Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBL AÐIÐ Þriðjudagur 12. des. 1961 Abyrgðarmaður kosníngablaðs Alþýðubandalagsins sektaður NÝLEGA HEFUR verið kveðinn upp í Hæstarétti dómur í meið- yrðamáli, er ákæruvaldið höfð aði gegn Ármanni Jakobssyni, hdl. á Siglufirði, en hann -var ábyrgðarmaður kosningablaðs A1 þýðubandalagsins í júní 1959. Málavextir eru á þá leið, að í 3. tbl. 3. árg. ofangreindis kosn- ingablaðs, sem út kom á Siglu- firði 24. júní 1959, birtist viðtal við Vigfús Friðjónsson, fram- kvæmdastjóra, undir fyrirsögn- inni: „Bannað að verja fisfcmeti skemimdum með salti“. í viðtali þessu fólust aðdróttanir og meið yrði um Síldarútvegsnefnd, for- mann hennar og varaformann, Er lend Þorsteinsson og Jón Leopold Þórðarson. í rannsókn málsins reyndi Vig- fús Friðjónsson að finna ummæl um sínum stað, en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í ítar legri greinargerð, að ummælin, sem í greinni birtust væru ósönn uð, óréttmæt eða marklaus. Ákærður, Ármann Jakobsson, hdl. var ábyrgðarmaður kosninga blaðs Alþýðubandalagsins. í hér aðsdómi var talið, að hann bæri ábyrgð á ummælum þessum eftir reglurn laga um prentrétt, enda birtist umrædd ritsmíð ekki und ir nafni. Dómurinn fcomst að þessari niðurstöðu, enda þótt Vig fús Friðjónsson hefði tekið sér- ' staklega fram, að ummælin væru rétt eftir sér höfð. Ákæruskjal hafði að geyma kröfur í 5 töluliðum. 1. Að ákærði verði dæmdur til refsingar. 2. Að ummælin verði dæmd ómerk. 3. Að ákærði verði dæmdur til að greiða hæfilega fjárhæð til að standast kostnað við birtingu dóms í opinberu blaði eða riti. 4. [Sýning i bók- nm Oxford University Press |l GÆR var opnuð á vegum Ixfiord University Press og fíbókaverzlunar Snæbjarnar | Jónssonar & Co h.f. sýning á íhelztu útgáfubókum Oxford iUniversity Press í London. ?Sendiherra Bretlands á íslandi »Andrew G. Stewart, ávárpaði |sýningargesti og opnaði sýn |inguna, sem mun standa til >laugardags, 16. þ.m. Þann dag | verða bækurnar seldar, en tek íið er á móti pöntunum dag-# |lega. Sýningartími er daglega 4 ^frá kl. 2—10 síðd. Frá þessari É >sýningu _verður sagt nánar í J> XMbl., á næstunni. — Katanga Frh. af bls. 1 bethville. Þessir Balubamenn eru eindregnir fjandmenn Tshombes og óðfúsir að fá að berjast. Ef SÞ tekst ekki að hafa stjórn á þeim, segir Rikhye að búast megi við blóðbaði í Kat- anga. Ilpingis Sameinað Alþingi þriðjudaglnn 12. des. 1961, kl. 1:30 miðdegis. 1. Fjárlög 1962, frv. — Frh. 1. umr. 2. Fjáraukalög 1960, frv. — 1. umr. Ef leyft verður. ÞÓRÓLFUR Beok, sem er nú dáður atvinnumaður hjá St. Mirren í Skotlandi er í skyndi ferð til íslands. Kom hann á laugardag og heldur utan á miðvikudag. í örstuttu samtali við Mbl. Að ákærði verði dæmdur til að f greiða þeim, sem umimælin beind | ust að, miskabætur og 5. að ákærði verðí dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar.' I héraðsdómi voru allar þessar kröfur teknar til greina. Ármann Jakobsson var því dærndur til að ; greiða kr. 2.000.00 í sekt til ríikis sjóðs. Ennfremur kr. 1.500.00 í fébætur til hvors um sig þeirra Erlendar Þorsteinssonar og Jóns Leopold Þórðarsönar, svo og kr. 200.00 til sömu manna til að standast kostnað við birtingu dóms. Umimælin skyldu dæm ó- merk og ákærði að greiða allan J <| sakarkostnað. Máli þessu var áfrýjað til Hæstaréttar. í forsendum dóms Hæstaréttar segir, að fallast megi á þá niðurStöðu héraðsdóms, að þó að tiltekin ummæli séu í greininni höfð eftir Vigfúsi, þá verði hann samt ekki talinn hafa nafngreint sig sem höfund henn ar í merkingu 2. málsgr. 