Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 17
Sunnudagur 3. des. 1961 17 MORGUNBLAÐIÐ Hin mikla gleðistund ;etur orðið beiskjudagur I „VERND“, nefnast samtök, sem hafa það að markmiði að aðstoða þá er brotlegir hafa gerzt við Iögin og orðið á þann hátt útundan hjá þjóðfélags- þegnum. Samtökin hafa á und anförnum árum unnið gott starf í kyi-rþey að því að hjálpa þessum olnbogabörn- um. i Einn þeirra er hjálpar sam- takanna hefur notið sendi samtökunum það bréf sem hér fer á eftir, og hefur Mbl. ver- , ið beðið að birta það. GRIMM örlög eða sjálfskapar- víti hafa ráðið því, að ég hef gerzt brotlegur við landslög Og hef því oftar en einu sinni hlotið refsidóma og dvalið alllengi inn- an fangelsisveggja. Mér skilst, að margþættar og sumar torráðnar ástæður valdi afbrotum. Þegar ég lít til minna eigin afbrota og annarra, sem ég hef kynnzt, þá virðist mér Oft sem tilviljunin - hafi stjakað j mönnum út á afbrotabrautina. Hafa orð þjóðskáldsins ósjaldan ^ komið mér í hug: s\, „Afbrotsins gata er oft svo ströng, ( að undanhaldsleið vOrrar (skyldu þröng — á brautunum V i ^ glötunarbreiðum". ! Þegar refsidómur hefur verið | kveðinn upp Og fangelsisvist stendur fyrir dyrum, þá hefur [ 'boðinn brostið. Lifsankerið hefur glatazt, en farkosturinn brotnað j á spón. Einn síns liðs og harla i hjálparvana reynir einstaklingur- inn að brjótast gegn um brim- garðinn, að vísu venjulega studd- ur misjafnlega fjölmennri björg- unarsveit, sem bíður á sjávar- ströndinni, en getur þó lítið eða ekkert aðhafzt í bili. Spursmáiið snýst aðeins um það, hvort hin- um þjáða hrakningamanni ;tekst að vinna upp það hjón, sem átt hefur sér stað. Það eru þung spor og kvíðvæn- leg, þegar dæmdur maður tekur saman fátæklegar pjönkur sin- ar og leggur á stað til fangelsis. Þegar inn fyrir fangelsisdyrnar kemur, eru viðbrigðin mikil. Nú á tímum er yfirleitt fyrir því séð, að fangar séu ekki líkamlega illa haldnir. En andlega áreynslan er j>ví meiri. Eg býst við, að fáir ígeti nokkurn tíma vanizt á og 5 fellt sig við járnrimlaða glugga, íæstar og húnalausar dyr og (lyklahringl fangavarða. Tilfinn- Ingin um það, að vera ekki frjáls ferða sinna, tilfinningin um frels- j issviptinguna er hræðilegri, en j ©rð fá lýst. Það er þessi tilfinn- ing, sem hefur iðulega leitt til j jþess, að fangar hafa valið þann ’ kostinn að binda sjálfir enda á eevi sína. f? Auðvitað er það mjög mismun- endi, hvernig áhrif refsivist hefur á mann. Ég hygg það einkum tvö •atriði, sem eru til þess fallin að gera fangelsisvist viðunandi. Hið fyrra er, að hafa lag á því að i skapa sér verkefni Og draga þann * ig úr hugsuninni um tímahugtak- ið. Síðaja atriðið, sem e. t. v. 