Morgunblaðið - 20.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. des. 1961 SðtaMpmtMiiMfr Útgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. RÖÐIN KOMIN AÐ ÍSLANDI k rásjr rússnesku kommún- **■ istastjórnarinnar og mál- gagna hennar á Finna, Norð- menn og Dani undanfarið, hafa vakið heimsathygli. All- ur heimurinn veit, að þessar þjóðir eru friðsömustu þjóð- ir veraldar. Þær eiga þá ósk heitasta að lifa í sátt og sam- lyndi við allar þjóðir, og þá ekki sízt nágranna sína. En Sovétstjórnin skeytir engu um þessar staðreyndir. Krúsjeff krefst þess upp úr þurru að Finnar hefji við- ræður við stjórn sína um hernaðarlega samvinnu og hikar ekki við að blanda sér freklega í innanríkismál Finnlands í sambandi við fyr irhugaðar forsetakosningar. Hann lætur Kekkonen, Finn- landsforseta, elta sig austur í Síberíu til • þess að fá þar áheyrn hjá honum. Jafnhliða hefja rússnesku kommúnista- blöðin harða hríð að . Norð- mönnum og Dönum og halda því fram að þessar norrænu smáþjóðir hafi með vamar- samvinnu sinni við Vestur- Þýzkaland og þjóðir Norður- Atlantshafsbandalagsins leitt stórkostlega hættu yfir Sovét ríkin og þjóðir þeirra. Þriðji þáttur þessarar ár- ásarherferðar Sovétstjórnar- innar á hendur Norðurlönd- um er nú hafinn. Nú er röð- hi komin að íslandi. Pravda birtír sl. mánudag lygafrétt íslenzka kommúnistablaðsins um það að Þjóðverjar hafi farið fram á herstöðvar á íslandi. Hið rússneska komm- únistablað notar þessa raka- lausu æsifregn Þjóðviljans til þess að ráðast með dylgj- um á ríkisstjórn Islands. Þannig heldur taugástríð Sovétríkjanna gegn Norður- löndum áfram. Hún ræðst fyrst á Finna og hótar þeim afarkostum, síðan á Norð- menn og Dani fyrir þátttöku þeirra í varnarsamstarfi vest rænna þjóða og loks á ríkis- stjórn minnstu norrænu þjóðarinnar, íslendinga, fyr- ir upplogna frétt í kommún- istablaðinu á íslandi. Það sem athyglisverðast er við greinina í Pravda, er það að hún er beinlínis pöntuð af kommúnistum á Íslandi. Til- gangur íslenzka kommúnista blaðsins með birtingu lyga- fréttarinnar um að V-Þjóð- verjar vilji fá herstöðvar á Íslandi er beinlínis sá að egna Sovétstjórnina og mál- gögn hennar til árása á ís- lendinga. Islenzka þjóðin er ýmsu Vön af fimmtu herdeild kommúnista í landi sínu. Það mun þó naumast ofmælt að hún hafi sjaldan gerzt ber að öðru eins hyldýpi spill- ingar og svikræðis og með fyrrgreindu atferli „Þjóðvilj- ans“. LOKAÐAR DYR k llsherjarþing Sameinuðu þjóðanna felldi sl. föstu- dag með allmiklum atkvæða- mun tillögu Rússa um að bjóða Rauða Kína aðild að samtökunum og reka full- trúa Formósustjórnarinnar úr þeim. Almennt hafði verið gert ráð fyrir því, að úrslit þessarar atkvæðagreiðslú gætu orðið naum. En þegar til úrslita dró kom í ljós, að andstaðan gegn aðild Kína að samtökunum var meiri og almennari en gert hafði ver- ið ráð fyrir. Er það talinn all rnibill stjórnmálasigur fyrir Bandaríkin, sem forystu hafa haft í andstöðunni gegn Rauða Kína. Margir andstæðingar komm únista telja að ekki verði hjá því komizt, að Sovét-Kína fái fyrr eða síðar aðild að Sam- einuðu þjóðunum. Ýmsar lýðræðisþjóðir, þeirra á með- al Bretar og Norðurlanda- þjóðirnar, að undanteknum íslendingum, hafa veitt kommúnistastjórninni í Pek- ing viðurkenningu. Hins veg- ar er á það bent, af hálfu Bandaríkjanna og margra annarra vestrænna þjóða, að meðan Pekingsstjórnin full- nægi ekki frumskilyrðum stofnskrár Sameinuðu þjóð- anna fyrir inntöku í samtök- in, þá sé ekki hægt að sam- þykkja aðild Kína að ’þeim. Kommúnistastjórnin í Pek- ing hefur farið með styrjöld á hendur Sameinuðu þjóðun- um. Hún studdi árás Norður- Kóreumanna og Rússa á Suður-Kóreu á sínum tíma. Hún réðist á Tíbet og gerði það að leppríki sínu og hún heldur uppi stöðugum ófriði og illindum á landamærum Indlands og Kína. Enda þótt sú staðreynd verði ekki sniðgengin, að Pekingstjórnin er hin raun- verulega stjórn meginlands Kína, sætir það því vissu- lega engri furðu, þótt ríkrar andúðar verði vart innan Sameinuðu þjóðanna á upp- töku Sovét-Kína í samtökin. Ef Pekingstjórnin léti af árásum sínum á nágranna Kína og tæki upp friðsam- legri stefnu í alþjóðamálum, myndi sennilega ekki líða á löngu þar til Kína fengi inn- göngu í Sameinuðu þjóðirn- Yfir 300 farast í eldi Sirkusfj.Jd brennur í SJrasi-íu Niteroi, Brasilíu, 18. des. (AP) Á SUNNUDAG kviknaði í sirk- ustjaldi úr nælon meöan um 2500 manns