Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 11
r Sunnudagur 3. des. 1961 MORGVKBL AÐIÐ 11 GREIN sú, sem hér birt- ist á eftir, fjallar um mál- vjsrkauppboð og verð á málverkum erlendis og hérlendis. Nýlega birtist í vikublaðinu „Time“ grein um þetta efni og er stuðzt við þá grein að miklu leyti. ,,MiIljóna-Rembrandtinn“ I síðasta mánuði var hald- ið málverkauppboð í Parke- Bernet-sölunum í New York, sem vakið hefur athygli um allan heim. Þar voru seld 24 Málverkið „Aristoteles skoðer brjóstmynd af Hómer“ boðið upp. ílæti eru býsna dýr málverk úr dýrmætu einka- safni Alfreds Williams Erick- sons og Önnu, konu hans, en þau hjón eru bæði látin. — Meðal málverkanna var mynd Rembrandts: „Aristo- teles skoðar brjóstmynd af Hómer“, sem hlotið hefur hið leiða viðurnefni: „Milljóna- Rembrandtinn“. Þetta mál- verk hefur verið aðalum- ræðuefni listelsks fólks og málverkasafnara, allt frá því að Parke-Bernet var beð- inn um að bjóða það upp. Uppboðið hófst kl. 8 um kvöldið og stóð aðeins yfir í rúma klukkustund. Gefnir höfðu verið út 850 aðgöngu- miðar, en um það bil helm- ingi fleira fólki skaut upp á uppboðskvöldinu, og að- göngumiðar vbru seldir á 50 dali á svörtum markaði. Bið- röð tók að myndast fyrir framan húsið rúmri klukku- stund áður en uppboðið átti að hefjast. Aðalsalurinn og þrír aðrir salir, þar sem fylgjast mátti með uppboð- inu í innanhússsjónvarpi, voru troðfullir. •Uppboðið hófst með því, að boðin var upp mynd eftir Jan Mostaert, hollenzkan málara, sem var uppi á 16. öld. Málverk eftir Van Dyck fór á 27 þúsund dali, öllum til mikilla vonbrigða, þar sem það var 53 þúsund döl- um lægri upphæð en búizt var við. Aftur á móti flaug hið undurfagra málverk: „Si- bylle prinsessa af Cleves“ eftir Lucas Cranach, eldra, á 105 þúsund dali, sem var tvöfalt hærri upphæð - en gert hafði verið ráð fyrir. Og þá var röðin komin að Rem- brandt. Fyrsta boð var slétt millj. Boðið hélt áfram að hækka — um 100 dali í hvert sinn, þar til aðeins tveir keppi- nautar voru eftir: umboðs- maður listasafnsins í Cleve- land, sem gaf boð sitt til kynna með handahreyfingu, og James Rorimer fyrir Metropolitanlistasafnið í New York, sem smellti með fingr- unum. Eftir fjórar mínútur, sem mörgum virtust heil eilífð, smellti Rorimer í síð- asta skipti. Honum var sleg- ið málverkið — fyrir 2,300,- 000 dali (um 100 millj. ísl. kr.) — sem er hæsta verð, sem nokkurn tíma hefur verið gefið fyrir málverk svo vitað sé. Rorimer tilkynnti, rjóður og glaður, að „menn úr stjórnarnefnd safnsins og ýms Erickson ir velunnarar þess hefðu gert Metropolitan kleift að kaupa málverkið”. Hann minntist þess, þegar Rijksmuseum í Amsterdam falaðist eitt sinn eftir því, hefði frú Erickson sagt, að hún vildi að Metro- politan fengi það. Á þessum 60 mínútum komu hærri fjárupphæðir í vasa uppboðshaldarans en dæmi eru til á nokkru lista- verkauppboði á þessari öld — eða samtals $ 4.676.250. Og loksins var hnekkt því meti í málverkakaupum, sém sett var 1931, þegar Andrew Mellon, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, keypti mál- verkið „Álba Madonna“ eftir Raphaeí fyrir $ 1.166.400 af Sovétrikjunum, sem þá voru mjög fjárvana. Hver var Erickson? En kannast nokkur við Alfreð William (,,Eric“) Er- ickson, sem átt hafði þessi listaverk? — Hann var sonur sænsk verkfræðings, vin- gjarnlegur, feitlaginn heið- ursmaður. Bak við góðmann- legt viðmót hans leyndist óvenju gott fjármálavit og sama þrotlausa atorkan, sem einkenndi vin hans, Teddy Roosevelf, Bandaríkjaforseta. Löngu áður en hann hóf hið blómlega auglýsingafyrirtæki sitt, McCann-Erickson, hafði hann auðgazt vel ó að leggja fé í fyrirtæki, sem fá- ir aðrir sáu gróðavon í. Til dæmis heyrði hann einu sinni um misheppnaðar þakflísar, sem nefndust Congo. Hann keypti fyrirtækið, breytti um lit á framleiðslunni og seldi hana sem gólfhellur (Congoleum). Eftir það gaf fyrirtækið af sér góðan arð. Nafn Ericksons var ekki eingöngu tengt auglýsingum, heldur ýmsum fyrirtækjum, sem voru brautryðjendur .