'hefði átt að nefna fyrst, er það, að hafa ekki glatað guðstrúnni í þeirri bjargföstu vissu, að höf- uðsmiðurmn mikli lætur öll él ibirta upp um síðir. Aðstaðan er aldrei svo vonlaus, að með hans hjálp megi ekki sigra erfiðleik- ana. Hins vegar eru þeir fangar sannarlega illa farnir, sem ekki geta fest hugann við neitt ann- að, en telja dagana og jafnvel klukkustundirnar. Það er sameiginlegt öllum þeim, sem fangelsi gista, að aðal áhugamál þeirra er að gera ráð stafanir í þá átt, að fangelsis- dvölin megi verða sem skemmst. Þeir reyna allar hugsanlegar leiðir með aðstoð skyldfólks, kunningja og lögfræðinga til að fá frelsi sitt hið allra fyrsta. Eru slík viðbrögð eðlileg og mannleg í alla staði. ’En þegar hinn stóri dagur rennúr upp. og stjórnvöld hafa tilkynnt fanga lausnina, þá má vera, að hin mikla gleðistund verði beizkjublandin. Margir fangar hafa tjáð mér, að kvíði þeirra sé að mörgu leyti meiri við það að sleppa tir fangelsi, þegar til þess raunverulega kem ur. heldur en að fara þangað, enda þótt það sé óhugnanleg til hugsun í hæsta lagi. Hér valda ýmsar ástæður. Menn kvíða fyrir að samlagast þjóðfélaginu á ný. Þjóðin er svö lítil, að allir virðista vita, hvp.ðan menn koma. I atvinnu- leit er þetta bagalegt. En aðal- atriðið í þessu sambandi er þó það, að menn koma úr fangels- um klæ.ðlitlir, félausir, haldnir minnimátlarkennd og sálarlífið er í algeru ölduróti. í fæstum tilfellum eiga þeir nokkurn samastað. Tengslin við skyld- fólkið er rofnað. Ýmist veldur þar misheppnað stærilæti skyld fólksins eða að fangarnir sjálfir hafa þar brotið allar brýr að baki sér. Vandamál hans getur hafizt að kveldi hins fyrsta frelsisdags um það, hvar hann eigi að sofa næstu nótt. Jafnvel getur vand- inn snúizt um greiðslu á fyrstu máltíðinni. Ég tel, að af öllum þeim þrautum, sem afbrotamað ur þarf að ganga í gegn um, þá sé það viðkvæmasta tímabil- iðí sem tekur við eftir fangels- islausnina. Eigi hinn févana og klæð- litli maður. sem gersamlega er andlega niðurbrotinn, hvergi höfði sínu að halla, og finni hann enga samúð samferðafólks ins, heldur fremur andúð og fyr iriitningu, þá er voðihn vís. Þá er ekkert líklegra en hann slái lífsbaráttunni upp í algert kærulevsi. bindist vafasömum félágsskap. þar sem er slarkað og hverium degi látinn nægja sínar þjáningar. Má þá telja sennilegt, að Bakkus konungur sé tilkippilegur til að vísa þess- um vegalausu mönnum leiðina inn í sali réttvísinnar á ný. Eínni hringferð er þá lokið á þessum skuggalega leikvangi, næsta ferð or að hefjast, en eng inn fær séð, hvað hringferðir þessar verða margar. Nú á allra síðustu árum hafa heillavænlegar breytingar átt sér stað i þessum efnum. Fyrir rúmum tveimur árum voru stofnuð Félagssamtökin Vernd. Þeim er m . a. ætlað það hlut- verk að aðstoða hvern þann, sem afplánað hefur refsidóm. í þessum tilgangi hafa samtökin komið upp heimili hér í bæn- um. A heimili þessu eiga allir þeir, sem lent hafa í framan- greindum raunum, athvarf. Þar er þeim hjálpað til að sigrast á byrjunarörðugleikunum og vinna traust þjóðfélagsins að nýju. Auk fæðis og húsnæðis er mönnum þessum látin í té fatnaður, ef með þarf, og and- virði nauðsynlegustu útgjalda. Þá hafa samtökin oft reynzt mönnum hjálparhella í sam- bandi við útvegun atvinnu. Öll er þessi aðstoð látin af hendi með þeirri góðvild og því kristilega hugafari, að þeir, sem hjáaparinnar verða aðnjót- andi, fá bað á tilfinninguna, að hér sé ekki um neina ölmusu að ræða, heldur sé verið að rétta fram bróðurhönd til þeirra, sem í bili hafa lent á öndverðum meiði við þjóðfélag- ið, í þeim tilgangi að aðstoða þá til