15. gr. laga um prentrétt og skipti ebki máli um það, þó að hann hafi síðar kannast við, að ummælin væru rétt eftir sér höfð. Ákærði sé í blaðinu nafngreindur sem ábyrgðarmaður blaðsins og beri hann. því ábyrgð á efni greinar innar. Síðan ségir, að áksferuvaidið eigi saksóknarrétt á hendiur á- kærða að því er tekur til refsi- kröfu, en stjórnarmenn Síldarút- vegsnefndar séu öpinberir starfs menn. Síðan segir: „í bréfi til dómsmálaráðuneytisins hafði þess verið æskt af hálfu þeirra Erlends Þorsteinssonar og Jóns L. Þórðarsonar, að ákæruvaldið bæri fram í opinberu refsimóli gegn fyrrgreinduim Vigtfiúsi Frið jónssyni kröfur um ómerkingu ummæla, miskabætur þeim til handa og fégreiðslu til að stand ast kostnað af birtingu dóms í opinberu blaði eða riti. Hins- vegar hafa þeir Erlendur og Jón fekki farið fram á, að slííkar kröf ur væru hafðar uppi í öpinberu máli á hendur ákærða Ármanni Jakobssyni. Ákæruvaldið á því etoki sókn sakar um kröfur þær, sem gerðar eru á hendur ákærða í 2., 3. og 4. tölulið ákæruskjals. Ber að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi, að því er kröfur þær varðar, og vísa þeim frá héraðs- dómi. Að öðru leyti var hinn. áfrýj- aði dómur staðfestur, þ.e. ákærði skyldi greiða kr. 2.000.0Ó í sekt til ríkissjóðs og greiða allan sakarkostnað. Þórólfur í búning St. Mirren (t.h.) með bezta vini sínum Gunnari Felixsyni. — Ljósm. Sv. Þormóðs. Æfingarnar í atvinnuliði hafa kostað Þórólf 8 kg. sagði Þórólfur að þvi miður yrði þessi heimsókn stutt „og kannski aðeins ti'l þess að endurvekja heimþrána". — Hefurðu heimþrá? — Ja, þetta er erfitt í fyrstu. Allt nýtt, umhverfið, kunningj arnir og meira að segja knatt spyrnan. — Hvernig kanntu við skoaku knattspyrnuna? — Þetta er að koma — við erum að verða „diús“. En það er mikill munur á, eins og skiljanlegt er, þar sem hún byggist svo mjög á atvinnu- mennsku og öllu því sem kring um hana er. — Fól'kið í Paisley þykist eiga í þér hvert bein? — Það er mikið talað þar um knattspyrnu og knatt- spyrnumenn. Þar þykir eng- inn maður með mönnum nema hann geti rætt um knatt- spyrnu. Allt snýst um fót- bolta, getraunir og taktik o.fl. o.fl. — Og þú átt nóg af pundum núna? —- Þetta kemur efcki allt í einu, kemur smámsaman. :— Ertu búinn að fiá þér bíl? — Nei, Eg hef efckert við hann að gera. Eg kemst allra minna ferða á mínum trveim. Það er margt sem verður að tooma á undan bílnum. Og í samtalinu staðfesti Þór ólfur að samningur hans, æf ingar og annað væru með því sniði er lýst hefur verið hér í Mbl. — Og ertu þá bara hér til að lyfta þér upp? — Jó, til þess fcom ég fyrst og fremst. Efcki er tími eða ráðrúm til að gera það úti. Það er svo mikið æft, að ég hef lagt af sem nemur 8—9 kg. En mér líður bara betur á eftir. Og svo er gaman að vera í hópi fjölskyldu og allra gömlu kunningjanna. Það er langt þangað til við sjáumst aftur. Eg kem ekki fyrr en í maí að afloknu keppnistíma- bili, en get þá verið hér í allt