voru þar inni að horfa á sýningu. Ríkisstjóri Rio de Jan- eiro ríkis, Celso Pacanha skýrði frá því í dag að óttast væri að á fjórða hundrað manns hafi farizt í eldinum og um 1.000 hlotið brunasár. Á mánudagsmorgun höfðu 180 lík fundizt í brunarúst- unum, mörg þeirra barnalík, en ekki'hefur verið unnt að komast að því nákvæmlega hve margir hafa látið lifið. Margir hinna særðu voru svo 1!la brenndir að þeim var ekki hugað lif. • . ÍKVEIKJA? Þetta er mesta slys, sem Orðið hefur í Brasilíu og mesti sirkus- bruni sögunnar, verri en hjá Ringling sirkusnum í Bandarík.i- unum 1944 þegar 168 létu lifið. Pecanha ríkisstjóri segir að grun- ur leiki á að sér sé um íkveikju að ræða. Eldurinn brauzt út síð- degis á sunnudag meðan tveir loftfimleikamenn voru að sýna listir sínar. Á fimm mínútum varð tjaldið alelda og féll eld- hafið yfir áhorfendur. Nokkrir áhórfenda komust ekki úr sæt- um sínum, aðrir komust ekki að útgöngudyrunum og enn aðrir voru troðnir niður Skelfingu lostnar konur og börn féllu hvort um annað og urðu eidinum að bráð. Þannig var umhorfs eftir eldinn „Eg hefi séð margt hræðilegt, en hélt aldrei að ég ætti eftir að verða áhorfandi að svöna hrylli- legum atburði", sagði lögreglu- þjónn, er þarna var. * Líkin vöru flutt á vörubifreið- um til líkhúss borgarinnar og þegar það var fullt þá á knatt- spyrnuleikvöllinn. Erfitt var að sinna hinum særðu vegna skorts á lyfjum, bl£tSi, sjúkrarúmum, læknum og hjúkrunarkonum. Meðal þeirra, sem komust ó- sködduð út úr eldinum, voru loft- fimleikamennirnir. Konan, Antoi netta Estevanovich, sagðist hafa staðið á fimleikapallinum en fé- lagi hennar verið að svífa í loft- inu, þegar þau urðu eldsins vör. „Eg hrópaði ekki, því ég hélt þann félli“, sagði hún. „Hann lauk við stökkið og við stukkum bæði niður í netið og komumst undan.“ Diefenbaker til Norðurlanda » ÓSLÓ, 19. des. NTB. — Ákveð- ið hefur verið, að forsætisráð- herra Kanada, John Diefen/baker, koimi í opinbera heimsókn til Noregs á næsta ári, en ekki er enn fastráðið hvenær. Jafnframt mun forsætisráðherrann heim- sækja Finnland, Svílþjóð og Dan- mörku. Nehru hæddur Hong Kong, 19. des. — (AP) HIÐ opinbera málgagn kín- verskra kommúnista í Hong Kong hefur gagnrýnt harð- lega aðgerðir Indverja í Goa — og vekur sú afstaða mikla athygli. Hún er í algerri and- stö&u við afstöðu Sovétríkj- anna, sem hafa lýst fylgi sínu við innrás Indverja —• og þykir enn eitt merki þess hversu djúpur ágreiningur ríkir milli þessara tveggja forystuþjóða kommúnismans. Dagblaðið Ta Kung Pao, op- inbert málgagn kínverskra kommúnista, segir að innrásin í Goa sé örvæntingarfull tilraun Nehrus til þess að vinna aftur upp þann álitshnekk, er hann hafi beðið í augum þjóða! Asíu og Afríku. — Blaðið fordæmir ekki innrásina í sjálfu sér, seg- ist ekki gera svo sakir grund- vallarskoðana kommúnismans á nýlendustefnu. — En í ritstjórn argreih á forsíðu blaðsins kem- ur fram sterk gagnrýni á Nehru og er þar miskunnar- laust reynt að gera hann hlægi- legan, svo og innrásina. — Þar segir m.a. að Nehru hafi kosið minnsta ríkið meðal þeirra, sem stunda heimsvaldastefnu, til þess að fá framgengt markmið- um sínum. Óró í alþjóðamálum, mistök Nehrus í baráttunni gegn Kínverjum og væntanleg- ar kosningar hafi neytt hann til þess að láta til skarar skríða I Goa. ar, án þess þó að Formósa yrði rekin úr þeim. En í bili stendur hún við lokaðar dyr. ÁRÁSIN Á GOA TTernaðarárás Indverja á Portúgala í Goa mælist að vonum illa fyrir. Indverj- ar hafa marglýst því yfir, að þeir væru eindregnir fylgis- menn friðsamlegra samninga og viðræðna um ágreinings- efni þjóða í milli. Þeir hafa harðlega fordæmt allar of- beldis- og hernaðarárásir. — Þrátt fyrir það brestur þá nú biðlund til þess að ná samkomulagi við Portúgala um að rýma Goa og aðrar smánýlendur þeirra í Ind- landi. Nýlenduskipulagið er að líða undir lok. Sú þróun ger- ist svo að segja allsstaðar með friðsamlegum hætti, þar sem hlut eiga að máli vest- rænar lýðræðisþjóðir og hin- ar gömlu nýlendur þeirra. — Sovétríkin hafa hinsvegar tekið upp harðsvíraða ný- lendu- og kúgunarstefnu. —< Það sæmir Nehfu og Ind- verjum vissulega illa að grípa til vopna og blóðsút- hellinga til þess að ná því takmarki, sem heilbrigð og eðlileg þróun er auðsjáan- lega að ná. Og ekki styrkja þessar aðfarir Indverja þá í vöminni gegn sókn SovéU Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.