Morgunblaðið - 20.12.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 20. des. 1961 Faðir okkar JÓN BÖÐVARSSON Miðtúni 36 andaðist að heimili sínu 19. þ.m. Börnin Eiginkona mín VILBORG GUÐLAUGSDÓTTIR andaðist að heimili sinu þann 18. des — Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd, barnanna og annarra aðstandenda Pétur Guðmundsson Móðir okkar GUÐFINNA SVEINSDÓTTIR frá Háarema, andaðist 18. des. Fyrir hönd systkina og vandamanna. Guðni Sigurðsson Sonur minn og bróðir okkar ASGEIR J. JAKOBSSON málarameistari andaðist þann 18 des 1961. Valgerður Pétursdóttir og systkinin Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir PÉTUR LEIFSSON ljósmyndari lézt á Bæjarspítalanum 17 desember sl — Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju laugardaginn 23. desember kl. 10,30 árd. Steinunn Bjartmarsdóttir, börn og tengdabörn Móðir okkar JAKOBÍNA TORFADÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. des. kl. 10,30. Aðalsteinn Friðfinnsson, Jóhanna Friðfinnsdóttir, Lilja Friðfinnsdóttir. Maðurinn minn AAGE KRISTINN PEDERSEN múrari sem andaðist að heimili sínu Mávahlíð 9, 16. des. 1961, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. des. kl. 10,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Rósa Jónsdóttir og börn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi HAUKUR JÓNSSON pípulagningameistari, Langholtsvégi 198 sem andaðist 12. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, fimmtudaginn 21. des. kl. 13,30. — Blóm vin- samlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, skal bent á Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Bára Skæringsdóttir, Gunnar Hafsteinn Hauksson, Skæringur Bjarnar Hauksson, Hulda Sigurjónsdóttir og barnabörn Þökkum inniiega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför KRISTJÁNS HANSSONAR trésmíðameistara Sigríður Thomsen, Elin Johnson, Pétur Kristjánsson, Geiða Herbertsdóttir, Haraldur Kristjánsson, Sigríður Haraldsdóttir, Herbert Haraldsson.- Við þökkum einstaklmgum og félagasamtökum fýrir vináttu og sýndan heiður við lát HALLGRÍMS JÖNSSONAR fyrrv. skólastjóra Börn og tengdabörn Hjartanlega þökkum við öllum fjær og nær, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför systur okkar HÓLMFRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR fiá Stóra-Skógi Sérstaklega þökkum við systrunum á Landakotsspít- ala fyrir frábæra umönnun og hlýleika við hana í hin- um löngu veikindum hennar. Systkinin Þórður Einarsson — Minning F. 31. okt. 1890. ». 12. des. 1961. KÆRI bróðir. Þú varst hetja í lífinu. Aldrei æðruorð, hvað sem á móti blés. f>ú varst sama hetjan í dauða- stríðinu, þó kvalirnar væru óbærilegar, var aldrei kvartað. Ævisaga Þórðar Einarssonar verður ekki sögð í fáeinum fá- tækilegum orðum, hún væri efni í þykka bók. Þórður yar verkstjóri til margra ára á fisk- verkunarstöðvum, sem fyrr á arum voru mjog mannmargar og var starfið því ábyrgðarmikið og mjög erilsamt. En svo giftu- samlega og vel leysti hann öll störf sín af hendi, að hann naut sérstaklega mikils trausts, vin- áttu og virðingar, bæði hjá yf- irmönnum sínum og verkafólki. Þórður var stjúpsonur móður okkar, en reyndist henni sem bezti sonur. Á æskuárum hans varð móðir okkar ekkja með stóran barnahóp og kom þá bezt í ljós fórnfýsi hans og drenglyndi. Hann vissi að móð- ur okkar hefði orðið það ofraun að þurfa að láta bömin frá sér. Þórður var hennar aðal stoð og fyrirvinna á meðan börnin voru að komast upp. Og síðan sá hann fyrir henni á meðan hún lifði, af þeirri umhyggju og nær gætni sem bezt verður á kosið. Fyrir sex árum bjó hann sér