að gerast aftur nýtir þjóð- félagsþegnar. Samtökin VERND hafa einnig afskipti af mönnum, sem hlotið hafa skilorðisbundna dóma, og mönnum, sem eitthvað hefur hlekkzt á, en málin hafa verið afgreidd ineð ákærufrestun. Er ekki síður nauðsynlegt að taka mál slíkra manna af festu og umburðarlyndi, þar sem þar eru möguleikar á að firra frekari vandræðum. Ekki þekki ég þennan þátt starfsemi VERND- AR, eins vel Og hinn þáttinn, en kunnugir hafa sagt mér, að þar hafi einnig verið mjög vel á málum haldið, og þykir mér það með miklum líkindum. Félagssamtökin VERND afla fjár með frjálsum framlögum frá einstökum félögum, fyrir- tækjum og ejnstaklingum. Þá fá samtökin ríkisstyrk að fjárhæð kr. 150 þús. og styrk frá Reykja víkurbæ að upphæð kr. 4.000,- á mánuði. Þessir opinberu styrkir þurfa vitanlega að stórhækka, en eðli legt var, að. þessir aðilar færu varlega með opinbert fé, þar til sýnt væri, hverju samtökin gætu fengið áorkað. En reynslan hefur þegar sýnt mátt og getu VERNDAR, enda þótt starfstím inn sé skammur. _ Félagssamtökin VERND þurfa í rauninni ekki að áorka miklu, til þess að um stórhagnað fyrir hið opinbera sé að veita því fjárhagslega fyrirgreiðslu, því að fækkandi afbrot þýða lækk andí kostnað við dóm- og lög- gæzlu. Auk þess kemur til greina, að fyrirbygging afbrota og betrun afbrotamanna leysir úr læðingi starfsorku margra ungra og hraustra manna, en þjóðfélagið hefúr ekki efni á öðru, en nýta starfskrafta sér hvers þjóðfélagsþegns. En öll eru framangrein atriði smá og léttvæg í samanburði við það björgunairstarf, sem hér er hafið, þ. e. að beina villu ráfandi sálum inn á réttar braut ir, því að þegar allt kemur til alls, þá felast mestu verðmætin í sjálfu manngildinu. Hér er gi einileg hliðstæða við dæmisögu Biblíunnar þess efnis, að fundur hins týnda sauðs vakti meiri gleði, en nær vera hinna níutíu og níu. í desember 1961. Einn af aðnjótendum VERNDAR. Samkomur Bræðraborgarstígur 34 Sunnudagaskóli kl. 1,30. Almenn samkoma kl. 8,30. Allir velkomnir. Fíladelfía Bænadagur í Fíladelfíusöfnuð- inum. Sunnudagaskóli kl. 10,30 á sama tíma að Herjóífsgötu 8 Hafnarfirði. Brotning brauðsins kl. 4. Fórnarsamkoma vegna kirkj ubyggingarinnar kl. 8,30. — Arley Lund taiar. Allir velkomn Zion Austurg. 22, Hafnarf. Sunnu- dagaskóli kl. 10,30. Æskulýðssam koma kl. 8,30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna Hjálpræðisherinn Sunnud.: kl. 11 Helgunarsam- kofna. kl. 2 Sunnudagaskóli. kl. 8 Hjálpræðissamkoma. Kaft. Hög- land og frú stjórna. Foringjar og hermena taka þátt í samkomun- um. „Lesandi stúlka" eftir Jean Honoré Fragonard var selt á 875 þúsund dali. — Bílæfi Frarnh. af bls. 11. hann myndlistarnám í Kaup mannahöfn fyrir aldamót. — Myndin í Listasafninu er olíumálverk og heitir „Hekla“, máluð 1922. Hún er 95 cm. á hæð og 128 -cm, á lengd, „19 Þ. Þ. 22“ neðst í hægra horn. Aðallitir myndarinnar er blár og grænn litur; fremst á myndinni er trjá- gróður, þá vatnið og bæirnir hinu megin vatnsins. Eftir endilangri myndinni er blár fjallgarður og í miðjum bak- grunninum blasir Hekla við, hvít að lit, með rauðum bjarma. Himinn er blár með hvítum skýjum. Þetta