á sínu sviði, svo sem Bon Ami og Technicolor Inc. í framtíðinni er þó lik- legt, að Ericksons-nafnið verði sett í samband við litla en vel válda málverkasafn hans, sem hann kom sér upp með aðstoð listasalanna Wildensteins og Duveens. -— Erickson Byrjaði að safna árið 1922, þegar hann keypti mynd eftir George Romney. Ensku málararnir — Romn- ey, Gainsborough, Raeburn — voru í tízku á þriðja tug aldarinnar, en Erickson og kona hans vildu einnig fá eldri málverk. Auk Aristoteles-myndarinn ar voru tvö önnur málverk eftir Rembrandt í safninu, „Prinsinn af Oraníu“ og „Myrid af gömlum manni“, sem er lítið málverk. Erick- son keypti Aristoteles árið 1928 af Duveen /yrir 750 þús- und dali, en lét hann fó hana aftur árið 1929, þegar hann var í fjárkröggum, fyrir 500 þús. dali, en keypti hana aft- ur 1936 fyrir 590 þúsund. Af öðrum málverkum, sem voru á uppboðinu, má nefna: „Ma- donna og barn“ eftir Cri- velli (máluð 1472), „Maður með síld“ eftir Frans Hals, „Frú de Baglion“ eftir Natti- er, „Lesandi stúlka" eftir Fragonard, sem seldist fyrir 875 þúsund dali, sem er tvö- fallt meira verð en nokkru sinni hefur verið gefið fyrir Fragonard-mynd. Erickson lézt árið 1936. Forstjórar listasafna um ger- völl Bandaríkin hafa heim- „Hekla", málverk Þórarins B. Þorlákssonar — var selt á uppbo'ði fyrir 40 þúsund krónur. sótt ekkju hans eftir andlát hans, í þeirri von, að gull- hamrar yfir tebolla gætu unnið söfnum þeirra væna gjöf í erfðaskrá. Anna Erick- son ákvað að eignir hennar skyldu skiptast í 90 hluta, sem féllu til erfingja hennar (ættingja, vina og góðgerðar- stofnana), en það þýddi að gera yrði dánarbúið upþ. Hún andaðist 7. febrúar sl. af hjartaslagi. Göróttar . viðskiptavenjur Listaverkasala er tryllings leg og furðuleg viðskipti, hvort sem er í París, Lond- on eða New York. Hinar komizt inn í skrifstofur nú- tímans; virðilegir forstjórar halda fundi innan veggja, sem skreyttir eru litríkum abstrakt-myndum, sem kom- ið hefðu mörgum þeirra til að grípa andann á lofti að- eins tíu árum áður. Ný söfn þarf að fylla, hin eldri þurfa að' stækka. Og um sama leyti og éftirprentanirnar glata vinsældum, kalla nýir auðir veggir hástöfum eftir frum- myndum til að hylja nekt sína. Útsendarar listsalanna þeytast um heiminn í leit að nýjum dýrgripum, og hvert uppboð gengur betur en hið næsta á undan. „Alba Madonna" eftir Raphael var seld frá. Sovétríkjunum til Bandaríkjanna árið 1931 á $ 1.166.400 — hæsta verð sem vitað er um að gefið hefur verið fyrir málverk, þar til Aristoteles membrandts var seldur. ólíkustu aðferðir eru notað- ar við að koma listinni frá listamönnunum til kaupend- anna. Beitt er konunglegum virðuleika og heiðarleika hrossaprangarans. Hin æðstu verðmæti seljast með aum- legustu brögðum. Og hér er ekki um neina tilviljun að ræða, því það sem selt er er nær allt frá hinum ómetan- lega til hins einskis verða. Sami maður selur bæði verk gamalla meistara og skrimsli úr bílakirkjugarðinum, sem kölluð eru höggmyndir. Eft- irsóttasta varan: verk löngu dauðra meistara hafna oftast í sölum listasafnanna sem gjafir ríkra velunnara Og eru þannig tekin úr umferð um sama leyti og listkaupendum fjölgar með vaxandi velmeg- un í Evrópu og Bandarikj- unum. Afleiðingin er sú, að aðrir snúa sér að yngri mól- urum, þá hækkar verðið og listamönnunum falla óvænt auðæfi í skaut. Þessi sýki, að vilja eiga listaverk, breiðist óðfluga út um allan heim. Hún hefur Flest listaverk eru seld af listaverkakaupmönnum, sem reyna að halda verði þeirra leyndu. Uppboðin eru eina tækifærið, sem almenningur hefur til að fá hugmyndir um, hvað greitt er fyrir hlut- ina. Lítil „forholl“ Hæsta verð, sem fengizt hefur fyrir málverk hérlend- is á uppboði, eru 40 þúsund krónur — hlægilega lág upp- hæð á heimsmælikvarða. Vit- að er um þrjár myndir, sem seldar hafa verið fyrir þetta verð, tvær myndir eftir Ás- grím Jónsson og hið þriðja eftir Þórarin B. Þorláksson. Önnur Ásgrímsmyndin prýð- ir einkaheimili hér í bæ, hin stórt fyrirtæki. Mynd Þórar- ins B. Þorlákssonar keypti menntamálaráð handa Lista- safni íslands, og var mynd- in sett í safnið 15. des. 1958. Eins og kunnugt er, er Þórarinn B. Þorláksson einn af okkar elztu málurum (1867—1924), og stundaði Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.