Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNltLAÐIÐ Sunnudagur 3. des. 1961 Hannes Hafstein var mikill flokksforingi ÞEIR ERU orðnir fáir eftir sem sátu á Alþingi með Hann esi Hafstein. Pétur Ottesen, aá maður sem lengst hefur setið á þingi allra íslendinga, er einn þeirra. Hann var á ferð hér í Reykjavíik fyrir skömmu og náði ég þá stuttu tali af honum; spurði hvort hann vildi ekki segja lesend- um Morgunblaðsins eitfhvað af Hannesi Hafstein. Pétur var tregur til í fyrstu, en varð þó við beiðni minni. — Þegar ég var ungur mað- ur, sagði Pétur Ottesen, hafði ég. mikið álit á Hannesi Haf- stein. Mér fannst hann glsesi- menni Og skáld gott. Ég varð snemma sjálfstæðismaður, en Hannes heimastjórnarmaður eins og þú veizt, en samt verð ég að segja að ég hafði miklar mætur á stjórnmála- manninum, þó við værum á öndverðum meiði í pólitík. Þegar ég var ungur maður hér í Reykjavik, eða rétt rúm lega tvítugur fór ég oft niður í þing og hlustaði á umræður. Mér er í fersku minni, þegar Hannes Hafstein lagði eitt sinn fram fjárlagafrumvarpið. Hann var með selgarnshönk, sem hann velti milli fingr- anna, meðan á ræðunni stóð. Þessi ræða sýndi mér strax hve fær hann var í flestan sjó; jafnframt því sem hann var gott skáld, bar hann glöggt skyn á hin ýmsu svið fjár- málanna. Um þetta leyti vann ég í rit- fangaverzlun Mortens Han- sens. Þegar ég var kosinn á þing, var kunnur borgari sþurður hvort hann kannaðist við Pétur Ottesen. Jú, hann hélt nú það, að hann kannað- ist við Pétur. Þetta væri gam- all griflasali hjá honum Mort- en Hansen! — Þú manst auðvitað eftir slagnum um „Uppkastið" svo- nefnda? — Ég man vel eftir honum. Þá var farin mikil herferð um landið og tóku þótt í henni all ir helztu ræðuskörungar þessa tímabils, þeirra á meðal Hann- es Hafstein. Ég var staddur á einum fundinum á Akranesi, ásamt föður mínum. Ftmdur inn var mjög fjölsóttur, og við fylgdumst með ræðunum af áhuga. Faðir minn var á- kveðinn sjálfstæðismaður. En til marks um hversu sterkur Pétur Ottesen sína eins og ég sagði þér áð- an. Féll þar allt á eina lund, persónulegt atgervi, mælska, skáldleg tilþrif og litauðugt mál, að viðbættum síbrenn- andi áhuga. Ég var fyrst kosinn á þing 1916, en kynntist Hannesi ekki strax. Þó fór það ekki fram hjá mér, hve mikils trausts hann naut í flokki sín um. Athygli min dróst ósjálf rátt að þessum mikla persónu leika, Og við nánari kynni tók ég eftir því hve mjög flokks- bræður' hans litu upp til hans. Það leyndi sér ekki. Menn eins og Stefán eldri í Fagra- skógi, Magnús Kristjánsson og Jón Magnússon dáðu Hannes — segir Pétur Ottesen, sem var með honum á jbingi ræðumaður Hannes Hafstein gat verið, laut faðir minn nið ur að mér í miðri ræðu hans og hvíslaði með aðdóun: „Nú tekur Hannes Hafstein á mælskunni“. — Hvenær kynntist þú Hannesi persónulega, Pétur? — Það var ekki fyrr en ég hafði verið með honum nokk urn tíma á þingi, en þá var heilsu hans farið að hraka. Hannes var í Efri deild, en ég í Neðri deild. Þó áttum við nokkrum sinnum tal saman og þá helzt um einhver dægur- mál, sem fyrir lágu. Hannes var blátt áfram í umgengni, og yfirlætislaus, og aldrei man ég eftir nema prúðmennsku í fari hans. Þó efast ég ekki um, að hann hafi verið harður í horn að taka, ef því var að skipta, og óvæginn í deilum við and- stæðinga, og mun ekki hafa staðið þeim að baki að því leyti. Ég þurfti ekki að kynn- ast Hannesi náið til að sjá, að hann var mikill málafylgju- maður og lagði sig í fram- króka um að ota skoðunum sínum á mönnum og málefn um að þeim sem hann talaði við. — Hann hefur verið mikill flokksforingi? — Já, hann var í senn mik- ill flokksforingi og fóliksins maður og átti auðvelt með að ná sambandi við alþýðu manna, jafnvel andstæðinga og reyndu síður en svo að leyna aðdáun sinni á nofckurn hátt. Voru þeir þó engir veifi skatar, því síður blautgeðja. Ég gat ekki betur séð en tveir