málverk málaði Þór- arinn 'fyrir Kristján konung X. Eftir andlát konungs komst málverkið í eigu drottn ingar hans, en að henni and- aðri var það selt á uppboði í Kaupmannahöfn. Þá var staddur í Kaupmannahöfn sendiherra Dana. á íslandi, Knudt greifi, og keypti hann myndina og seldi hana aft- ur hér. Listverkasöfnun hefur grip ið um sig hér á Islandi, eins og víðast hvar í heiminum. En verð á málverkum er hvergi eins lágt, eins og sjá má af framangreindum töl- um. „Forhollin eru svo lítil hér,“ er setning, sem heyrist oft, þegar rætt er við mál- verkakaupendur. Og enginn vill viðurkenna að hann kaupi „dýr“ málverk — af auðskildum ástæðum. Geta má þess, að fyrir nokkru var málverk eftir Matisse, „Lesandi kona“ til sölu hér á landi. Átti hún að kosta 9 þúsund krónur, en seldist ekki fyrir það verð. Eigandi hennar, sem er ís- lenzkur maður, seldi það í fyrra í Parke Bernet sölun- um — og nagar áreiðanlega margur listaverkakaupandi sig í handarbökin út af að hafa misst af þessu einstæða tækifæri til að komast yfir Samkomur Kristniboðsfélagið í Reykjavík hefir sína árlegu kaffisölu til ágoða fyrir kristniboið í Konsó í dag sunnudag og hefst kl. 3 síðd. í kristniboðshúsinu, Laufás- vegi 13. —• Bæjarbúar! Vel- komnir að síðdegis- og kvöld- kaffiborðinu. Nefndin. Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins í dag sunnud. að Austurg. 6, Hafnarf. kl. 10 f.h. að Hörgshlíð 12, Rvík kl. 8 eh. Barnasamkoma kl. 4 eh. (litskuggamyndir). málverk eftir Matisse fyrir vægt verð. Sigurður Benediktsson, sem einn íslendinga hefur haldið uppboð á listmunum frá ár- inu 1953, hefur sagt okkur, að hér á landi finnist ekki sú • manntegund„ sem kalla mætti málverkasafnara, þ.e. menn sem söfnúðu eftir við- urkenndum söfnunarreglum. Hins vegar væri hér mikill almennur áhugi á að eignast sem flest sýnishorn eftir ís- lenzka listmálara. Hér í Rvík væru nokkur hundruð heim- ili, þar , sem listmunir og listaverk næmu að verðmæti um hálfa milljón króna. Væru þau einna líkust smækk aðri mynd sjálfstæðs lista- safns. Hreinir dýrgripir á al- þjóðavísu leyndust hér á mörgum bæ, án þess að eig- endurnir hefðu hugmynd um það, eða að þeir létu sig það nokkru skipta. Víðar leynast eðalsteinai Þá hefur það kvisazt, að hér á landi ætti maður nokk- ur málverk, sem sé talið vera eftir Rembrandt, og að hon- um hafi verið boðnir 70 þúsund dalii fyrir myndina. Ekki eru allir jafn trúaðir á, að hér sé um ósvikna Rembrandtsmynd að ræða — en þetta . sýnir, að víðar kunna að ieynast eðalsteinar á íslandi en innanum sorp í rúmbotni gamallar konu í hreysi á þessu skattpínda landi. — Hg. I. O. G. T. Jólagjafarfélagar Munið fundinn í dag kl. .314 Gæzlumaður. St. Vikingur nr. 104. Afmælisfundur mánud. kl. 8,30 e.h. Minni stúkunnar. Gestir frá Hafnarfirði koma í heimsókn. — Sameiginleg kaffidrykkja. Félag ar fjölmennið. St. Framtíðin nr. 173. Fundur mánud. kl. 8,30. Hag- nefnd annast skemmtiatriði. Góð fundarsókn er Góðtemplurum tii sóma. ÆT. Halldór Jónsson Akranesi* HEILLASKEYTI til Halldórs Jónssonar, afgreiðslumanns Akra borgar, sjötugs, frá Árna Böðv- arssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.