Morgunblaðið - 20.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Samtal við Hirschfeld sendiherra ramhald af bls. 1. FRÉTTARITARI Morgun- blaðsins hitti Hans-Richard Hirschfeld sendiherra að máli i gær vegna fyrrnefndr- ar greinar, og spurði hvað hann hefði að segja fram yf- ir það sem segir í tilkynn- ingu sendiráðsins. Hirschfeld, sendiherra. kvaðst helzt vilja sem minnst um málið tala, þó hann ætti mjög hægt um vik, því hann þyrfti ekki að dylja neitt. — Eftir fimm ára dvöl á íslandi, sagði sendiherrann, trúi ég því ekki, að slíkar níðgrein- ar hafi nein áhrif, eða geti orðið nokkrum manni til tjóns. Fréttamaður Morgunblaðs- ins bað sendiherrann samt sem áður um að skýra lesend um blaðsins lítillega frá störf um hans í þágu lands síns. Hann kvaðst fús til þess og fer frásögn hans hér á eftir: — Fyrst eftir námsárin starfaði ég sem lögfræðingur og síðar aðstoðardómari, en hálfu éri áður en Hitler komst til valda, tók ég við störfum sem opinber starfs- maður. Það var 1. nóvem- ber 1932. Þar með var ég Orðinn starfsmaður ríkis- ins og ekki hægt að víkja mér frá störfum, nema ég gerðist sekur um stórar yfir- sjónir. Eftir að nazistastjórn- in hafði komizt' til valda, var slíkum opinberum starfs- mönnum nauðugur einn kost ur, að láta skrá sig í nasista- flokkinn. Hálfu ári eftir að ég ist opinber starfsmaður, komst Hitler til valda. Næstu mánuði á eftir þurftu margir okkar að heyja erf- iða innri baráttu um það, hvort við skyldum halda áfram störfum heima fyrir eða yfirgefa land okkar. Auð kaus að dveljast áfram heima og gegna störfum mínum sem opinber starfs- maður, en þegar ég síðar gerðist starfsmaður í utan- ríkisráðuneytinu var mér nauðugur einn kostur, að ganga 1 nazistaflokkinn að Mynd þessi var tekin af þeim Stalín og Ribbentrop í gleðskap miklum í Kreml 23. ágúst 1939, — þegar gerður hafði verið sá griðasáttmáli milli Rússa og Þjóðverja, sem gerði Þjóðverj- um kleift að hefja heimsstyrjöldina siðari. gerð vitað þurftu sannfærðir naz- istar ekki að heyja slíkt stríð. Þeir fögnuðu valdatöku Hitlers óspart, en við hinir vorum á báðum áttum. Hvað áttum við ■ að gera? Áttum við að fara úr landi og dveljast einhvers s’taðar í ókunnum löndum sem póli- tískir flóttamenn? Eða áttum við að halda kyrru fyrir heima, vinna störf okkar af þegnskap við fólkið og hjálpa þeim löndum okkar, sem vildu hefta útbreiðslu naz- istaflokksins og starfsemi hans? Um þetta leyti var margt ágætra manna í Þýzkalandi, sem reyndi af veikum mætti að halda i lýðræðislegar starfsreglur og berjast fyrir friði, bæði í Evrópu og annars staðar. Ég Goerdeler yfirborgarstjóri fyrir rétti eftir að tilræðið við Hitler hafði mistekizt. Borgarstjórinn á.tti að verða kanslari, ef „tilræðismenn“ kænrai málum sínum fram. nafninu til, svo ég yrði ekki hundeltur og fengi að starfa nokkurn veginn óáreittur og styrkja af veikum mætti þá menn, sem ég vissi, að hefðu áhuga á því að reyna með einhverju móti að halda í lýðræði. Við vissum það margir, að Hitler var brjál- aður, en vildum samt leggja okkar litla lóð á vogarskál friðarins og reyndum að hafa áhrif á valdamenn, ef það mætti verða til einhvers góðs. Sérstaklega fannst okk ur nauðsynlegt að geta haft ítök í utanríkisráðuneytinu, því þar var hægt a|5 vinna fyrir friðinn, fannst okkur. 1936 fóru yfirboðarar mín- ir þess á leit við mig að ég tæki við störfum í utanríkis- ráðuneytinu, enda var ég kunnugur ýmsum löndum og hafði haft alþjóðalög að sér- námi. Ég tók þá við störfum í utanríkisráðuneytinu og fór um haustið til New York, þar sem ég starfaði sem ræðismaður til 1941, þegar Bandaríkjamenn drógust inn í styrjöldina Þá fór ég aftur til Berlínar og vann í utanríkisráðuneytinu, þar til ég 1943 fór til Sviss- lands. Heima í Þýzkalandi fékk ég betra tækifæri en áður til að vinna leynilega gegn flokkn- úim, ekki sizt í nánu samstarfi við minn góða vin Bernd von Haeften, sem nazistar tóku siðar af lífi. Við Bernd von Haeften unnum lengi í sama herbergi i ráðuneytinu, þekkt- umst vel og vorum góðir vin- ir. Við treystum því hvor öðr- um fyrir ieyndarmálum okk- ar og gátum talað saman, án þess að þurfa að óttast afleið- ingar þess. Við töluðum oft um það, hve nauðsynlegt væri fyrir þýzku þjóðina að losna við Hitler og nazistaflokkinn og bárum saman bækur okk- ar, hvernig við gætum bezt að þessu unnið. Beck hers- höfðingi var mágur Bernd von Haeftens að mig minnir og veitti okkur ýmsar upplýsing- ar, sem komu að gagni, en ég fer ekki nánar út í hér. Þarna störfuðum við svo saman í tvö