hinir fyrrnefndu litu á Hannes sem eins konar for- sjón. Er sú skoðun byggð á nánum kynnum af þeim í löngu samstarfi við þá á Al- þingi. Engan vafa tel ég á því, að persóna Hannesar hafi ótt Hannes ungur sterkan þátt í að sameina flokksmennina undir merki Heimastj órnarf lokksins. — Þér þótti gaman að tala við hann. — Já, ógleymanlegt. Hannes var einnig bankastjóri íslands banka eins og þú veizt og hafði í mörg horn að líta. Þegar ég talaði síðast við hann, höfðu veikindin leikið hann svo grátt og rist þær rúnir í frítt og karlmannlegt andlit hans, að ekki var um að villast að dauðinn var á næsta leiti. Þó var hann glaður og reifur og fullur af húmor. í miðju samtali okkar sagði hann við mig: „Það eru tvö hús hér í Reykjavík, sem læknirinn bannar mér að koma í, annað er íslands- banki og hitt er Alþingishús- ið“. Ég hef aldrei gleymt þessum glettnu orðum. Karlmennskan var Hannesi svo í blóð bor- in, að engin örlög, ekki einu sinni hrollköld vitneskja Um návist dauðans, gat unnið bug á henni. Okkur sem kynnt- umst honum ungir á Alþingi fannst hann ætíð mundu halda velli, þó hann félli. M. Hannes Hafstein i ráðherrastól á Alþingi. — Um lif Hannesai Framh. af bls. 8. presti og síðar landkynni, Sig- ríður, gift Geir Thorsteinsson út- gerðarmanni, Soffíá Lár., gift Hauki Thors framkvæmdastjóra, Elín Jóhanna Guðrún, gift Ás- geiri Þorsteinssyni verkfræðingi, Ragnheiður, gift Stefáni Thorar- ensen lyfsala, Kristjana, gift Sig- urði Jónssyni forstjóra og Sig- urður Tryggvi, kvæntur Ásgerði Sigurðardóttur. Það voru mikil viðtorigði fyrir Hannes Hafstein, er hann flutti Iheim að námi loknu. Árferði var með versta móti. Fólk streymdi til Ameríku þúsundum saman. Hvers konar óáran ríkti. Fjárhag- ur landsins var bágborinn. Samt var nýtt stjórnarskrárfrumvarp samþykkt á aukaþingi 1886. Þing- vallafundur var haldinn 1888 og á ýmsu gekk í stjórnmálum. Verð ur ekki vikið nánar að því, sem gerðist, meðan Hannesar Haf- steins naut við, m.a deilunnar um Valtýskuna og stofnun Landvarnarflokksins, en helztu menn hans voru þeir Bjarni Jóns- son frá Vogi og Benedikt Sveins- son (yngri), er stofnuðu m.a. blöðin Landvörn og Ingóif og stóðu æ í fremstu fylkingu um sjálfstæðiskröfur íslendinga og áttu hlut að Þingvallafundinum í júnílok 1907, þar sem í fyrsta skipti var sett fram krafan um skilnað fslendinga og Dana. 29. jan. 1905 dó Kristjá'n 9. Danakonungur, háaldraður (f. 1818) og tók þá við Friðrik 8. sem í ýmsu reyndist fslendingum vel. Hann bauð 40 þingmönnum til Danmerkur 1906, en íslendingar buðu 40 dönskum þingmönnum til íslands 1907 og var Friðrik 8. í för með þeim. Það féll í hlut Hannesar Hafsteins að veita þeim viðtöku og gerði hann það -f mikilli rausn og myndarskap. Það var þá, að konungur hélt að Kolviðarhóli þá ræðu, sem olli nokkrum vonbrigðum meðal Dana, um bæði ríkin sín (Dan- mörk pg ísland). Eftir hinar gagnkvæmu heimsóknir þing- manna Dana Og fslendinga var svo skipuð nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarskipulag sambandsins við Danmörku, hið svonefnda „uppkast“, sem allir fslendingar í nefndinni höfðu samþykkt, en Skúli Thoroddsen einn snerist á móti. Það var þá, er Bjarni Jónsson frá Vogi sendi heim eftirfarandi skeyti: „Upp með fánann. Ótíðindi“. Kom hann skömmu síðar heim, hóf funda- höld á Seyðisfirði og síðan um land allt, með aðstoð landvarnarmanna. Skipti þá mjög um. Þjóðin kaus landvarnar- stefnuna (1908) og margir Heima- stjórnarmenn féllu í kosninguri- um. Hannes Hafstein varð að fara frá og Björn Jónsson varð eftir- maður hans sem ráðherra. Skal hér að lokum minnzt á Ritsímamálið, er olli miklum deil um og var eitthvert erfiðasta mál, er ráðherrann Hannes Haf- stein varð að fást við. Bændafundurinn 1905 Árið 1903 var tekið upp í fjár- lög 35000 kr. árleg fjárveiting til hraðskeytasambands við útlönd, en um áramót 1903—’04 komst vinstristjórn að völdum í Dan- mörku