heimili með Margréti Gísladótt- ur, elskulegri konu, og naut ástúðar hennar og umhyggju, það sem eftir var ævi hans. Það er sárt að hugsa til þess að þessi elskulegi og góðhjartaði maður skyldi ekki fá að njóta þeirrar sambúðar lengur. Það má með sanni segja um Þórð, að hann lét engan syrgj- andi frá sér fara,, og hans æðsta takmark í lífinu var að lið- sinna öðrum og greiða götu þeirra, þó sérstaklega þeim sem minna máttu sín. — Við stönd- um hljóð í þögulli þakkarbæn til þín fyrir allt sem þú varst okkur systkinunum og börnum okkar. — Kæri Þórður minn, nú veit ég að þú lifir heilög jól í faðmi frelsarans. S. E. Hókon Jónsson — Minning í DAG er kvaddur hinztu kveðju Hákon Jónsson, Nýlendu götu 19C. Hann var fæddur að Felli í Dýrafirði þann 25. marz 1892. Foreldrar hans voru Jón Hákonarson bóndi þar og síðar að Meiragarði og kona hans, Sigmunda Sigmundsdóttir. Hákon ólst upp, jöfnum hönd- um má segja við vinnu til sjós og lands. Einnig fór hann ungur að fást við trésmíði. Hann var einn af fyrstu nem- endum héraðsskólans að Núpi og hlaut þar staðgóða undirbúnings menntun undir lífið. Hákon fluttist til Reykjavík- ur árið 1930, en hafði stundað hér sjómennsku á línubátum og togurum um nokkur ár áður. Árið 1932 réðist hann til Reykja víkurhafnar og vann þar síðan til dánardægur, eða meðan heilsa leyfði að bryggjusmíði og aðrar trésmíðar er til féllu við hinar ýmsu framkvæmdir Reykj avíkurhaf nar. Hákon kvæntist 13. júní 1931 Innilegar þakkir til allra. sem glöddu mig á sextugs afmæli mínu. Anna J. Reiners, Blönduósi Lokað vegna jarðarfara til kl. 1 e.h. í dag. VIGFÚS GUÐBRANDSSON & CO H F. Vesturgötu 4. Ingibjörgu Bjarnadóttur frá Dýrafirði og lifir hún mann sinn. Þeim varð tveggja barna auðið, Gunnars og Sigmundu. Eru þau bæði á lífi, gift og bú- sett hér. . Hókon Jónsson var einnþeirra manna er með árvekni og trú- mennsku vinnur starf ,sitt, hóg- vær og háttprúður í allri fram- komu sinni og átti, að ég hygg, engan óvildarmann og er þá mikið sagt. Hákon var mjög umhyggju- samur heimilisfaðir, sity litla hús var hann alltaf að laga og bæta við, svo það yrði sem vistlegast fyrir fjölskyldu hans, og voru þau hjón samhent um allt er að því laut, enda höfðu þau búið sér og börnum sínum vistlegt heimili og þokkalegt bæði utan dyra og innan. Síðustu árin gekk Hákon ekki heill til skógar, hann lá oft þungar legur og erfiðar og var það oft meira af harðneskju við sjálfan sig, en að hann hefði heilsu til að afkasta sínu dags- verki. Hákon var vel fróður um menn og málefni, fylgdist vel með því er gerðist í þjóðfélag- inu, léttur og kótur í vinahóp og sagði vel frá hinum ýmsu viðburðum daglega lífsins. Hinir mörgu vinir og kunn- ingjar Hákonar sakna hans og trega, en mestur er þó söknuð- urinn hjá konu hans og börn- um, en minningamar um um- hyggjusaman eiginmann og föð- ur lifa og oma. Blessuð sé minning hans. '' Þorv. Björnsson. '3V333 rtvAUT TIL LEI6U 3fWLDÝrL)7L Vclskóflur Xvanabt lar Dral'tarbílar Vlutningauajnar þuNfiflVINNUVÉLAn símí 34333 Kæliskápar samkvæmt Parísartízkunni Frimatic kæliskápar Dagleg framleiðsla 1000 skápar. Fyrstu sýnishornin af þessum kæliskápum eru til sýnis og sölu í SMYRLI, Laugavegi 170 sími 12260. FRIMATIC KÆLISKAPURINN kostar: 9.75 cubf. kr. 12.814.— 7.25 cubf. kr. 11.39.— 6 cubf. kr. 9.565.— 5.25 cubf. kr. 8.392.— 5 subf. kr. 7.690,— 5.40 subf. kr. 7.915 — Hægt er að fá skápana í ýmsum litum til samræmis við eldhúsinnréttingar. Næsta sending væntanleg í febr.—marz næstkomandi. Raftœkjaverzlun íslands hf. Skólavörðustíg 3 — Simi 17975/76. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.