ár, en 20. júlí 1944 var von Haeften tekinn höndum, settur í varðhald, yfirheyrður og loks tekinn af lífi, ásamt ýmsum öðrum mætum mönn- um, sem urðu ofbeldi nazism- ans og geðveiki Hitlers að bráð í hreinsununum miklu, eftir að tilræðið við foringj- ann hafði mistekizt, eins og frægt er orðið. Von Haeften var góður vinur von Stauffen- bergs, sem kom sprengjunni undir borðið, þar sem Hitler stóð.. Ástæðan til þess, að Bernd von Haeften var handtekinn var sú, að „tilræðismenn“ höfðu rætt um það sín á milli, að hann tæki annað hvort við embætti utanríkisráðherra eða ráðuneytisstjóra í utanríkis- ráðuneyti, þegar Hitlersstjórn- in hefði verið knésett. En til- ræðið mistókst, eins og kunn- ugt er, og von Haeften var tekinn af lífi, eins og hinir. Það bjargaði áreiðanlega lífi mínu, að ég var í Svisslandi um þessax mundir, þar sem ég hafði á hendi ráðgjafarstörf í sendiráðinu í Bern, og átti í samvinnu við svissnesku stjórnina og Rauða krossinn að gæta þess, að Genfarsam- þykktin um meðferð stríðs- fanga væri haldi*. Auðvitað var starf mitt gjörsamlega ópólitískt, eins og önnur þau störf, sem ég hef gengt í þágu lands míns. ^ Þegar styrjöldinni lauk, var þýzka sendiráðið í Sviss leyst upp, Og fékk ég þá erindi frá svissnesku stjórninni þess efn- is, að hún treysti mér til að sjá um málefni Þjóðverja, sem þá bjuggu í Basel, en þeir voru um 18 þúsund að tölu. Lýsti svissneska stjórnin því yfir, að hún treysti mér algerlega til þeirra starfa, enda hefði ég sýnt það með störfum mín- um áður að ég væri traustsins verður. í Basel voru bæði þýzkir Gyðingar og aðrir þýzkir flóttamenn, auk ann- arra sem þangað höfðu flutzt af ýmsum ástæðum. Eg leysti síðan starf mitt af hendi eft- Bernd v. Haeften við embætti nema hann stæðist ströngustu yfir- heyrslur. Auðvitað stóðst ég þessar ýfirheyrslur og á erfitt með að skilja, að ég skuli nú þurfa að greina fra þessu svo mörgum árum síðar hér uppi á íslandi. En það sakar kannski ekki. Þó á ég erfitt með að trúa að níð- greinar og lygar á borð við þær, sem kommúnistablaðið hafði fram að færa í gær, ,geti skotið rótum í íslenzku lýð- ræði. Ég vil svo aðeins segja þetta í viðbót. Ef kommúnistamál- gögnin hefðu verið jafngóð andnazistísk máligögn 1939, þegar Stalin og Hitler gerðu samninginn fræga sín á milli og þau þykjast nú vera, þá veit ég að margt hefði farið öðruvísi í heiminum en raun varð á. Líklega hefði styrjöld- in aldrei skolldð á og ég efast um, að Gýði-ngaofsóknirnir hefðu orðið eins djöfullegar og raun bar vitni. Samning- urinn milli Rússa og Þjóð- verja, sem Þjóðviljinn fagn- aði á sínum tíma, veitti Hitler svigrúm til að ráð- ast á lýðræðisþjóðirnar í vestri. Auk þess sendu Rúss- ar nazistum korn oig olíu. Hitler og nazistarnir vóru hæstánægðir með framgang þessara mála. það er okkur Molotov kemur til Berlínar til að undirbúa griðasamninginn við Þjóðverja. ir beztu getu, en því má skjóta hér inn í, að svissneska stjórn- in hefði aldrei falið mér það, ef henni hefði dottið í hug að ég væri í raun og veru nazisti. Eg var í Svisslandi eftir þetta í tæpt ár, en fór síðan heim til Þýzkalands, þegar landamærin höfðu verið opnuð aftur, og settist að í Slésvík- Holstein. Þar vann ég við landbúnaðarstörf fyrst í stað, en eins og yður er kunnugt, beittu hin vestrænu hernáms- veldi sér mjög fljótlega fyrir því, að komið yrði á lýðræðis- legum stjórnarstörfum í Þýzka landi. Brezka hernámsstjórnin benti þá á mig til að aðstoða við að koma aftur á fót lýð- ræðislegri héraðstjórn í heima héraði mínu, og var ég síðan kosinn sýslumaður. Áður kom ég fyrir rétt, eins og allir þeir Þjóðverjar, sem tóku við ábyrgðarstörfum eftir styrjöld ina, því enginn fékk að taka vel kunnugt, sem störfuðum í utanríkisráðuneytinu á þeim tíma. Við horfðum upp á þessi ósköp vart trúandi okk- ar eigin augum. Ef þessi samningur hefði ekki verið gerður og styxjöld- in ekki brotizt út hefðu naz- istarnir líklega aldrei getað framkvæmt Gyðingamorð sín, því þau fóru flast fram í Pól- landi, þangað sem þetta vesa- lings fólk var flutt. Nazistar gátu ekki framið morðin og glæpina nema undir ströngum herlöigum í algerðu stríði og helzt þurftu þeir að flytja fólkið úr Þýzkalandi til að vekja sem minnstan grun um óhæfuverkin heima fyrir. Af þeim sökum Teyfi ég mér að fullyrða, að samningurinn milli nazista og kommúnista á sínum tírna hafi átt mikinn þátt í Gyðingamorðunum ag árásunum á önnur fíki eins og Pólland og raunar miklu meiri þátt en nokkurn grunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.