði frá öflum, sem
einskis virða þessi helgu réttindi
þeirra. Þær hafa því slegið öfl-
uga skjaldborg um þessi rétt-
indi, sem þeim eru meira virði
en jafnvel lifið sjálft. Þessari öfl
ugu skjaldborg frelsisins, Atlants
hafsbandalaginu, varnarsamrtök
um frjáfsra þjóða,' megum við
þakka það, að við getum í dag
minnzt fullveldis okikar með
bjartsýni og gleði.
OC X X
Eftir hildarleik heimsstyrjald-
arinnar síðari lágu flestar frænd
þjóðir okkar í Vestur-Evrópu í
flakandi sárum, en yfir þeim
sveimaði hræfugl kommúnismans
og hugði þeim sömu örlög og
hann hafði þegar búið nágranna
þjóðurn þeirra hinum megin í
álfunni. En þjóðir Vestur-Evrópu
og Norður-Ameríku skynjuðu
hættuna í tíma. Þær höfðu þurft
að sjá á bak of mörgum sona
sinna til verndar frelsi sínu og
j sjálfstæði til þess að þær gætu
■ sætt sig við, að þær miklu fórnir
Framh. á bls. 23.
Það sést glögglega á þessari '
mynd að ekki er á allra færi
að vera í Flugbjörgunarsveit-
inni og taka þátt í starfi henn
ar. Meðlimir klifurflokksins
mega ekiki vera lofthræddir,
þegar fara þarf upp eða niður
hengiflug hvort sem það er
bjarg eða jökull. Nælonlínan
er traust, en það verður oft að
skipta um og flá nýja línu sé
fyllsta öryggis gætt. — Mynd
in er birt til þess að minna á
að á sunnudaginn leitar Flug
1 björgunarsveitin til almenn-
ings um f jórstuðning. Það kost
ar miikið fé eigi sveitin að vera
tilbúin hvenær sem er.
g |
'I
it l
3
Sæmd gullstjörmi
Stúdentafélags
Reykjavíkur
í HÓFI Stúdentafélags Reykja-
víkur í Lídó 30. raóv. s.l var
Dóra Þórhallsdóttir. forsetafrú,
sæmd gullstjörnu Stúdentafélags
Reykjavílkur. Ennfremur voru
þeir dr. Páll ísólfsson, tónskáld,
Og Pétur Benediktsson, banka-
stjóri, sæmdir gullstjörnu félaigs
Tófa lagðist á
fé á Jökuldal
P y-. ý'ý. ‘ yy ■ ’.
í fyrrakvöld var vörubifreið
ekið austur Suðurlandsbraut.
Jeppabifreiðin á myndinni var
ekið rétt á eftir henni. Þegar
þær komu að Réttarholtsvegin
um dró bifreiðastjórinn á vöru
bílnum úr ferðinni vegna bif
reiðar, sem beygði inn á Ré,tt
arholtsveg. Síðan jók hann
ferðina aftur, en varð svo að
snarhemla vegna umferðarinn
ar. Á þessu átti bifreiðastjór
inn á jeppabílnum ekki von
og lenti aftan á vörubifreið-
inni með þeim afleiðingum,
sem myndin sýnir. Það verð
ur aldrei ofbrýnt fyrir bifreiða
stjórum að hafla nægilega
langt bil á milli bifreiða í
akstri, einkum þegar hálka er.
Annars getur farið eins Og fyr
ir jeppabifreiðinni og jafnvel
verr. (Ljósm.: Sv. Þormóðss.)
FRÉTTARITARI Mbl. á Skriðu-
klaustri, Jónas Pétursson, hafði
í gær samband við heimabyggð
sína og spurðist fyrir um fjár-
heimtur eftir stórviðrið á dög-
unum. Átti hann símtal við
Aðalstein Jónsson, bónda á Vað-
brekku í Hrafnkelsdal.
Sagði Aðalsteinn, að fjár-
heimturnar væru enn nokkuð
misjafnar, en víðast vantar fá-
ar íiindur. Þó vantar enn nokk
uð af fé í Klausturseli. Ekki
er þó enn að marka þótt vanti,
þar sem hríðarveður hefur ver-
ið flesja undanfarna daga, og
því óhægt til leitar.
Nokkuð hefur borið á því að
tófa hafi lagzt á fé í þessum
illviðraham og einkum í verstu
hrynunni. T. d. varð að slátra
| tveim kindum á Vaðbrekku, sem
jvoru illa bitnar af tófu. Víðar
ihefur fundizt tófubitið fé.
Snjór er talsverður kominn,
en þó hefur lítið verið um að
fé hafi fennt og ekkert fundizt
dautt í fönn. Hjálpaði það, a<5
snjókoma var mjög lítil í fyrsta
stórhríðarkastinu. Vegir eru meS
öllu ófærir af snjó í Jökuldal,
en hagar ágætir á Efra-Dal, en
slæmt er til jarðar á út-dalnum,
meiri snjór þar og storka. —•
Fullkominn vetrarsvipur er nú
á öllu.
Varðcrkaffi
í Valhöll
í dag kl. 3-5 síðcí.