að 3 mánuði ef svo vill verða. — A. St. Unglingur ók ■ óleyfi og slasaði 4 fél. sína SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld lentu fímm unglingar í árekstri inni í Skeiðarvogi eftir að hafa verið á flótta undan lögreglunni. Bifreiðarstjórinn var 15 ára ungl ingur og hafði tekið bifreiðina í heimildarleysi. í bílnum voru 3 piltar og tvsér telpur. Telpurnar NA 15 hnúiar ✓ SVSOhnutar X Snjihma » OSi \7 Skúrk K Þrumur W%, KuUaakii Hiiatkii H Hm» L Latqi Lægðin víðáttumikla fyrir S land var að grynnast í gær, en ný lægð var um 1000 km S af Reykjanesi á hreyfingu NNA. Var stinningsvindur og rigning allmikil á Austur- landi, mældust t.d. 43 mm á Hólum í Hornafirði. Frostlaust var um alit Iand, hlýjast 8 stig í Hornafirði. Veðurspáin ki. 10 í gæ’rkvöldi: SV-land, Faxaflói, Breiða- fjörður og miðin: Breytileg átt, víðast austan kaldi, rign ing öðru hverju. Vestfirðir og Norðurland: — Austan og SA kaldi, úrkomulít ið. Vestfjarðamið til Austfj.- miða; NA-land og Austfirðir: A og SA stinningsþaldi, þoku loft og dálítil rigning. SA-land og miðin: SA gola eða kaldi, skúrir. slösuðust mest farþeganna, enda klemmdust þær illa er bifreiðin fór út af veginum og lenti á ljósa- staur. Piltarnir mörðust og skrám uðust nema bílstjórinn, sem slapp ómeiddur. Einn piltanna hafði ökuréttindi og ætlaði að taka á sig skellinn af að hafa ekið, en við rannsókn kom í ljós hvernig í málinu lá. Síðasta sýning fyrir jól Gamanleikurinn „Allir komu þeir aftur“ verður sýndur í síðásta sinn í kvöld óg verður það um leið síðasta sýning Þjóðleikhússins fyrir jól. — Þetta er 35. sýning leiksins. Um það bil 16.500 leilkhús- gestir hafa nú séð þessa vin- sælu sýningu. Æfingar standa nú yfir á Skugga Sveini og verður leikritið frumsýnt á annan í jólum. Sprenging NAHA, OKINAWA, 7. des. AP. Það slys varð í morgun að spreng ing varð í bandarískri orrustu- flugvél á æfingaflugi. Flugvélin var stödd yfir þorpinu Kawasaki þegar sprengingin varð Og hún hrapaði með þeim afleiðingum að þrír íbúar þorpsins biðu bana en fimmtán særðust, sumir alvar- lega. Flugmaðurinn komst lífis af méð því að varpa sér út í fall'hlíf. Kona varð f yrir bíl LACST fyrir klukkan hálf ellefu í gærmorgun varð eldri kona fyrir bíi á Miklubraut gegnt Lídó og slasaðist hún á höfði. Nánari atvik voru þau að leigubíl var ekið austur Miklu- braut, en konan mun hafa kom- ið frá Austurveri og ætlaði suð- ur yfir götuna. Bílstjórinn seg- ir að hann hafi ekki reiknað með að konan færi út á göt- una en konan virðist ekki hafa veitt bílnum athygli, gekk út á götuna og varð fyrir vinstra framhorni bílsins. Meiddist hún á höfði, var flutt á slysavarð- stofuna og síðan í Landákots- spítala. Konan heitir Þórhanna Árnadóttir, til heimilis að Grænuhlíð 6. Týndi verkfæratöskunni Á LAUGARDAGINN bar svo við að maður nokkur fékk sér í staupinu, sem ekki er í frá- sögur færaiidi. En þar kom að manninn skorti skotsilfur. Tók hann það ráð að fara heim til sín þar sem hann vissi að bróð- ir hans geymdi dýrmæta verk- færatösku. Mán maðurinn síðast eftir því að hafa verið á gangi í Slippnum með töskuna, sem nú er týnö. Rannsóknarlögregl- an biður þá, sem deili kynnu að vita á töskunni, að gefa sig fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.