og varð forsætisráðherra Deuntzer, en fjármála- og sam- göngumálaráðherra Chr. Hage, er var mikill íslandsvinur. Hann- es Hafstein lagði mikið kapp á að koma þessu máli í höfn og fór m. a. til London til þess að kynnast Marconi-skeytasending- um og kostnaðaráætlun um að nota þá aðferð. Var þá sett upp tilraunastöð að Rauðará til þess að sannprófa þá aðferð og komu mörg skeyti til landsins, m. a. eitt, er skýrði frá láti Kristjáns konungs ndunda (Í.J. an. 1905), en það varð til þess, uj rilherr- ann gat náð í skip og farið utan. og verið við jarðarför konungs. ísáfoldarliðið (Björn Jónsson og hans menn) snerist heiftarlega gegn sæsímanum og vildi heldur loftritun eða loftrita (eins og það var kallað þá). Skrifaði hann bréf til allmargra bænda í næstu héruðum, þar sem farið. var háðu legum Orðum um goluþytinn utan af landi, en þau orð hafði Hannes Hafstein haft um and- stöðuna gegn ritsímanum, og hvatti þá að koma til Reykjavík- ur og mótmæla ritsímasamningn- um. Við vorum þrír sunnudag einn að skrifa þessi bréf, Björg- úlfur Ólafsson læknir, faðir hans. Ólafur Jónsson bæjarfógétaskrif- ari og ég, (sem þá var 17 ára), en Björn Jónsson gekk um gólf, með hmdur aftur á baki. og las fyrir. f lama dag voru sendir hrað- boðar austur fyrir fjall og upp á Mýra:: með bréfin. Hátt á 3. hundrað bændur komu til Reykja víku .* fyrstu dagana í ágúst, frú slæt ;i og öðrum bústörfum, til þes.c að mótmæla ritsímasamn- ingnum fyrirhugaða, er þá hafði verið undirbúinn af ráðherra og H age samgöngumálaráðherra Dana. Þessir bændur höfðu fund í Bárubúð til þess að kjósa nefnd, er skyldi gariga á fund Hannesar Hafstein, og ræða við hann um ritsímasamninginn við Stóra Norrænafélagið, er svo var nefnt, Og leggja skvldi símann. Fyrir nefndinni var síra Jens Pálsson í Görðum og er viðræðum þeirra var lokið, gekk nfefndin og alls- konar lýður, er safnaðist um nefndina, að- Austurvelli, en þar tók til máls m. a. Þorsteinn Thor- arensen, bóndi að Móeiðarhvoli, og hrópaði stjórnina niður með örðunum: Niður með þá stjórn, er virðir að vettugi þjóðarvilj- ann! Niður með ráðgjafann! Urðu riú allmikil ærsl og hugð- ust menn ráðast inn á Alþingi Þar var fyrir lögregla (Oddur V. Gíslason, síðar bæjarfógeti á ísafirði), en Lárus H. Bjarnason, stuðningsmaður Hannesar Haf- steins, gekk út á svalir Alþingis- hússins, hallaði undir flatt og sagði; Þetta er urigt og leikur sér! Bændurnir komu síðan aftur saman í Bárunni, en héldu dag- inn eftir heim til sín, er Björn Jónsson fylgdi þeim úr hlaði upp fyiir bæmn. Hannes Hafstein sigraði í þess- ari deilu, síminn var svo lagður næstu árin, en svo mikill var Ofsinn, að sumir bændur neituðu að ferja Forberg, síðar landssíma- stjóra, yfir ár og vötn á Aust- fjörðum, er þeir vissu, hverra erinda hann var kominn. Nú mun vafalaust álitið að Hannes Hafstein hafi haft rétt fyrir sér, því að Marconi-aðferðin var í þann tíð ekki búin að ná full- komnun, eins og síðar varð. Gengu allskonar sögur meðal manna, eins og að loftskeyti eitt hefði villzt upp í Borgarfjörð'og drepið kú! Lokaorð Hér hefir verið stiklað á stóru í lífi Hannésar Hafsteins. Hann var glæsilegur fulltrúi íslands á sínum tíma, fullur áhuga um frelsismál landsins, gætirin í eðli sínu Og forsjáll, vildi ekki rasa fyrir ráð fram, en undirbúa öll mál vel Og vandlega. Hann lét sér annt om öll mál íslands, og er enginn vafi á því, að full- veldisviðurkenningin 1918 hvílir að ýmsu leyti á þeim störfum og framförum, er Hannes Haf- stein fékk til lykta leitt, meðal þeirra gnæfir hæst afgreiðsla hans á ritsímamálinu. En meðal íslenzku þjóðarinnar mun hann ætíð verða dáður og elskaður vegna sinna djörfu og bjartsýnu ljóða, er hann gaf þjóðinni og ætíð munu verða sungin á ókomn um öldum. Aldamótaljóð hans er draumur um framtíð íslands, hvatningarorð til þjóðarinnar og bæn til Drottins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.